Geyma pólitískt þrætuepli í eyðimörk í Kaliforníu

Offramleiðsla hergagna í Bandaríkjunum er geymd í eyðimörk í Kaliforníu.

Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Auglýsing

Hátt í Sierra-fjall­garð­inum nyrst í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­unum er stór sand­s­létta. Úr fjarska er ekk­ert athuga­vert við þetta þurr­lendi, bara sand­breiða og órækt.

Þegar nánar er að gáð koma heilu rað­irnar af yfir­gefnum skrið­drek­um. Hver bryn­varði drek­inn á fætur öðrum hefur verið skil­inn eftir til þess að hverfa sand­inn, öllum lagt í beinar raðir eins og þeim hafi verið stillt upp í her­sýn­ingu í alræð­is­ríki.

Sierra Army Depot er ein stærsta her­gagna­geymsla í heimi. Þar eru ekki aðeins skrið­drekar heldur má þar finna fjöld­ann allan af bryn­vörðum trukkum sem ein­hvern tíma hafa verið not­aðir til flutn­inga í hern­aði Banda­ríkja­hers erlend­is.

Svæðið er gríðarlega stórt. Þar er nú flugvöllur til þess að auðvelda hergagnaflutninga.

Geymsla síðan í seinni heims­styrj­öld

Banda­ríski her­inn hóf að nota slétt­una fremst í Nevada-eyði­mörk­inni til her­gagna­geymslu í seinni heims­styrj­öld­inni. Stað­setn­ingin þótti hentug því hún var nógu langt inni í landi (og hátt yfir sjáv­ar­máli) til þess að Jap­anir kæmust ekki nálægt með flug­skeyti eða kamakaze-flug­vél­ar.

Þrátt fyrir að vera langt inn í landi eru sam­göngur þaðan nokkuð greiðar og hægt að flytja skrið­dreka eða sprengju­trukka eftir lestar­teinum til hafnar í San Francisco-flóa. Þarna er úrkoma einnig eins lítil og hugs­ast getur í Banda­ríkj­unum sem lág­markar ryð og veð­ur­skemmdir á tækj­un­um.



Her­inn geymdi gríð­ar­legt magn af sprengjum og skot­vopnum í eins konar sand­húsum – ekki ósvip­uðum snjó­húsum eski­móa heldur úr sandi.

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur Sierra-her­gagna­geymslan orðið að geymslu fyrir tæki og tól þessa stærsta hers í heimi sem ekki er þörf á í bar­daga. Þarna er til dæmis að finna meira en 2.000 M1 Abrams-skrið­dreka sem annað hvort hafa þjónað sínum til­gangi í stríðum Banda­ríkj­anna eða hafa aldrei verið sendir í vopn­aða bar­áttu.

Auglýsing


Inn­byggð og óvið­ráð­an­leg offram­leiðsla

Her­gagna­geymslan er ekki aðeins til­komu­mikið sjón­ar­spil og ágætis áminn­ing um hern­að­ar­mátt Banda­ríkj­anna heldur þykir Sierra Army Depot vera ágætis dæmi um offram­leiðslu Banda­ríkj­anna á her­gögn­um.

Banda­ríski her­inn óskar reglu­lega eftir því við banda­ríska þingið að fram­leiðslu úreltrar hern­að­ar­tækni verði hætt eða hún minnkuð. Hern­aður 21. ald­ar­innar byggir í sí auknum mæli á ómönn­uðum her­gögnum og árásum úr lofti, svo ekki sé minnst á nethern­að. Her­inn hefur þess vegna æ minna gagn af nærri því 40 ára gam­alli skrið­dreka­hönn­un.

Svo dæmi sé tekið af Abrams-skrið­drek­anum sem fer nán­ast beint af færi­band­inu í eyði­mörk­ina handan Sierra-fjall­garðs­ins. Skrið­drek­inn hefur verið fram­leiddur síðan árið 1980 og hefur hlotið margs­konar upp­færslur og end­ur­bætur síð­an. Hvert tæki vegur rúm­lega 60 tonn og er tal­inn vera ágætur til síns brúks. En hann hentar ekki í nútíma­hern­aði.

Abrams skriðdrekinn er enn notaður í hernaði.

Yfir­stjórn hers­ins hefur þess vegna marg­sinnis óskað eftir því að fram­leiðslu hans verði hætt. Þingið á hins vegar mjög erfitt með að stöðva fram­leiðsl­una enda er her­gagna­fram­leiðsla veiga­mik­ill þáttur í hag­kerfi ein­stakra ríkja og kjör­dæma í Banda­ríkj­un­um. Þing­menn sem greiða atkvæði með því að sér­hæft vinnu­afl missir vinn­una geta, með öðrum orð­um, átt hættu á að ná ekki end­ur­kjöri.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, náði að gera allt vit­laust í des­em­ber síð­ast­liðnum með einu tvíti þar sem hann gagn­rýndi kaup Obama-­stjórn­ar­innar á nýjum Lock­heed Mart­in-or­ystuflug­vélum og ákvað að biðja Boeing um gagntil­boð.



Afrakstur þessa tvíts var að mark­aðsvirði Lock­heed Martin (sem Banda­ríkin hafa reglu­lega keypt her­gögn af) hrundi.

Í ljósi þessa þá er kannski ekk­ert skrítið að Banda­ríkin hafa yfir stærsta her heims að ráða. Það er ein­fald­lega inn­byggt í efna­hags­lega afkomu ein­stakra ríkja innan Banda­ríkj­anna að fram­leiða her­gögn.

Þar til Banda­ríkin há stríð á evr­ópskum sléttum á ný eins og þau gerðu í seinni heims­styrj­öld­inni þá er útlit fyrir að sand­ur­inn fái að gleypa Abrams-skrið­drek­ana og öll hin tækin með tíð og tíma.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...