Birgir Þór Harðarson

Ef allir borguðu lægstu íbúðalánavexti þá myndu lántakendur spara tugi milljarða

Stýrivextir hafa lækkað hratt undanfarna mánuði. Íslensku viðskiptabankarnir hafa lækkað sína vexti undanfarna daga en lækkanir þeirra hafa ekki fylgt þeim takti sem Seðlabankinn hefur sett. Enn eru lífeyrissjóðir að bjóða miklu betri kjör og ef allir gætu tekið lán hjá þeim þá myndu Íslendingar borga um 38 milljörðum krónum minna í vexti á ári.

Allir við­skipta­bank­arnir hafa lækkað hluta íbúða­lána­vaxta sinna á síð­ustu dög­um. Þeir eru samt sem áður miklu hærri en þeir vextir sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins geta boðið sínum sjóðs­fé­lögum upp á. Í sumum lána­flokkum eru lægstu vextir líf­eyr­is­sjóðs helm­ingur þess sem lægstu vextir við­skipta­banka eru. 

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins séu búnir að auka veru­lega hlut­deild sína í lánum vegna íbúð­ar­kaupa á und­an­förnum árum. Frá árinu 2016 og fram til dags­ins í dag hefur sú hlut­deild raunar tvö­fald­ast. 

Sá bögg­ull fylgir hins vegar skamm­rifi að líf­eyr­is­sjóða­lánin standa ekki öllum til boða. Flestir sjóð­irnir eru með þröng lána­skil­yrði sem gera það að verkum að lánin bein­ist aðal­lega að þeim sem hafa borgað í lengri tíma í við­kom­andi sjóð. Auk þess lánar þorri þeirra að hámarki fyrir 70 pró­sent af kaup­verði íbúðar og jafn­vel þá er í sumum til­vikum sett þak á hversu há upp­hæðin má að hámarki vera. Það þýðir að þeir sem eiga meira eigin fé, og hafa borgað lengi í sama líf­eyr­is­sjóð­inn, fá bestu kjörin sem bjóð­ast á mark­að­i. 

Grein­ing Íslands­banka, sem gaf út skýrslu um íbúða­mark­að­inn í gær, reikn­aði út að ef öllum myndi bjóð­ast hag­stæð­ustu kjör sem í boði eru á lána­mark­að­inum þá myndu vaxta­álögur sem lands­menn greiða árlega fara úr 81 millj­arði króna í 43 millj­arða króna. Vaxta­greiðsl­urnar myndu drag­ast saman um tæpan helm­ing, eða 38 millj­arða króna.

Allir bank­arnir lækka aðeins

Allir við­skipta­bank­arnir þrír: Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands­banki, hafa lækkað vexti á hluta þeirra lána sem þeir bjóða upp á síð­ustu daga. Vaxta­lækk­unin kemur í kjöl­far þess að Seðla­banki Íslands lækk­aði stýri­vexti um 0,25 pró­sent. 

Íslands­banki reið á vaðið í fyrra­dag og lækk­aði fasta vexti fasta óverð­tryggða vexti um 0,25 pró­sentu­stig og breyti­lega óverð­tryggða vexti um 0,15 pró­sentu­stig. Verð­tryggðir vextir bank­ans á íbúða­lánum hreyfð­ust hins vegar ekki. 

Arion banki lækk­aði breyt­lega óverð­tryggða íbúða­lána­vexti um 0,29 pró­sentu­stig og í 5,49 pró­sent. Breyti­legir verð­tryggðir vextir bank­ans standa hins vegar í stað í 3,82 pró­sentum (miðað við grunn­vexti sem eru 3,42 pró­sent og svo við­bót­ar­lán með og engin breyt­ing á vöxtum íbúða­lána með fasta vexti til fimm ára. 

Lands­bank­inn greindi svo frá því í morgun að fastir vextir á íbúða­lánum til þriggja og fimm ára myndu lækka um 0,25 pró­sentu­stig. Þá var greint frá því að breyti­legir vextir óverð­tryggða íbúða­lána myndu lækka, en ein­ungis um 0,1 pró­sentu­stig. Breyti­legir vextir á verð­tryggðum íbúða­lánum hald­ast 3,25 pró­sent. 

Alls hefur Seðla­banki Íslands lækkað stýri­vexti sína um 1,25 pró­sentu­stig frá því að kjara­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir við stærstan hluta almenna vinnu­mark­að­ar­ins í apr­íl. 

Ef miðað er við vexti eins og þeir voru skömmu fyrir þá und­ir­ritun þá eru allir við­skipta­bank­arnir þrír langt frá því að hafa skilað allri stýri­vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands til neyt­enda. Skiptir þar engu hvort skoðuð séu verð­tryggð eða óverð­tryggð lán eða hvort þau beri breyti­lega eða fasta vexti. Vaxta­lækk­anir bank­anna þriggja hafa verið mun mild­ari en lækkun Seðla­bank­ans. 

Vert er að taka fram að við­skipta­bank­arnir þurfa að greiða sér­tæka skatta, á borð við banka­skatt, sem líf­eyr­is­sjóðir þurfa ekki að gera. Auk þess eru ríkar eig­in­fjár­kröfur gerðar til banka sem sjóð­irnir þurfa ekki að upp­fylla. Það gerir bönkum erfitt fyrir að keppa við líf­eyr­is­sjóði um kjör á íbúða­lán­um.

Miklu hag­stæð­ari kjör hjá líf­eyr­is­sjóðum

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins bjóða all flestir sjóðs­fé­lögum sínum upp á mun hag­stæð­ari kjör en bank­arnir gera, þótt skil­yrði þeirra fyrir lán­töku séu þrengri og hámark á lán­veit­ingum hlut­falls­legra lægra. Lægstu fáan­legu breyti­legu verð­tryggðu vextir eru til að mynda 1,64 pró­sent, hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um, sem lánar 70 pró­sent af kaup­verði, og Birtu, sem lánar 65 pró­sent þess. Skárstu banka­vext­irnir fyrir 70 pró­sent láni eru hjá Lands­bank­an­um, þar sem þeir eru 3,25 pró­sent. Það þýðir að bestu verð­tryggðu banka­vext­irnir eru nán­ast tvö­faldir lægstu vextir líf­eyr­is­sjóða. 

Mun­ur­inn er ekki svona mikil þegar kemur að óverð­tryggðum lán­um, en þar býður Birta sínum sjóðs­fé­lögum upp á 65 pró­sent lán á 4,6 pró­sent breyti­legum vöxt­um. Lands­bank­inn er sem fyrr með bestu kjörin sem bankar bjóða upp á í þeim lána­flokki, en breyti­legir óverð­tryggðir vextir hans eru 5,20 pró­sent upp að 70 pró­sent af kaup­verð­i. 

Sjóð­irnir búnir að tvö­falda hlut­deild sína

Íslenskir lán­tak­end­ur, sem upp­fylla skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­töku, eru mjög með­vit­aðir um þessa stöðu. Það sést á því að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­fallið hefur aldrei verið hærra. Enn fremur hefur það tvö­fald­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grein­ingar Íslands­banka um íslenska íbúða­mark­að­inn sem kom út í gær. Þar segir að stór­aukin umsvif líf­eyr­is­sjóða sem beinir lán­veit­endur inn á íbúða­lána­markað hafi aukið sam­keppni á meðal lán­veit­enda sem hafi leitt til bættra vaxta­kjara lán­tak­enda. „Vaxta­stig hefur mikil áhrif á hvata heim­il­anna til lán­töku og hvetur lægra vaxt­ar­stig að öðru óbreyttu til auk­innar lán­töku sem getur myndað þrýst­ing til hækk­unar á íbúða­verð­i.“

Í skýrsl­unni er einnig farið yfir að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi sett reglur um hámar veð­hlut­fall íbúða­lána til að sporna gegn óheil­brigðri skulda­söfn­un, líkt og þeirri sem átti sér stað fyrir banka­hrun þegar fjár­mála­stofn­anir lán­uðu kaup­endum 90-100 pró­sent af kaup­verð­i. 

„Þar með er búið að tryggja að lán­veit­endur slaki ekki á lána­skil­yrðum í harðn­andi sam­keppn­isum­hverfi líkt og gerð­ist í síð­ustu upp­sveiflu þegar hægt var að eign­ast heim­ili sem fjár­magnað var að öllu leyti með láns­fé. Heim­ili lands­ins búa því við rík­ari tak­mark­anir hvað skuld­setn­ingu varðar og ólík­legt að áhættu­söm skuld­setn­ing heim­il­anna end­ur­taki sig með sam­bæri­legum hætti og í síð­ustu upp­sveiflu.“

Gætu sparað 38 millj­arða í vexti

Í skýrslu Íslands­banka er einnig fjallað um þann mikla mun sem er á þeim kjörum sem standa lán­tökum til boða. Þar segir að miðað við skatt­skýrslur lands­manna hafi vigtaðir íbúða­lána­vextir heim­ila lands­ins verið 4,9 pró­sent á síð­ast­liðnu ári. Vaxta­álögur íbúða­lána námu sam­kvæmt dæm­inu sem sett er fram í skýrsl­unni 81 millj­arði króna.  



Ef gert væri ráð fyrir að öll íbúða­lán bæru lægstu vexti sem önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki en líf­eyr­is­sjóðir – þ.e. bankar, spari­sjóðir og Íbúða­lána­sjóður – bjóða upp á hafi verið 4,2 pró­sent þá er það 0,7 pró­sentu­stigum lægra en hinir vigt­uðu íbúða­lána­vext­ir. Það þýðir að vaxta­byrðin gæti verið um 15 pró­sent lægri, eða sem nemur 12 millj­örðum króna.

Í skýrsl­unni er líka reiknað annað dæmi, þar sem litið er fram­hjá þrengri skil­yrðum líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­tökum og gert ráð fyrir að allir gætu fengið lán hjá þeim. Nið­ur­staða Íslands­banka er að þá myndu vaxta­álögur heim­ila lands­ins verða um helm­ingi lægri, eða sem nemur 38 millj­örðum króna. „Und­ir­strikar þetta mik­il­vægi þess að þekkja mark­aðsvexti sem standa til boða hverju sinni með það fyrir augum að end­ur­fjár­magna og draga úr vaxta­kostn­að­i,“ ­segir í skýrsl­unn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar