„Nýi Silkivegurinn“ tekur á sig mynd

Fyrsta vöruflutningalestin sem sem flytur vörur eftir „Nýja Silkiveginum“ hefur hafi för sína. Hún fer frá London til hafnarborgar á austurströnd Kína. Tilurð leiðarinnar, sem tekur 18 daga, er liður í því að styrkja stöðu Kína enn frekar.

Xi JInping, forseti Kína.
Xi JInping, forseti Kína.
Auglýsing

Í vik­unni lagði fyrsta vöru­flutn­inga­lestin af stað frá London til hafn­ar­borg­ar­inn­ar Yiwu á aust­ur­strönd Kína og mun hið tólf þús­und kíló­metra langa ferða­lag taka 18 daga. Lestin fer ­með fram hluta af hinum Nýja Silki­veg­i; gríð­ar­stóru sam­göngu- og inn­viða­neti sem tengir Kína við gjörvalla Evr­asíu.

Leið lest­ar­innar liggur í gegnum Vest­ur­-­Evr­ópu, Pól­land, Hvíta-Rúss­land, Rúss­land og Kasakstan og er ætlað að koma til Yiwu þann 27. apr­íl. Ferða­lagið tek­ur mun styttri tíma en hinar hefð­bundnu versl­un­ar­sjó­leiðir sem taka um einn mánuð og er enn einn áfang­inn í „One BeltOne Road“ (OBOR)-inn­viða­á­ætlun Kína sem ætlað er að bæta til muna versl­un­ar­netið sem tengir Kína við Evr­ópu, Mið-Asíu og Mið­aust­ur­lönd.

Sam­kvæmt kín­verskum stjórn­völdum mun landið fjár­festa um fjórar billjón­ir banda­ríkja­dala í þeim sex­tíu löndum eða svo sem eiga aðild að OBOR-­sam­starf­inu. Þó hún sé ekki að öllu leyti sam­bæri­leg má geta þess að Mars­hall-­á­ætlun Banda­ríkj­anna sem beindi inn­viða­fjár­fest­ingu til banda­manna þeirra í Evr­ópu eftir seinni heims­styrj­öld nam um 130 millj­arða ­Banda­ríkja­dali. OBOR-­á­ætl­unin er horn­steinn í utan­rík­is- og versl­un­ar­stefnu Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, og hefur hún tök á því að breyta alþjóða­við­skipta­lands­lagi heims­ins; í dag eru tvö meg­in­versl­un­ar­svæði í heim­inum sem tengja Banda­ríkin við Evr­ópu ann­ars vegar yfir Atl­ants­hafið og Asíu hins vegar yfir Kyrra­hafið en OBOR-­á­ætl­unin mun hafa Kína sem mið­dep­il.

Auglýsing

Yfir sjó og land

Umfang OBOR-­á­ætl­un­ar­innar er gríð­ar­stórt og sam­anstendur af versl­un­ar­net­i, sam­göngu- og inn­viða­upp­bygg­ingu og auð­linda- og fram­leiðslu­verk­efn­um. Olíu- og gasleiðslur á milli Kína og fjöl­margra Mið-Asíu­ríkja á borð við Kasakstan og Túrk­menistan, ásamt stækkun leiðslna á milli Kína og Rúss­lands er ætlað að stór­auka aðgengi Kína að orku­auð­lindum og gera sam­tímis Mið-Asíu­ríki ekki jafn háð Rúss­landi til útflutn­ings. Fjár­fest­ingar í lest­ar­sam­göngum á þvers og kruss um Evr­asíu ásamt upp­bygg­ingu af vöru­flutn­inga­mið­stöðvum á borð við Khor­gos á landa­mærum Kína og Kasakstan er ætlað að gera land­flutn­ingar að raun­hæfum val­kosti við flug- og sjó­flutn­inga og sam­tímis stuðla að iðn­að­ar­upp­bygg­ing­u ­með fram versl­un­ar­leið­unum í löndum sem hafa orðið fyrir barð­inu á lágu olíu­verði und­an­farin ár.

TPP-samningunum var mótmælt mjög víða um heim. Donald Trump ákvað að draga Bandaríkin út úr þeim eftir að hann tók við sem forseti. Sú ákvörðun er talin hafa styrkt stöðu Kínverja á Kyrrhafssvæðinu mjög. Þá hafa OBOR-fjár­fest­ingar einnig átt sér stað víð­ar. Fjár­fest­ingar hafa átt sér stað í innviðum í hafn­ar­borg­inni Pira­eus í Grikk­landi og bygg­ing háhraðalest­ar­leiða þaðan til Ung­verja­lands og Þýska­lands eru í bígerð. Þá hafa kín­verskar fjár­fest­ingar flætt til inn­viða­upp­bygg­ingar í Pakís­tan í gegn­um China-Pakistan Economic Corridor (CPEC)-á­ætl­un­ina svoköll­uðu til að auð­velda vöru­flutn­inga til hafnar og þannig draga úr vægi sjó­flutn­inga um Malakka­sundMeðal ann­arra borga sem nefndar eru sem hluti af OBOR-­á­ætl­un­inni eru Ist­an­búlDuis­burgRott­er­dam, Fen­eyj­ar, NaíróbíKólombó og Kúala Lúmpúr. Að svo stöddu er áætl­unin til­tölu­lega óskýr hvað varðar upp­hæðir og tímara­mma enda eru umsvif hennar gríð­ar­leg. 

Hvað liggur að baki?

Ástæður OBOR-­á­ætl­un­ar­innar eru margar og eru bæði af efna­hags­legum og póli­tískum toga. Kín­verjar eru aldr­andi þjóð þar sem með­al­aldur hefur auk­ist hratt vegna fjöl­skyldu­skipu­lags­stefnu stjórn­valda. Þessi lýð­fræði­lega þróun sam­hliða miklum hag­vexti setur þrýst­ing á stjórn­völd til að reyna að auka meðal fram­leiðslu á íbúa. Ein hugs­unin á bak­við OBOR-­á­ætl­un­ina er að færa lág­kostn­að­ar­fram­leiðslu, sem var und­ir­staða hag­vaxtar í Kína í ára­tugi, til landa þar sem launa­kostn­aður er lægri og ein­beta sér að vand­aðri fram­leiðslu inn­an­lands. Einnig hvetja kín­versk stjórn­völd fyr­ir­tæki til að fjár­festa erlendis til þess að geta flutt út hluta af yfir­fram­leiðslu lands­ins á iðn­að­ar­vörum á borð við stál og þung­iðn­að­ar­búnað og minnka vægi inn­viða­fjár­fest­inga inn­an­lands sem hluta af efna­hag lands­ins ­með því að flytja út fjár­magn til slíkra fjár­fest­inga.

Þá líta kín­versk stjórn­völd á OBOR sem leið til að auka við­skipta­völd sín og ítök sem hluta af utan­rík­is­stefnu lands­ins. Kína hefur sett á lagg­irnar fjöl­margar stofn­anir til að halda utan um fjár­veit­ingar til inn­viða­verk­efna og má þá helst nefna Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu (AIIB) – sem Ísland er stofn­að­ili að – sem settur var á lagg­irnar í fyrra með eitt hund­rað millj­arða ­Banda­ríkja­dali í stofnfé og Silk Road Fund, sem í eru um fjöru­tíu millj­arð­ar­ ­Banda­ríkja­dal­ir. Xi Jin­p­ing von­ast til að auka and­virði versl­unar við OBOR-­ríkin um tvær og hálfa billjón á næstu tíu árum og vanda betur kín­verskar fjár­fest­ingar erlend­is. Þar er verið að miða við inn­viða­fjár­fest­ingar á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, sem voru að miklu leyti í Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku, og skil­uðu oft á tíðum tak­mörk­uðum efna­hags­legum og póli­tískum ávinn­ingi.

Metn­að­ur­inn á bak við O­BOR-­á­ætl­un­ina og Nýja Silki­veg­inn er mik­ill og gefur Kína færi á að styrkja stöðu sína enn frekar sem drif­krafts alþjóða­við­skipta og hnatt­væð­ing­ar, sér­stak­lega í kjöl­far þess að TPP-frí­versl­un­ar­við­ræð­urnar sem Banda­ríkin áttu við fjöl­mörg lönd í kringum Kyrra­haf­ið, en þó ekki með Kína, runnu út í sand­inn. Fjár­magn, inn­viða­kunn­átta, efna­hags­leg þróun innan Kína, og gíf­ur­leg þörf á inn­viða­fjár­fest­ingum í Asíu og Afr­íku gera það að verkum að OBOR-­á­ætl­unin gæti verið lyk­ildrif­kraftur í heims­hag­kerf­inu næstu ár og ára­tugi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None