Washington stefnir að því að verða markaðsleiðandi í kannabisiðnaðinum

Mesti vöxturinn í ógnarsterku hagkerfi Washington-ríkis er í kannabisiðnaði. Hann varð til, löglegur, í nóvember 2012.

Kannabis
Auglýsing

Was­hington-­ríki, með ríf­lega sjö millj­ónir íbúa, er frægt­fyrir að vera heima­völlur Seatt­le-hag­kerfs­ins, sem var til umfjöll­unar ádög­unum á vef Kjarn­ans, en í seinni tíð er það reglu- og laga­breyt­ing sem hef­ur ­sett ríkið á heimskort­ið. Lög­leið­ing kanna­bis­fram­leiðslu, neylsu og sölu hef­ur ­skapað því vafa­samt orð­spor í hugum sum­ra, en hjá öðrum er það nú ­fyr­ir­mynd­ar­ríkij.

Óvænt áhrif

Hvað sem veldur skoð­ana­á­grein­ingi, þegar kemur að lög­leið­ingu kanna­bis­efna, þá hefur lög­leið­ingin á kanna­bis­efn­um, frá því í nóv­em­ber 2012, haft mikil og óvænt efna­hags­leg áhrif innan rík­is­ins á fjórum ár­um.

Ólíkt þeim ríkjum sem hafa lög­leitt neyslu á maríjúana, sem unnið er úr kanna­bisl­plönt­unni, einkum í lækn­inga­skyni, þá gekk Was­hinton rík­i ­lengra og lög­leiddi alla keðj­una; fram­leiðslu, sölu og neyslu. Á móti kem­ur ­síðan strangt opin­bert eft­ir­lit (21 árs ald­urs­tak­mark), og krafa um háþró­aðan fram­leiðslu­bún­að ­sem stenst heil­brigð­is­reglu­gerðir rík­is­ins, skatt­skyldu og önnur lág­mörk sem hefð­bundnir atvinnu­vegir þurfa að laga sig að. Eins og hendi væri veifað varð því til umgjörð um risa­vax­inn iðnað sem hafði verið grass­er­andi í svarta hag­kerf­inu með til­heyr­andi tengslum við skipu­lagða glæp­a­starf­semi og alla þá vafasömu hluti sem henni til­heyra, ára­tugum sam­an.

Auglýsing

Fjár­festar bíða í röðum

Í júlí á þessu ári fór velta í kanna­bis-hag­kerf­inu í Was­hington ­ríki yfir einn millj­arð Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 115 millj­örðum króna. Þetta hefur skilað rík­inu miklum ávinn­ingi, eða um 250 millj­ónum Banda­ríkja­dala, ­jafn­virði um 30 millj­arða króna. Búist er við því að kanna­bis­iðn­að­ur­inn í rík­in­u muni marg­fald­ast á næstu árum.

Sam­kvæmt Sam­tökum kanna­bis­iðn­að­ar­ins í Was­hington rík­i (Canna­bis Business Associ­ation), þá bíða fjár­festar nú í röðum eftir því að ­geta kom­ist inn í marg­vís­lega nýsköp­un­ar­starf­semi með canna­bis­af­urð­ir. Þar eru margar vörur und­ir, sem þykja spenn­andi. Bæði fyrir lyfja­starf­semi, vegna kanna­bis­neyslu í lækn­inga­skyni, og svo einnig fyrir fólk almennt sem neyt­ir kanna­bis­efna reglu­lega.

Það er óhætt að segja að The Dude í Big Lebowski, leikinn af Jeff Bridges, hafi neytt alltof mikils af kannabisefnum. Slíkt er stórhættulegt, og „steikir heilann á fólki“, eins og stundum er sagt. Líklega má tengja slíkar lýsingar við The Dude, þó hann hafi meint vel.

Eitt af því sem Was­hington ríki hefur lagt mikla áherslu á, er að upp­lýs­inga­gjöf um skað­semi kanna­bis­efna sé sýni­leg og komi fram alls ­staðar þar sem efnin eru seld. Sam­kvæmt könn­unum rík­is­ins hefur neysla ekki ­auk­ist frá því sem var fyrir lög­leið­ingu en for­varn­ar­starf hefur stór­aukist, þar sem skatt­féð ­sem ríkið fær af iðn­aðnum fer að stórum hluta í for­varnir og með­ferðir fyrir fíkni­efna­neyt­end­ur. 

Mark­aðs­leið­togi

Það sem fjár­fest­ing­ar, og ekki síst nýsköp­un­ar­fjár­fest­ar, ­sjá vera að ger­ast í Was­hington ríki er að aðstæður þar séu lík­lega til að búa til mark­aðs­leið­toga (mar­ket leader) á sviði kanna­bis­iðn­að­ar. Reglu­lega fara nú fram fundir og ráð­stefnur um nýsköp­un, fjár­fest­inga­mögu­leika, fram­leiðslu­tækn­i, lyfja­tengda þróun í iðn­að­in­um, og er Was­hint­on-­ríki nú orðið heima­svæði þessa ­geira að miklu leyti.

Hvað ætli ger­ist eftir mörg önnur ríki Banda­ríkj­anna fara ­sömu leið og Was­hington? Þá horfa fyr­ir­tæki til Was­hington eftir þekk­ingu og fjár­magni, verður að telj­ast lík­legt.

Meðal þess sem nú er orðið að stórum iðn­aði í Was­hington er fram­leiðsla á nútíma­legum neyslu­píp­um. Þær eru með USB tengil á end­anum og kanna­bis­olíu í plast­hylki á hinum end­an­um. Svo stingur fólk þeim í USB teng­i áður en neysla hefst.

Fjár­mála­kerf­ið  lokað

Það eru samt ennþá nokkrir hnökrar í þessum nýtil­komna ­iðn­aði. Fjár­mála­kerfið í Banda­ríkj­unum getur ekki tekið iðn­að­inum opnum örm­um, þar sem ólög­legt er í flestum ríkjum Banda­ríkj­anna að taka á móti fé sem teng­ist kanna­bis­fram­leiðslu. Búð­irnar sem selja efnin og vörur sem tengjast ­iðn­aðn­inum eru því margar hverjar ekki með kort, og taka ein­ungis við reiðu­fé.

Aðeins bankar og spari­sjóðir sem eru ein­ungis með starf­sem­i í Was­hington ríki geta tekið á móti fjár­munum fyr­ir­tækja í iðn­aðn­um, en það verður þá að vera gull­tryggt að fjár­magnið fari ekki út fyrir rík­is­mörk­in. Ann­ars þarf Alrík­is­lög­reglan FBI að mæta á svæðið og ákæra þá sem að fjár­magns­flutn­ingum standa fyrir pen­inga­þvætti og aðild að skipu­lagðri ­glæp­a­starf­semi. Eins og ótrú­legt að það hljóm­ar.

Veð­mál þeirra sem tala fyrir því að Was­hinton ríki geti raun­veru­lega byggt upp risa­vax­inn kanna­bis­iðn­að, er ekki síst und­ir­bygg­t þess­ari stöðu sem nú er komin upp. Það er að nú sé að fara af stað ferli sem að lokum muni leiða til lög­leið­ingar um öll Banda­rík­in, og hugs­an­lega um heim all­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None