Macron ætlar að sameina sundrað Frakkland

Nýendurkjörinn Frakklandsforseti heitir að sameina sundrað Frakkland. Niðurstöður forsetakosninganna gefa þó til kynna að öfgavæðing franskra stjórnmála sé komin til að vera.

Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Auglýsing

Emmanuel Macron, sitj­andi Frakk­lands­for­seti, hafði betur gegn Mar­ine Le Pen, leið­toga öfga­hægri­flokks­ins Rassem­lem­ent National, í síð­ari umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fóru í gær. Macron sigr­aði Le Pen, rétt eins og í kosn­ing­unum fyrir fimm árum, en mun­ur­inn var hins vegar mun naum­ari nú en þá. Macron hafði betur með 58,55 pró­sentum gegn 41,45 pró­sent­um, en í síð­ustu for­seta­kosn­ingum fékk hann stuðn­ing rúm­lega 66 pró­sent kjós­enda.

Úrslitin eru áhuga­verð og sögu­leg að ýmsu leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem sitj­andi for­seti fimmta lýð­veld­is­ins er í raun og veru end­ur­kjör­inn. Sitj­andi for­setar hafa vissu­lega setið meira en eitt kjör­tíma­bil en í til­felli François Mitt­er­and 1988 og Jacques Chirac 2002 voru flokkar þeirra í stjórn­ar­and­stöðu þegar for­seta­kosn­ing­arnar fóru fram. Þá var Charles de Gaul­le, fyrsti for­seti fimmta lýð­velds­ins, í raun ekki kjör­inn af almenn­ingi þegar hann tók fyrst við emb­ætti.

Auglýsing
Macron er því fyrst for­set­inn í nútíma­sögu Frakk­lands, þar sem flokkur for­seta hefur verið við stjórn­völ­inn allt fyrra kjör­tíma­bil, sem nær end­ur­kjöri.

Öfga­væð­ing stjórn­mál­anna virð­ist komin til að vera

Macron fagn­aði sigri við glitr­andi Eif­fel-­turn­inn þar sem hann sagði Frakka hafa kosið „sjálf­stæð­ara Frakk­land og sterk­ari Evr­ópu“ og hét hann að sam­eina sundrað Frakk­land. En nið­ur­stöður kosn­ing­anna sýna að stuðn­ingur við öfga­öfl í Frakk­landi hafa aldrei verið meiri. Le Pen stóð keik eftir að úrslitin voru ljós og sagði tapið í raun vera glæstan sigur fyrir sig og flokk­inn.

Stuðningsmenn Macron Frakklandsforseta fagna endurkjöri hans við Eiffel-turninn.

Blaða­maður New York Times full­yrðir að með nið­ur­stöðu kosn­ing­anna hafi lýð­veldi heims­ins kom­ist hjá nýrri, stærð­ar­innar krísu. Sigur Macron merkir að eitt af valda­mestu ríkjum Vest­ur­-­Evr­ópu verður ekki stjórnað af öfga­hægri þjóð­ern­is­sinna sem á sterk tengsl við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og vill fjar­lægj­ast NATO.

­Sig­ur­inn er virð­ing­ar­vottur við hæfi­leika Macron sem stjórn­mála­manns og stefnu­mót­anda. Í kosn­inga­bar­átt­unni, ekki síst eftir að ljóst varð að Le Pen myndi mæta Macron í síð­ari umferð­inni á kostnað Jean-Luc Mélenchon, for­manns vinstri­flokks­ins Óbug­aðs Frakk­lands (f. La France insou­mise), mátti greina ákveðið stef hjá kjós­endum að þeir væri í raun að velja á milli tveggja slæmra kosta. „Valið stendur á milli svarta­dauða og kól­eru,“ líkt og einn kjós­and­inn orð­aði það.

Margt hefur breyst í frönskum stjórn­málum á síð­ast­liðnum árum. Flokkur Macron, La Répu­blique en Marche, sem var í raun stofn­aður í kringum for­seta­fram­boð hans fyrir fimm árum, ætl­aði sér að umbylta frönskum stjórn­­­málum og end­­ur­vekja trú almenn­ings á þeim.

Það hefur að vissu leyti tekist, sér­stak­lega ef litið er á gömlu stór­­flokk­ana tvo, sós­í­a­lista og repúblikan­a, en fram­bjóð­endur þeirra hlutu sam­an­lagt tæp 8 pró­sent atkvæða í fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna. Á sama tíma hefur stuðn­ingur við öfga­öfl af hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna aldrei veirð meiri, en fram­bjóð­endur þeirra hlutu sam­an­lagt 58 pró­sent atkvæða í fyrra umferð for­seta­kosn­ing­anna. Öfga­væð­ing stjórn­­­mál­anna virð­ist því komin til að vera.

Kjós­endur Mélenchon fylgdu fyr­ir­mælum hans

En hvert er Macron að sækja stuðn­ing sinn?

Franska könn­un­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Ifob spurði kjós­endur á kjör­dag hvort og þá hvernig þeir breyttu atkvæði sínu milli umferða í for­seta­kjör­inu. 45 pró­sent svar­enda sem kusu Mélenchon í fyrr umferð­inni greiddu ekki atkvæði í seinni umferð­inni. Á sama tíma greiddu 42 pró­sent þeirra sem kusu Mélenchon í fyrri umferð­inni Macron atkvæði í sinni umferð­inni. Mélenchon bað stuðn­ings­menn sína um að greiða Le Pen ekki atkvæði sitt en á sama tíma var hann ekki til­bú­inn að lýsa yfir stuðn­ingi við Macron. Segja má að stuðn­ings­menn Mélenchol hafi fylgt fyr­ir­mælum hans að mestu.

Við fyrstu yfir­ferð úrslit­anna kemur í ljós að Macron bætti nær hvergi við sig fylgi á lands­vísu á meðan Le Pen bætti við sig nær alls stað­ar, skilj­an­lega, en einna helst í stórum hluta dreif­býl­is­svæða í Suð­ur­-Frakk­landi.

Kosn­inga­þátt­taka hefur aðeins einu sinni verið minni eftir að núver­andi kosn­inga­fyr­ir­komu­lag var tekið upp og ekki verið lak­ari í tvo ára­tugi. Kjós­endur í nágrenni Par­ísar mættu helst ekki á kjör­stað að þessu sinni, en þar er einmitt að finna kjós­endur sem greiddu Mélenchon atkvæði í fyrri umferð­inni.

Emmanuel Macron verður for­seti Frakk­lands næstu fimm árin en að þessu seinna kjör­tíma­bili loknu mun hann segja skilið við for­seta­stól­inn, lögum sam­kvæmt. Talið er að Macron muni hefja þetta síð­ara kjör­tíma­bil sitt með því að hlusta á kjós­endur fremur en að taka áhrufa­miklar ákvarð­an­ir, að minnsta kosti fram yfir þing­kosn­ingar sem fram fara í júní.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent