Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin með 19 prósent fylgi og bætir við sig 4,6 prósentustigum milli mánaða
Tveir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylking og Píratar, hafa samtals bætt við sig næstum 14 prósentustigum af fylgi á kjörtímabilinu. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir tapað 10,7 prósentustigum. Rúmur helmingur fylgistaps þeirra er hjá Vinstri grænum.
25. nóvember 2022
Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað ansi hratt síðustu misseri.
Greiðslubyrði 50 milljón króna óverðtryggðs láns aukist um næstum 1,5 milljónir á ári
Sá sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað getur í dag tekið 42 prósent lægri upphæð að láni til að kaupa húsnæði en hann gat í maí í fyrra. Ástæðan eru hærri vextir.
25. nóvember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Segir endurheimt raunlauna leiða af sér minni hagvöxt, meiri verðbólgu og hærri stýrivexti
Ef kjarasamningar skila til baka þeim raunlaunum sem tapast hafa vegna verðbólgu telur Seðlabankinn að hagvöxtur á næsta ári verði sá minnsti síðan 2002, ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar bankahrunsins og kórónuveirufaraldursins.
25. nóvember 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Segja þá sem kaupi sér skyndibitakeðjur ekki þurfa undanþágu frá banni við samráði
Ný frumvarpsdrög undanskilja afurðastöðvar í sláturiðnaði tímabundið frá banni við ólögmætu samráði. Félag Atvinnurekenda segir mörg fyrirtæki í geiranum í prýðilegum rekstri og þurfi ekki á undanþágunni að halda.
24. nóvember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
„Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um annarleg sjónarmið“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka stendur óhögguð þrátt fyrir athugasemdir Bankasýslunnar. Stofnunin hafnar umfjöllun „ákveðinna fjölmiðla“ og segir hana ekki standast skoðun.
24. nóvember 2022
Þriðja könnunin í röð sem sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu
Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur dalað frá því í júní, óákveðnum hefur fjölgað mikið en andstæðingum fjölgað um 1,2 prósentustig. Eftir rúman áratug af afgerandi andstöðu við aðild hefur hugur þjóðarinnar snúist á þessu ári.
24. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Lífeyrissjóðirnir segja áform Bjarna um ÍL-sjóð brjóta í bága við stjórnarskrá
Það stefnir í mikla hörku í hinu svokallaða ÍL-sjóða máli. Lífeyrissjóðir hafa látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að sú lagasetning sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til að spara ríkinu 150 milljarða króna feli í sér eignarnám.
23. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer með fangelsismál í ríkisstjórn Íslands.
Fangelsismálastofnun þarf 400 milljónir annars þarf að loka fangelsum
Fangelsismálastofnun þarf 150 milljónir króna á fjáraukalögum til að láta enda ná saman í ár. Stofnunin þarf auk þess 250 milljónir króna í viðbótarútgjöld á næsta ári. Fáist ekki þetta fé mun fangelsinu á Sogni og hluta Litla Hrauns verða lokað.
23. nóvember 2022
Svandís leggur fram frumvarp sem hækkar veiðigjöld um 2,5 milljarða á næsta ári
Í apríl í fyrra var samþykkt frumvarp um flýtifyrningar. Tilgangur þess var að til að hvetja til fjárfestinga á tímum kórónuveirufaraldurs. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að veiðigjöld næsta árs verða að óbreyttu 2,5 milljörðum krónum lægri.
23. nóvember 2022
Róbert Wessman og Halldór Kristmannsson höfðu starfað náið saman í 18 ár áður en slettist upp á milli þeirra. Hér sjást þeir saman árið 2004 þegar nafni Pharmaco var breytt í Actavis.
Stríðinu í Alvogen lokið með sátt nokkrum dögum áður en það rataði fyrir dóm
Alvogen mun greiða ótilgreinda upphæð til Halldórs Kristmannssonar vegna áunninna launa og ógreiddra kaupauka, auk útlags lögmannskostnaðar. Á móti lýsir Halldór meðal annars yfir að hann uni traustsyfirlýsingu gagnvart Róberti Wessman.
23. nóvember 2022
Það gustar um ýmsa í ríkisstjórninni um þessar mundir.
Allir ráðherrar VG og Framsóknar tapa trausti en ráðherrar Sjálfstæðisflokks bæta við sig
Ásmundur Einar Daðason er áfram sá ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur mest trausts og Bjarni Benediktsson er áfram sá sem flestir treysta lítið. Lilja D. Alfreðsdóttir tapar mestu trausti allra frá því í vor og bætir við sig mestu vantrausti.
22. nóvember 2022
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Alvogen og Halldór Kristmannsson ná sáttum – Fallið frá málsókn gegn Halldóri
Í upphafi árs í fyrra setti fyrrverandi upplýsingafulltrúi Alvogen fram fjölda ásakana á hendur Róberti Wessman, opnaði heimasíðu og skilgreindi sig sem uppljóstrara. Nú hefur sátt náðst í málinu.
22. nóvember 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins telur frumvarp Lilju fresta vanda fjölmiðla en ekki leysa hann
Stærstu fjölmiðlafyrirtækin skiluðu umsögnum um frumvarpsdrög sem framlengja styrkjakerfi við fjölmiðla. Árvakur vill fá stærri hluta styrkjanna og að gripið verði til annarra aðgerða til að bæta stöðu fjölmiðla. Bændasamtökin eru ánægð með kerfið.
22. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Spyr Bjarna hvort Fjármálaeftirlitið hafi lagaheimildir til að rannsaka Bjarna
Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hún spyr meðal annars hvort hann telji að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að rannsaka ákvarðanir og ábyrgð ráðherrans við bankasöluna.
21. nóvember 2022
Skeljungur undirritar viljayfirlýsingu um sölu og dreifingu á rafeldsneyti
Tvö dótturfélög fjárfestingafélagsins SKEL ætla í samstarf við danskan sjóð um möguleg kaup og dreifingu á rafeldsneyti sem hann stefnir á að framleiða á Reyðarfirði.
21. nóvember 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Búast við því að stýrivextir hafi náð hámarki og fari að lækka á ný næsta haust
Verðbólguvæntingar hafa batnað. Nú telja þeir sem sýsla með skuldabréf að hún verði komin niður í 5,1 prósent eftir ár og að þá hefjist hægt vaxtalækkunarferli. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru þó enn vel yfir markmiðum Seðlabankans.
21. nóvember 2022
Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman
Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni.
21. nóvember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga
Þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015 áttu þau að auka festu í ríkisfjármálum og draga úr notkun fjáraukalaga. Þróunin hefur hins vegar orðið þveröfug, meðal annars vegna tíðra ríkisstjórnarskipta og kórónuveirufaraldurs.
21. nóvember 2022
Bensínlítrinn hækkað um sjö krónur á tveimur mánuðum og kostar nú 322 krónur
Bensínverð hefur hækkað um tæplega 21 prósent það sem af er ári. Ríkið tekur til sín tæplega helming af hverjum seldum lítra í allskyns gjöld. Til stendur að auka álögur á bifreiðaeigendur á næsta ári til að afla milljarða í nýjar tekjur.
20. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hefur næstum tvöfaldað fylgið og andar ofan í hálsmálið á Sjálfstæðisflokki
Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun og fjölmargir möguleikar í kortunum. Þrír andstöðuflokkar hafa bætt við sig einum Framsóknarflokki það sem af er kjörtímabili en ríkisstjórnin tapað yfir tíu prósentustigum.
19. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Vill að Katrín mæti fyrir fjárlaganefnd og geri grein fyrir næstu skrefum í bankasölu
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagavinnu í uppnámi enda gert ráð fyrir að sala á Íslandsbanka skili ríkissjóði 75 milljörðum á næsta ári. Engin skýr svör hafi þó fengist frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar um hvort og þá hvernig bankinn verði seldur.
18. nóvember 2022
Skatturinn hafði áhyggjur af svindli fyrirtækja til að fá hærri styrki – Engu hefur verið breytt til að hindra það
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa margfaldast á örfáum árum og voru 11,6 milljarðar króna í ár. Skatturinn sagðist í fyrra telja að „nokkur brögð“ hafi verið að því að fyrirtæki teldu almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun.
18. nóvember 2022
Sex konur voru í afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði í lok september síðastliðins.
Alls 317 á biðlista eftir því að komast í afplánun í fangelsi – Þar af 38 konur
Dómsmálaráðherra er sammála umboðsmanni Alþingis um að tilefni sé til að skoða hvort það halli á konur innan fangelsiskerfisins. Eina opna fangelsið sem stendur konum til boða er Sogn, sem þykir ekki jafn eftirsóknarvert og Kvíabryggja.
17. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Sögðu Sjálfstæðisflokkinn bara vilja ræða leka, ekki bankasöluna eða skýrsluna um hana
Heitar umræður voru á þingi í dag um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjölmiðla tæpum sólarhring áður en hún átti að birtast. Stjórnarandstaðan benti á að þingmenn Sjálfstæðisflokks virtust ekki hafa miklar áhyggjur af leka á drögum á skýrslunni.
17. nóvember 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að gera hækkun á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar varanlega. Í nýframlögðu frumvarpi er það þó ekki raunin, heldur verða greiðslurnar framlengdar út árið 2025.
Controlant fékk hæsta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar en CCP hæstu upphæðina
Árið 2015 voru endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar 1,3 milljarðar króna. Í ár voru þær 11,6 milljarðar króna og áætlað er að þær verði 15,3 milljarðar króna árið 2025.
17. nóvember 2022