Í þá tíð… Jesú kristur og upprisan

Var Jesú til í raun og veru og áttu síðustu dagar hans sér stað um páskana?

Jesu_íþátíð.jpg
Auglýsing

Um þetta leyti fyrir rétt­um, tjah, eigum við að segja 1984 árum, lögðu nokkrar konur leið sína að gröf Jesús frá Nasaret sem hafði tveimur dögum fyrr verið líf­lát­inn á krossi fyrir guð­last. Rak þær í rogastans þegar þær sáu að gröfin hafði verið opnuð og var tóm, en eng­ill birt­ist þeim þar og tjáði þeim að allt væri í sóma og vel það, því að Jesú væri upp­ris­inn. Frá þessu segir alltjent í guð­spjöll­un­um, for­sög­una og fram­haldið kann­ast flestir við.

Sög­urnar af ævi Jesús, afrekum hans, dauða og upp­risu eru að sjálf­sögðu trú­ar­kenn­ingar fremur en sann­an­legar sagn­fræði­legar heim­ild­ir, en hversu mikið af því sem sagt er að hafi gerst síð­ustu daga Jesús má gefa sér að sé stað­reynd?

Auglýsing

Var Jesú til?

Stutta svarið er: Að öllum lík­ind­um.

Fyrir utan guð­spjöll bibl­í­unn­ar, sem voru skrifuð nokkru eftir að hann átti að hafa lát­ist, er minnst á Jesú í að minnsta kosti tveimur sagn­fræði­rit­um.

Sagnaritarinn Flavíus Jósefus minn­ist á Jesú á tveimur stöðum í riti sínu um sögu gyð­ing­dóms, sem ritað var um árið 93 e.kr. sam­kvæmt gild­andi tíma­tali (það er svo önnur pæl­ing, hvort ártals­kerfið rími full­kom­lega við tíma­setn­ingu fæð­ingar Jesús). Þar er ann­ars vegar minnst á dauða og upp­risu Jesús og hins vegar talað um Jak­ob, „bróður Jesús, hins svo­kall­aða Krists“. Margir hafa viljað meina að fyrr­nefndi kafl­inn sé seinni tíma við­bót þar sem afrit­ari hafi brugðið jákvæð­ara ljósi á Jesú en var að finna í upp­runa­legu útgáfu Jósefus­ar.

Þá er Jesús einnig getið í ann­álum róm­verska sagna­rit­ar­ans Tacítus­ar. Hann getur þess að Jesú hafi verið tek­inn af lífi á valda­tíð Pontí­usar Pílatusar í Palest­ínu, en hún er talin hafa staðið frá 26-36 e.kr. og passar það vel við það sem kemur fram í guð­spjöll­un­um.

Þar að auki má nefna rit Plín­í­usar yngri, sem var land­stjóri Rómar þar sem Tyrk­land er í dag. Í bréfi hans til Tra­j­anusar keis­ara, sem ritað er um 112 e.kr. minn­ist hann á kristna menn á umsjón­ar­svæði sínu og spyr hvernig eigi að refsa þeim fyrir ein­hverja ótil­greinda glæpi. Þó ekki sé minnst á Jesú beint, er þetta heim­ild um að fylgj­endur hans hafi verið farnir að láta til sín taka á þessum tíma.

Þannig má telj­ast lík­legra en ekki að maður að nafni Jesú hafi verið til í Palest­ínu, nokkurn veg­inn á þeim tíma sem um er rætt, þótt engar beinar sann­anir liggi fyrir því.

Átti dauði hans og upp­risa sér stað um páska?

Stutta svarið er: Já.

Þrátt fyrir að upp­risan, líkt og önnur yfir­nátt­úru­leg afrek Jesús, sé háð því að fólk trúi á kenni­setn­ingar kristni, er dauða hans getið í ofan­greindum heim­ild­um.

Sög­urnar í bibl­í­unni ganga út frá því að dauða Jesús hafi borið upp á páska­há­tíð­inni, sem er forn hátíð sem Hebr­ear tengdu sauð­burði, og gyð­ingar síðar flótt­anum frá Egypta­landi.

Jesú reið, sam­kvæmt bibl­í­unni, inn í Jer­úsalem á pálma­sunnu­dag og allt sem frá segir eftir það á að hafa gerst innan páska­há­tíðar gyð­inga.

Hvað sem svo gerð­ist nákvæm­lega þessa daga er ómögu­legt að segja til um. Hins vegar ómar enn af þeim til dags­ins í dag, og jafn­vel þótt ver­ald­legur þanka­gangur og efa­hyggja hafi breytt eðli páskanna halda menn, konur og börn áfram að halda þá hátíð­lega, sama hvað spurn­ing­unum hér að ofan líð­ur.

Hér var meðal ann­ars stuðst við:

Sverrir Jak­obs­son. „Er hægt að sanna það sagn­fræði­lega að Jesús Kristur hafi verið til?“ Vís­inda­vef­ur­inn, 12. des­em­ber 2000. Sótt 15. apríl 2017.

Hjalti Huga­son. „Hvers vegna heita páskar Gyð­inga og páskar krist­inna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburð­u­m?“ Vís­inda­vef­ur­inn, 9. apríl 2001. Sótt 15. apríl 2017.

„What is the histor­ical evidence that Jesus Christ lived and died?“ The Guar­di­an, 14. apríl 2017. Sótt 15. apríl 2017.

Markverðir atburðir 16. apríl:

1912 Harriet Quimby flýgur yfir Erma­sund, fyrst kvenna.

1917 Lenín snýr aftur til Rúss­lands úr útlegð í Sviss.

1943 Efna­fræð­ing­ur­inn Albert Hoff­mann tekur óvart inn lyf sem hann var að þróa. Finnur fyrir miklum ofskynj­un­um. Efnið er síðar kallað LSD.

1945 Rauði her­inn hefur loka­á­hlaupið á Berlín.

1945 Um sjö þús­und þýskir flótta­menn far­ast með flutn­inga­skip­inu Goya sem er sökkt af sov­éskum kaf­báti á Eystra­salti.

1947 Hug­takið „Kalt stríð“ fyrst notað um deil­urnar milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna, í ræðu Banda­ríkja­manns­ins Bern­ards Bar­uch.

1961 Fidel Castro seg­ist vera Marx­isti og lýsir því yfir að land­inu muni nú verða stjórnað eftir kenni­setn­ingum komm­ún­isma.

1990 Dr. Jack Kevorkian aðstoðar sjúk­ling við sjálfs­morð í fyrsta sinn.

2007 Seung-Hui Cho drepur 32 sam­nem­endur sína í Virg­inia Tech háskól­anum áður en hann tekur sitt eigið líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞorgils Jónsson
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None