Pexels - Open source myndasöfn

Stóru sjávarútvegsrisarnir verða stærri

Óhætt er að segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Brimi, áður HB Granda, undanfarin misseri. Lífeyrissjóðurinn Gildi seldi hlutabréf sín, meðal annars vegna óánægju með stjórnarhætti í félaginu. Þá kom FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, inn í hluthafahópinn en var svo farinn úr honum þremur vikum síðar. Guðmundur Kristjánsson forstjóri hefur ekki hikað við stór viðskipti við eigið fyrirtæki og notið stuðnings hluthafa til að gera það. Hinir stóru eru að verða stærri í íslenskum sjávarútvegi.

Mark­aðsvirði Brims, áður HB Granda, hefur hækkað umtals­vert und­an­farin miss­eri. Á einu ári hefur það hækkað um tæp­lega 25 pró­sent en sé horft til þessa árs ein­göngu nemur hækk­unin rúm­lega 17 pró­sent. Fyr­ir­tækið er nú tæp­lega 70 millj­arða króna virði.

Brim gerir upp í evrum og hefur veik­ing krón­unnar gagn­vart evru á und­an­förnu ári, sem nemur tæp­lega átta pró­sent­um, því komið sér nokkuð vel fyrir fyr­ir­tæk­ið.

Fjár­hags­staða þess er sterk og má segja að það sé eins­konar flagg­skip sjáv­ar­út­vegs­ins í Reykja­vík. Heild­ar­eignir fyr­ir­tæk­is­ins námu 650 millj­ónum evra, eða sem nemur 91 millj­arði króna, í lok 2. árs­fjórð­ungs. Hagn­aður á fyrri helm­ingi árs­ins var 1,5 millj­arður króna, en eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins um mitt ár var rúm­lega 38 millj­arð­ar. 

Hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega fjórir millj­arðar en Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og stærsti eig­andi, var ekki ánægður með þá nið­ur­stöðu. „Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að minnka á síð­ustu árum vegna styrk­ingar íslenskrar krónu og hærri veiði­gjalda. Á seinni hluta árs­ins 2018 veikt­ist íslenska krónan og það styrkir útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Árið 1992 fjár­festi HB Grandi í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Síle. Þetta fyr­ir­tæki seldi lax­eld­is­fyr­ir­tæki sitt á síð­asta ári og fékk HB Grandi tölu­verðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018,“ sagði Guð­mundur í til­kynn­ingu vegna afkom­unn­ar.

Guð­mundur er lang­sam­lega stærsti hlut­haf­inn í gegnum Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem áður hét Brim. Eign­ar­hlutur hans er nú kom­inn yfir 48 pró­sent og mun fara yfir 50 pró­sent eftir hluta­fjár­aukn­ingu, í tengslum við kaup Brims á nokkrum sölu­fé­lögum í eigu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur fyrir 4,4 millj­arða króna. Greiðslan fer fram með hlutafé í Brimi, og því eykst eign­ar­hlutur hans umtals­vert. Til fram­tíðar er þó vilji til þess að fara ekki yfir 50 pró­sent eign­ar­hlut, segir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar.



Bændur í Skaga­firði



Kaup­fé­lag Skag­firð­inga er risa­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða og FISK Seafood, útgerð­ar­armur þess, hefur látið veru­lega til sín taka í íslensku atvinnu­lífi að und­an­förnu. Fjár­hags­staða kaup­fé­lags­ins er með nokkrum ólík­ind­um, sé horft til þess að um hefð­bundið kaup­fé­lag er að ræða með dreifðri eign­ar­að­ild bænda í Skaga­firði sem bak­bein. Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri og var afkoma félags­ins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu félags­ins. Upp­bygg­ing kaup­fé­lags­ins hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­ins rúm­lega 35 millj­arðar og heild­ar­eignir námu 62,3 millj­örðum króna. 

Hagn­aður af rekstri sam­­stæð­unn­ar á ár­inu 2018, fyr­ir af­­skrift­ir og fjár­­­magnsliði, var rúm­lega fimm millj­arðar króna sam­an­­borið við 2,3 millj­arða árið 2017.



Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki.
Mynd: ks.is

Það sem helst skýr­ir þenn­an mun er sölu­hagn­aður þar sem FISK Sea­­food, eitt 14 dótt­­ur­­fé­laga Kaup­fé­lags­ins, seldi 50 pró­sent eign­­ar­hlut sinn í Olís og eign­­ar­hlut sinn í fé­lag­inu Solo Sea­­food í fyrra. Hag­ar hf. keyptu hlut­inn í Olís, en helm­ing­ur var greidd­ur með reiðufé og helm­ing­ur með hluta­bréf­um í Hög­­um. Kaup­fé­lag­inu bar að selja þau bréf inn­­an 30 mán­aða frá því við­skipt­in tóku gildi.

Fléttur og kaup á eignum af stærsta eig­and­anum

Hinn 18. ágúst síð­ast­lið­inn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hluta­bréfum við Gildi líf­eyr­is­sjóð. FISK eign­að­ist hluta­bréf Gildis í Brimi og Gildi eign­að­ist meðal ann­ars hluta­bréf í Högum í stað­inn. 

Þarna fóru saman ann­ars vegar hags­munir FISK, vegna fyrr­greindra kvaða um að félagið seldi hluta­bréf sín í Hög­um, og síðan áhugi Gildis á því að fara út úr hlut­hafa­hópi Brim­s. 

Ástæðan fyrir því var sú að Gildi hafði haft áhyggjur af stjórn­ar­háttum í Brimi um nokk­urt skeið, eða allt frá því að Guð­mundur Krist­jáns­son kom inn í hlut­hafa­hóp­inn, í gegnum Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, og varð for­stjóri. 

Það sem helst trufl­aði Gildi voru við­skipti við Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, þar sem Brim var að kaupa eignir af félag­inu þar sem Guð­mund­ur, for­stjóri Brims, var helsti eig­andi. Fyrst voru það við­skipti með Ögur­vík og síðan við­skipti þar sem Brim keypti sölu­fé­lög af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem þjón­ustu Asíu­mark­að, fyrir 4,4 millj­arða króna. Sam­an­lagt hefur Brim keypt eignir af  Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur fyrir 16,7 millj­arða króna frá því að Guð­mundur Krist­jáns­son varð for­stjóri félags­ins og stærsti eig­and­i. 

Grein­andi Capacent sagði um kaupin á Ögur­vík á sínum tíma að honum hafi liðið „eins á laug­­ar­­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­­­barn­um“ þegar rýnt væri í for­­sendur þess kaup­verðs sem var á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­­­gangi lífs­ins er 42,“ sagði meðal ann­­ars í grein­ingu hans, og vitnað til þess að hægt væri að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík. Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­­­gang lífs­ins, má rekja til bók­­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­­glas Adams.

Fljótt út aftur með miklum hagn­aði

Í til­kynn­ingu Gild­is, í aðdrag­anda hlut­hafa­fundar 13. ágúst, þar sem við­skiptin með sölu­fé­lögin voru til umfjöll­un­ar, sagði að það væri mat Gildis að þessar fyr­ir­ætl­anir væru ekki trú­verð­ug­ar. „Við­skiptin virð­ast eiga sér afar skamman aðdrag­anda hjá stjórn félags­ins. Að mati Gildis eru þessar fyr­ir­ætl­anir ekki trú­verð­ugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mögu­lega með minni til­kostn­aði. Við­skipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðs­ins hefur ekki tek­ist að sýna fram á að þessi við­skipti séu hag­felld og nauð­syn­leg fyrir HB Granda (Nú Brim­),” sagði í yfir­lýs­ingu Gild­is. 

Kaupin á Ögurvík drógu dilk á eftir sér

Hinn 10. júlí 2019 gerðu Fjár­mála­eft­ir­litið og Brim hf. (áður HB Grandi hf.), með sér sam­komu­lag um að ljúka með sátt máli vegna brots á lögum um verð­bréfa­við­skipt­i.

Fólst í sátt­inni að Brim þurfti að greiða 8,2 millj­ónir króna í sekt, og við­ur­kenndi fyr­ir­tækið að hafa brotið gegn lögum verð­bréfa­við­skipti, með því að hafa ekki birt inn­herj­a­upp­lýs­ingar eins fljótt og auð­ið var.

Í til­kynn­ing­u vegna sáttarinnar eru máls­at­vik rak­in, en málið teng­ist því hvernig upp­lýst var um samn­ing um kaup Brims, þá HB Granda, á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur. Guð­mundur Krist­jáns­son er for­stjóri Brims, og stærsti eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sem seldi Ögur­vík til Brims. Hinn 7. sept­em­ber 2018, klukkan 16:18:43, birti Brim opin­ber­lega til­kynn­ingu þess efnis að það hefði gert samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lags­ins Ögur­vík ehf.

Nokkrum dögum áður, nánar tiltekið 29. ágúst 2018, hafði for­stjóra ­máls­að­ila, Guðmundi,verið falið af stjórn hans að hefja samn­inga­við­ræður um kaup­in. „Á þeim tíma­punkti, að tekn­u tilliti til heild­ar­mats á þeim upp­lýs­ingum sem lágu til grund­vallar á þeim tíma og þeirrar til­tekn­u ­stöðu sem upp var kom­in, upp­fylltu upp­lýs­ing­arnar hug­taks­skil­yrði[..]um inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar. Máls­að­ili birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ing­arn­ar, né tók ákvörðun um frest­un birt­ingar þeirra, fyrr en 7. sept­em­ber 2018.“

Í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að að Brim hefði óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Þar sagði að r tilgangur þeirra reglna, sem brotið var gegn, sé að stuðla að ­trausti til mark­að­ar­ins „með því að tryggja að fjár­festum sé ekki mis­munað og að þeim sé tryggð­ur­ ­jafn aðgangur að upp­lýs­ing­um.“ Sekt­ar­fjár­hæðin tók enn­fremur mið af tíma­lengd brots­ins en með greiðslu sekt­ar­fjár­hæðar er mál­inu lok­ið.

Það sem helst trufl­aði Gildi voru við­skipti við Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, þar sem Brim var að kaupa eignir af félag­inu þar sem Guð­mund­ur, for­stjóri Brims, var helsti eig­andi. Fyrst voru það við­skipti með Ögur­vík og síðan við­skipti þar sem Brim keypti sölu­fé­lög af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem þjón­ustu Asíu­mark­að, fyrir 4,4 millj­arða króna. Sam­an­lagt hefur Brim keypt eignir af  Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur fyrir 16,7 millj­arða króna frá því að Guð­mundur Krist­jáns­son varð for­stjóri félags­ins og stærsti eig­and­i. 

Grein­andi Capacent sagði um kaupin á Ögur­vík á sínum tíma að honum hafi liðið „eins á laug­­ar­­dags­morgni eftir kvöld á Kaffi­­­barn­um“ þegar rýnt væri í for­­sendur þess kaup­verðs sem var á Ögur­vík. „Svarið við alheim­inum og til­­­gangi lífs­ins er 42,“ sagði meðal ann­­ars í grein­ingu hans, og vitnað til þess að hægt væri að fá út hin ýmsu verð á Ögur­vík. Töl­una 42 í sam­hengi við svarið við spurn­ing­unni um til­­­gang lífs­ins, má rekja til bók­­ar­inn­ar The Hitchhi­ker's Guide to the Galaxy eftir Dou­­glas Adams.

Davíð Rúd­ólfs­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, sagði við Kjarn­ann að jafn umfangs­mikil og ítrekuð við­skipti stærsta hlut­hafa HB Granda/Brim við félagið sjálft væru ekki bara óheppi­leg heldur „for­dæma­laus á inn­lendum hluta­bréfa­mark­að­i.“

Við­skiptin voru hins vegar sam­þykkt af full­trúum tæp­lega 90 pró­sent hlut­hafa. Þar á meðal hinum stóru líf­eyr­is­sjóð­unum sem eiga stóra hluti í félag­inu, Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins og Birtu líf­eyr­is­sjóð­i. 

 Gildi greip því til þess að losa um eign­ar­hlut sinn í félag­inu og skipta á bréfum við FISK í Hög­um. Þannig varð FISK að einum stærsta eig­anda félags­ins, sem breytti nafni sínu úr HB Granda í Brim á sama hlut­hafa­fundi.

FISK hefur stækkað sjáv­ar­út­vegs­veldi sitt mikið á und­an­förnum tveimur árum. Félagið keypti þriðj­ungs­eign­ar­hlut Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í Vinnslu­stöð­inni fyrir 9,4 millj­arða króna í sept­em­ber í fyrra, og árið 2017 keypti félagið Soff­an­ías Cecils­son hf., rót­gróið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Grund­ar­firði, fyrir 9,5 millj­arða króna. Félagið hefur því stækkað ört og víkkað út afla­heim­ildir sínar og vinnslu­mögu­leika, á síð­ustu miss­er­um.

FISK var hins vegar ekki lengi hlut­hafi í Brimi. Hinn 9. sept­em­ber var til­kynnt um kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK í Brimi, sem var um tíu pró­sent af heild­ar­hluta­fé. Kaup­verðið var á geng­inu 40,4 og nam um átta millj­örðum króna. FISK hafði eign­ast bréfin á geng­inu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagn­að­ur­inn umtals­verður af þessum við­skipt­um, eða tæp­lega millj­arð­ur. Ekki ama­legt það, fyrir bændur í Skaga­firð­i. 

Frek­ari hag­ræð­ing í kort­unum

Þessar umtals­verðu breyt­ingar á eign­ar­haldi hjá Brimi og fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, sýna að mikil hag­ræð­ing og sam­þjöppun er að eiga sér stað í grein­inni. Þar eru hinir stóru að verða stærri, og sífellt verið að leita leiða til þess að hag­ræða í allri virð­is­keðj­unni hjá félög­un­um, í veið­um, vinnslu og sölu­starf­semi. Það sem hefur gerst hjá Brimi er ekki óvænt, þegar horft er til þess­arar þró­un­ar. Það er hins vegar eina skráð sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið í land­inu og því eðli­legt að það valdi titr­ingi hjá ein­hverjum í hluta­hafa­hópn­um, þegar félag for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins er að selja því eignir fyrir millj­arða. 

Lík­legt er að umræða um hámarks eign í kvóta verði hávær­ari á næst­unni, og þá hvort stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin eru komin upp fyrir hámarkið eða í það minnsta nærri því. Sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða má heild­ar­afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12 pró­sent af sam­an­lögðu heild­ar­verð­mæti afla­hlut­deilda allra teg­unda. Þá má afla­hlut­deild í þorski ekki fara yfir 12 pró­sent. Í ýsu, ufsa, grá­lúðu, stein­bít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20 pró­sent og í karfa ekki yfir 35 pró­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar