Í þá tíð… Einangraði einræðisherrann

Enver Hoxha réði lögum og lofum í Albaníu, einu af fátækustu og einangruðustu ríkjum heims á tímum Kalda stríðsins. Hann var eindreginn Stalínisti sem lenti síðar upp á kant við Sovétríkin og í raun öll önnur ríki.

Enver Hoxha í ræðustól með fána albanska kommúnistaflokksins í baksýn.
Enver Hoxha í ræðustól með fána albanska kommúnistaflokksins í baksýn.
Auglýsing

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina var ljóst að Evr­ópa yrði aldrei söm. Skýr skil voru dregin milli áhrifa­svæða Vest­ur­veld­anna og Sov­ét­ríkj­anna, sem Win­ston Churchill líkti við Járn­tjald sem dregið hafði verið í gegnum álf­una endi­langa „frá Stettin (Szczecin) við Eystra­salt niður að Trieste við Adría­haf“.

Í ríkjum Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu, sem voru í raun lepp­ríki Sov­ét­ríkj­anna, komust til valda karlar (og bara karl­ar) sem sóttu umboð sitt oftar en ekki til Moskvu og Stalíns ekki síður en til almenn­ings eða flokksapparata í eigin landi.

Einn slíkur var Enver Hoxha (lesið Hodsja), sem stýrði Albaníu með harðri hendi um fjög­urra ára­tuga skeið.

Auglýsing

Hoxha fædd­ist árið 1908 í ætt land­eig­enda sem voru íslams­trú­ar, í suð­ur­hluta Alban­íu, sem þá til­heyrði Ottómana­veld­inu (hlekkur). Faðir hans var vefn­að­ar­vöru­kaup­maður sem ferð­að­ist víða um heim, en menn­ing­ar­heim­ur­inn sem Ever hinn ungi fædd­ist inní var afar karllægur og byggð­ist á óskrif­uðum regl­um, Kanun, þar sem blóð­hefnd­ir, Gjak­mar­rja, voru meðal ann­ars ríkur hluti af dag­legu lífi. Segja margir að það hafi haft var­an­leg áhrif á per­sónu­gerð Hoxha.

Þegar hann var 22ja ára gam­all, árið 1930, fékk hann styrk til að halda til nátt­úru­vís­inda­náms við háskól­ann í Mont­pellier í Frakk­landi.  Þar komst Hoxha í kynni við starf franska komm­ún­ista­flokks­ins og lét námið reka á reið­an­um, enda hafði hann engan áhuga á nátt­úru­fræði. Svo fór að hann var sviptur náms­styrknum en hann flutti sig svo yfir til Par­ísar þar sem hann ætl­aði að nema heim­speki við Sor­bonn­e-há­skóla, en heykt­ist líka á því og fór að skrifa fyrir L‘Human­ité, rit Kommústista­flokks­ins. Hann skrif­aði pistla undir dul­nefni, meðal ann­ars um mál­efni heima­lands síns í pistl­um, þar sem Zog I Alban­íu­kon­ungur (sem var eig­in­lega leppur Mús­sól­ínís ein­ræð­is­herra Ítal­íu) var meðal þeirra sem fengu reglu­lega að heyra það.

Á árunum 1934-36 var Hoxha rit­ari á albönsku ræð­is­manns­skrif­stof­unni í Brus­sel en var rek­inn úr starfi eftir að upp komst að hann var enn að lesa Marxísk fræði. Hann sneri því aftur heim þar sem hann fór að kenna í skóla, en var líka virkur í starfi komm­ún­ista­flokks­ins. Ítalía gerði inn­rás í Albaníu í upp­hafi stríðs, árið 1939, og eftir að Hoxha hafði neitað að ganga í Fas­ista­flokk­inn var hann rek­inn úr starfi.

Hoxha tók virkan þátt í and­spyrnu­hreyf­ing­unni gegn fas­istum og þýskum nas­ist­um. Þar tóku komm­ún­istar saman höndum við and-komm­ún­ista í þeim sam­eig­in­lega til­gangi að frelsa land sitt.

Meðal ann­ars unnu Alb­anir með skæru­liðum Títós (hlekkur) í Júgóslavíu, en vin­slit urðu vegna deilna um Kosovohér­að.

Árið 1944 tók And-fasíska frels­is­hreyf­ing Albaníu við stjórn­ar­taumum í land­inu undir for­ystu Hox­has, sem var for­sæt­is­ráð­herra, aðal­rit­ari Verka­manna­flokks­ins og alls­herj­ar­leið­togi Albaníu allt til dauða­dags. Mán­uði síð­ar, hinn 29. nóv­em­ber var Albanía opin­ber­lega orðin frjáls undan oki fas­isma (þrátt fyrir að ann­ars konar ok hafi þó beðið almenn­ings).

Hallað sér að Stalín og Sov­ét­ríkj­unum

Eftir stríð lýsti Hoxha yfir miklum stuðn­ingi við Jósef Stalín og tók að breyta þjóð­fé­lags­gerð Albaníu í takt við Marx-­Lenín­is­ma, þar sem jarðir stór­land­eig­enda voru þjóð­nýttar og afhentar smá­bændum í samyrkju­bú­um. Tals­vert átak var unnið í mennt­un­ar- og heil­brigð­is­málum og blóð­hefndir voru bann­aðar með lög­um.

Á þessum fyrstu árum nýrrar heims­skip­anar trosn­uðu enn frekar böndin milli Albaníu og Júgóslavíu, Hoxha hafði rök­studdan grun um að Tító vildi gjarna inn­lima Alban­íu, og það olli mik­illi spennu innan komm­ún­ista­flokks­ins þar sem margir voru hallir undir nán­ari sam­vinnu við Tító. Það kall­aði á fyrstu hreins­anir Hox­has. Í kjöl­far þess að sam­bandi við Júgóslavíu var slitið árið 1948 var helsti tals­maður tengsla Albaníu við Tító, Koçi Xoxe, rek­inn úr flokknum og síðar hengd­ur.

Eftir það voru Alb­anir nær alfarið komnir upp á náð Sov­ét­ríkj­anna hvað varðar fjár­hags­að­stoð til nauð­syn­legra umbóta á innviðum lands­ins. Náið per­sónu­legt sam­band var milli Stalíns og Hox­has og frá­fall Sov­ét­leið­tog­ans árið 1953 var mikið áfall fyrir albanska komm­ún­ista. Hoxha lýsti yfir 14 daga þjóð­ar­sorg fyrir Stalín, „hinn ást­kæra föður og frels­ara“ sem var lengri tími en í Sov­ét­ríkj­unum sjálf­um.

Valda­taka Ník­íta Krúsjeffs, arf­taka Stalíns, mark­aði tals­verða stefnu­breyt­ingu í sam­skiptum Albaníu og Sov­ét­ríkj­anna. Dregið var úr fjár­stuðn­ingi og hvatt til þess að Albanía myndi taka þátt í sér­hæf­ing­ar­væð­ingu Krúsjeffs, þar sem ein­blínt yrði á ákveðna teg­und fram­leiðslu í hverju landi á kostnað fjöl­breytni og sjálf­bærni sem Hoxha hafði stefnt að.

Enn harðn­aði í ári eftir að Krúsjeff for­dæmdi í frægri leyniræðu (hlekkur) hina gegnd­ar­lausu per­sónu­dýrkun sem Stalín hafði ræktað á sínum tíma, auk þess sem hann fór að vinna að bættum sam­skiptum Sov­ét­ríkj­anna við Júgóslavíu. Auk þess var stefnu­breyt­ing Krúsjeffs í átt að „frið­sam­legri sam­búð“ stór­veld­anna, í ætt við villu­trú að mati Hox­ha, sem vitn­aði í Lenín sem lagði áherslu á alþjóða­hyggju öreig­anna, en ekki frið­sama sam­búð. Eftir þetta gerð­ist Hoxha sífellt gagn­rýnni á það sem hann taldi end­ur­skoð­un­ar­stefnu á – og afslátt af – kenn­ingum Karls Marx.

Þó að staða Hox­has innan Albaníu væri sterk, var þó farið að örla á áhyggjum af meintum lýð­ræð­is­skorti í starf­semi komm­ún­ista­flokks­ins og auk­inni for­ingja­dýrkun i anda Stalíns heit­ins.

Árið 1961 slitn­aði end­an­lega upp úr nánu sam­starfi Albaníu og Sov­ét­ríkj­anna. Hoxha for­dæmdi Sov­ét­ríkin og Krúsjeff sjálfan í ræðu í nóv­em­ber­mán­uði. Þar sagði hann Stalín hafa verið síð­asta alvöru leið­toga Sov­ét­ríkj­anna. Fjórum dögum síðar höfðu öll Aust­ur-­Evr­ópu­ríkin slitið tengsl við Albaníu og rík­inu var útskúfað úr Var­sjár­banda­lag­inu.

Eftir það hall­aði Hoxha sér að Kína að miklu leyti, en upp úr því slitn­aði líka eftir að Kína bauð Ric­hard Nixon Banda­ríkja­for­seta í opin­bera heim­sókn árið 1971. Svo­leiðis kap­ít­alista­daður þóttu ekki merki­legar tví­bökur í bókum Hox­has og eftir margra ára kergju hætti Kína öllum stuðn­ingi við Albaníu árið 1978.

Ein­angrun og ofsóknir

Ein­angr­unin var orðin nær alger, en Hoxha hafði nokkrum árum áður bannað erlendar lán­tökur og erlenda fjár­fest­ingu í Alban­íu. Gríð­ar­lega mikið var lagt upp úr land­vörnum og á annað hund­rað þús­und varð­turnum var komið fyrir við landa­mær­in.

Hoxha hafði líka hert tökin inn­an­lands þar sem hann réði lögum og lof­um. Almenn­ingur bjó undir sífelldri ógn af örygg­is­lög­regl­unni Sig­urimi, sem hand­tók þús­undir borg­ara á valda­tíð Hox­has og beitti pynt­ingum óspart. Margir hurfu og áttu aldrei aft­ur­kvæmt.

Hoxha var að sögn afar klókur stjórn­mála­maður sem gat bæði verið stima­mjúkur og við­kunn­an­leg­ur, en líka ósveigj­an­leg­ur, þrjóskur og ósvíf­inn. Hann pass­aði líka uppá að losa sig reglu­lega við þá und­ir­menn sína sem honum þótti vera að færa sig upp á skaft­ið.

Hann var víð­les­inn mennta­mað­ur, en ekki ryk­fall­inn kerfiskall eins og svo margir kalda­stríðs­leið­tog­ar. Hann klæddi sig líka glæsi­lega, sem gæti hafa treyst ímynd hans í huga almenn­ings að mati rit­höf­und­ar­ins Ismails Kad­are.

„Hann klædd­ist fínum fötum og var fág­aður í fram­komu … Allir aðrir komm­ún­ista­leið­togar voru svo óhefl­að­ir, meira að segja þeir frönsku. Fyrir albanskan almenn­ing, sem hefur alla tíð verið nokkuð veikur fyrir elít­um, var það nokkuð mik­il­vægt.“

Þegar komið var fram á níunda ára­tug­inn lagð­ist Hoxha í enn eina hreins­un­ina. Árið 1981 lést for­sæt­is­ráð­herr­ann Meh­met Shehu, sem hafði verið hægri hönd Hox­has í 40 ár. Opin­bera skýr­ingin var að Shehu hafði verið föð­ur­lands­svik­ari sem hafi svipt sig lífi, en stöð­ugur orðrómur hefur verið uppi um að Hoxha hafi látið ráða hann af dög­um.

Þarna var tals­vert dregið af Hoxha sjálfum sem hafði glímt við margs konar sjúk­dóma, meðal ann­ars syk­ur­sýki, en árið 1985 lést hann, 76 ára gam­all, af völdum hjarta­bil­un­ar.

Eft­ir­maður hans var Ramiz Alia sem hafði í raun haldið um stjórn­ar­taumana um nokkra hríð í veik­indum Hox­has.

Hoxha var einn þaul­setn­asti leið­togi Kalda stríðs­ins og hlaut senni­lega skárri örlög en margir kollegar hans í komm­ún­ista­flokkum Aust­an­tjalds­land­anna. Hægt er að þakka honum ákveðna fram­þróun Albaníu fyrstu árin, en um langa, langa hríð ein­kennd­ist þjóð- og efna­hags­líf lands­ins af ofríki, ofsókn­um, mann­rétt­inda­brot­um, stöðnun og fátækt. Eftir að járn­tjaldið féll hafa eft­ir­mæli hans þó verið svipuð og ann­arra ein­ræð­is­herra af sama meiði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞorgils Jónsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar