Línan milli fjölmiðlunar og fjarskipta er horfin, blóðugur bardagi um neytendur framundan

Skilti..teki_..ni_.ur_.jpg
Auglýsing

Til­kynnt var um sam­ein­ingu Sím­ans og Skjás­ins, sem rekur meðal ann­ars Skjá­einn, Skjá­bíó, Skjákrakka, Skjá­heim, Skjá­sport og útvarps­stöð­ina K100,5, í morg­un. Í raun hefði þetta skref verið stigið fyrir mörgum árum síðan ef eft­ir­lits­yf­ir­völd hefðu heim­ilað það, enda Skjár­inn verið syst­ur­fé­lag Sím­ans í ára­tug.

Þess í stað hefur Skjár­inn verið að kaupa þjón­ustu af Sím­anum árum saman sem gerði það að verkum að skuld upp á meira en millj­arð króna hafði mynd­ast á efna­hags­reikn­ingi Skjás­ins. Þeirri skuld var að mestu breytt í hlutafé í lok árs 2013. Sím­inn hefur á móti, vegna skil­yrða sem sett voru af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu árið 2005, ekki mátt nýta efni Skjás­ins við sölu á vörum sínum innan fjar­skipta­hluta félags­ins.

Nú er þetta allt breytt. Og ljóst að íslenskir neyt­endur munu finna vel fyrir þeirri eðl­is­breyt­ingu sem er að eiga sér stað á fjöl­miðla- og fjar­skipta­mark­aði á næstu miss­er­um.

Auglýsing

Alþjóð­leg breyt­ing sem Ísland tekur fullan þátt í



Það er alþjóð­leg þróun að línan milli fjar­skipta og fjöl­miðl­unar og afþrey­ingar hefur verið að hverfa. Í nútíma­sam­fé­lagi þar sem þorri íbúa er með tölvu í formi snjall­síma í vas­an­um, fær þorra þeirra upp­lýs­inga sem hann leitar eftir staf­rænt í gegnum snjall­tæki eða tölvur og vill ráða sinni eigin afþrey­ing­ar­dag­skrá í stað þess að vera bund­inn dag­skrár­upp­still­ingu sjón­varps­stöðva þá er í það í raun rök­rétt skref að sam­þætta píp­urnar sem miðla efn­inu við efn­is­fram­leiðsl­una sjálfa.

Á Íslandi hófst þessi þróun á síð­asta ári þegar stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, 365 miðl­ar, sam­ein­uð­ust fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Tali. 365 hafði raunar áður hafið að bjóða upp á fjar­skipta­þjón­ustu undir eigin nafni og bjóða í ýmis leyfi á því sviði, en skrefið var full­stígið þegar Tal var rennt inn í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. ­Síðan að þetta gerð­ist hefur 365 getað „pakk­að“ fjar­skipta- og sjón­varps­þjón­ustu vörum saman í böndul og selt not­end­um.

Voda­fone til­kynnti síðan í byrjun viku að félagið hefði komið á fót áskrift­ar­veitu með sjón­varps­efni sem verður aðgengi­legt í Voda­fone Sjón­varpi, sem mun heita Voda­fone Play.

365 miðlar og Tal sameiðnustu á síðasta ári. 365 miðlar og Tal sam­eiðn­ustu á síð­asta ári.

Bar­áttan hefst fyrir alvöru



Með til­komu Sím­ans að fullum krafti inn á þennan markað hefst bar­áttan hins vegar fyrir alvöru. Sím­inn er enda langstærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins og eftir að búið er að vinda ofan af mik­illi skuld­setn­ingu félags­ins og semja um sam­keppn­is­mál er það mjög vel í stakk búið til að keppa af miklum krafti á þessum mark­aði. Eigið fé Sím­ans í lok síð­asta árs var um 30 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar er eigið fé sam­ein­aðs félags 365 miðla og Tals 3,8 millj­arðar króna.

Þrátt fyrir að Sím­inn hafi átt Skjá­inn í ára­tug þá hefur hann ekki mátt „pakka“ vörum saman á sama hátt vegna skil­yrða sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti á sínum tíma. En heim­ur­inn hefur breyst mikið frá árinu 2005 og mögu­leikar fólks á notkun fjöl­miðla lík­lega aldrei gengið í gegnum jafn mikla kúvend­ingu.

Þá voru enn tvö ár í að fyrsta iPho­ne-inn kæmi á mark­að. Þá var Net­flix enn þjón­usta sem sendi DVD-diska heim til fólks. Þá voru ekki til pöddur eða snjallúr. Ekki einu sinni VOD-­leigur í sjón­varp­inu þínu. Ef þú vildir horfa á sjón­varps­þátt þá gastu annað hvort nið­ur­halið honum ólög­lega eða beðið eftir því að hann væri á dag­skrá sjón­varps­stöðv­ar.

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans.

Í ljósi þeirrar þró­unar blasti við að þau skil­yrði sem sett voru fyrir eign Sím­ans á Skjánum áttu ekki lengur við, sér­stak­lega eftir að sam­keppn­is­að­ilar á inn­an­lands­mark­aði fóru að sam­þætta fjöl­miðlun og fjar­skipti. Í gær var því und­ir­rituð sátt þar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið slak­aði veru­lega á skil­yrð­unum sem sett voru fyrir ára­tug.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir að þetta hafi verið tíma­bært skref. „Við áttum auð­veld­ara með að vinna með 365 miðlum sam­kvæmt skil­yrð­unum en okkar eigin dótt­ur­fé­lag­i.“ Nú geti Sím­inn hins vegar „pakk­að“ mörgum vörum sínum saman í vöndul og selt til við­skipta­vina sinna. Hann nefnir sem dæmi að nú sé til að mynda hægt að bjóða þeim sem sé með snjall­sjón­varp hjá Sím­anum (Sjón­varp Sím­ans) við­bætur á borð við nokkrar fríar kvik­myndir sem Skjár­inn á rétt­inn af. „Nú getum við farið að taka alls­konar efn­is­þætti og pakkað þeim saman við aðra þjón­ustu hjá okk­ur.“

Rekstur inn­lendrar línu­legrar dag­skrár­gerð­ar, sem eru sjón­varps­stöðv­arnar Skjáreinn og Skjár­sport, verður hins vegar að vera áfram efna­hags­lega og bók­halds­lega aðskil­inn frá öðrum rekstri Sím­ans. Því verða áfram skýr tak­mörk á því hversu mikið má „pakka“ til að mynda áskrift­ar­sölu á þeim stöðvum saman við fjar­skipta­þjón­ustu Sím­ans.

Línu­leg dag­skrá á und­an­haldi



Það er hins vegar ljóst að Sím­inn er ekki að horfa á línu­lega sjón­varps­dag­skrá sem aðal­at­riði í þróun sinni á afþrey­ing­ar- og fjöl­miðla­þjón­ustu fyrir við­skipta­vini sína. Orri bendir á að áhorf á línu­legt sjón­varp hafi fallið mjög mikið und­an­far­ið. „Heim­ur­inn er að fara í svo­lítið aðra átt en að vera í línu­lega form­inu. Og þessi sátt hjálpar okkur mjög mikið við að geta þróað okkar módel áfram í þeim heim­i.“

En munu áskrif­endur Skjás­ins finna fyrir þess­ari breyt­ingu á næst­unni? Lík­lega ekki. Þótt rekstur sjón­varps- og útvarps­stöðva félags­ins fær­ist undir hinar ýmsu deildir Sím­ans munu engar breyt­ingar á dag­skránni eða fram­setn­ingu efnis í þess­ari umferð. Í aðdrag­anda kom­andi vetr­ar­dag­skrár mun það breyt­ast.

Orri segir að í því felist ekki að fjölga sjón­varps­stöðv­um, kaupa eitt­hvað stór­kost­lega mikið magn af nýju efni, auka útvarps­rekstur eða stofna dag­blað. „Við munum miklu frekar sam­þætta það efni sem er hjá Skjánum með öðrum vörum sem eru í fjar­skipta­hlut­anum nún­a.“

Skoða mjög alvar­lega að bjóða í enska bolt­ann



Það vakti athygli í nóv­em­ber 2014 þegar Skjár­inn tryggði sér sýn­ing­ar­rétt­inn á Evr­ópu­móti karla í knatt­spyrnu næstu sum­ar. Þjón­usta við íþrótta­á­huga­menn á Íslandi hefur verið mjög góð und­an­farin ár, til dæmis innan véband­anda 365 miðla þar sem fjöl­margar spor­trásir eru reknar og sýnt frá fjöl­breyttu og afar vin­sælu íþrótta­efni og því miklar kröfur gerðar til þess að Skjár­inn geti sinnt fram­setn­ingu efn­is­ins svo sómi sé af.

Að sögn Orra hefur Sím­inn verið að und­ir­búa þennan sjón­varps­við­burð með Skjánum und­an­farna mán­uði og hann full­yrðir að þjón­ustan sem áhorf­endur fái verði sú mesta sem boðið hefur verið upp á. Búið sé að ráð­ast í mikla vöru­þróun til að nýta þá mögu­leika sem tæknin býður upp á til að auka upp­lif­un. „Það að sam­eina félögin gerir það mun ein­fald­ara og að auknu keppi­kefli fyrir okk­ur.“

Hann segir það klárt mál að Sím­inn muni skoða að kaupa sýn­inga­rétt­inn að öðrum íþrótta­við­burð­um. Íþróttir séu mjög vin­sælt sjón­varps­efni og þær verði áfram stór hluti af sjón­varps­á­ætlun Sím­ans. Aðspurður hvort til standi að bjóða í sýn­ing­ar­rétt­inn að enska bolt­an­um, en samn­ingur 365 miðla um að sýna hann rennur út eftir næsta tíma­bil, segir Orri það ekki hafa verið ákveð­ið. „En við erum klár­lega að skoða það mjög alvar­lega.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None