Ruðningsáhrif aflandsfélaga

Bresku Jómfrúareyjarnar Tortóla
Auglýsing

Áhrif Panama­skjal­anna eru ó­um­deild og koma fram á góðum tíma.  Sjálf­stæð­u­m ­blaða­mönnum er að takast það sem Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis tókst ekki að ­fullu; að vekja almenn­ing til alvar­legrar og nákvæmrar vit­undar um skað­semi flók­inna ­fyr­ir­tækja­sam­stæða sem eru með félög á aflands­svæð­um. 

Hér verður ekki rak­in ­saga aflands­fé­laga, heldur gerð grein fyrir skað­legum áhrifum þeirra á efna­hags­lífið almennt og sam­keppn­isum­hverfi fyr­ir­tækja.  Þeim sem komið hafa við sögu í Panama­skjöl­un­um hefur verið tíð­rætt um að allir hafi þeir jú talið þessi félög fram á skatt­fram­tölum og allir skattar hafi fundið leið sína í íslenska rík­is­kass­ann, eins og lög gera ráð fyr­ir.  Skatta­yf­ir­völd hafa þó ekki stað­fest þessar stað­hæf­ingar og þær hafa því ­tak­markað gildi sem slík­ar.

Hitt hefur eitt­hvað minna verið rætt og það eru þeir hlut­falls­legu yfir­burðir sem aflands­fé­laga­eig­end­ur ­skapa sér.  Fyr­ir­tækja­sam­stæður þurfa sann­ar­lega ekki allar að vera settar upp af ann­ar­legum hvöt­um.  Sum dótt­ur­fé­lög eru góð, út frá­ ­sam­fé­lags­legum ábata, sem og út frá fyr­ir­tækja­rekstri. Önnur eru slæm út frá­ ­sam­fé­lags­legum ábata, en hugs­an­lega góð út frá hags­munum end­an­legs eig­enda – og enn önnur hafa engin sér­stök áhrif.  En það er jafn­ljóst og að sólin kemur upp að morgni, að aflands­fé­lög eru sett upp­ til að þjóna fyrst og fremst hags­munum eig­enda og eru í flestum til­vikum slæm út frá sam­fé­lags­legum hags­mun­um.  Hér er á­stæð­an:  Ekki liggja fyrir samn­ingar við aflands­svæði sem tryggja flæði upp­lýs­inga um rekstr­ar­ár­angur milli­ skatta­um­dæma, og hægt er að leyna eign­ar­haldi á þeim, sem gerir pen­inga­þvott mun auð­veld­ari.  Þannig getur sá sem ­stofnar aflands­fé­lag komið sér undan skatti, þannig að skatta­lög hafa ver­ið brot­in, fengið lán á lægri vöxtum en aðr­ir, sem gerir banka­kerfið óstöðu­gra, fjár­fest í öðrum félögum og leynt eign­ar­haldi sínu þannig að ekki er t.d. hægt að ákvarða hvort sam­keppn­is­lög hafa verið brot­in.

Auglýsing

Við þurfum ekki ­stjarneðl­is­fræð­ing til að segja okkur að sá sem hefur þessa aðstöðu í við­skipta­líf­inu, hefur hlut­falls­lega yfir­burði yfir þann sem rekur sitt félag t.d. á eigin per­sónu­legu kenni­tölu (ein­hver kynni að segja: hvaða bjáni gerir það? ).  Skipt­ir þá í engu hvort sá hinn sami hafi tapað á öllu saman – hann var engu að síður í sér­að­stöðu sem skekkir alla heil­brigða sam­keppni á mark­aði.   Þannig ryður sá sem á aflands­fé­lag, hinum sem vill hafa allt á hreinu og fara að lögum í einu og öllu, út af mark­aðn­um. 

Í kjöl­farið á banka­hrun­inu lækk­aði krónan var­an­lega um næstum 50% og var svo seld í útboð­u­m ­seðla­bank­ans á 20% lægra verði að með­al­tali, til að leysa aflandskrónu­hengj­una svoköll­uðu.  Þetta er eins og að fara í “out­let” í Banda­ríkj­unum og kaupa Armani föt á 50% afslætti og svo 20% afslætt­i ofan á það.  Venju­legur laun­þegi get­ur illa keypt þennan lúx­usvarn­ing en kæm­ist hann á slíka útsölu á hann hins veg­ar í miklu minni vand­ræðum með það, enda verðið nú orðið 60% lægra.  Með sama hætti hefur sá sem á aflands­fé­lag­ið, ­með ódýrar krónur uppá vasann, bol­magn til að bjóða miklu hærra verð í at­vinnu­rekstur eða fulln­ustu­eignir bank­anna. Bönk­unum er auð­vitað upp­álagt að taka að­eins hæsta verð­til­boði fyrir eign­irnar sem þeir selja.  Þannig tryggir aflands­fé­lagið hon­um á­fram­hald­andi aðstöðumun sem og hlut í verð­mæta­sköpun lands­ins, sem auð­vitað hef­ur verið byggð upp vegna aðstöðu sem aðrir greiða fyr­ir; svo sem lög­gæslu, mennt­un og heil­brigð­is­þjón­ustu hans og starfs­manna hans, veg­um, sem varan er flutt á út á mark­að, hafnir sem skipin þeirra sigla frá og svo mætti lengi telja, eins og ­banda­ríski Öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Elisa­beth War­ren hefur svo eft­ir­minni­lega bent á.

Þessi ruðn­ing­ur, ef hann er lát­inn óáreitt­ur, leiðir að end­ingu til þess að aðeins hinir óheið­ar­legu eru eftir á vell­in­um, en um leið og svo er kom­ið, er eng­inn leikur í gangi lengur – þ.e. heil­brigð efna­hags­starf­semi leggst af, og ein­hver allt önnur lög­mál ráða henni, rétt eins og ef dóm­arar hættu að dæma leiki í fót­bolta og leik­menn­irn­ir ­byrj­uðu að skjóta hvern annan á vell­inum til þess eins að koma tuðr­unn­i ó­hindrað í net­ið.  Aflands­fé­laga­væð­ing­in og lassez faire stefna í eft­ir­liti hins opin­bera hefur getið af sér úrkynj­að ­fyr­ir­bæri sem á lítt skilið við kapital­isma, eins og hann á að virka, rétt eins og kom­ún­ism­inn féll í val­inn fyrir leið­togum sem spil­uðu ekki einu sinn­i ­sam­kvæmt því kerfi.

Banka­kerfi óstöðugri

Nið­ur­stöð­ur­ ­Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis (2010), sýndu svo ekki verður um villst að hátt í helm­ingur af þeim 35 millj­örðum evra (ríf­lega 5.000 millj­arðar á gengi dags­ins í dag) sem íslenska banka­kerfið tók að láni árin fyrir hrun, á skulda­bréfa­mörk­uð­um, voru áfram veitt að láni inn í eign­ar­halds­fé­lög; nokkra flókna köngu­ló­ar­vefi fyr­ir­tækja, hvers eig­endur áttu það sam­eig­in­legt að ver­a líka kjöl­festu­fjár­festar í bönk­unum sjálf­um.  Gervi­maður útlöndumvar annar stærsti þiggj­andi arð­greiðslna íslenskra fyr­ir­tækja árið 2008, en auk þess voru sex af tíu stærstu arð­þiggj­endum það ár félög á Bresku jóm­frúreyj­u­m, eða stofn­sett erlendis (Kýp­ur, Lúx­em­borg, osfr­v.) af íslenskum aðilum (Mar­grét ­Bjarna­dóttir og Guð­mundur A. Han­sen, Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar (2010), 9. Bindi, bls. 64).  En best voru þó lán­in ­sem ekki þurfti að borga til bak­a, ­sem hlupu á hund­ruðum millj­arða.  Eng­inn veit hvaða tekjur aflands­fé­laga­eig­endur eru búnir að hafa af þessum félög­um ­fyrir “ráð­gjöf” og annað slikk­erí.

Fyr­ir­tækja­vef­ur­inn hef­ur ­auk­in­heldur þau áhrif, til handa þeim sem hann vef­ur, að einkar erfitt er að átta sig á því hversu mikið eigið fé hefur verið lagt inní hann af hend­i ­eig­enda.  Þess vegna er eftir því erfitt að átta sig á því hversu mikil áhætta fylgir því að lána pen­inga inní fyr­ir­tæki ­sem eru í slíkum sam­stæð­um. Það leiðir aftur til þess að meiri líkur eru, en minni, að vextir sem þessum félögum bjóð­ast eru þar af leið­andi mun lægri en ef öll áhætta væri skyn­sömum banka­manni ljós.  Ef félag C fer fram á lána­fyr­ir­greiðslu í banka með 25% eig­in­fjár­hlut­fall, en það félag er aftur í eigu ann­ars félags B sem er með 10% eig­in­fjár­hlut­fall og eina eignin er félag C, sem er líka í eigu félags A, sem er með 10% eig­in­fjár­hlut­fall og eina eignin er félag B, þá er ljóst að félag C er ekki með 25% eigið fé – heldur eitt­hvað miklu minna, og ætti því að borga hærri vexti.  Aðstöðu­mun­ur­inn eykst enn frekar – lægri vext­ir, lægri skatt­ar, lög­fylgni við sam­keppn­is­lög mjög óljós – því skyldi nokkur maður reka heið­virt fyr­ir­tæki þegar við þessa aðila er að keppa?

Lán sem veitt eru út úr banka­kerf­un­um á of lágum vöxtum gera bank­ana sjálfa óstöðuga – þ.e. ef þetta er gert í miklu ­magni, er lána­bók bank­ans ósjálf­bær, sem eykur lík­urnar á að bank­arnir lendi í vand­ræðum með að standa í skilum á sínum eigin lánum og inni­stæður almenn­ings­ komnar í hættu, fyrir utan þann litla hvata sem liggur fyrir hjá aflands­fé­lag­i að greiða nokkurn tím­ann skuld­irn­ar.  Þá kemur aftur til kasta hins opin­bera að bjarga eigum hinna sak­lausu (al­menn­um inni­stæð­um) með því að nýta skatt­tekjur sem voru inn­heimtar af hinum heið­virðu.  Almenn­ingur hefur þá verið tek­inn tvisvar í bak­aríið – missti af skatt­tekjum vegna aflands­fé­laga, og þarf nú að borga fyr­ir­ ­fall banka sem ekki gátu inn­heimt skuldir aflands­fé­lag­anna.

Stjórn­mála­menn og almanna­hags­munir

Að ofan hefur því ver­ið lýst hvernig íslenskir bankar og við­skipta­mó­gúlar með teng­ingar í aflands­fé­lög léku íslenskan almenn­ing fyrir og eftir hrun. Þrátt fyrir allt er svo margt sem Ís­lend­ingar geta verið ánægðir með og stoltir af.  Ísland er eina landið í ver­öld­inni (raun­veru­leg­t heims­met) sem hefur sér­stak­lega látið rann­saka til hlítar hvað gerð­ist í banka­hrun­inu og komið böndum yfir all­nokkra fjár­mála­glæpa­menn.  Það eru hins vegar stjórn­mála­menn sem skapa ­sam­fé­lag­inu stefnu með því að setja þegn­unum skorður í gegnum lög, reglur og ­eft­ir­lit.  Stjórn­mála­menn breyta ekki ­stefn­unni nema almenn­ingur krefj­ist þess – en almenn­ingur krefst þess ekki ef hann veit ekki hvernig kerf­ið, sem búið er að byggja, leikur það og fer gegn þeirra eigin hags­mun­um.  Á Íslandi er þetta hins vegar alveg ljóst, vegna hinna opin­beru rann­sókna sem Alþing­i Ís­lend­inga stóð fyrir og nú að hluta til stað­fest enn frekar af Panama­skjöl­un­um. Ís­lend­ingar vita vel hvert fórn­ar­lambið er.  Stjórn­mála­menn sem ekki mæla afdrátt­ar­laust gegn starf­semi aflands­fé­laga annað hvort skilja ekki áhrifin sem þau hafa á efna­hags­starf­sem­ina og al­menn­ing, eða eru keyptir af þeim sem hafa af aflands­fé­lög­unum hag.  Í báðum til­fellum eiga þeir hinir sömu ekk­ert er­indi í varð­stöðu fyrir almanna­hags­muni.

Guð­rún Johnsen, hag­fræð­ing­ur, lektor í fjár­mál­u­m í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands (í leyfi 2015-2016), vara­for­mað­ur­ ­stjórnar Arion banka og stjórn­ar­maður og stofn­andi Gagn­sæis – sam­taka gegn ­spill­ingu.  Sam­tökin eru tengilið­ur­ Tran­sparency International á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None