Nýsköpun, nýsköpun og aftur nýsköpun

Bill Gates birti í gær grein á vef sínum sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum og um allan heim. Hann hvetur leiðtoga til að þess að forgangsraða í þágu nýsköpunar.

Bill Gates
Auglýsing

Bill Gates, rík­asti maður heims og annar stofn­enda Microsoft, greindi frá því í pistli á vef sínum í gær, að hann sakn­aði þess í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum skuli ekki vera meira rætt um stefnu­mörkun á því sviði sem mest­u ­máli skipti fyrir umheim­inn; sviði nýsköp­un­ar. 

Kosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber en Hill­ary Clint­on, fyrir hönd Demókrata, og Don­ald J. Trump, fyrir hönd Repúblikana, berj­ast um for­seta­emb­ætt­ið. Enda­sprett­ur­inn í kosn­inga­bar­átt­unni er framund­an, enda aðeins fjórar vikur til kosn­inga.

Í pistli sínum segir hinn 55 ára gamli Gates að fram­farir mann­kyns­ins hafi að ­mestu komið fram á lið­inni öld vegna nýsköp­unar og auk­innar tækni­þekk­ing­ar. „Þau hag­kerfi sem ná mestum árangri eru þau sem leggja mesta áherslu á ný­sköpun til að skara fram úr,“ segir Gates í pistli sín­um. Hann leggur áherslu á að hið opin­bera og einka­geir­inn finni leiðir til að vinna betur sam­an. „Ég hef heyrt fólk færa rök fyrir því að nýsköpun komi fyrst og fremst fram í einka­geir­an­um. En nýsköpun hefst hjá hinu opin­bera með rann­sóknum í háskólum [...] Fjár­fest­ing hins opin­bera í nýsköpun opnar leiðir fyrir hug­vits­sem­ina í einka­geir­an­um,“ segir Gates í pistli sín­um.

Auglýsing

Sér­stak­lega víkur hann að fjórum meg­in­mark­mið­um, þar sem ­stefna á sviði nýsköp­unar myndi hjálpa mikið til.

Orkan

Í fyrsta lagi nefnir hann orku­mál­in, og mark­mið um að nýta orku betur án þess að ýta undir lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum og hlýnun jarð­ar. Hann ­segir að á næstu átta árum þá muni lík­lega koma fram miklar breyt­ing­ar, sem ­geri raf­knúnum bílum mögu­legt að kom­ast miklu lengra en áður á einni hleðslu. Gríð­ar­lega miklir mögu­leikar séu fyrir hendi, og mik­il­vægt sé að hið opin­ber­a og einka­geir­inn vinni saman að skyn­sömum mark­mið­um. Nýsköpun á þessum sviðum sé mik­il­væg að öllu leyti.

Sjúk­dómar og for­gangs­röðun

Í öðru lagi nefnir hann fram­farir á sviði heil­brigð­is­vís­inda ­sem geti hjálpað til við halda HIV veirunni í skefjum og jafn­vel eyða ­sjúk­dóm­inum alveg. Þegar séu komin fram lyf og rann­sóknir sem sýna að þetta sé hægt. Það sama megi segja um Alzheimer-­sjúk­dóm­inn. „Það er sjúk­dómur sem að veldur fólki og fjöl­skyldum mik­illi van­líð­an,“ segir Gates, og nefnir sér­stak­lega að „stjórn­laus“ og alltof mik­ill kostn­aður í heil­brigð­is­kerf­inu, vegna slíkra ­sjúk­dóma, taki til sín fé sem myndi nýt­ast á öðrum stöð­um. Mik­il­vægt sé að ýta undir nýsköpun á þessum svið­um, og þær stór­kost­legu fram­farir sem hafi náð­st fram á síð­ustu árum. For­gangs­röð­unin þurfi að vera rétt hjá hinu opin­bera á þessu sviði.

Bill Gates brýnir fyrir leiðtogum á sviði stjórnmála, að forgangsraða í þágu nýsköpunar.

Hefta útbreiðslu veira

Í þriðja lagi segir Gates að stjórn­mála­menn þurfi að vinna að nýsköpun á svið­um, sem geti heft útbreiðslu á hættu­legum veirum eins og E-­bólu og Zika veirunni. Afleið­ing­arnar geti orðið gríð­ar­lega alvar­legar fyr­ir­ heim­inn allan, ef ekki tekst að finna upp áhrifa­rík­ari leiðir en nú þegar eru ­uppi, til að berj­ast við bráðsmit­andi veiru. Þær ógni ekki aðeins heilsu held­ur öllum helstu innviðum í ríkj­um, og geti brotið niður efna­hag­inn á skömmum tíma.

Hann bendir enn fremur á að vís­inda­menn á sviði líf­fræði séu þegar komnir fram með lausnir, sem geti orðið veru­lega áhrifa­miklar, ef ýtt sé undir rann­sókn­irnar með nýsköpun og skýrri stefnu að hálfu hins opin­bera. Mik­ið sé í húfi, hvað þessi mál varð­ar. Með réttri stefnu og mik­illi áfram­hald­and­i vinnu þá sé mögu­legt að bregð­ast við útbreiðsl­unni, áður en hún fer úr ­bönd­un­um.

Tækni nýtt í skóla­starfi

Í fjórða lagi er það mennt­un, og metn­að­ar­fyllri áform um að koma nýjum tólum – með nýj­ustu tækni – í hendur kenn­ara og nem­enda í skóla­starfi. Gates segir að allir eigi að geta fengið þessi tól, og það sé miður að nýjasta tækni sé ekki nægi­lega vel nýtt í skóla­starfi, því með henn­i sé hægt að gera kennslu ein­stak­lings­mið­aða og ýtt undir að hver nem­andi fari á­fram á sínum hraða. Einka­geir­inn hafi þegar komið fram með lausnir, en hið op­in­bera þurfi að vera mót­tæki­legra fyrir þessum hlutum svo að hlut­irnir ger­ist hrað­ar. Meira fé þurfi að fara í tækni þegar kemur að skóla­starfi.

Opni augun fyrir nýsköpun

Að lokum seg­ist hann von­ast til þess að leið­tog­ar fram­tíð­ar­innar á sviði stjórn­mál­anna sjá mögu­leik­ana sem eru á borð­inu, og hjálpi til við raun­veru­legar fram­farir með því að fjár­festa í rann­sóknum og ný­sköp­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None