Alþjóðleg stórfyrirtæki eiga að greiða skatta á Íslandi

Aðsend grein eftir Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Það hefur löngum verið ljóst að við búum við afleita raf­orku­samn­inga sem tryggja álverum og stór­iðju raf­magn langt undir mark­aðsvirði. Á grund­velli samn­inga sem gerðir voru í tíð núver­andi stjórn­ar­flokka nýtur erlenda stór­iðjan umtals­verðra íviln­ana fram yfir aðra. Þessir samn­ingar voru og eru hneisa þar sem ekki er gætt hags­muna íslensks sam­fé­lags eða fram­tíð­ar­kyn­slóða og nátt­úru­vernd er víða kastað fyrir róða við orku­öfl­un. Því miður hefur auk þess verið látið við­gang­ast að þessi alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæki komi sér undan því að greiða eðli­lega skatta af starf­semi sinni hér­lend­is. Rétt eins og það fólk sem opin­berað var með Panama­skjöl­unum á vor­dög­um.

Skýrt dæmi um þetta er fyr­ir­tækið Alcoa, en sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 greiddi fyr­ir­tækið ekki eina ein­ustu krónu í tekju­skatt á Íslandi árinu þrátt fyrir að velta rúm­lega 90 millj­örðum króna. Skýr­ingin er sú að bók­færðar skuldir fyr­ir­tæk­is­ins eru metnar hærri en eignir þess hér á landi. Raunar hefur fyr­ir­tækið aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Íslandi enda ekki skilað hagn­aði hér. Alcoa á Íslandi hefur hins vegar greitt móð­ur­fé­lagi sínu í Lúx­em­borg tæp­lega 57 millj­arða kr. í vexti frá bygg­ingu álvers­ins í Reyð­ar­firði.

Fram hefur komið í fjöl­miðlum að Ind­riði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, telur allar líkur á að Alcoa beiti þess­ari aðferð í þeim eina til­gangi að koma fjár­munum frá starf­semi álvers­ins án þess að þurfa að greiða skatta af rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Ind­riði skefur ekk­ert af því og tekur svo djúpt í árinni í við­tali við Stund­ina í júní 2015 að segja um þennan gjörn­ing: „Þetta er bara til­búið tap.“

Auglýsing

Í vik­unni var svokölluð þunn eig­in­fjár­mögnun rædd á Alþingi að frum­kvæði for­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs en hún lagði fram frum­varp þar um á árinu 2013. Frum­varp­inu er ætlað að koma í veg fyrir að erlendar fyr­ir­tækja­sam­stæður geti bók­fært tap en greitt svo­kall­aða vexti til móð­ur­fyr­ir­tækja og komið sér þannig undan því að greiða eðli­legt skatta­hlut­fall þess ríkis sem þær starfa í. Rétt eins og Alcoa á Íslandi.

Fjár­mála­ráð­herra fór í mikla vörn í umræð­unum í þing­inu á dög­unum um þessa sjálf­sögðu skatt­lagn­ingu á risa­stór iðn­fyr­ir­tæki. Ráð­herr­ann segir að verið sé að skoða þessi mál í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. En spurn­ingin er sú fyrir hvern fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur verið að spila varn­ar­leik? Ef honum er í raun og veru svo mikið í mun að láta erlend stór­iðju­fyr­ir­tæki borga við­un­andi tekju­skatt í rík­is­sjóð okkar allra, af hverju hefur hann þá ekki lagt fram frum­varp um það? Af hverju stafar þetta aðgerða­leysi og hvað hefur það kostað okkur hin? Hvort eru ráð­herrar hægri­st­jórn­ar­innar að vinna fyrir almenn­ing í land­inu eða alþjóð­leg álfyr­ir­tæki og fjár­magn­ið?

Stað­reyndin er sú að það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að girt sé fyrir und­an­skot þess­ara fyr­ir­tækja með almennum hætti. Vand­inn er bara sá að sitj­andi rík­is­stjórn treystir sér ekki til þess og almenn­ingur treystir henni ekki til þess held­ur. Nú er kom­inn tími á breyt­ing­ar. Látum verkin tala og tryggjum að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki greiði skatta á Íslandi eins og önnur fyr­ir­tæki.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður VG

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None