Grafík: Birgir Þór Grein 3 eftir Ásgeir Friðgeirsson globalization_saman3Artboard 1@3x.png
Grafík: Birgir Þór

Þráhyggja – stjórnmál án trausts

Traust til stjórnmálamanna rýrnaði eðlilega í kreppunni 2008 en skýringar á viðvarandi vantrausti liggja ekki á lausu. Til mikils að vinna fyrir þá sem fyrstir ná tökum á nýrri samskiptatækni.

Und­ir­rót óró­ans sem ein­kennir nú þjóð­mál á Vest­ur­löndum er kreppan 2008–2010, sem var fjár­málakreppa er varð að efna­hag­skreppu sem hafði veru­leg áhrif á hvert ein­asta ríki á Vest­ur­lönd­um. Kreppan hafði mjög nei­kvæð og sýni­leg áhrif á hag fólks strax á árinu 2009 og hún breytti við­horfum fólks til fram­tíðar og vænt­ingum um þróun sam­fé­lags­ins. Í fyrsta sinn frá lokum seinni heims­styrj­aldar stóðu þjóðir og kyn­slóðir frammi fyrir veru­legri efna­hags­legri hnignun og aft­ur­för.

Ótti og upp­lausn eðli­leg við­brögð

Við þær aðstæður var ótti og óvissa eðli­leg við­brögð. Þegar glað­beittu for­ystu­fólki upp­gangs­tím­ans sem alltaf hafði haft skýr svör á reiðum höndum vafð­ist skyndi­lega tunga um tönn er kom að útskýr­ingum á orsökum og afleið­ingum hruns og kreppu var skilj­an­legt að fólk fyllt­ist van­trú og van­trausti og end­ur­skoð­aði við­hrof sýn til stjórn­mála­manna og flokka. Og síð­an, þegar lausnir voru fáar og mátt­litlar vegna ofur­valds mark­aða og alþjóða­skuld­bind­inga, var auð­velt að setja sig í spor þeirra sem þótti for­ystu­fólk í stjórn­mál­um, atvinnu­lífi og við­skiptum van­hæft. Að síð­ustu þegar þeir sem tóku við virt­ust engu betri en þeir sem fyrir voru hvarf vonin að mestu og eftir stóð til­finn­ing van­mátt­ar.

Fram eftir öðrum ára­tugi nýrrar aldar og allt til dags­ins í dag má auð­veld­lega greina þessi skýru ein­kenni kreppu víða um hinn vest­ræna heim sem birt­ast einnig meðal ann­ars í auk­inni and­stöðu við auð­magn og auð­vald á vinstri væng hefð­bund­inna stjórn­mála og vax­andi þjóð­ern­is­hyggju og auk­inni and­stöðu við hnatt­væð­ingu á hægri vængn­um. Þá má sjá í Banda­ríkj­unum ýmis ein­kenni hnign­andi heims­veldis en þar finnst fólki morg­un­dag­ur­inn fölna í sam­an­burði við glæsta for­tíð.

Efna­hagur nær sér hratt en umræðan situr eftir

Skýr­inga á því af hverju ólgan í sam­fé­lögum á Vest­ur­löndum hefur auk­ist frekar en hitt þegar frá líður krepp­unni og þegar efna­hagur er aftur að rísa þarf hins vegar að leita víðar en í efna­hags­legum þátt­um. Bret­land er gott dæmi um vax­andi póli­tíska upp­lausn þrátt fyrir efna­hags­lega við­spyrnu eftir skell krepp­unn­ar.

Ísland er ekki síðra dæmi um hvar ólga þjóð­mála­um­ræðu heldur áfram að krauma með til­heyr­andi óvissu í stjórn­mál­um. Það er þrátt fyrir meira góð­æri en áður þekkist, mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu og alþjóð­legar við­ur­kenn­ingar fyrir að vera ýmist í fremstu röð hvað varðar heil­brigð­is­þjón­ustu, jafn­rétti, lífs­gæði, frið­sæld og háan lífald­ur. Auk þess kraumar óvissa þó Ísland ungi út hæfi­leika­fólki á sviði menn­ing­ar, lista og íþrótta eins og að á eyj­unni búi millj­ónir manna.

Í efna­hags­legu til­liti kom kreppan og fór. Það sést best á lán­inu sem rík­is­sjóður tók í mesta svart­nætt­inu 2009, og talið var að greiða þyrfti af því 5 millj­arða króna árlega fram til árs­ins 2043. Það var að fullu greitt snemma árs 2017. Bat­inn er fjórum til fimm sinnum hrað­ari en reiknað var með. Þann hraða er ekki að sjá í auk­inni sátt og vax­andi ein­hug í umræðu um þjóð- og efna­hags­mál.

Þess vegna vaknar sú spurn­ing hvort sam­ræðan í sam­fé­lag­inu ein­kenn­ist af þrá­hyggju þar sem kreppan er farin en við höldum áfram sam­tali eins og hún sé við­var­andi og að enn sé fullt til­efni til van­trausts? Hvers vegna eru engin merki um end­ur­heimt traust þegar efna­hags­leg gæði hafi skilað sér? Getur verið að breytt sam­tal í sam­fé­lag­inu vegna til­komu nýrrar sam­skipta­tækni við­haldi tog­streitu og tor­tryggni og þar með umróti í stjórn­málum og þjóð­mála­um­ræðu umfram það til­efni sem kreppan mikla gaf eins og nefnt var í grein hér í Kjarn­anum í gær? Sama spurn­ing er hvort okkur hafi ekki tek­ist að ná tökum á nýju sam­tali þannig að það nýt­ist til að byggja sam­fé­lags­legt traust og sam­stöðu?

Traust – orðstír

For­senda þess að ró kom­ist á í sam­fé­lagi er að þar ríki traust en sem kunn­ugt er þá hefur traust almenn­ings á þeim stofn­unum sam­fé­lags­ins sem fara með stefnu­mótun og fram­kvæmd hennar ekki náð að rísa eftir áfallið 2008–2010. Rík­is­stjórnir hafa í þrí­gang hrunið í vin­sældum jafn­harðan og þær hafa verið mynd­að­ar, Alþingi nýtur lít­ils traust og sömu­leiðis stjórn­mála­menn eða flokk­ar, hreyf­ingar eða aðrar skipu­lags­ein­ingar sem vinna að stjórn­mál­um.

Almenn­ingur ber lítið traust til atvinn­u-, við­skipta- og fjár­mála­lífs­ins einkum og sér í lagi til arð­samasta hluta þess hverju sinni. Fjár­hags­leg vel­gengi er gjarnan tor­tryggð. Sjaldan hefur það átt betur við sem einu sinni var sagt að ef ein­hverjum gekk illa í við­skiptum var hann aum­ingi en ef vel gekk þá var hann þjóf­ur.

Sjaldan hefur það átt betur við sem einu sinni var sagt að ef einhverjum gekk illa í viðskiptum var hann aumingi en ef vel gekk þá var hann þjófur.

Þá fer traust til dóm­stóla þverr­andi og einnig fjöl­miðla en þeir hafa því mik­il­væga hlut­verki að gegna í sam­tím­anum að þroska og þróa umræðu um þjóð­mál og leggja grunn­inn að ákvarð­ana­töku með þátt­töku almenn­ings og stjórn­valda.

Hvar er hægt að byggja upp traust? Hvar er vett­vang­ur­inn?

Á síð­ustu öld náðu sam­fé­lög í Evr­ópu sem voru rúin trausti og trún­aði að byggja upp sam­fé­lags­stofn­anir sem nutu trausts og gátu því gegnt hlut­verki sínu. Vett­vangur þeirrar upp­bygg­ingar voru fjöl­miðlar sem þá voru allir rit­stýrðir og tengdir valda­stofn­unum í sam­fé­lög­un­um.

Ný tækni á sviði sam­skipta gjör­breytti stöðu og hlut­verki hinna hefð­bundnu fjöl­miðla (ljós­vaka­miðla og blaða) upp úr síð­ustu alda­mót­um. Vald þeirra til að leiða og stýra umræð­unni var tekið frá þeim. Það var fært í hendur ein­stak­linga, hópa eða almenn­ings og ekki bara almenn­ings í lög­sögu til­tek­ins þjóð­ríkis eða sveit­ar­fé­lags heldur til alls almenn­ings, nær og fjær. Sú umbreyt­ing hefur á margan hátt örvað umræðu, aukið fjöl­breytni og vald­eflt ein­stak­linga og hópa en enn hefur ekki verið sýnt fram á hvernig hún hefur nýst með skil­virkum hætti til að leiða fram nið­ur­stöðu og kalla fram ábyrgar og stað­fastar ákvarð­an­ir.

Þá eru heldur ekki dæmi um að hinn nýi vett­vangur umræð­unnar – marg­slungið sam­spil hefð­bund­inna fjöl­miðla, net­miðla, blogg­ara og hópa og ein­stak­linga á sam­fé­lags­miðlum – hafi skapað umgjörð þar sem traust og til­trú hefur vaxið en vænt­an­lega er það spurn­ing um tíma og aðlögun frekar en að hin nýja skipan feli óhjá­kvæmi­lega í sér stjórn­leysi.

Nýr vett­vangur þar sem leiddar eru saman gamlar hefðir stjórn­sýslu, umræðu­hefð dag­blaða og ljós­vaka­miðla og kraftur nýmiðla og sam­fé­lags­miðla er enn í gerjun og mót­un. Hann er enn um sinn að minnsta kosti ekki fær um að leiða fram mik­il­vægar ákvarð­anir sem njóta víð­tæks stuðn­ings og þá um leið að byggja upp traust og trúnað í kringum það í sam­fé­lag­inu sem vel er gert. Það er ekki aðeins ósætti um mark­mið heldur ríkir ekki ein­hugur um aðferðir og leik­regl­ur. Þetta er Catch 22 – hænan og egg­ið. Það vantar traust til að skapa vett­vang sem getur byggt upp traust.

Þetta er Catch 22 – hænan og eggið. Það vantar traust til að skapa vettvang sem getur byggt upp traust.

Þar sem allt getur gerst og það hratt

Við þessar aðstæður má greina end­ur­tekin ein­kenni stjórn­mála­þró­unar eins og að gamlir valda­flokkar í fjöl­flokka­kerfum veikj­ast.

Ólík­leg­ustu hlutir ger­ast og það und­ur­skjótt. Grín­arar með gott vald á fjöl­miðlum stíga fram á sjón­ar­svið stjórn­mála og ná völdum (eins og gerð­ist í Reykja­vík 2010 undir for­ystu Jón Gnarr og á Ítalíu þar sem ein áhrifa­mesta stjórn­mála­hreyf­ing lands­ins með um fjórð­ungs­fylgi er leidd af kunnum grín­ara, Grillo að nafn­i). Sterk­efn­aðir ein­stak­lingar sem þekktir eru úr fjöl­miðlum og með fremur þrönga skírskotun ná kjöri sem for­seti Banda­ríkj­anna eða setj­ast í stól for­sæt­is­ráð­herra á Íslandi. Í Frakk­landi stofnar lítt kunnur en við­kunn­an­legur stjórn­mála­maður stofnar flokk og 16 mán­uðum síðar er hann orð­inn for­seti lýð­veld­is­ins og flokkur hans með hreinan meiri­hluta á þingi. Gras­rót­ar­hreyf­ingar veikar fyrir anarkí ná traustri fót­festu á Spáni, Grikk­landi og Íslandi. Þjóð­ern­is­flokkum verður ágengt tak­ist þeim að tefla fram trú­verð­ugum leið­togum og Bretar grípa til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þar sem Eng­lendingar ákveða að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið en Skotar og Wales­verjar ekki og eng­inn veit um fram­hald­ið.

Erfitt er að greina skýr ein­kenni þró­unar önnur en að tryggð við flokka fer dvín­andi. Stuðn­ingur almenn­ings við ný stjórn­mála­öfl og gömul er hverf­ull og fólk leitar ákaft að ein­hverju nýju eða öðru­vísi. Það má vera gam­alt og retró eins Bernie Sand­ers í Banda­ríkj­unum eða James Cor­byn í Bret­landi. Sá síð­ar­nefndi náði hrað­ari við­snún­ingi í kosn­inga­bar­áttu þar í landi nú í júní en dæmi eru um í seinni tíð.

Hávað­inn í algleymi

Við þær aðstæður sem uppi eru núna má einnig greina ýmis end­ur­tekin ein­kenni umræð­unnar sem fram fer á Vest­ur­lönd­um. Athyglin og end­ur­ópin á sam­fé­lags­miðlum er mik­il­væg­asti mæli­kvarð­inn á allt efni sem sett er fram. Það er mæli­kvarði sem ýtir til hliðar öðrum við­miðum og gerir stað­hæf­ingar og stað­reyndir jafn­gildar í umræð­unni, þekk­ingu, hálf­þekk­ingu og van­þekk­ingu sömu­leið­is, skoð­anir verða álykt­anir og öfugt, og orsakir koma á undan afleið­ing­um. Svo er allt trompað með því að gera sann­leik­ann afstæðan og val­kvæð­an. Fals­fréttir fljúga eins hátt og aðrar fréttir en eng­inn tekur eftir leið­rétt­ing­um.

Ein­stak­ling­ur­inn fer í verslun sjón­ar­miða og velur úr hillu á milli skoð­ana, álykt­ana, orsaka, fals­frétta, stað­hæf­inga og stað­reynda og tekur heim með sér sem sann­leik­ann. Allt er jafn­gilt og hlið­stætt, gild­is­auk­inn verður til með end­ur­tekn­ing­unni, læk­un­um, tíst-elt­inu og öðru sem nærir athygl­ina.

Leið­togar sækja styrk í berg­máls­her­bergin

Þá er áhuga­vert að skoða ein­kenni þeirra leið­toga og ein­stak­linga sem rísa og verða fremur áber­andi við þessar aðstæður en þegar meiri ró hvílir yfir umræð­unni. Þeir sækja oft­ast skýrt umboð til hóps með frekar þrönga skírskotun og skiptir vinstri eða hægri þar litlu máli. Lög­mæti sjón­ar­miða er sótt til láréttra sam­fé­laga. Rök­ræðan er þró­uðu í berg­máls­her­bergjum þeirra og hún síðan borin út í hið lóð­rétta stað­bundna sam­fé­lag.

Þessir leið­togar fara gegn sumum ríkj­andi eða við­teknum gildum sem gjarnan birt­ast í „fjöl­miðlum sem eru á móti þeim“ og eru fag­leg­ir, borg­ara­legir eða nútíma­leg­ir. Þessir leið­togar – hvort sem þeir heita Cor­byn eða Trump, Sig­mundur Davíð eða Gunnar Smári – skil­greina þau sem „kerf­ið“ sem þeir telja sig í and­stöðu við. Og þá er meint andúð „kerf­is­ins“ við þá og þeirra sjón­ar­mið mikil nær­ing fyrir þessa leið­toga.

Sjón­ar­miðin byggja oft á tví­hyggju þar sem hags­munir liggja til grund­vallar en ekki hug­sjónir þannig að umræðan kjarn­ast um „okk­ur“ og „hina“ frekar en „rétt­læti“ eða „sann­girn­i“. Og þá beita þeir og stuðn­ings­menn þeirra gjarnan aðferðum beinna sam­skipta við hópa og almenn­ing; Ítrek­anir og end­ur­tekn­ingar berg­mála á sam­fé­lags­miðlum og gild­is­auk­inn er sóttur í aukna útbreiðslu og athygli. Þannig víkja gildi á borð við rétt, satt, sann­gjarnt og gott fyrir því sem er flott, hátt, snjallt, end­ur­tek­ið, svalt og æðis­legt.

Í auga storms­ins

Ómögu­legt er að sjá fyrir hver þróun stjórn­mála og þjóð­fé­lags­um­ræðu á Vest­ur­löndum verð­ur. Stóru við­fangs­efnin eru mörg, allt frá hlýnun jarð­ar, hnatt­væð­ingu, fólks­flutn­ing­um, skipt­ingu auðs, yfir í hvata til verð­mæta­sköp­unar til að halda úti vel­ferð­ar­þjón­ustu. Engin efast um mik­il­vægi þess að stjórn­mála­mönnum farn­ist vel við úrlausn þess­ara mála.

Ein for­senda þess að svo fari er að skiln­ingur sé á því hvaða áhrif breyt­ingar á sam­fé­lags­legum sam­skiptum eru að hafa. Í þremur greinum um ólg­una í stjórn­málum á Vest­ur­löndum hefur hér verið fjallað um og sýnt fram á hvernig breytt sam­tal á þátt í að við­halda þeim óró­leika sem nú rík­ir. Þannig er nú komið að van­traust í sam­fé­lag­inu er langtum meira en að minnsta kosti efna­hags­leg til­efni er til og er Ísland eitt gleggsta dæmi þess.

Þrátt fyrir end­ur­tekin dæmi um aðlög­un­ar­hæfni í vályndu umhverfi efna­hags­mála og fádæma umburð­ar­lyndi sem birt­ist í hröðum félags­legum umbótum sem aðrar þjóðir telja til fyr­ir­mynd­ir, þá ólgar van­traust og vand­læt­ing vegna þess hvernig við tölum um okkur og hvert ann­að. Og Ísland er ekki eins­dæmi.

Hverjir ná fyrstir tökum á nýrri tækni?

Nið­ur­staða þess­ara greina­flokks er þess vegna að bæði hér á Íslandi og á Vest­ur­löndum verður það eitt af stóru við­fangs­efnum stjórn­mál­anna að laga sig að breyttu sam­tali og nýta það til vald­efl­ingar þeirra sem eru mátt­vana, skapa traust með auknu gagn­sæi og leiða upp­byggi­lega umræðu til að ná breiðri sam­stöðu og styrk til að fylgja eftir erf­iðum ákvörð­un­um.

Eins og dregið hefur verið fram þá erum við í auga storms­ins og sjáum illa hvert nýtt sam­tal ber okk­ur. Við höfum hins vegar séð hluti sem ástæða er til að vera á varð­bergi gagn­vart eins og mark­vissri útbreiðslu á falsi og lyg­um, van­mætti hefð­bund­innar rök­ræðu gagn­vart end­ur­teknum hálf­sann­leik og óná­kvæmni í með­ferð stað­reynda og álykt­ana og öðrum aðferðum sem nýt­ast helst tæki­fær­issinnum og öfga­hópum sem hyggj­ast ná póli­tískum ávinn­ingi í skjóli hávaða og ólgu sem fylgir umbrotum á sviði miðl­unar og sam­skipta í sam­fé­lag­inu.

Það hefur lengi verið við­kvæðið að til þess að ná völdum þarf fyrst að ná tökum á fjöl­miðl­um. Ástæðan fyrir ólgu sam­tím­ans er að hluta til sú að eng­inn er að ná tökum á fjöl­miðlum tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar. Þar er að lík­indum til mik­ils að vinna.

Fyrri tvær grein­arnar í greina­röð Ásgeirs Frið­geirs­sonar má finna á vefnum og í hlekkj­unum hér að neð­an.

Höf­undur er fyrrum kenn­ari, blaða­mað­ur, rit­stjóri og vara­þing­maður sem hefur starfað und­an­farin 16 ár sem ráð­gjafi alþjóð­legra fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjár­festa í sam­skiptum og við­skipt­um. Hann hefur fylgst með þróun fjöl­miðla og umræðu um við­skipti, efna­hags­mál og stjórn­mál í yfir 30 ár og er með jafn­gam­alt meist­ara­próf í sam­skipta­fræðum frá Manchester háskól­anum í Englandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar