Félag eiginkonu forsætisráðherra er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum

Félag í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið heldur utan um miklar eignir hennar sem hún eignaðist eftir söluna á Toyota á Íslandi fyrir hrun.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Félag Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Da­víðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, sem heldur utan um miklar eignir hennar er ­skráð til heim­ils á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Þetta stað­festir Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, sem Anna Sig­ur­laug hefur veitt leyf­i til að veita upp­lýs­ingar um félag­ið.

Félag­ið, sem heitir Wintris Inc., var stofnað utan um ­fjöl­skyldu­arf hennar í kjöl­far þess að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki henn­ar, P. ­Sam­ú­els­son hf., seldi Toyota á Íslandi til til Smá­eyjar ehf. fyr­ir­tækis Magn­úsar Krist­ins­son­ar, í des­em­ber 2005. Eignir for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna eru um 1,2 millj­arðar króna sam­kvæmt skatt­fram­töl­um. Að lang­mestu leyti er um að ræða ­eignir sem eru inni í Wintris Inc.

Að sögn Jóhann­es­ar var félagið stofnað eftir leið­sögn frá Lands­banka Íslands fyrir hrun, eða á ár­inu 2008. Það var nokk­urs konar lag­er­fé­lag og allir skattar sem greið­ast eig­i á Íslandi hafi ætið verið greidd­ir. Eign­irnar sem eru í félag­inu eru lausa­fé, skulda­bréf og ein­hver verð­bréf, þó ekki í íslenskum félög­um. Eina ­fyr­ir­tækja­eign Önnu Sig­ur­laugar á Íslandi er tíu pró­sent hlutur í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­in­u Di­vine Love sem stofnað var árið 2013.

Auglýsing

Wintris er í dag í fjár­stýr­ingu hjá Credit Suisse í Bret­landi. Félagið er í 100 pró­sent eigu Önn­u ­Sig­ur­laugar þrátt fyrir að það hafi um tíma verið skráð í helm­ing­seig­u ­Sig­mundar Dav­íðs hjá bank­an­um. Í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í gær ­sagði:  „Þeg­ar við Sig­mundur ákváðum að gifta okkur fylgdi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjár­hags­leg. Bank­inn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helm­inga. Það leið­réttum við á ein­faldan hátt árið 2009 um ­leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varð­andi skipt­ingu fjár­mála okkar fyrir brúð­kaup­ið. Félagið var því frá upp­hafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um sér­eign mína. Skrán­ingin úti og leið­rétt­ing hennar hafði því eng­in eig­in­leg áhrif[...]Þar ­sem ég er ekki sér­fræð­ingur í við­skiptum þá hef ég áfram haft fjöl­skyldu­arf­inn í fjár­stýr­ingu hjá við­skipta­banka mínum í Bret­landi og þar eru gerðar sér­stakar ­kröfur til mín og þeirra sem mér tengj­ast vegna þess­ara reglna. Frá því að ­Sig­mundur byrj­aði í stjórn­málum hef ég beðið um að ekki sé fjár­fest í íslenskum ­fyr­ir­tækjum til að forð­ast árekstra vegna þess.“

Wintris er ekki að finna í íslenskri fyr­ir­tækja­skrá. Ástæður þess, að sögn Jóhann­es­ar, eru þær að árið 2010 hafi reglum verið breytt með þeim hætti að félagið sjálft er ekki skráð á skatt­fram­tal for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna heldur eignir þess. 

Kjarn­inn hefur fengið í hendur stað­fest­ingu frá KPMG á Íslandi þess efnis að eign­ar­hlutur Önnu Sig­ur­laugar hafi verið færður til eignar á skatt­fram­tölum hennar frá því að hún eign­að­ist Wintris Inc. árið 2008. Verð­bréf, skráð íeigu Wintris Inc.á hverjum tíma, hafa verið færð til eignar á skatt­fram­tölum þín­um frá og með tekju­ár­inu 2009. Á skatt­fram­tali vegna tekju­árs­ins 2008 var færð til eignar krafa á Wintris Inc. sem nam fram­lögðu fé þínu til félags­ins. Allan eign­ar­halds­tíma þinn á Wintris Inc. hafa skatt­skyldar tekjur af verð­bréf­um, skráðum íeig­u ­fé­lags­ins, verið færðar þér til tekna á við­kom­andi skatt­fram­tali eftir því sem tekj­urnar hafa­fallið til," segir í skjal­inu.

Wintris var á meðal kröfu­hafa í bú Lands­banka Íslands og lýsti í það kröfu upp á 174 millj­ónir króna. Sú krafa var vegna við­skipta sem félagið var í við bank­ann fyrir hrun og er flokkuð sem almenn krafa. Wintris mun því fá greitt úr slita­búi Lands­bank­ans í sam­ræmi við aðra almenna kröfu­hafa.

Kjarn­inn spurð­ist ítrekað fyrir um erlendar eignir ráð­herra

Kjarn­inn hefur ítrekað beint fyr­ir­spurnum til Sig­urðar Más Jóns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem óskað hefur verið eftir upp­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands, eða fjöl­skyldur þeirra, eigi eignir erlend­is. Hinn 15. mars 2015, fyrir rúm­lega ári, voru fyr­ir­spurnir sendar til upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem fyrr­nefnd fyr­ir­spurn var borin upp. 

Sá sem svar­aði fyrir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, var Ágúst Geir Ágústs­son, skrif­stofu­stjóri. Hann neit­aði að svara fyr­ir­spurn­inni, og sagði það ekki í verka­hring for­sæt­is­ráðu­neyts­ins að gera það, og lög krefð­ust þess ekki. 

Fyr­ir­spurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eft­ir­grennslan rit­stjórnar benti til þess að ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands ættu hugs­an­lega eignir erlend­is, sem hvergi hefði verið greint frá. Fyr­ir­spurnir Kjarn­ans báru ekki árang­ur. 

Anna Sig­ur­laug birti hins vegar upp­lýs­ingar um félag sitt sem skráð er erlendis í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær. Það gerði hún að eigin sögn vegna þess að umræða væri farin af stað um erlendar eignir henn­ar. Hægt er að lesa færslu hennar í heild sinni hér að neð­an. 

Íslend­ingar eiga yfir 30 millj­arða á Tortóla

Á útrás­ar­ár­unum var lenska að geyma eign­ar­hald fyr­ir­tækja, og pen­inga, á fram­andi slóð­um. Útibú eða dótt­ur­fé­lög íslensku bank­anna settu upp allskyns félög fyrir við­skipta­vini sína í Lúx­em­borg, Hollandi, á Kýp­ur, Mön og eyj­unum Jersey og Guernsey þar sem banka­leynd var, og er, rík.

Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jóm­rú­areyj­unum fyrir við­skipta­vini þeirra, nánar til­tekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hund­ruðum og lang­flest þeirra voru stofnuð í dótt­ur­bönkum íslensku bank­anna í Lúx­em­borg.

Stofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda ára­tug­inn þegar íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki fóru að bjóða stórum við­skipta­vinum sínum að láta sölu­hagnað af hluta­bréfa­við­skiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skatta­lög á Íslandi þannig að greiddur var tíu pró­sent skattur af slíkum sölu­hagn­aði upp að 3,2 millj­ónum króna. Allur annar hagn­aður umfram þá upp­hæð var skatt­lagður eins og hverjar aðrar tekj­ur, sem á þeim tíma þýddi 45 pró­sent skatt­ur.

Lögum um skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna var hins vegar breytt um ald­ar­mótin og eftir þá breyt­ingu var allur sölu­hagn­aður af hluta­bréfum skatt­lagður um tíu pró­sent. Við það varð íslenskt skattaum­hverfi afar sam­keppn­is­hæft og skatta­hag­ræðið af því að geyma eignir inni í þessum félögum hvarf. 

Í lok árs 2014, rúmum sex árum eftir banka­hrun og setn­ingu gjald­eyr­is­hafta, áttu íslenskir aðilar 31,6 millj­arða króna á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, nánar til­tekið á Tortóla-eyju klas­ans. Bein fjár­muna­eign Íslend­inga þar hefur auk­ist mikið frá því fyrir hrun, en í árs­lok 2007 áttu Íslend­ingar 8,6 millj­arða króna á eyj­un­um. Geng­is­fall krón­unnar skýrir aukn­ing­una að ein­hverju leyti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None