Tvíhöfði í hlaðvarpi Kjarnans

Tvíhöfði í hlaðvarpi Kjarnans

Nú eru Tvíhöfðaþættirnir sem birtust í Hlaðvarpi Kjarnans veturinn 2014 og 2015 aðgengilegir á ný á vefnum. Kjarnanum hafa borist fjölmargar áskoranir um að þættirnir birtist á ný.

Tví­höfða­þætt­irnir sem birt­ust í Hlað­varpi Kjarn­ans vet­ur­inn 2014 og 2015 eru nú aðgengi­legir á ný hér á vefn­um. Kjarn­anum hafa borist gríð­ar­lega margar áskor­anir um að þætt­irnir birt­ist á ný. Hér að neðan má hlusta á alla þætt­ina sem birt­ust í hlað­varpi Kjarn­ans. Meðal þeirra dag­skrár­liða sem Tví­höfði end­ur­vakti var til dæmis smá­sálin þar sem púls­inn var tek­inn þjóð­fé­lag­inu.

Þeir Sig­ur­jón Kjart­ans­son og Jón Gnarr gerðu 16 þætti í Hlað­varpi Kjarn­ans vet­ur­inn 2014 og 2015 sem nutu gríð­ar­legra vin­sælda. Tví­höfði er fyrir löngu orð­inn goð­sagna­kenndur útvarps­þáttur en þeir Sig­ur­jón og Jón hófu sam­starf sitt í útvarpi árið 1994 en höfðu þá „verið með eitt­hvað sprell í gangi síðan þeir hitt­ust fyrst“ um átta árum áður. Í fram­haldi af því urðu þeir báðir partur af Fóst­bræðra­þátt­unum sem sýndir voru á Stöð 2 frá 1997.

Tví­höfði skóp íslenskan nútíma­húmor með ómældum hætti í bæði útvarpi og sjón­varpi. Ásamt því að hafa verið með viku­legan útvarps­þátt í mörg ár gaf Tví­höfði út hljóm­plötur með sketsum, gerði innslög í sjón­varps­þætti og teikni­mynda­seríu undir nafn­inu TVí­höfði. Gam­alt grín þeirra félaga nýtur enn mik­illa vin­sælda á inter­net­inu. Klass­íska brand­ara á borð við and­setnu eig­in­kon­una og Suð­u-­Sig­fús hafa allir heyrt og geta hlustað á aft­ur.

Hægt er að hlusta á alla þætt­ina hér að neð­an. Einnig er hægt að hlusta á alla þætt­ina í röð á Soundcloud.

„Gæslan skýtur baujur með byssunum“

5. nóvember 2014

„Það er einhver vitleysingur búinn að skíta í bílinn þinn“

12. nóvember 2014

Íslenskt neftóbak er framleitt á leynilegum stað

19. nóvember 2014

Íslendingar biðja ríkisstjórnina afsökunar

26. nóvember 2014

Hver er fallegasti staður á Íslandi?

3. desember 2014

Lekamálið er kúkur sem klínist á aðra

10. desember 2014

Íslenska rollan er hugsandi skepna

17. desember 2014

Meiri hálka með nýjum borgarstjóra

31. desember 2014

Sonurinn flytur inn fíkniefni

7. janúar 2015

Glaður að fá ekki gyllinæð í skóinn

14. janúar 2015

„Er ég að horfa á Sopranos, maður?“

21. janúar 2015

„Þú verður krabbameinslæknir“

28. janúar 2015

Hver er fallegasta gatan í Reykjavík?

4. febrúar 2015

Fengi skyrbjúg ef hann ætti ekki fjölskyldu

11. febrúar 2015

„Halló? Er þetta í Reykjavík?“

18. febrúar 2015

Það gleymdist að gera meiri Fóstbræður

25. febrúar 2015

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiHlaðvarp