Seðlabanki ber fyrir sig þagnarskyldu vegna skuldauppgjörs félaga Jóns Ásgeirs

Seðlabanki Íslands svarar ekki efnislega spurningum Kjarnans um skuldauppgjör sem félög undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gerðu árið 2010. Í skuldauppgjörinu fékk félag frá Panama heimild til að greiða skuldir annarra með íbúðalánasjóðsbréfum.

Jón Ásgeir og Ingibjörg í Panamaskjölunum
Auglýsing

Seðla­banki Íslands vill ekki svara spurn­ingum Kjarn­ans um heim­ild sem hann veitti félag­inu Guru Invest, með heim­il­is­festi á Pana­ma, til að nota skulda­bréf útgefin af Íbúða­lána­sjóði, svokölluð HFF-bréf, til greiða upp skuld íslenskra félaga eig­enda Guru Invest vil slita­stjórn Glitn­is. Seðla­bank­inn vill enn fremur ekki svara því hvort fleiri dæmi séu um að eig­endur erlendir eig­endur HFF-bréfa hafi fengið að greiða skuld íslensks félags við slitabú banka með þessum hætti.

Kjarn­inn greindi frá skulda­upp­gjöri nokk­urra félaga í eigu eða undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar við slitabú Glitnis í frétta­skýr­ingu þann 21. apríl síð­ast­lið­inn. Skjöl um skulda­upp­gjörið var að finna í hinum svoköll­uðu Panama­skjölum sem láku frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca. Kjarn­inn vann röð frétta­skýr­inga upp úr hluta skjal­anna í sam­starfi við Reykja­vík Media.

Panama­fé­lag not­aði íslensk skulda­bréf til að greiða skuldir ann­arra

Skulda­upp­gjörið er dag­sett í júní 2010. Félögin sem aðild áttu að sam­komu­lag­inu voru annað hvort skuld­arar eða í sjálf­skuld­ar­á­byrgð fyrir skuld­un­um. Um er að ræða ann­ars vegar yfir­drátt upp á 2.563 millj­ónir króna sem íslenska félagið 101 Chalet ehf. var með hjá Glitni og hins vegar 723 millj­óna króna skuld Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums ehf.,  við Glitni. Stærsti eig­andi Gaums var Jón Ásgeir Jóhann­es­son og 101 Chalet var einnig í eigu dótt­ur­fé­laga Gaums á þessum tíma.

Auglýsing

Eitt félag­anna sem greiddi hluta skuld­anna heitir Guru Invest, og er stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dótt­ur, eig­in­konu hans. Það er með heim­il­is­festi á Panama. Alls fékk slitabú Glitnir þá 2,4 millj­arða króna greiðslu upp í 3,3 millj­arða króna skuld sem Gaumur og félagið 101 Chalet ehf. höfðu stofnað til en ekki getað greitt. Skuldin var ann­ars vegar greidd með 200 millj­óna króna greiðslu í reiðufé og hins vegar með afhend­ingu skulda­bréfa útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, að and­virði 2,2 millj­arða króna. 

Með þess­ari greiðslu var kom­ist hjá því að Glitnir gæti sett Gaum og 101 Chalet ehf. í þrot. Gaumur óskaði ekki eftir gjald­þrota­skiptum fyrr en í sept­em­ber 2013 og 101 Chalet er enn starf­rækt. Það er nú í eigu Moon Capi­tal S.a.r.l. í Lúx­em­borg, félags Ingi­bjargar Stef­aníu Pálma­dótt­ur.

Fengu fullt verð fyrir bréfin

Kjarn­inn hefur rætt umrætt skulda­upp­gjör við sér­fræð­inga sem komið hafa að vinnu við fjár­magns­höft, við úrvinnslu skulda­upp­gjöra eftir banka­hrun og innan fjár­mála­geirans. Þeim ber saman um að upp­gjörið sé óvenju­legt, sér­stak­lega þar sem panamíska félagið Guru Invest, erlendur eig­andi íslenskra HFF-bréfa, fékk að nota bréfin til að greiða inn á skuld félaga Jóns Ásgeirs. Í upp­gjör­inu fékkst fullt verð fyrir bréfin löngu áður en þau voru á gjald­daga. Það var ekki staða sem bauðst öðrum erlendum eig­endum HFF-bréfa. Þeir hafa þurft að taka þátt í útboðum Seðla­banka Íslands til að koma fé sínu út úr íslenskum höft­um, og þar með gefa eftir hluta af virði þeirra.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að beiðni for­svars­manna Gaums og 101 Chalet um að nota HFF-bréfin sem greiðlsu í sam­komu­lag­inu hafi upp­runa­lega verið hafnað af Seðla­banka Íslands en að þeirri ákvörðun hafi síðar verið snú­ið.

Ítar­legt erindi var sent til Seðla­banka Íslands vegna máls­ins. Erindið var sent til bank­ans 19. maí. Því var á end­anum svarað 19. júlí, þremur mán­uðum eftir að það var upp­haf­lega sent. Fyr­ir­spurnin var eft­ir­far­andi:

Færa má rök fyrir því að með svona notkun á HFF-bréfum hafi hið erlenda félag fengið fullt verð fyrir bréfin löngu áður en að þau voru á gjald­daga. Það er ekki staða sem býðst öðrum erlendum eig­endum HFF-bréfa. Hvernig stenst þessi gjörn­ingur við­mið um jafn­ræði sem tryggð eru í stjórn­ar­skrá, og Seðla­banki Íslands á þar með að vinna í sam­ræmi við?

Í sam­komu­lags­ins fólst að Glitnir myndi fá 2,4 millj­arða króna greiðslu upp í sam­eig­in­lega skuld­ina gegn því að hún yrði felld nið­ur. Greiðslan sam­an­stóð ann­ars vegar af skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, svoköll­uðum HFF-bréf­um, að and­virði 2,2 millj­arða króna og 200 millj­ónum króna í reiðu­fé. Greið­andi var félagið Guru Invest sem skráð er með heim­il­is­festi í Panama. Þetta stað­festa gögn sem Kjarn­inn er með undir hönd­um.

Við höfum upp­lýs­ingar um að beiðni um að nota HFF-bréf sem greiðslu í þessu sam­komu­lagi hafi upp­runa­lega verið hafnað af Seðla­banka Íslands en þeirri ákvörðun síðan snú­ið?

Af hverju var það sam­þykkt að leyfa notkun á HFF-bréfum í eigu erlends félags til að greiða skuld íslensks félags við slitabú banka?

Eru fleiri dæmi um það að eig­endur HFF-bréfa hafi fengið að nota þau til að greiða niður skuldir íslenskra félaga með þessum hætti?

Ber fyrir sig þagn­ar­skyldu

Í svari Seðla­bank­ans er beðist vel­virð­ingar á þeim töfum sem orðið hafa á því að svara erind­inu, og sagt að taf­irnar megi rekja til gíf­ur­legra anna innan gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans að und­an­förnu. Síðan seg­ir: „Með vísan til þagn­ar­skyldu­á­kvæða 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðla­banka Íslands, og 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjald­eyr­is­mál, getur Seðla­bank­inn hins vegar ekki upp­lýst um ein­staka mál sem kunna að hafa verið til afgreiðslu innan Seðla­bank­ans.“

Það tók því Seðla­banka Íslands þrjá mán­uði að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að hann ætl­aði sér ekki að svara fyr­ir­spurn­inni.

Jón Ásgeir og Ingi­björg vildu ekki svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um Guru Invest efn­is­lega þegar eftir því var leitað í apríl síð­ast­liðn­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None