Í þá tíð… Bakslag í baráttu fyrir kvenpeningi í Bandaríkjunum

Áður en Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði verið ákveðið að hressa aðeins upp á dollaraseðlana vestanhafs. Þorgils Jónsson kynnti sér baráttukonuna Harriet Tubman og vonina um að hún fái að prýða seðil.

Harriet Tubman er ein af frægustu baráttukonum nítjándu aldar. Hún barðist fyrir réttindum blökkumanna og kosningarétti kvenna og frelsaði hundruð manna úr þrældómi. Fyrirhugað var að mynd af henni yrði á næstu útgáfu 20$ seðilsins.
Harriet Tubman er ein af frægustu baráttukonum nítjándu aldar. Hún barðist fyrir réttindum blökkumanna og kosningarétti kvenna og frelsaði hundruð manna úr þrældómi. Fyrirhugað var að mynd af henni yrði á næstu útgáfu 20$ seðilsins.
Auglýsing

Lengi hefur verið þrýst á um að kona fái sess á banda­rískum seðl­um. Í fyrra var ákveðið að bar­áttu­konan Harriet Tubman færi á næstu útgáfu 20$ seð­ils­ins, en þær fyr­ir­ætl­anir eru í upp­námi á meðan núver­andi for­seti er við völd.

Banda­ríkja­dalur er senni­lega það sem kemst næst því að heita alþjóð­legur gjald­mið­ill. Varla er sá staður á jarð­ríki sem „bucks“ eru ekki gjald­gengir og „green­backs“, eins og doll­ara­seðlar eru oft kall­að­ir, eru nokk­urs konar alþjóð­legt tákn fyrir pen­inga.

Félags­skap­ur­inn á þessum seðlum er frekar eins­leitur – jafn­vel fábreyttur – þar sem þar eru á fleti sjö karl­ar, ýmist for­setar eða hluti af hópi „Lands­feðranna“. Elstur er fræði­mað­ur­inn og sjálf­stæð­is­for­kólf­ur­inn Benja­min Frank­lin, sem fædd­ist 1706 og prýðir 100$ seð­il­inn. Yngsti með­lim­ur­inn er hins vegar Ulys­ses S. Grant, sem er á 50$ seðl­in­um, en hann var her­for­ingi í borg­ara­styrj­öld­inni og síðar for­seti og lést 1885. Þar á milli eru George Was­hington (f. 1782), fyrsti for­seti lýð­veld­is­ins, sem er á 1$ seðl­in­um, Abra­ham Lincoln á 5$, Alex­ander Hamilton, fyrsti fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, á 10$, Andrew Jackson á 20$ og – nokkuð sem er flestum ókunn­ugum dulið – Thomas Jeffer­son á 2$ seðl­in­um. (Síð­ast­nefndi seð­ill­inn er afar lítið not­aður meðal almenn­ings.)

Það er synd að segja að fjölbreyttur hópur einstaklinga prýði dollaraseðlana. Hvítir karlar úr stétt fremstu ráðamanna átjándu og nítjándu aldar.

(Þess ber þó að geta að enn eru í umferð full­gild ein­tök af stærri seðl­um, 500$, 1.000$, 5.000$ og 10.000$, en þeir hafa ekki verið prent­aðir frá 1934 og eru því afar lítið not­að­ir. Þess utan er fyr­ir­sætugall­er­íið þar sótt í sama pott, þrír for­setar og einn fjár­mála­ráð­herra, allir frá 19. öld.)

Þessi upp­still­ing hefur hald­ist óbreytt í hart­nær öld þrátt fyrir að breyt­ingar hafi vissu­lega komið til tals.

Umdeildur for­seti settur af seðli

Í tíð Baracks Obama á for­seta­stóli fór að rofa til í þessum mál­um. Í júní 2015 hóf fjár­mála­ráðu­neytið vinnu við að koma konu á seð­il. Fyrst var talað um 10$ seð­il­inn, en mörgum fannst illa að Hamilton vegið með því, enda er hann allt að því skil­get­inn faðir banda­ríska efna­hags­kerf­is­ins (og varla hefur spillt fyrir hans mál­stað að í upp­hafi þess árs sló söng­leik­ur, byggður á ævi hans, ræki­lega í gegn á Broa­d­way og lyfti nafni hans upp í áður óþekktar hæð­ir.)

Hins vegar voru fáir að fara að rísa upp til varnar fyrir Jackson sem var á 20$, enda var hann um flest frekar ósjar­mer­andi per­sónu­leiki, harður og durts­legur her­for­ingi sem hefur verið afar umdeildur síð­ustu ára­tug­ina. Hans er nú helst minnst fyrir að hafa fyr­ir­skipað brott­rekstur frum­byggja, meðal ann­ars af Cher­okee- og Sem­inóla­ætt­um, frá löndum sínum í Suð­austri, vestur yfir Miss­issippi-fljótið til að rýma fyrir land­töku hvítra manna. Þessi feigð­ar­för reif tugi þús­unda upp með rótum og þús­undir lét­ust á leið­inni.

Auglýsing

Þannig til­kynnti Jack Lew, fjár­mála­ráð­herra Obama-­stjórn­ar­inn­ar, þá ákvörðun um mitt síð­asta ár, að bar­áttu­konan Harriet Tubman hefði verið valin til þess að prýða nýjan 20$ seðil sem yrði kynntur árið 2020 og komið í umferð á árunum eftir það.

Bar­áttu­kona í húð og hár

En hver var Harriet Tubman og hvað afrek­aði hún til að eiga heima á stalli með hinum háu herrum í seðla­geng­inu (pun intended) með for­setum og ráð­herr­unum fyrri alda?

Alveg hreint fjöl­margt, þegar að er gáð.

Tubman fædd­ist í ánauð í Mar­yland­ríki ein­hvern tíma í kringum árið 1820. Hún vann fyrst á heim­ili „eig­enda“ sinna og síðar á ökrun­um. Árið 1849 flúði hún úr ánauð­inni og komst við ramman leik til Phila­delp­hiu, um 150 km leið, þar sem hún fékk vinnu og kom sér fyr­ir. Haft er eftir henni að þegar hún komst yfir rík­is­mörkin til Penn­syl­vaniu hafi hellst yfir hana mik­ill létt­ir. „Ég horfði í hendur mér til að athuga hvort ég væri ennþá sama mann­eskjan. Það var svo mikil dýrð yfir öllu; gylltir sól­ar­geislar bár­ust gegnum trén og yfir akrana og mér fannst eins og ég væri komin til himna­rík­is.“

Hún lét sér ekki nægja að hafa höndlað eigið frelsi, heldur hélt aftur suður á bóg­inn árið eftir og frels­aði systur sína og börn hennar úr þræl­dómi, og síðar bróður sinn og fleiri. Næstu tíu árin fór hún alls nítján ferðir og frels­aði hund­ruð blökku­manna úr þræl­dómi. Hún var einn af for­sprökk­unum í Und­erground Rail­road, félags­skap sem vann ötul­lega að því að ferja þræla úr ánauð til norð­ur­ríkj­anna, og jafn­vel allt til Kanada. Hún varð fljótt þekkt meðal þræla­hald­ara, sem settu fé til höf­uðs henn­ar.

Underground Railroad var félagsskapur fólks sem skipulagði frelsun fólks úr þrældómi í Suðurríkjunum.

Upp úr 1860 þegar mót­staðan gegn þræla­haldi í Banda­ríkj­unum fór á flug fyrir alvöru tók hún virkan þátt í því starfi og eftir að borg­ara­styrj­öldin braust út gerð­ist hún njósn­ari fyrir her sam­bands­sinna.

Tubman var ekki bara umhugað um rétt­indi þræla, heldur vann hún líka ötul­lega að rétt­indum kvenna og fór víða til að tala fyrir kosn­inga­rétti kvenna, í sam­vinnu við þekktar súf­fra­gettur líkt og Susan B. Ant­hony.

Tubman lést í hárri elli árið 1913, umkringd ást­vin­um, en hún hafði verið mjög veik síð­ustu árin, sem mátti rekja til ofbeldis sem hún mátti þola á árunum í þræl­dómi.

Tubman lést í hárri elli árið 1913. Hún hafði þá markað sinn varanlega sess í sögu Bandaríkjanna fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

Hún skildi eftir sig stór­merki­legt ævi­starf sem annar frum­kvöð­ull í rétt­inda­bar­áttu blökku­manna, Barack Obama, hafði hug á að við­ur­kenna með ofan­greindum heiðri. Jackson hefði mögu­lega fengið að vera áfram á bak­hlið seð­ils­ins.

Bakslagið

Þá ger­ist hið óvænta. Don­ald nokkur Trump er kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna og ekki hið ein­asta er hann bor­inn til emb­ættis á höndum fólks sem er síst gefið um blökku­fólk og aðra minni­hluta­hópa, heldur er hann bein­línis – og við­búið – tals­verður aðdá­andi Jacksons, sem Tubman hefði rutt úr rúmi. Hann hengdi upp mál­verk af Jackson í skrif­stofu for­seta og skemmst er líka að minn­ast sam­heng­is­lausrar lof­rullu Trumps um Jackson fyrr á árinu, sem studd­ist ekki nema að tak­mörk­uðu leyti við veru­leik­ann eins og flest fólk skynjar hann.

Andrew Jackson er með umdeildari forsetum Bandaríkjanna. Annar úr þeim hópi lét setja upp málverk af Jackson á skrifstofu sinni.

Þannig er kven­pen­ingur í Banda­ríkj­unum kom­inn á bið, um stund­ar­sakir hið minnsta. Steve Mnuchin, núver­andi fjár­mála­ráð­herra sagði í síð­asta mán­uði að ekk­ert lægi fyrir um hvort unnið verði áfram í mál­inu. Fleiri og meira aðkallandi verk­efni lægju fyrir stjórn­völdum þessi dægrin. Trump sjálfur úti­lok­aði ekki – fyrir kosn­ing­ar, vel að merkja – að Tubman fengi ein­hvern tíma sess á seðli, en hann væri ekki til­bú­inn að láta Jackson víkja.

Mögu­lega yrði hún sett á 2$ seð­il­inn.

„Það væri meira við hæfi.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...