Auglýsing

Á árinu 2017 voru 66 þing­fund­ar­dagar á Alþingi. Auk þess voru alls 14 dagar teknir frá undir nefnd­ar­fundi. Lík­lega hafa þing­menn sjald­an, eða aldrei, þurft að mæta jafn lítið í vinn­una og þeir gerðu á árinu 2017. Ástæðan er aug­ljós: stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, stjórn­ar­slit og kosn­ing­ar. Og svo auð­vitað sú stað­reynd að þingið fer í langt páska­frí, langt jóla­frí og ótrú­lega langt sum­ar­frí.

Samt tókst einum þing­manni, Ásmundi Frið­riks­syni, að keyra 47.644 kíló­metra vegna starfs síns sem alþing­is­maður á árinu. Ásmundur skráði þá keyrslu niður og fékk kostnað vegna hennar end­ur­greiddan frá rík­inu. Sú end­ur­greiðsla nemur 4,6 millj­ónum króna, eða um 385 þús­und krónum á mán­uði. Keyrsla Ásmundar er í sér­flokki á meðal þing­manna, enda er hún á við það að hann hafi keyrt hring­inn í kringum landið tæp­lega 36 sinn­um.

Ef ein­hver ætl­aði að keyra þessa vega­lengd án þess að stöðva þá tæki það við­kom­andi 22 sól­ar­hringa að gera það, ef keyrt væri á hámarks­hraða á þjóð­vegi, eða 90 km/klst. Ef keyrt væri á 50 km/klst. hraða tæki það við­kom­andi 33 sól­ar­hringa. Án þess að sofa.

Auglýsing

Ef milli­veg­ur­inn er far­inn, og miðað er við að við­kom­andi keyri átta klukku­stundir á dag, sem er hefð­bund­inn vinnu­dag­ur, þá tekur það hann 85 átta tíma vinnu­daga að keyra þessa vega­lengd á 70 km/klst. hraða.

Ásmundur býr á Suð­ur­nesjum og keyrir til vinnu. Frá heimabæ hans, Garði, og til Reykja­vík­ur, er um 57,5 kíló­metra leið. Það má því ætla að Ásmundur hafi keyrt 9.200 kíló­metra til og frá vinnu miðað við þá þing­fundi og nefnd­ar­fundi sem haldnir voru í fyrra. Það er tæp­lega 20 pró­sent af þeim kíló­metra­fjölda sem hann fékk end­ur­greitt fyrir að keyra. 

Ásmundur sagði í sam­tali við Morg­un­út­varp Rásar 2 í gær að kjör­dæmi hans væri 700 kíló­metra langt og að hann væri að sinna erindum í því flestar helg­ar. Í því fælist að fara út á meðal fólks, mæta á alls­konar upp­á­komur og svo séu sumrin upp­tekin af „alls­konar bæj­ar­há­tíð­u­m.“ Þá hafi tíðar kosn­ingar á und­an­förnum árum kallað á aukin ferða­lög.

Lítið gegn­sæi

Þing­menn fá rúm­lega 1,1 milljón króna í laun á mán­uði auk þess sem margir þeirra fá ýmsar við­bót­ar­sporslur vegna for­mennsku eða vara­for­mennsku í fasta­nefnd­um. Þar er um að ræða 5-15 pró­sent álag ofan á þing­far­ar­kaup. Þing­menn lands­byggð­ar­kjör­dæma fá síðan 134.041 krónur í hús­næð­is- og dval­ar­kostnað ef við­kom­andi heldur ekki annað heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Allir þing­­­menn fá greiddar 30 þús­und krónur á mán­uði í fastan ferða­­­kostnað og 40 þús­und krónur í svo­­­kall­aðan starfs­­­kostn­að.

Þing­maður eins og Ásmund­ur, sem býr á Suð­ur­nesj­unum og er annar vara­for­maður í einni nefnd, ætti sam­kvæmt þessu að fá 1.360 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun. Þegar við bæt­ast 385 þús­und krónur vegna akst­urs­kostn­aðar eru heild­ar­launin um 1.745 þús­und krónur á mán­uði.

Til sam­an­burðar má nefna að lág­marks­laun á Íslandi eru 280 þús­und krónur á mán­uði og mið­gildi heild­ar­launa árið 2016 voru 583 þús­und krónur á mán­uði.

Almenn­ingur á ekki að borga fyrir veru á bæj­ar­há­tíðum

Það skal tekið fram að Ásmundur virð­ist ekki vera að brjóta neinar regl­ur. Hann hefur bent á að það sé ein­fald­lega hans réttur að fá þennan kostnað end­ur­greiddan og að hann hafi aldrei fengið eina ein­ustu athuga­semd vegna kröfu um þá end­ur­greiðslu.

Það er samt sem áður aug­ljóst að þing­menn geta mis­notað end­ur­greiðslu­kerfið vegna akst­urs og að eft­ir­lit með því hvernig þeim fjár­munum sem veitt er í þessar end­ur­greiðslur er skammar­lega lít­ið. Það virð­ist nægja að þing­menn skili ein­fald­lega inn upp­lýs­ingum um hvað þeir keyri og svo er borg­að. 

Fyrir nokkrum árum síðan skók hneyksli bresk stjórn­mál. Um var að ræða svo­kall­að fríð­inda­hneyksli sem í fólst að fjöl­margir þing­menn og ráð­herrar fengu end­ur­greiðslur vegna kostn­aðar frá breska þing­inu sem átti ekki rétt á sér. Eftir að þetta var opin­berað fylgdi skæða­drifa afsagna ráð­herra og þing­manna. Sumir voru sóttir til saka og dæmdir til fang­els­is­vistar fyrir mis­notkun á opin­beru fé. Upp­hæð­irnar sem voru þar undir voru í flestum til­fellum mun lægri en þær sem greiddar eru í end­ur­greiðslu vegna akst­urs þing­manna á Íslandi. Fullt til­efni er því til að taka end­ur­greiðslu­kerfið til end­ur­skoð­unar og kanna gaum­gæfi­lega hvort ein­hver mis­notkun hafi átt sér stað. 

Jafn­vel þótt að ekki sé til staðar nein mis­notkun á kerf­inu þá er samt ekki í lagi að skatt­greið­endur greiði þing­manni, sama hvað hann heitir eða í hvaða flokki hann er, 385 þús­und krónur á mán­uði í launa­upp­bót svo hann geti keyrt um kjör­dæmi sitt eða sinnt kosn­inga­bar­áttu, til þess að hann geti tryggt áfram­hald­andi setu sína á Alþingi. Að það sé eðli­legt að almenn­ingur greiði fyrir veru Ásmundar á bæj­ar­há­tíðum í kjör­dæmi hans. 

Mál Ásmundar ætti að verða til þess að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við þessu. Það er ekki skatt­greið­enda að greiða háar fjár­hæðir fyrir kosn­inga­bar­áttu ein­stakra þing­manna til við­bótar við þær 648 millj­ónir króna sem renna til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði árlega til að standa straum af rekstri þeirra. Þegar það fram­lag var hækkað um 362 millj­ónir króna á síð­ustu fjár­lögum var það nefni­lega meðal ann­ars rök­stutt með miklum við­bót­ar­kostn­aði vegna reglu­legra alþing­is­kosn­inga. Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill að Ásmundur Frið­riks­son keyri fram og aftur um kjör­dæmi sitt í kosn­inga­bar­áttu þá getur flokk­ur­inn ein­fald­lega greitt fyrir þann her­kostnað með hluta þeirra 166 millj­óna króna sem hann fær úr rík­is­sjóði á ári. 

Óboð­leg leynd

Og það sem er alls ekki í lagi er að leynd ríki yfir þeim greiðslum sem þing­menn fá umfram hefð­bundin laun. Í svari for­seta Alþingis vegna fyr­ir­spurnar um akst­ur­kostnað þing­manna var nefni­lega tekið fram að ekki yrði gefið upp hvaða þing­menn þiggi umræddar greiðslur né hversu mikið hver þing­maður þiggi. Það væru of per­sónu­legar upp­lýs­ingar til að þær ættu erindi við almenn­ing.

Reynt hefur verið að laga þessa stöðu. Í októ­ber 2015 lögðu þáver­andi þing­menn Bjartrar fram­tíðar fram frum­varp sem í fólst að upp­lýs­ingar um laun og allar greiðslur til þing­manna yrðu gerðar opin­berar og aðgengi­legar fyrir almenn­ing. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins var bent á for­dæmi erlendis frá, meðal ann­ars í Bret­landi, þar sem þetta hefði verið gert. „ Með slíkum breyt­ingum má gera ráð fyrir að gagn­sæi starfa alþing­is­manna auk­ist og væri það liður í að auka traust almenn­ings til Alþing­is.“ Þetta frum­varp var aldrei tekið til þing­legrar með­ferð­ar.

Ásmundur upp­lýsti sjálfur um að hann væri sá sem fær mest end­ur­greitt eftir að óper­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar voru birt­ar. Hann hafði reyndar áður verið spurður um það af fjöl­miðlum hversu mikið hann hefði ekið og hversu háar upp­hæðir hann hefði fengið greiddar vegna þeirra. Það gerð­ist í byrjun nóv­em­ber 2017. Þá var Ásmundur ekki til­bú­inn til að veita þær upp­lýs­ing­ar.

Færum ábyrgð­ina yfir á fjöl­miðla og almenn­ing

Leynd yfir greiðslum til þing­manna er hluti af stærra vanda­máli, sem er vilja­leysi stjórn­sýsl­unnar og stjórn­mál­anna til að veita tæm­andi upp­lýs­ingar um allt sem þar fer fram og varðar ekki bein­línis við þjóðar­ör­yggi. Almenn­ing­ur, vinnu­veit­andi stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna, á að eiga fullan rétt á því að full­komið gegn­sæi ríki í rík­is­rekstri. 

Þótt lítil skref hafi verið stigin í rétta átt á und­an­förnum árum þá eru upp­lýs­inga­lögin enn ófull­komin og afhend­ing upp­lýs­inga enn háð vilja ráða­manna til að láta þær af hendi. Því þarf að breyta og gera þarf allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar opin­ber­ar, líka þær sem ekki hefur verið spurt sér­stak­lega um. Sam­hliða þarf síðan að inn­leiða skýrar línur um póli­tíska ábyrgð svo að slík verði loks hluti af póli­tískri menn­ingu á Íslandi.

Með því snúum við dæm­inu við. Í stað þess að fjöl­miðlar og almenn­ingur þurfi að sækja allar upp­lýs­ing­ar, og tor­tryggni skap­ist um þær sem ekki eru látnar af hendi eða birt­ast seint og illa, þá verður það ábyrgð fjöl­miðla og almenn­ings að fylgj­ast með þeim upp­lýs­ingum sem birtar eru og vinna úr þeim.

Það er ábyrgð sem við erum mjög til­búin að taka á okk­ur. Og verður án nokk­urs vafa til þess að traust á stjórn­mál og stofn­anir fer loks­ins aftur að aukast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari