Þeir sletta smjörinu sem eiga það

Prófessor í hagfræði segir að Mjólkursamsalan hafi nú orðið uppvís af að beita svipuðum aðferðum og Karl Lagerfeld og Gucci til að auðgast.

Auglýsing

Fram hefur komið í fréttum að Mjólk­ur­sam­salan dumpar nú 300 tonnum af smjöri á erlendan mark­að. Ég útskýrði í grein í Kjarn­anum að ástæða þess að MS kysi frekar að dumpa smjör­inu á erlendan markað en að þjóna íslenskum neyt­endum væru fjár­hags­leg­ar. Ávinn­ingur MS af þessu fram­ferði væri um fjórð­ungur úr millj­arði á þessu ári.

­Sam­skipta­stjóri MS er ekki ánægður með þessa upp­ljóstrun og full­yrðir í (svar)­grein í Kjarn­anum að MS sé nauð­ugur sá kostur einn að flytja út umrætt magn vegna fyr­ir­mæla í búvöru­lögum þess efnis að svokölluð umfram­mjólk skuli seld á erlendum mörk­uð­um. Á þeirri nauð­ung eru bæði laga­legar og hag­fræði­legar hlið­ar.

Hugum að laga­legu hlið­inni fyrst. Umrædd heim­ild til útflutn­ings mjólkur er í 52. Gr. Laga númer 99/1993 og hljóðar svo: „Fram­leiðsla mjólkur umfram greiðslu­mark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers fram­leið­anda og við­kom­andi afurða­stöðv­ar. Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur þó heim­ilað sölu þess­ara vara innan lands ef heild­ar­fram­leiðsla verður minni en sala og birgða­staða gefa til­efni til.“ Með hlið­sjón af orðum sam­skipta­full­trú­ans vekur athygli fyrst að „...Fram­kvæmda­nefnd búvara getur heiim­ilað sölu þess­ara vara inn­an­lands“.

Auglýsing
Samkvæmt orð­anna hljóð­ann ætti því að bera það undir fram­kvæmda­nefnd­ina hvort hún telji aðstæður kalli á sölu inn­an­lands frekar en erlend­is. Fram­kvæmda­nefndin getur jú því aðeins heim­ilað sölu inn­an­lands að hún sé fyrst upp­lýst um að til standi að flytja út! Starfs­maður Fram­kvæmda­nefnd­ar­innar og Ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara upp­lýsir mig um að engin erindi hafi borist þessum nefndum í tengslum við útflutn­ing MS á smjöri. Ég læt lög­lærðum eftir að meta hvort þar sé ekki verið að fara á svig við lög, en sem ólög­lærður get ég ekki séð annað en að MS sé skylt að upp­lýsa umræddar nefndir um áform um útflutn­ing mjólk­ur­af­urða og eftir atvikum sækj­ast eftir sam­þykki þeirra á þeim útflutn­ingi. Að lág­marki hvílir sú skylda á MS að upp­lýsa Fram­kvæmda­nefnd­ina um birgða­stöðu, fram­leiðslu og neyslu á helstu neyslu­vör­um. Ekki verður séð af fund­ar­gerðum nefnd­ar­innar að nefndin fái slíkar upp­lýs­ing­ar, sjá t.d. fund­ar­gerð frá 27/3/2019. En eðli­lega má setja spurn­ing­ar­merki við þá gjörð lög­gjafans að heim­ila aðila sem hefur þegið millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði til að fram­leiða mjólk að dumpa afurðum á erlendan mark­að. Nær væri að skylda fram­leiðslu­að­ila til að selja allar afurðir inn­an­lands.

Víkjum þá að hag­fræði­legu hlið­inni á meintri umfram­fram­leiðslu: Eft­ir­spurn ræðst af verði. Haldi einka­sali smjörs verði á smjöri mjög háu eykur hann lík­urnar á því að sitja uppi með umfram­birgð­ir. Lækki einka­sali verðið á smjör­inu getur hann lent í þeirri klípu að geta ekki sinnt öllum þeim sem vilja kaupa smjör. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er því erfitt að festa hönd á magni umframsmjörs og umfram­mjólk­ur. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvænt birgða­söfnun dæmi um of hátt verð­lag. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvæntur skortur dæmi um að verð hafi verið sett of lágt. Það breytir því ekki að aðstæður geta verið þannig að það borgi sig fyrir einka­sala út frá hagn­að­ar­sjón­ar­miði að keyra fram­leiðslu á haug­ana (eða hleypa henni út í hol­ræsa­kerf­ið, sé um hrá­mjólk að ræða). Þannig munu sumir tísku­vöru­fram­leið­endur eyði­leggja óseldan lager frekar en að selja hann. Eftir að það til­tæki komst í hámæli hafa fyr­ir­tækin orðið fyrir tals­verðu nei­kvæðu umtali. Mjólk­ur­sam­salan hefur nú orðið upp­vís af að beita svip­uðum aðferðum og Karl Lag­er­feld og Gucci til að auðgast!

Auglýsing
Víkjum aðeins að verð­myndun smjörs. Eins og ég hef bent á áður þá verð­leggur MS fitu­ein­ing­una í smjöri með öðrum hætti en fitu­ein­ing­una í rjóma. Mjólk­ur­fita í formi rjóma kostar 3-4 sinnum meira en mjólk­ur­fita í formi smjörs. Verðið er ákveðið af Verð­lags­nefnd land­bún­að­ar­ins eftir til­lögu frá MS. Sem fyrr­ver­andi nefnd­ar­maður í umræddri nefnd veit ég að Mjólk­ur­sam­salan er afar treg til að gef upp­lýs­ingar um raun­kostnað við fram­leiðslu ein­stakra vinnslu­vara. Við vitum því ekki hvort rjóm­inn eða smjörið er „rétt“ verð­lagt miðað við raun­kostnað MS við að afla fit­unnar og vinna úr henni. Meðan ég sat í umræddri nefnd var mér tjáð að kom­inn væri halli á „verð­jöfn­un­ar­sjóð“ Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði (SAM). SAM vildi til­kynna Verð­lags­nefnd­inni að til stæði að auka „inn­greiðsl­ur“ frá ein­stökum greinum inn í sjóð­inn. Smjör er „greitt nið­ur“ með fjár­munum úr verð­jöfn­un­ar­sjóðn­um, rjómi er „skatt­lagð­ur“ af sjóðn­um. Neyslu­mjólk nýtur „nið­ur­greiðslu“. Það vakti athygli mína að margar góðar sölu­vörur MS greiða ekki í sjóð­inn. Það á t.d. við um Gríska jógúrt, en fram­legð í þeirri fram­leiðslu er lík­lega 2-3 föld á við fram­legð í fram­leiðslu skyrs. Þegar ég spurð­ist fyrir um hvers vegna var mér sagt að inn í sjóð­inn greiddu aðeins vörur sem voru í fram­leiðslu um miðjan 10 ára­tug síð­ustu ald­ar! Þ.e.a.s. sjóð­ur­inn er í raun aðeins brand­ari.

Lær­dóm­ur­inn af þessu öllu er sá að erfitt er að full­yrða með hlið­sjón af hag­fræði­legum rök­semdum að offram­leiðsla sé á smjöri á Íslandi. Hin rétta hag­fræði­lega full­yrð­ing er að miðað við fram­leiðslu MS á smjöri er verð á smjöri of hátt. Þá er það einnig ástæða til að spyrja hvort form­kröfum búvöru­laga hafi verið fylgt þegar ákvörðun var tekin um útflutn­ing smjörs haustið 2019. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar