6
Morgunpósturinn
Helstu tíðindi dagsins rata beint í pósthólfið þitt

Algengar spurningar

Athugasemdir og fyrirspurnir berist til kjarninn@kjarninn.is

Hvað?

Kjarninn sendir tölvupóst daglega þar sem helstu fréttir dagsins eru tíundaðar.

Fyrir hverja?

Morgunpósturinn er fyrir alla sem hafa áhuga á fréttum og þjóðfélagsumræðu. Pósturinn berst alla morgna, nema á sunnudögum, svo hægt er að kynna sér málin með morgunkaffinu.

Hvernig?

Einfalt er að fylla inn reitina hér að ofan og smella á „Senda skráningu“. Þá ætti þér að berast tölvupóstur þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Þá ætti þér að berast skeyti sex morgna vikunnar.

Hvers vegna birtist pósturinn ekki í innhólfinu?

Þeir sem skoða póstinn sinn á gmail.com gætu þurft að leita að póstinum undir „Promotions“ en ekki í innhólfinu. Google flokkar fjöldapósta sérstaklega sem auglýsingar. Einfalt er að draga póstinn yfir í rétt hólf til að breyta flokkuninni.

Dæmi um sendingu

Hér má sjá morgunpóstinn eins og hann barst áskrifendum 8. nóvember 2017.

Miðvikudagur 8. nóvember 2017. Það má búast við rigningu á öllu landinu í dag. Það mun snjóa nyrðra en rigna víðast annarsstaðar.
Þetta helst í Kjarnanum

Formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Vinstri grænan ræddust saman í síma í gær, um stöðuna í stjórnmálunum, að því er segir í Morgunblaðinu.

Hart er þrýst á myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ljóst að það verður erfitt fyrir Vinstri græn að fallast á hana. Þar er vilji til að hafa Samfylkinguna með eða í staðinn fyrir Framsókn.

Skýrsla um plastbarkamálið áfellisdómur
Alvarlegar ávirðingar koma fram í niðurstöðum íslensku rannsóknarnefndarinnar sem Landspítali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru í gær en við lestur skýrslunnar virðist sem mörgum þáttum hafi verið mjög ábótavant.

Óhætt er að segja að Donald Trump hafi einangrað Bandaríkin á alþjóðavettvangi, þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum.

Skúli Mogensen boðar mikinn áframhaldandi vöxt í rekstri WOW Air.

Flokksmenn hafa rætt mikið saman eftir að slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna í gær.

Úrslit liggja fyrir í atkvæðagreiðslu til formanns KÍ. Ragnar Þór Pétursson hlaut 3.205 atkvæði eða 56,3 prósent.

Tómas Guðbjartsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu sem kynnt var í gær vegna svokallaðs plastbarkamáls.

Morgunpóstur Kjarnans er sendur til áskrifenda að póstlista sex daga vikunnar.
*|LIST:ADDRESS|*
Unsubscribe | View in browser