Litlar líkur á að almenningur fái upplýsingar um endanlega eigendur

Birtar hafa verið upplýsingar um nýja eigendur Arion banka á heimasíðu bankans. Þar kemur ekkert fram um hverjir endanlegir eigendur eru. Fjármálaeftirlitið mun kalla eftir slíkum upplýsingum en þær upplýsingar falla undir trúnaðarskyldu eftirlitsins.

Jón Þór Sturluson, aðstoarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, kom ásamt sérfræðingum þess fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í morgun.
Jón Þór Sturluson, aðstoarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, kom ásamt sérfræðingum þess fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í morgun.
Auglýsing

Hverf­andi líkur eru á því að greint verði opin­ber­lega frá því hverjir séu end­an­legir eig­endur þeirra aðila sem keyptu 29,18 pró­sent hlut í Arion banka nýver­ið, og ætla sér að verða meiri­hluta­eig­endur í bank­anum þegar þeir hafa nýtt sér fyr­ir­liggj­andi kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bót­ar. Í upp­lýs­ingum sem birtar hafa verið um eig­endur aðil­anna, sem eru vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Attestor Capi­tal og Och-Ziff Capi­tal ásamt fjár­fest­inga­bank­anum Gold­man Sachs, á heima­síðu Arion banka eru engar upp­lýs­ingar um end­an­lega eig­end­ur. 

Á opnum fundi í efna­hags- og við­skipta­nefnd í morg­un, þar sem full­trúar frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sátu fyrir svörum, kom svo fram að eft­ir­litið hefði ríkan rétt til að kalla eftir upp­lýs­ingum um end­an­lega eig­endur og myndi gera það í mati sínu á hæfi eig­enda sem fram undan væri. Ein­hverjir þeirra væru nú þegar að afla sam­þykkis hjá end­an­legum eig­endum sínum til að upp­lýsa um það. Þær upp­lýs­ingar myndu hins vegar falla undir trún­að­ar­skyldu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og það gæti ekki miðlað þeim áfram til almenn­ings. Í ljósi þessa verða að telj­ast litlar líkur á því að almenn­ingur fái að vita hverjir eru end­an­legir eig­endur sjóð­anna.

Eru ekki skil­greindir virkir eig­endur

Þeir fjórir aðilar sem til­kynntu um liðna helgi að þeir hefðu keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka í lok­uðu útboði, og hefðu samið um kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut til við­bót­ar, pössuðu allir upp á að fara ekki yfir tíu pró­sent beinan eign­ar­hlut hver. Ástæðan er sú að þá telj­ast þeir virkir eig­endur og þurfa að fara í gegnum mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem slík­ir. Tveir vog­un­ar­sjóðir sem eru í hópn­um, Taconic Capi­tal og Att­er­stor Capi­tal, keyptu þess vegna 9,99 pró­sent hlut hvor.

Sú skýr­ing hefur verið gefin opin­ber­lega að þeir hafi ekki viljað tefja fyrir sölu­ferli Arion banka með því að fara yfir tíu pró­sent í þessum fasa. Þeir ætli sér hins vegar að nýta umsam­inn kaup­rétt í aðdrag­anda skrán­ingar Arion banka á markað í haust og þá muni þeir fara í það ferli að láta meta sig sem virka eig­end­ur.

Sam­kvæmt lögum þarf að til­greina nöfn og hlut­falls­legt eign­ar­hald allra þeirra sem eiga umfram eitt pró­sent hluta­fjár í fjár­mála­fyr­ir­tæki á heima­síðu þess. Það þarf þó ekki að til­greina nafn ein­stak­linga sem eiga undir tíu pró­sent af hlutafé í við­kom­andi eig­anda, annað hvort beint eða óbeint.

Arion banki birti í morgun upp­færða hlut­haf­alista þar sem kemur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá vog­un­ar­sjóð­unum þremur og Gold­man Sachs eigi eng­inn ein­stak­lingur meira en tíu pró­sent í hverju félagi fyrir sig. Því er jafn lítið vitað um end­an­lega eig­endur þess­ara nýju eig­enda íslensks við­skipta­banka og var vitað um þá á sunnu­dag. Þ.e. ekk­ert.

Aug­ljóst að verið sé að forð­ast tíu pró­sent markið

Salan á stórum hlut í Arion banka hefur vakið mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu, og ekki síst á hinu póli­tíska sviði. Sá órói leiddi til þess að full­trúar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins voru kall­aðir á opin fund efna­hags- og við­skipta­nefndar í morgun til að svara spurn­ingum um mál­ið. Þangað mætti Jón Þór Sturlu­son, aðstoð­ar­for­stjóri eft­ir­lits­ins, og tveir sér­fræð­ingar þess.

Jón Þór sagði þar að það væri „öllum aug­ljóst“ að þeir tveir eig­endur sem ákveðið hefðu að kaupa 9,99 pró­sent hlut hefðu gert slíkt vegna þess að þeir vildu ekki verða virkir eig­endur „að svo stödd­u“. Fjár­mála­eft­ir­litið væri hins vegar byrjað að und­ir­búa könnun á hæfi þess­ara aðila og hafi meðal ann­ars átt fundi með þeim öll­um.

Auglýsing

Vog­un­ar­sjóð­irnir þrir og Gold­man Sachs eiga sam­tals um 66 pró­sent í Kaup­þingi ehf., eign­ar­halds­fé­lagi utan um eft­ir­stand­andi eignir Kaup­þings. Þar er stór hluti í Arion banki stærsta ein­staka eign­in. Alls á Kaup­þing enn 57,9 pró­sent hlut í Arion banka eftir söl­una sem til­kynnt var um á sunnu­dag. Lilja Alfreðs­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði á fund­inum út hvort að það lægi ekki fyrir að þegar óbeinn eign­ar­hlutur vog­un­ar­sjóð­anna í Arion banka í gegnum Kaup­þing væri lagður saman við beinan eign­ar­hlut að þeir væru komnir með virkan eign­ar­hlut.

Jón Þór svar­aði því til að allir vog­un­ar­sjóð­irnir hefðu skuld­bundið sig til að tak­marka áhrif sín á Arion banka um stund­ar­sakir, eða þar til að almennt útboð á hlutum í bank­anum er yfir­stað­ið. Auk þess væru áhrif Kaup­þings á Arion banka mjög tak­mörkuð vegna skil­yrða sem sett voru á eign­ar­haldið á árinu 2010. Hann sagði líka óhætt að upp­lýsa um að það hefðu verið sett tíma­mörk á það milli­bils­á­stand sem nú ríkti. Líta yrði á sölu­ferli Arion banka sem hluta af stærri heild sem lyki með almennu útboði, í stað þess að horfa ein­vörð­ungu á þessa einu sölu sem átti sér stað um helg­ina.

Ekki gerð sér­stök athugun á end­an­legu eign­ar­haldi Gold­man Sachs

Nefnd­ar­menn þrá­spurðu um hvort Fjár­mála­eft­ir­litið teldi sig hafa heim­ildir til þess að nálg­ast upp­lýs­ingar um hverjir væru end­an­legir eig­endur sjóð­anna sem allt stefnir í að verði ráð­andi eig­endur Arion banka. Þá var einnig spurt hvort kannað væri hvort þessir fjórir aðilar væru að vinna saman í þessum við­skiptum með þeim hætti að það ætti að flokka þá sem tengda aðila, en ekki að skoða hvern fyrir sig.

Jón Þór sagði að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði ríkar heim­ildir til að kalla eftir upp­lýs­ingum um raun­veru­legt eign­ar­hald sjóð­anna. Hægt sé að hafna því að við­kom­andi aðilar fái að vera virkir eig­endur ef ein­hver vafi leikur á því hvort upp­lýs­ingar um raun­veru­legt eign­ar­hald séu rétt­ar.

Arion banki er fyrsti íslenski viðskiptabankinn sem fer í söluferli eftir bankahrunið.Hann greindi einnig frá því að ein­hverjir þeirra væru nú þegar að afla sam­þykkis hjá end­an­legum eig­endum sínum til að upp­lýsa um það. Þær upp­lýs­ingar myndu hins vegar falla undir trún­að­ar­skyldu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og það gæti ekki miðlað þeim áfram til almenn­ings.

Jón Þór sagði enn fremur að eft­ir­litið ætti að geta kom­ist að raun um hvort ein­hverjir íslenskir aðilar væru að baki sjóð­unum sem kynntir væru sem nýir eig­endur bank­ans. Þegar hafi þó verið full­yrt af tals­mönnum þeirra að ein­ungis erlent fjár­magn væri nýtt í við­skipt­un­um.

Undir lok fund­ar­ins var spurt að því hvort gengið hefði verið úr skugga um að fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs væri að kaupa hlut í Arion banka á eigin reikn­ing, líkt og tals­menn kaup­enda full­yrða. Í svari Jóns Þórs kom fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki gert sér­staka athugun á því.

Orð­spor skiptir máli

Nefnd­ar­mönnum var líka tíð­rætt um orð­spor nýrra eig­enda og hvernig fjár­mögnun kaupanna væri hátt­að. Bæði eru atriði sem eru á meðal þeirra við­miða sem horft er til þegar Fjár­mála­eft­ir­litið metur hvort við­kom­andi séu hæfir til að eiga virkan eign­ar­hlut í íslenskum banka.

Þar var meðal ann­ars vísað í að Och-Ziff Capi­tal hafi í sept­em­ber í fyrra greitt 23 millj­arða króna í sekt eftir að hafa geng­ist við því að hafa mútað emb­ætt­is­mönnum í Afr­íku til að liðka fyrir starf­semi sinni. Gold­man Sachs hefur sömu­leiðis þurft að greiða mjög háar sektir vegna vafa­sams hátt­ernis í við­skipt­um.

Í máli starfs­manna Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kom fram að orð­spor gæti snú­ist um ýmis­legt. Það gæti til dæmis snú­ist um heil­indi, hvort við­kom­andi hafi fengið dóm á sig eða hvort hann byggi yfir við­un­andi rekstr­ar­þekk­ingu til að vera virkur eig­andi að fjár­mála­fyr­ir­tæki. Jón Þór sagð­ist þó verða að fær­ast undan því að svara sér­tækum spurn­ingum um ein­staka aðila á þess­ari stundu, þar sem eft­ir­litið ætti eftir að fram­kvæma fag­legt mat á þeim. Þar myndu þó allir þessir hlutir koma til skoð­un­ar.

Brynjar Níels­son, þnig­maður Sjálf­stæð­is­flokks, spurði þá hvort það myndi skipta máli í þeim til­vikum þar sem brot hefðu átt sér stað hvort það væru ein­stakir starfs­menn sem hefðu brotið af sér eða hvort það væru stjórn­endur eða stjórn félags­ins. Ástæða þess að hann spyrði væri sú að öll fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, jafn­vel stofn­anir eins og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, gætu verið með svarta sauði inn­an­borðs. Jón Þór svar­aði því til að það gæti skipt máli hvort um starfs­menn eða stjórn­endur væri að ræða þegar afstaða yrði tekin til þess hvaða áhrif brot hefðu á orð­spor.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None