Mynd: Pexels.com

Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar 2,1 milljarðar

Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar jókst um 800 milljónir milli ára eftir að endurgreiðsluþakið var hækkað. Ný ríkisstjórn stefnir að því að afnema þakið. Athugun á kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna er eitt þeirra atriða sem nú þegar sætir sérstöku eftirliti hjá ríkisskattstjóra.

End­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna voru 2,1 millj­arðar króna á árinu 2016. Það er aukn­ing um 800 millj­ónir króna á milli ára. Þetta kemur fram í svari rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ástæðan fyrir þess­ari miklu aukn­ing er sú að hámarks­upp­hæð sem nýta mátti í rann­sóknir og þróun og draga má frá skatti var hækkuð úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna með laga­breyt­ingu sem sam­þykkt var í byrjun júní 2016. Ef um er að ræða sam­starfs­verk­efni eða sem útheimta aðkeypta rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu hækkar hámarkið í 450 millj­ónir króna. End­ur­greiðslan getur þó að hámarki numið 20 pró­sent af sam­þykktum kostn­aði.

Heild­ar­út­gjöld til rann­sókna og þró­unar juk­ust hins vegar ekki svo mikið milli áranna 2015 og 2016. Þau fóru úr 48,5 millj­örðum króna í 50,9 millj­arða króna, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands og sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu dróg­ust þau sam­an, fóru úr 2,17 í 2,08 pró­sent. Þrátt fyrir að hámarkið hafi verið hækk­að, og end­ur­greiðslur aukist, voru útgjöld vegna rann­sóknar og þró­unar lægra hlut­fall af lands­fram­leiðslu í fyrra en þau voru árið áður.

Rík­is­stjórnin vill afnema þakið

End­ur­greiðsla á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði er ætlað að efla nýsköpun í land­inu. Sam­kvæmt lögum er ein­göngu heim­ilt að telja fram beinan kostnað við verk­efni og ann­arra aðfanga sem notuð hafa verið við vinnslu þess þegar sótt er um end­ur­greiðslu. Með öðrum orðum þá verða fyr­ir­tæki að aðskilja allan annan rekstur sinn frá því verk­efni sem um ræðir þegar lagðar eru fram kostn­að­ar­tölur við vinnslu þess.

Til þess að fá end­ur­greiðslu á kostn­aði vegna rann­sóknar og þró­un­ar­verk­efna þarf að gera sér­stak­lega grein fyrir verk­efn­inu í raf­rænni skrán­ingu umsóknar á heima­síðu Rannís. Með þarf að fylgja stutt við­skipta­á­ætlun og ef um sam­starfs­verk­efni er að ræða þá þarf sam­starfs­samn­ingur líka að ber­ast til Rannís. Þá á að fylgja með lýs­ing á verk­efn­inu ásamt verk- og kostn­að­ar­á­ætl­un.

Ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur ætlar að leggja mikla áherslu á nýsköpun og rann­sókn­ir. Mála­flokk­ur­inn er sér­stak­lega til­greindur í stjórn­ar­sátt­mála hennar sem ein af meg­in­á­herslum hennar og orðið nýsköpun kemur fyrir 18 sinnum í hon­um. Þá er kveðið á um að rík­is­stjórnin ætli, til að bæta alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni lands­ins, að end­ur­meta fyr­ir­komu­lag á end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna rann­sókna og þró­unar í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum end­ur­greiðsl­um. Það þak er nú 300 til 450 millj­ónir króna á ári.

40 mál komið til með­ferðar

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum frá rík­is­skatt­stjóra um hvernig eft­ir­liti með end­ur­greiðsl­unum sé háttað og hversu mörg fyr­ir­tæki hafi þurft að sæta því. Þ.e. eft­ir­lit með því hvort þau fyr­ir­tæki sem leggi inn umsóknir um end­ur­greiðslu vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna séu ekki að telja annan rekstr­ar­kostnað sinn fram sem hluta af kostn­aði við gerð verk­efn­is­ins.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur stefnir að því að afnema þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í svari emb­ætt­is­ins segir að það hafi átt fundi með starfs­mönnum Rannís til að betur sé hægt að glöggva sig á ein­stökum hug­tökum sem máli skipti í þessu sam­bandi. „Hvað varðar efn­is­lega skoðun á til­greindum kostn­aði vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu í eft­ir­lits­skyni, eru gerðar skatt­breyt­ingar ef ástæða er til slíks. Haldið er utan um allar skatt­breyt­ingar og til­efni þeirra, þ.m.t. hvort það sé vegna almenns skatta­eft­ir­lits eða af öðrum ástæð­um. Ekki er á hinn bóg­inn haldið utan um breyt­ingar á ein­stökum reitum fram­tals­ins. Því er ekki unnt að svara nákvæm­lega til um fjölda aðila sem sem hafa sætt sér­stakri skoðun á þessum lið fram­tals­ins. Vegna fyr­ir­spurn­ar­innar var gerð athugun í mála­kerfi emb­ætt­is­ins og leiddi hún í ljós að um 40 mál sem varða þennan mála­flokk hafa komið til með­ferðar eftir álagn­ing­u.“

Verið að fylgj­ast með

Rík­is­skatt­stjóri segir einnig að það sé „sí­fellt og stöðugt verk­efni“ hjá emb­ætt­inu að ákveða hvernig skuli verja þeim tíma og starfs­kröftum sem það hefur yfir að ráða og hvaða atriði í skatt­skilum sæti for­gangi í eft­ir­liti.

Sér­stök athugun á kostn­aði vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna sé eitt þeirra atriða sem nú þegar sætir sér­stöku eft­ir­liti m.a. vegna þess um hve háar fjár­hæðir geta verið um að ræða í ein­stökum til­fellum og ekki sé loku fyrir það skotið að í þessu sam­hengi geti skatt­að­ili tví­fært ákveð­inn kostnað til frá­drátt­ar. „Slík offærsla getur stafað af mis­tökum en í því sam­hengi er oft svo að mörg ásetn­ings­verk við skattaund­an­skot bera á yfir­borð­inu svip mis­taka. Fjölgun aðila sem þarna á í hlut auk fjár­hæða var einnig ástæða þess að ákveðið var að beina eft­ir­liti að þessum þætti skatt­fram­kvæmd­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar