Siðferðislega gjaldþrota fyrirtæki með lýðræðið í lúkunum

Auglýsing

Hvað er Face­book og hvaða gagn gerir fyr­ir­tæk­ið? Leggur það eitt­hvað merki­legt fram til sam­fé­lags­ins á borði eða aðeins í orði?

Mark­aðs­deild Face­book myndi segja að sam­fé­lags­mið­il­inn tengi fólk sam­an, að eft­ir­spurn sé eftir þeim auknu tengslum og því sé fyr­ir­tækið ekki ein­ungis rétt­læt­an­legt heldur eft­ir­sókn­ar­vert. Jafn­vel nauð­syn­legt. Sönnun þess liggi í eft­ir­spurn­inni eftir þjón­ust­unni og því að fjár­festar meti fyr­ir­tækið á meira en hund­rað billjónir íslenskra króna (eitt hund­rað þús­und millj­arða króna). 

Aðrir gætu hins vegar bent á að Face­book, með til­vist sinni og við­skipta­mód­eli, vinni miklu meiri skaða á nútíma­sam­fé­lagi en gagnið sem mið­il­inn telur sig ger­a. 

Marg­hátt­aður sam­fé­lags­legur skaði

Face­book safnar saman upp­lýs­ingum um not­endur sína og selur til aug­lýsenda svo þeir geti, með hjálp algórit­ma, sett þær vörur og þjón­ustur sem þeir telja að not­endur gætu viljað kaupa fyrir framan þá. Umræddar vörur geta verið allt frá húð­kremi til skó­bún­aðar yfir í lík­ams­rækt­ar­á­ætl­anir og póli­tískan áróð­ur. 

Með þessu hefur Face­book tekið sér gríð­ar­legt vald, sem fyr­ir­tækið hefur ítrekað orðið upp­víst af að mis­nota. Það hefur til að mynda gert þriðja aðila kleift að safna upp­lýs­ingum um tugi millj­óna manna til að hag­nýta og selja í aðdrag­anda lýð­ræð­is­legra kosn­inga og ógna þannig frið­helgi einka­lífs­ins. 

Auglýsing
Það hefur dregið lapp­irnar þegar kemur að því að bregð­ast við hat­ursá­róðri. Face­book hefur þvert á móti ýtt undir upp­hróp­anir og lýð­ræð­is­halla, með því að setja galnar stað­hæf­ingar fyrir framan not­endur sem eru annað hvort illa eða ekk­ert rök­studd­ar. 

Nýlegar opin­ber­anir upp­ljóstr­ar­ans Frances Haugen, þar sem hún sýndi fram á með gögnum að Face­book hunsi almanna­hag þegar hann ógnar gróða fyr­ir­tæk­is­ins, eru svo þess eðlis að eng­inn ætti lengur að vera í vafa yfir skað­sem­inni sem Face­book veld­ur. Í skjölum sem hún safn­aði saman og kom til fjöl­miðla kemur skýrt fram að fyr­ir­tækið hafi hylmt yfir sönn­un­­ar­­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­­urs í gróða­­skyni. Í skjöl­unum má einnig finna upp­­lýs­ingar um hvernig Face­book flokkar not­endur sína í „el­ítu“ og hefð­bundna, skað­­leg áhrif Instagram (sem til­heyrir Face­book) á ungar stúlkur hvað varðar lík­­ams­í­­mynd, sem og umdeildar til­­raunir Face­book til að ná til ung­­menna

„Sið­ferð­is­lega gjald­þrota“ fyr­ir­tæki

Haugen kom fyrir þing­­nefnd öld­unga­­deild­­ar­­þings Banda­­ríkj­anna fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði hún stjórn­endur Face­book taka ákvarð­anir sem hafi slæm áhrif á börn, almanna­ör­yggi og lýð­ræði. „Svo lengi sem Face­book starfar í skugg­­anum með því að fela eigin rann­­sóknir fyrir almenn­ingi er það óábyrgt. Ein­ungis þegar hvat­­arnir breyt­­ast mun Face­book breyt­ast.“

Það var ekki furða að Ric­hard Blu­ment­hal, öld­unga­­deild­­ar­­þing­­maður demókrata og for­­maður nefnd­­ar­innar sem fór fyrir skýrslu­tök­unni, sagði að hann teldi Face­book vera „sið­­ferð­is­­lega gjald­­þrota“ fyr­ir­tæki.

Þetta er rétt mat hjá Blu­ment­hal. Skað­inn sem Face­book, og önnur tækni­fyr­ir­tæki sem vinna með miðlun upp­lýs­inga til að skapa aug­lýs­inga­tekjur (t.d. Google og YouTu­be), hafa valdið lýð­ræð­is­legri umræðu og á eft­ir­sókn­ar­verðum sam­fé­lags­legum gildum er gríð­ar­leg­ur. Mögu­lega er hann óbæt­an­leg­ur. 

Kerf­is­bundin eyði­legg­ing á hefð­bund­inni fjöl­miðlun

Með til­veru sinni og við­skipta­mód­eli hafa þessi fyr­ir­tæki tekið til sín stærstu tekju­strauma fjöl­miðla sem nálg­ast rit­stýrða upp­lýs­inga­miðlun út frá við­miðum hefð­bund­innar og heið­ar­legrar blaða­mennsku.

Sam­hliða hefur Face­book skapað nýjan hvata fyrir fjöl­miðla að elta fyrst og síð­ast umferð með til­komu­mennsku og fyrir vikið eru miðlar sem byggja til­vist sína á ömur­leika, fals­frétt­um, sam­sær­is­kenn­ing­um, ósóma og smellu­beitum orðnir miklu fleiri en nauð­syn er og þörf er á. 

Face­book hefur auk þess gríð­ar­legt vald, sem fyr­ir­tækið nýtir til að ákveða hvað not­endur þess sjá og hvað ekki. Lengi vel beind­ist gagn­rýnin að því að Face­book beitti sér lítið eða ekk­ert til að sigta út það efni sem kom fyrir augu not­enda. Þegar hún varð of fyr­ir­ferða­mikil ætl­aði fyr­ir­tækið að ráða blaða­­menn til að velja fréttir sem birt­­ast í sér­­stakri frétta­veitu sem hann ætl­aði að setja upp, og tak­marka birt­ingu frétta frá öðr­um. Rit­­stjórn­­­ar­­valdið sem fyr­ir­­bærið ætl­aði að taka sér átti að vera nær algjört. Við­spyrna sterk­ustu fjöl­miðla heims, sem í sífellt meira mæli neita að spila eftir leik­reglum Face­book, leiddi til þess að hug­myndin varð ekki nema að hluta til að veru­leika. 

Fyr­ir­tækið framar þjóð­inni

Þess í stað ákvað Face­book að breyta því sem fólk sér í frétta­veit­unni sinni þannig að þar væri meira um það sem vinir og vanda­menn deila en minna um til að mynda fréttir rit­stýrðra fjöl­miðla. Stefnu­breyt­ing­unni var pakkað inn í góð­vild­ar­gjafa­pappír og Face­book seldi hana þannig að nú væri fyr­ir­tækið að gefa eftir tekjur til að færa mið­il­inn aftur nær upp­haf­legum til­gangi, að tengja saman fólk.

Þetta hljóm­aði vel í hugum margra en vanda­málið reynd­ist vera að vinir og vanda­menn eru fæstir vand­aðir blaða­menn sem hafa æðstu gildi fags­ins eða almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi og deila ein­fald­lega því sem fellur að hug­mynd þeirra um heim­inn. Það er oft á tíðum tóm þvæla og á stundum stór­hættu­leg upp­lýs­inga­óreiða. Afleið­ingin verður myndun berg­máls­hella sem leiða til rör­sýni á heim­inn. 

Mark Zucker­berg, stofn­andi og helsti stjórn­andi Face­book, er fyrir vikið valda­mesti rit­stjóri í heimi. Og einn valda­mesti maður í heimi. Það sem er hættu­legt við það er að mark­mið hans er fyrst og síð­ast arð­semi, enda var mottó fyr­ir­tæk­is­ins inn­an­húss lengi vel „fyr­ir­tækið framar þjóð­inni“ (e. company before country).

Til­veru­grund­velli kippt undan frjálsum fjöl­miðlum

Tjónið sem þessi fram­ganga öll hefur valdið er ótrú­legt. Hér­lendis má til að mynda benda á að frá því að Face­book og tengdir miðlar urðu stað­al­bún­aður og ráð­andi afl í dreif­ingu efnis þá hefur rekstr­ar­um­hverfi hefð­bund­inna fjöl­miðla hrun­ið. Fyrir vikið hafa sér­hags­muna­að­ilar getað keypt sér tök á umræð­unni með því að borga brús­ann árum sam­an, með til­heyr­andi eyði­legg­ing­ar­á­hrifum á sam­keppn­is­grund­völl þeirra sem reyna að reka sig í sjálf­bærn­i. 

En verst af öllu er sá atgervis­flótti sem orðið hefur úr stétt blaða­manna vegna aðgerð­ar­leysis stjórn­valda gagn­vart þess­ari hnign­un. 

Árið 2013 störf­uðu 2.238 manns í fjöl­miðlun á Íslandi. Í fyrra voru þeir tæp­­lega 876 tals­ins. Frá árinu 2018 og fram að síð­­­ustu ára­­mótum fækk­­aði starf­andi fólki í fjöl­miðlum 45 pró­­sent, eða 731 manns. 

Auglýsing
Meltið þessar tölur aðeins. Þegar þið eruð búin að því þá megið þið hugsa um hvað styrkja­kerfi einka­rek­inna fjöl­miðla sem sett var á fót hér á landi til tveggja ára, og útdeilir tæp­lega 400 millj­ónum króna til á þriðja tug íslenskra fjöl­miðla á ári, er lít­ill plástur á opið svöðu­sár. Ef næsta rík­is­stjórn, hver sem hún verð­ur, tekur þessa stöðu ekki alvar­lega með aðgerðum gegn sam­fé­lags­miðl­um, breyt­ingum á stöðu RÚV á fjöl­miðla­mark­aði og öllum öðrum mögu­legum aðgerðum til að bæta rekstr­ar­um­hverf­ið, þá er hún ein­fald­lega að hafna því að frjálsir og fjöl­breyttir íslenskir fjöl­miðlar skipti lýð­ræð­is­legu máli. Og Ísland getur haldið áfram að hríð­falla niður list­ann um fjöl­miðla­frelsi, þar sem landið situr nú í 16. sæti á meðan að hin Norð­ur­löndin raða sér í öll efstu sæt­in. 

Önnur afleið­ing, hér­lendis og í flestum öðrum lönd­um, er sú að sam­hliða upp­gangi Face­book og tengdra miðla hefur traust milli almenn­ings og helstu stofn­ana sam­fé­lags­ins hrun­ið. Þótt stjórn­mála­menn eigi vita­skuld sína sök á þeim vanda þá getur þessi þró­un, sam­hliða til­veru Face­book, vart verið til­vilj­un.

Ástr­alir riðu á vað­ið, og unnu

Það er hægt að taka á þess­ari stöðu. Ástr­a­lar gerðu það einir fyrr á þessu ári þegar þeir settu lög sem skylda stór­­fyr­ir­tæki í tækn­i­heim­in­um, Face­book og Goog­le, til þess að greiða hefð­bundnum fjöl­miðlum fyrir efnið sem þeir fram­­leiða. Face­book brást við eins og tudd­inn sem fyr­ir­tækið er, og lok­aði um tíma fyrir deil­ingar á efni fjöl­miðla í Ástr­al­íu. En samdi að lok­um. Þetta er aðferð sem öll lönd ættu að taka upp. 

Og það þarf að ganga lengra. Face­book borgar ekki skatta þar sem tekjur fyr­ir­tæk­is­ins verða til heldur hefur það get­að, í krafti alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar, tekið allar tekj­urnar út þar sem skatt­arnir eru lægst­ir. Evr­ópu­sam­bandið er þar stór ábyrgð­ar­að­ili, með því að heim­ila slíkt fyr­ir­komu­lag í kringum veru skúffu­fé­laga Face­book og ann­arra tæknirisa í Írlandi, þar sem fyr­ir­tækja­skattur er ein­ungis 12,5 pró­sent. 

Þetta er hægt

Ísland er ekki of lítið til að láta til sín taka í þessu sam­hengi. Þvert á móti hefur skatt­lagn­ing alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja oft verið til umræðu í aðdrag­anda kosn­inga, þegar stjórn­mála­menn eru á atkvæða­veið­u­m.. Árið 2016 skrif­aði þing­flokks­for­maður stjórn­mála­flokks til að mynda grein sem birt­ist í Kjarn­anum þar sem hún sagði meðal ann­ars: „Stað­­reyndin er sú að það er ekk­ert því til fyr­ir­­stöðu að girt sé fyrir und­an­­skot þess­­ara fyr­ir­tækja með almennum hætti. Vand­inn er bara sá að sitj­andi rík­­is­­stjórn treystir sér ekki til þess og almenn­ingur treystir henni ekki til þess held­­ur. Nú er kom­inn tími á breyt­ing­­ar. Látum verkin tala og tryggjum að alþjóð­­leg stór­­fyr­ir­tæki greiði skatta á Íslandi eins og önnur fyr­ir­tæki.“

Rúmu ári síðar var þing­mað­ur­inn, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, komin í rík­is­stjórn með flokk­unum tveim sem hún gagn­rýndi fyrir aðgerð­ar­leysi. Sú rík­is­stjórn sat heilt kjör­tíma­bil án þess að tryggt væri að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki greiði skatta á Íslandi eins og önnur fyr­ir­tæki. 

Flokkur hennar er um þessar mundir að reyna að end­ur­nýja það sam­starf. Von­andi er skatt­lagn­ing alþjóð­legra fyr­ir­tækja sem grafa undan lýð­ræð­inu á borð­inu þar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari