Dómsdagur og Marxismi, seinni grein

Heiðar Guðjónsson hagfræðingur heldur áfram að fjalla um hugmyndasögu.

Auglýsing

Hug­myndum tengdum „cognitive dis­son­ance“ kynnt­ist ég þegar ég starf­aði í fjár­mála­geir­anum í New York.  Það nær utan um þá leitni manns­ins að fella alla upp­lifun að fyr­ir­fram mót­uðum skoð­unum sín­um.  

Til að grisja upp­lýs­inga­flóð sam­tím­ans leit­ast heil­inn við að finna það sem sam­ræm­ist hugs­unum hvers og eins.  Dæmi úr hvers­dags­leik­anum er ef t.d. þig langar í hvíta Toyotu Yaris þá ferð þú allt í einu að taka eftir öllum slíkum bílum sem fram hjá þér fara.  Þú sérð í raun óeðli­lega mikið af hvítum Yar­is.

Þetta er ekki síður mik­il­vægt í fjár­fest­ing­um, enda er það svo að menn þurfa alltaf að vera opnir fyrir að end­ur­skoða fyr­ir­fram­gefna afstöðu sína. Hin­ir, sem eru það ekki, sjá ekk­ert nema dæmi sem styðja eigin til­gát­ur.  Þeir fylgja síðan í blindni til­gátum sínum í þrot.

Auglýsing

Fram­þróun og orð­ræðan

Einn merki­leg­asti hag­fræð­ingur sam­tím­ans er Deir­dre McCloskey.  Bækur hennar um upp­gang hag­kerfa og ástæður auk­innar vel­meg­unar eru haf­sjór fróð­leiks um hvað skiptir mestu fyrir batn­andi lífs­kjör.  Hvernig fór Suð­ur­-Kórea að því að breyt­ast úr einu fátæk­asta landi heims, um miðjan 6. ára­tug­inn, í að bjóða meiri vel­megun en Frakk­land og Finn­land 60 árum síð­ar?

Hag­fræð­ingar hafa í áranna rás verið með ýmsar til­gátur um hvernig aðgangur að fjár­magni, mennt­un­ar­stig og aðrir þættir ráði hag­sæld þjóða.  McCloskey færir hins vegar sterk rök fyrir því að mik­il­væg­asti þáttur fram­gangs sé orð­ræðan hverju sinni.  Trúir þjóðin á fram­tíð­ina?

Mann­kyn­inu hefur aldrei vegnað bet­ur.  Það er ekki dóms­dag­spá­mönnum að þakka heldur bjart­sýnu fólki sem með vinnu sinni og hug­viti skapar nýjar aðferðir til að skilja heim­inn og auka þar með hag­ræð­ingu; að fram­leiða meira með minna.  Til gam­ans nefni ég Malcolm McLean, mann sem nær eng­inn þekkir, en með gáma­væð­ingu um miðjan 6. ára­tug­inn lækk­aði flutn­ings­kostnað heims­ins um 95%, og breytti þar með öllum heim­inum í eitt opið mark­aðs­svæði, með til­heyr­andi upp­gripum fyrir þau lönd Asíu sem trúðu á fram­tíð­ina.

Gagn­rýni á fyrri grein

Grein sem Kjarn­inn birti eftir mig hefur vakið meiri umræður en við mátti búast þótt vísað væri til Karls Marx. Margt bendir þó til að and­mælin stafi mest af því að Marx skuli hafa verið nefnd­ur. Ég hef lesið fjórar and­mæla­greinar og þar er agn­ú­ast út í létt­væga hluti að mínu mati. Það er frekar heiftin sem fær höf­unda til að skrifa á móti grein­inni en að þeir hafi ein­hverja upp­byggi­lega sýn á fram­tíð­ina.  Ég raunar skil ekki heift­ina og hall­ast að því að ég hafi í þeirra huga framið helgi­spjöll enda virð­ist trú þeirra á marx­isma blind.  Ef ég tek saman helstu atriði þá eru þau eft­ir­far­andi:

  1. „Notar ekki til­vís­anir í grein­inn­i.“ Kjarn­inn er ekki vís­inda­tíma­rit og til­vís­anir eru hvorki við hæfi né nauð­syn­legar í almennri hug­leið­ingu.

  2. „Marx not­aði töl­ur,“ ég tal­aði hins vegar um tölu­legar stað­reynd­ir. Á starfs­tíma sín­um, yfir 40 ár, hefði hann átt að geta sannað til­gátur sín­ar, en spá­gildi til­gátna hans reynd­ist ekk­ert.

  3. „Marx sagði ekki að gróði eins væri tap ann­ar­s.“ Öll sögu­skoðun Marx byggð­ist á því að fram­leiðslan væri fasti og skipt­ingin væri "zer­o-sum" þannig að hagur launa­manns væri tap fjár­magns­eig­anda.

  4. „Pi­ketty er ekki Marx­ist­i.“ Vinna Pikettys síð­ustu 20 ár byggir á marxískri sögu­skoð­un.  Hann ger­ist sekur um höf­uð­synd í töl­fræði með því að sér­velja gagna­söfn sem falla að heims­mynd hans (e. data mining) og vilj­andi notar hann mis­mun­andi skil­grein­ingar á fjár­magni, ýmist pen­inga eða fram­leiðslu­þætti (land, tæki, osfr­v.).  Grund­vall­ar­lög­mál Pikettys um hag­kerfið gengur ekki upp t.d. þegar eng­inn hag­vöxtur mælist.

  5. „Af­neitar hnatt­rænni hlýnun af manna­völd­um.“  Ég gerði það ekki en leyfði mér að benda á þá aug­ljósu stað­reynd að plöntur nær­ast á koltví­sýr­ingi.  Mér finnst einnig blasa við að ódýr­ara sé að fást við hlýn­un­ina, með tækni og fjár­magni en að reyna að stjórna veðr­inu í fram­tíð­inni.

Marxísk sögu­skoðun

Ég sagði marx­ista vera stað­fasta í trúnni en blinda á sög­una.  And­mæl­endur mínir sögðu á móti að ekki ætti að bendla marx­isma við Dóms­dag: „Aðdrátt­ar­afl og áhrifa­máttur marx­isma á 20. öld lá einmitt í von­inni sem hann boð­ar­—von­inni um betri heim.“ (Ágeir og Jóhann, Kjarn­inn 8. jan­ú­ar). Skyldu þessir menn ekki hafa lesið um Aust­ur-­Evr­ópu á bak­við járn­tjald eða Sov­ét­rík­in, Kambod­íu, Norður Kóreu, Kína og Kúbu á 20. öld­inn­i?.  Stétta­bar­átta að hætti Marx hefur valdið dauða tuga millj­óna og leitt hræði­leg lífs­kjör yfir hund­ruð millj­óna manna.

Marxísk sögu­skoðun er ein­föld: að sagan sé bar­átta stétta launa­manna og fjár­magns­eig­enda.  Thomas Piketty er alinn upp við þessa heims­sýn og reisir allt sitt starf á henni.  Upp­legg bókar hans og töl­fræði­vinnu er að fram­leiðslan sé stór klessa sem þurfi að skipta á milli fjár­magns­eig­enda og launa­manna.  

Marxísk sögu­skoðun er ekki rétt eins og ég rakti í fyrri grein minni, hún getur ekki lýst þeirri fram­þróun og aukn­ingu vel­meg­unar sem mann­kynið hefur notið síð­ustu 150 ár.

Fram­tíðin er björt

Það fólk sem trúir á skap­andi eyði­legg­ingu kvíðir ekki fram­tíð­inni.  Menn á borð við Don­ald Trump sem reyna að halda í verk­smiðju­störf for­tíðar gera það hins veg­ar.  Þeir sjá ekki að aukin tækni­væð­ing hefur leitt vinnu­aflið og lífskil­yrðin fram á við.

Að fram­an­sögðu er ljóst að þeir sem trúa því að heim­ur­inn sé að far­ast munu ætíð sjá dæmi þess hvert sem þeir líta.  Slík trú eykur ekki vel­megun sam­fé­lags­ins.  Hinir sem styðj­ast við tölu­legar stað­reynd­ir, í stað gall­aðra sögu­skoð­un­ar, ættu að líta bjart­sýnir fram á veg enda munu þeir sjá tæki­færi og vel­megun fram­tíð­ar.  

Ekki nóg með að það hljóti að vera skemmti­legra að vera bjart­sýnn þá er það í ljósi sög­unnar aug­ljós­lega skyn­sam­legra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None