Hinn ljúfi risi

Jóhann Svarfdælingur

Hæsti maður sem vitað er um hér á landi var Jóhann Pét­urs­son. Hann var kall­aður Jóhann Svarf­dæl­ingur eða Jóhann risi hér heima en erlendis var hann þekktur undir nöfnum á borð við The Vik­ing Giant og Olaf. Hann var með erf­iðan sjúk­dóm sem hrjáði hann alla ævi og tak­mark­aði það sem hann gat unnið við. Saga Jóhanns er þó alls ekki sam­felldur tára­dal­ur, heldur saga af manni sem með auð­mýkt náði að gera fötlun sína að styrk­leika.

Óx hratt á ung­lings­árum

Jóhann risi mundar nikkunaJóhann Krist­inn Pét­urs­son var fæddur þann 9. febr­úar árið 1913 á Akur­eyri. Hann var þriðja barn af níu hjón­anna Pét­urs Gunn­laugs­sonar og Sig­ur­jónu Stein­unnar Jóhanns­dótt­ur. Hann bjó á Dal­vík fyrstu ævi­árin en fjög­urra ára flutt­ist hann með fjöl­skyldu sinni að bænum Brekku­koti í Svarf­aða­dal í vest­an­verðum Eyja­firði og var hann ætíð kenndur við dal­inn síðan hér­lend­is. En fjöl­skyldan var mjög fátæk, þrengsli mikil og margir munnar að fæða og því var hann barn­ungur sendur í fóstur á bæinn Syðra-Hvarf í Skíða­dal, innan af Svarf­aða­dal. Þar bjó hann til þrettán ára ald­urs uns hann flutt­ist með fjöl­skyldu sinni að bænum Jarð­brú í Svarf­aða­dal árið 1926. Það var einmitt um þetta leyti sem Jóhann byrj­aði að vaxa ört, en ekk­ert af hinum systkin­unum var óvenju­lega hávax­ið. Hann missti föður sinn fjórtán ára gam­all og þurfti því að taka til hend­inni á bæn­um. Það reynd­ist honum létt verk þar sem hann var rammur að afli. Hann var ein­stak­lega vel lið­inn á ung­lings­árum sín­um, var hlý og skemmti­leg per­sóna og stærðin var ekki farin að valda honum miklum vand­ræðum utan þess að vaxa sífellt upp úr fötum sín­um. En hann hélt áfram að vaxa þegar jafn­aldrar hans höfðu náð fullri hæð sinni og um tví­tugt var hann far­inn að finna fyrir eymslum í baki og lið­um. Fyrstu alvar­legu ein­kennin komu fram eftir að hann byrj­aði að sækja sjó­inn. Honum þótti sjó­sókn skemmti­leg og ætl­aði að leggja hana fyrir sig en eftir nokkur ár í þröngum stíg­vélum fékk hann mikil sár á fæt­urnar og var sendur til Akur­eyrar á sjúkra­hús. Lækn­ir­inn Stein­grímur Matth­í­as­son ann­að­ist Jóhann og græddi húð af hand­leggjum hans á fæt­urnar en aðgerðin var stór og Jóhann lá inni í tæp tvö ár á sjúkra­hús­inu. Stein­grímur hugð­ist fara með hann til rann­sókna og á lækna­þing í Kaup­manna­höfn en fjár­magn skorti. Lækn­ir­inn kunni þó ráð við því, því að Jóhann var nú orð­inn veru­lega hávax­inn.

Leið eins og sýn­ing­ar­dýri

Jóhann kom fyrst fram á opin­berri sýn­ingu í Nýja Bíói í Reykja­vík þann 18. júní árið 1935. Fjöldi fólks var sam­an­kom­inn til að líta Jóhann augum auk fyr­ir­lestra frá læknum hans. Fyrir pen­ing­ana sem söfn­uð­ust héldu félag­arnir út til Dan­merkur á þing­ið. Þar voru íslensku lækn­arnir gagn­rýndir fyrir að hafa ekki reynt að stöðva vöxt­inn fyrr og í kjöl­farið var Jóhann sendur í röntgen­að­gerð til að stöðva vöxt­inn. Hann var rann­sak­aður af lækn­inum Knud H. Krabbe og reynd­ist þá 220 senti­metr­ar. Aðgerðin virð­ist ekki hafa virkað sem skildi því að fjórum árum síðar var hann aftur mældur í Leipzig í Þýska­landi, þá hafði hann vaxið um þrjá senti­metra. Risar á borð við Jóhann verða til við offram­leiðslu vaxt­ar­horm­óna og amer­ískir læknar veltu því fyrir sér hvort að sköddun á heila­d­ing­li, t.d. vegna höf­uð­höggs, gæti hafa valdið þessu. Jóhann sjálfur mundi eftir mik­illi byltu sem hann fékk fimm ára gam­all þar sem hann lá rúm­fastur í nokkura daga og húð rifn­aði af höfði hans. Ekki hefur þó verið stað­fest hvort að það hafi valdið þessum mikla vexti mörgum árum síð­ar. Í Dan­mörku voru settar á svið nokkrar sýn­ingar t.d. í skemmti­garð­inum Dyrehavs­bakken. Í fyrstu leið honum illa með þetta. Hann ein­angr­að­ist vegna þess að hann var samn­ings­bund­inn að vera ekki á ferli utandyra og honum þótti sýn­ing­arnar nið­ur­lægj­andi.

Mér þótti atvinnan mjög leiðinleg. Ég skammaðist mín hálfpartinn fyrir að vinna svona vinnu – Þetta var eins og verið væri að sýna apakött í búri.

Hann var kynntur sem hæsti maður ver­ald­ar, stað­reynd sem erfitt er að sanna. Fólk hóp­að­ist að að sjá hann og hann átt­aði sig á því að hann gæti lifað á því að sýna sig.

Stríðs­árin erfið

Jóhann túraði fyrst um Norð­ur­löndin en árið 1937 hélt hann suður á bóg­inn til Par­ís­ar. Þar fékk hann vinnu hjá Cirkus Midrano og klædd­ist í fyrsta skipti vík­inga­bún­ing á sýn­ing­um. Ári seinna hélt hann til Þýska­lands, sem þá var undir yfir­ráðum nas­ist­anna, og fékk vinnu hjá sirkus manns að nafni Sie­bold. Algengt var að Jóhann kæmi fram með dverg­um. Einn slíkur var kall­aður “þum­al­l­inn” og var ein­ungis 58 senti­metrar á hæð. Jóhann stóð í miðj­unni og spil­aði á harm­on­ikku á meðan dverg­arnir sungu og döns­uðu í kringum hann. Þegar stríðið braust út flúði Jóhann til Kaup­manna­hafnar þar sem hann dvaldi allt til stríðsloka. Stríðs­árin voru honum erfið að miklu leyti. Hann hrjáð­ist af miklum veik­indum og gat ekki unnið við sýn­ing­ar. Þess í stað vann hann á skipa­smíða­stöð og lék jóla­svein um hátíð­arn­ar. Um leið og stríð­inu lauk flutti hann heim til Íslands og setti þá á fót athygl­is­verða sýn­ingu. Hann ferð­að­ist um landið með kvik­mynda­vél og sýndi erlendar kvik­myndir sem hann kom með sér frá Dan­mörku. Einnig steig hann á svið, sagði sögu sína og sýndi ýmsar brell­ur. Þessar sýn­ingar voru vel sóttar en ferða­lögin og gist­ing­arnar reynd­ust honum erf­ið­ar. Þá brá hann á það ráð að sækj­ast eftir því að opna tóbaks­verslun en íslensk yfir­völd gáfu ekki leyfi fyrir því. Hann sá því að lítil fram­tíð væri fyrir hann hér á landi og flutt­ist loks út, til Banda­ríkj­anna árið 1948. Hann átti ekki eftir að heim­sækja landið í 24 ár eftir það.

Ný tæki­færi í Amer­íku

John Ring­ling, eig­andi fjöl­leika­húss­ins Ring­ling Bros í Flór­ída, var mik­ill örlaga­valdur í lífi Jóhanns. Ring­ling fékk Jóhann til að koma vestur um Atl­antsála og sýna hjá sér. Frum­sýn­ingin var í Mad­i­son Squ­are Gar­den í New York borg. Hann kom fram í smóking fötum með pípu­hatt á þessum tíma og þén­aði um 200 doll­ara á viku (sem gerir um 250 þús­und krónur á núvirð­i). Hann sýndi í öðrum fjöl­leika­hús­um, þar á meðal hjá Barnum & Bailey og Glen Porter´s Side Show. Það var hjá þeim síð­ar­nefnda sem Jóhann fór að klæð­ast vík­inga­fötum á ný og mark­aðs­setja sig sem „vík­inga risann“ sem jók mjög vin­sældir hans. Fjöl­leika­húsin störf­uðu aðal­lega á sumrin og ferð­uð­ust víða um Banda­rík­in. Á vet­urna bjó Jóhann í lít­illi íbúð í Flór­ída en safn­aði þó nokkru fé. Árið 1963 sagði hann skilið við fjöl­leika­hús­in, fjár­festi í eigin vagni og hélt sýn­ingar eins síns liðs. 

Ævi­lok á heima­slóðum

Árið 1972 kom Jóhann loks í heim­sókn til Íslands, þá tæp­lega sex­tug­ur. Hann var þá orð­inn heilsu­veill og gekk yfir­leitt við staf, stundum tvo, vegna hrygg­skekkju. Hann gaf blaða­mönnum nokkur við­töl og tal­aði með nokkrum hreim en merki­lega góða íslensku þó miðað við svo langa fjar­veru án mik­illa sam­skipta við Íslend­inga. Þá kom á dag­inn að hann fylgd­ist vel með þjóð­líf­inu og sam­fé­lags­um­ræð­unni hér heima og fékk send dag­blöð út til Flór­ída. Hann gant­að­ist tölu­vert og kall­aði sig stóran dverg en sagði jafn­framt að stór ástæða fyrir heim­kom­unni væri sú að það væri gott að fá sér­sniðin föt og skó hér á landi. Hann gæti hvergi keypt klæðnað í venju­legum versl­un­um. Hann heim­sótti æsku­slóð­irnar fyrir norðan en hélt svo út til Flór­ída skömmu seinna. Eftir Íslands­för­ina seldi hann vagn­inn og sett­ist í helgan stein. Árið 1975 kom hann aftur til að sækja lækn­is­þjón­ustu. Hann þurfti á aðgerðum að halda og lá á sjúkra­húsi í um eitt ár og í end­ur­hæf­ingu á Reykja­lundi í nokkra mán­uði eftir það. Þrátt fyrir heilsu­leysi og hvatn­ingu ætt­ingja sinna um að setj­ast hér að fór hann aftur til Flór­ída uns hann lenti í slysi í bíl­skúr sínum í Tampa árið 1982. Eftir það kom hann til Íslands og dvaldi hér sín sein­ustu ár. Hann bjó á dval­ar­heim­il­inu Dalbæ í Dal­vík uns hann lést þann 26. nóv­em­ber árið 1984 á fæð­ing­ar­stað sínum Akur­eyri.

Einn af merk­ustu risum sög­unnar

Það hefur verið deilt um hversu hávax­inn Jóhann var í raun og veru og senni­lega ómögu­legt að full­yrða neitt um það. Í fjöl­leika­hús­unum var það aug­lýst að hann væri yfir 250 senti­metra hár en það er að öllum lík­indum tóm vit­leysa og aug­lýs­inga­mennska. Hann var aug­lýstur sem hæsti maður ver­aldar sem á sér senni­lega ekki neina stoð í veru­leik­an­um, á neinum punkti ævi hans. Finn­inn Vainö Myll­yr­inne, sem var uppi á svip­uðum tíma og Jóhann var um 250 senti­metra hár. Víða er full­yrt að Jóhann hafi verið 234 senti­metr­ar. Það myndi gera hann að einum af 50 hæstu mönnum sög­unnar eða þ.e.a.s. frá tímum mæl­inga. Sjálfur sagð­ist hann hafa verið hæstur um 225 sentri­metrar sem þýðir að hann hafi hætt að vaxa ein­hvern tím­ann á stríðs­ár­un­um. Til sam­an­burðar má nefna að hæsti maður allra tíma, Robert Wad­low var 272 senti­metr­ar, hæsti maður NBA deild­ar­innar Manute Bol var 231 senti­metrar og hæstu núlif­andi Íslend­ing­arnir, Pétur Guð­mund­son og Ragnar Ágúst Nathana­els­son (báðir körfuknatt­leiks­menn) eru 218 senti­metr­ar. Með­al­hæð íslenskra karl­manna er tæp­lega 181 senti­metrar sem gerir þá eina af þeim hæstu í heim­in­um. 

Jóhann risi bregður á leik með ungum dreng.Það sem er hvað merki­leg­ast við Jóhann er þó hversu lang­lífur hann varð. Menn sem verða hávaxnir sökum offram­leiðslu vaxt­ar­horm­óna ná sjaldn­ast háum aldri. Ein­ungis örfáir hafa náð sex­tugu en flestir deyja á þrí­tugs eða fer­tugs­aldri. Jóhann varð 71 árs gam­all þó að hann hafi þurft að glíma við tölu­verðan heilsu­brest mest alla ævina. Hann var þó í ágætu ásig­komu­lagi miðað við marga af hæstu mönnum sög­unn­ar. Flestir gengu við staf og sumir gátu varla staðið upp­rétt­ir.

Æðru­leysið upp­málað

Íslend­ingum er tamt á að líta á Jóhann sem nokk­urs konar fyr­ir­bæri og það gleym­ist oft hveru sterk og lit­rík per­sóna hann var. Í upp­hafi gramd­ist honum hlut­skipti sitt en svo virð­ist sem hann hafi sam­þykkt örlög sín og gert þau að styrk­leika sín­um. Sýn­ingar hans voru langt því frá að vera eins og heim­sókn í dýra­garð. Hann setti á svið heil­miklar sýn­ingar og varð vin­sæll á eigin verð­leik­um. Hann þótti snjall og skemmti­leg­ur, gat sagt vel frá og skemmt gestum með tón­list. Hann lék einnig í kvik­mynd­um, Prehi­storic Women (1950) með Jayne Mans­fi­eld, Carny (1980) með Jodie Foster og heim­ild­ar­mynd­inni Being Differ­ent (1981). Þeir sem þekktu hann minnt­ust hans sem ein­stak­lega hlýs og við­kunn­an­legs manns. Hann var auð­mjúk­ur, fynd­inn og ákaf­lega barn­góður þrátt fyrir líf sem aug­ljós­lega hefur verið þyrnum stráð. Hann var líka Íslend­ingur í húð og hár þrátt fyrir að hafa búið lengi erlend­is. Hann hélt sam­skipta­línum ávallt opnum við heima­landið og þráði fátt meira en íslenskan skyr­hrær­ing. Jóhann er graf­inn í heimabæ sínum Dal­vík og á byggða­safn­inu þar í bæ eru margir af munum úr fórum hans til sýn­is. Þar á meðal eru föt, skór, reið­hjól, vík­inga­bún­ingur og auð­vitað harm­ónikk­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFólk