Birgir Þór Harðarson

Um Kjarnann

Kjarninn er lítið fjölmiðlafyrirtæki sem leggur áherslu á vitræna umræðu og veflausnir til fréttamiðlunar.

2013
Kjarninn kom fyrst út í ágúst 2013 sem fréttatímarit fyrir snjalltæki.
2014
Kjarninn kemur aðeins út á vefnum til þess að ná til fleiri lesenda.
Kjarninn leggur áherslu á að stuðla að vitrænni umræðu um samfélagsmál.

Verkefni Kjarnans

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur áherslu á að upplýsa lesendur sína. Hann rannsakar og skýrir fyrir þeim það sem á sér stað í samfélaginu. Í Kjarnanum er lögð áhersla á gæði og dýpt. Hann segir ekki allar fréttir, heldur einbeitir sér að því að segja ítarlega og vel frá málunum sem skipta máli.

Ritstjórn Kjarnans leggur áherslu á að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og að styðja við fréttaflutning sinn með vísun í staðreyndir. Með því greinum við kjarnann frá hisminu fyrir lesendur okkar.

Kjarninn er fyrst og síðast efnisframleiðandi, sem nýtir sér þær leiðir sem í boði eru til að koma efni til lesenda sinna og neytenda. Það er efnið sem skiptir höfuðmáli,ekki formið sem það er sett fram á.

Verk Kjarnans verða dæmd af lesendum hans. Trúnaður Kjarnans verður einungis gagnvart þeim, því það er þar sem hagsmunir hans liggja.

Starfsfólk

Þórður Snær Júlíusson
ritstjóri
Eyrún Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri
Arnar Þór Ingólfsson
blaðamaður
Erla María Markúsdóttir
blaðamaður
Sunna Ósk Logadóttir
blaðamaður
Emil Dagsson
ritstjóri Vísbendingar
Grétar Þór Sigurðsson
blaðamaður
Guðni Einarsson
sölu- og verkefnastjóri

Saga Kjarnans

Kjarninn var formlega stofnaður 1. júní 2013. Við stofnun hans var ákveðið að synda gegn straumnum á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að einblína á fáar djúpar og ítarlegar fréttaskýringar um þjóðfélagsmál í efnistökum. Í öðru lagi birt Kjarninn efnið sitt í appi, sem stafrænt fréttatímarit.

Í október 2014 var miklum breytingum á Kjarnanum hrint í framkvæmd. Þá var kynntur til leiks fréttavefur sem myndi sinna daglegri fréttaþjónustu en halda áfram fast í þá hugmyndafræði um gæði og dýpt sem Kjarninn er byggður á. Samhliða var útgáfu stafræna fréttatímaritsins hætt.

Ári síðar, eftir margra mánaða ítarlegan undirbúning, var nýr fréttavefur settur í loftið. Hann er einstakur í íslenskri fjölmiðlaflóru og sérsniðinn að þeim áherslum sem Kjarninn stendur fyrir.

Í dag er sá vefur heimahöfn Kjarnans. Miðillinn heldur einnig úti daglegu fréttabréfi, metnaðarfullu hlaðvarpi, daglegri fréttaþjónustu á ensku, vikulegu ensku fréttabréfi og hefur haldið viðburði um þjóðþrifamál.

Stjórn Kjarn­ans

Birna Anna Björnsdóttir
stjórnarformaður
Hjálmar Gíslason
stjórnarmaður
Guðrún Inga Ingólfsdóttir
stjórnarmaður
Vilhjálmur Þorsteinsson
stjórnarmaður

Eign­ar­hald Kjarn­ans miðla:

  • Hg80 ehf., eig­andi Hjálmar Gísla­son 18.39%
  • Mið­eind ehf., eig­andi Vil­hjálmur Þor­steins­son

    18.02%
  • Birna Anna Björns­dótt­ir, 11.65%
  • Magnús Hall­dórs­son, 9.47%
  • Þórður Snær Júl­í­us­son, 8.04%
  • Hjalti Harð­ar­son, 6.10%
  • Fagri­skógur ehf., eig­andi Stefán Hrafn­kels­son, 3.75%
  • Milo ehf., eig­endur Guð­mundur Haf­steins­son og Edda Haf­steins­dótt­ir, 3.75%
  • Voga­bakki ehf., eig­endur Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son, 5.02%
  • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­son, 7.50%
  • Birgir Þór Harð­ar­son, 1.91%
  • Jónas Reynir Gunn­ars­son, 1.91%
  • Fanney Birna Jóns­dótt­ir, 0.75%

Láttu okkur heyra það

Kjarnanum er ekkert óviðkomandi og er ekki hafinn yfir gagnrýni. Sendu okkur línu ef þú hefur skoðun á Kjarnanum eða vilt beina athugasemdum til okkar. Tölvupóstfangið okkar er kjarninn@kjarninn.is.

Praktískar upplýsingar

Kjarninn miðlar ehf.
Fiskislóð 31 B
101 Reykjavík
Sími: 551-0708 
Netfang: kjarninn@kjarninn.is