Kjarninn og Gulleggið standa saman að vali fólksins í Gullegginu 2016. Lesendum Kjarnans gefst tækifæri til að velja sitt uppáhalds verkefni í Gullegginu í ár, eins og í fyrra. Úrslit Gulleggsins 2016 verða kynnt í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 12. mars.

Sjáðu öll teymin kynna sínar hugmyndir í myndbandinu hér að ofan eða í listanum að neðan og veldu þér svo þína uppáhalds hugmynd. Tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu í ár.

Veldu hér
Teymin tíu í Gullegginu 2016

Arkvit

Frumkvöðlar:Arnar Freyr Tafjord og Þór Sigurðsson

Þróar þýðingararlausn sem notast við nýja algóritma sem ná 50% betri árangri en aðrar þýðingarvélar.

Gagnleg Hugsun

Frumkvöðlar:Birta Brynjarsdóttir, Thelma Sif Sævarsdóttir, Óttar G. Birgisson og Sævar Már Gústavsson

Gagnleghugsun.is býður upp á sálfræðiþjónustu á netinu.

Hringborð

Frumkvöðlar:Erwin Szudrawski, Helgi Þorsteinsso og Snæbjörn Hersir Snæbjarnarson

Hringborð er app sem hvetur fólk til að hjálpast að í háskólanámi.

Icelandic Lava Show

Frumkvöðlar:Júlíus Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir

Lifandi rauðglóandi hraunsýning.

Lífvera

Frumkvöðlar:Helgi Magnússon, Örn Viðar Skúlason og Davíð Baldursson

Meniga heilsunnar.

Pay Analytics

Frumkvöðlar:Margrét Bjarnadóttir og David Anderson

Hugbúnaður sem lágmarkar kostnað við að útrýma kynbundnum launamun.

Platome líftækni

Frumkvöðlar:Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

Aðferð sem styður við framfarir í stofnfrumurannsóknum og læknisfræði með blóðflögum.

Shortcut

Frumkvöðlar:Hafsteinn Hannesson, Hrefna Lind Einarsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir

Áfangastaður þinn - Einum smelli nær.

Tipster

Frumkvöðlar:Óskar Adamsson, Gunnar Torfi Steinarsson og Einar Tryggvi Leifsson

Fyrir þá sem vilja hagnast á íþróttaveðmálum.

Zeto

Frumkvöðlar:Eydís Mary Jónsdóttir og Ásta Þórhildur Margrét Magnúsdóttir

Lífrænar húðvörur úr þaraþykkni.