Alþjóðleg stórfyrirtæki eiga að greiða skatta á Íslandi

Aðsend grein eftir Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Það hefur löngum verið ljóst að við búum við afleita raf­orku­samn­inga sem tryggja álverum og stór­iðju raf­magn langt undir mark­aðsvirði. Á grund­velli samn­inga sem gerðir voru í tíð núver­andi stjórn­ar­flokka nýtur erlenda stór­iðjan umtals­verðra íviln­ana fram yfir aðra. Þessir samn­ingar voru og eru hneisa þar sem ekki er gætt hags­muna íslensks sam­fé­lags eða fram­tíð­ar­kyn­slóða og nátt­úru­vernd er víða kastað fyrir róða við orku­öfl­un. Því miður hefur auk þess verið látið við­gang­ast að þessi alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæki komi sér undan því að greiða eðli­lega skatta af starf­semi sinni hér­lend­is. Rétt eins og það fólk sem opin­berað var með Panama­skjöl­unum á vor­dög­um.

Skýrt dæmi um þetta er fyr­ir­tækið Alcoa, en sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 greiddi fyr­ir­tækið ekki eina ein­ustu krónu í tekju­skatt á Íslandi árinu þrátt fyrir að velta rúm­lega 90 millj­örðum króna. Skýr­ingin er sú að bók­færðar skuldir fyr­ir­tæk­is­ins eru metnar hærri en eignir þess hér á landi. Raunar hefur fyr­ir­tækið aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Íslandi enda ekki skilað hagn­aði hér. Alcoa á Íslandi hefur hins vegar greitt móð­ur­fé­lagi sínu í Lúx­em­borg tæp­lega 57 millj­arða kr. í vexti frá bygg­ingu álvers­ins í Reyð­ar­firði.

Fram hefur komið í fjöl­miðlum að Ind­riði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, telur allar líkur á að Alcoa beiti þess­ari aðferð í þeim eina til­gangi að koma fjár­munum frá starf­semi álvers­ins án þess að þurfa að greiða skatta af rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Ind­riði skefur ekk­ert af því og tekur svo djúpt í árinni í við­tali við Stund­ina í júní 2015 að segja um þennan gjörn­ing: „Þetta er bara til­búið tap.“

Auglýsing

Í vik­unni var svokölluð þunn eig­in­fjár­mögnun rædd á Alþingi að frum­kvæði for­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs en hún lagði fram frum­varp þar um á árinu 2013. Frum­varp­inu er ætlað að koma í veg fyrir að erlendar fyr­ir­tækja­sam­stæður geti bók­fært tap en greitt svo­kall­aða vexti til móð­ur­fyr­ir­tækja og komið sér þannig undan því að greiða eðli­legt skatta­hlut­fall þess ríkis sem þær starfa í. Rétt eins og Alcoa á Íslandi.

Fjár­mála­ráð­herra fór í mikla vörn í umræð­unum í þing­inu á dög­unum um þessa sjálf­sögðu skatt­lagn­ingu á risa­stór iðn­fyr­ir­tæki. Ráð­herr­ann segir að verið sé að skoða þessi mál í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. En spurn­ingin er sú fyrir hvern fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur verið að spila varn­ar­leik? Ef honum er í raun og veru svo mikið í mun að láta erlend stór­iðju­fyr­ir­tæki borga við­un­andi tekju­skatt í rík­is­sjóð okkar allra, af hverju hefur hann þá ekki lagt fram frum­varp um það? Af hverju stafar þetta aðgerða­leysi og hvað hefur það kostað okkur hin? Hvort eru ráð­herrar hægri­st­jórn­ar­innar að vinna fyrir almenn­ing í land­inu eða alþjóð­leg álfyr­ir­tæki og fjár­magn­ið?

Stað­reyndin er sú að það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að girt sé fyrir und­an­skot þess­ara fyr­ir­tækja með almennum hætti. Vand­inn er bara sá að sitj­andi rík­is­stjórn treystir sér ekki til þess og almenn­ingur treystir henni ekki til þess held­ur. Nú er kom­inn tími á breyt­ing­ar. Látum verkin tala og tryggjum að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki greiði skatta á Íslandi eins og önnur fyr­ir­tæki.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður VG

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None