Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Fréttaskýring#Bandaríkin#Stjórnmál

Í sporum atkvæðaveiðara í New Hampshire

Bryndís Ísfold, útsendari Kjarnans í Bandaríkjunum, lýsir reynslunni af þátttöku í kosningabaráttu Hillary Clinton í New Hampshire. Bernie Sanders er líklegri til að sigra í forvali demókrata þar. Bryndís ræddi við kjósendur og fékk að kynnast muninum á frambjóðendunum.

Bryndís Ísfold9. febrúar 2016
Hillary Clinton safnar atkvæðum í New Hampshire fyrir forvalið þar sem lýkur í nótt.
Mynd: EPA

Þegar vekjara­klukkan hringdi klukkan 5:30 á laug­ar­dags­morg­un­inn stóð ég frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort ég ætl­aði raun­veru­lega að leggja á mig tíu tíma rútu­ferð og standa vakt­ina fyrir Hill­ary Clinton í New Hamps­hire í einn dag. Ég sat á rúm­stokk­inum og starði á klukk­una og var farin að telja mér trú um að Bernie Sand­ers væri bara bæri­legur kostur ef ég fengi að sofa leng­ur.  Auk þess „þurfti“ ég ekk­ert að sjá kosn­inga­bar­áttu í sveiflu­ríki (e. swing state) með eigin aug­um. Hafði ég ekki fengið nóg af þessum próf­kjörum þegar ég þræddi gang­ana á stóru blokk­inni í Fell­unum um árið? Þegar ég náði loks fullri með­vit­und og búin að sötr­aði morg­un­kaffið úr Hot for Hill­ar­y-­boll­anum fór ég að gera mig til­búna fyrir nýfall­inn snjó­inn og kuld­ann í New Hamps­hire. Rann þá upp fyrir mér að ég hlyti að vera kol­geggj­uð.

New Hamps­hire er lítið ríkið norð­ar­lega á norð-aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna þar sem búa ríf­lega milljón manns. Sam­kvæmt lögum verður ríkið að vera fyrst í for­vali flokk­anna en þar sem Iowa er tækni­lega ekki með for­val heldur opinn kjör­fund (e. caucus) eru kosn­ing­arnar í nótt þær fyrstu í ár. Kosið hefur verið í for­vali flokk­anna í New Hamps­hire í 100 ár og í ár verða 319 kjör­staðir um allt ríkið opn­ir. Til að bæta á flækju­stigið eru þrír litlir bæir sem hafa heim­ild til að opna kjör­staði á mið­nætti aðfara­nótt kjör­dags og loka um leið og allir hafa kos­ið. Þess­ir bæir hafa nær alltaf kosið þann fram­bjóð­anda sem hefur að lokum staðið uppi sem sig­ur­veg­ari og því varla hægt að þver­fóta fyrir atkvæða­veið­urum dag­ana fyrir kjör­dag. 

Staðan fyrir for­valið

Þó kann­anir mæli Don­ald Trump með 34 pró­sent fylgi og mót­fram­bjóð­end­urna Ted Cruz og Marco Rubio með 13 pró­sent fylgi hvor, voru skila­boð Trump til stuðn­ings­manna kvöldið fyrir kjör­dag að allir yrðu að mæta á kjör­stað. „Þó svo konan þín segi við þig á morgun að hún sé orðin ást­fangin af öðrum manni, þó þú sért svo veikur að þú sért við dauð­ans dyr, þá verður þú að mæta og kjós­a,“ sagði Trump við kjós­endur sína. 

Trump ótt­ast að nið­ur­staðan verði önnur en sú sem kann­anir sýna eins og í Iowa í síð­ustu viku. Þar lenti Trump í öðru sæti þó kann­anir gerðu ráð fyrir að hann mundi vinna. Trump trónir enn á toppnum í könn­unum á lands­vísu, en for­skot hans minnk­aði milli vikna eftir tapið í Iowa. Ljóst er að nið­ur­stöður fyrstu for­kosn­ing­anna geta haft áhrif á skoð­anir allra lands­manna.

Hjá demókrötum er ekki minni stemmn­ing þó Bernie Sand­ers sé með tölu­vert for­skot í könn­un­um. Ný könnun frá Amer­ican Res­e­arch Group sýnir 9 pró­sentu­stiga mun á milli Sand­ers og Hill­ary Clint­on. Sand­ers er með 53 pró­senta fylgi meðal lík­legra kjós­enda og Clinton 44 pró­sent hjá sama hópi. Clinton nýtur frekar stuðn­ings meðal kvenna en Sand­ers nýtur stuðn­ings 63 pró­sent kjós­enda sem eru yngri en 49 ára. Hópur óákveð­inna skráðra kjós­enda er enn tölu­verð­ur. Stuðn­ingur við Sand­ers eykst enn frekar meðal yngstu kjós­enda en þrátt fyrir að allt bendi til þess að Sand­ers vinni New Hamps­hire er Clinton enn með tölu­vert for­skot í flestum könn­unum á lands­vís­u. 

Útspek­úleruð kosn­inga­fræði

Þegar rútan okkar kom loks á áfanga­stað í smá­bænum Rochester í New Hamps­hire var aug­ljóst að sam­keppnin um atkvæði íbúa var farin að harðna, ef marka mátti risa­vöxnu Trump-skiltin sem tóku á móti okkur þegar við keyrðum yfir bæj­ar­mörk­in. Það er stutt á milli kosn­inga­skrif­stofa Clinton og Sand­ers; ein­ungis um það bil fimmtán skref. Það sama má segja um afstöðu kjós­enda demókrata til fram­bjóð­end­anna tveggja; hún er ekki afger­andi og lítið skilur þá af.

Á kosn­inga­skrif­stof­unni hjá Hill­ary Clinton var komin mót­töku­nefnd sem var skipuð af bæj­ar­stjór­anum í smá­bænum og öld­ung­ar­þing­manni úr nær­liggj­andi ríki auk ann­arra. Mót­töku­nefndin hafði splæst í pizzur og kaffi fyrir sjálf­boða­lið­ana sem stigu úr rút­unni frá New York.

Á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire.
Mynd: Bryndís Ísfold

Farið var með okkur yfir hvernig best væri að tala við kjós­endur og var áhuga­vert að heyra sömu kosn­ing­at­rixin lifa góðu lífi hér í Banda­ríkj­unum eins og heima á Íslandi. Það er engin leið að ná í fólk í síma lengur í New Hamps­hire. Áreitið frá kosn­inga­veið­urum er komið á það stig að fólk er hætt að svara í sím­ann og þess vegna átti að senda okkur út af örk­inn­i. 

Á kosningaskrifstofu Hillary Clinton.Þrátt fyrir að kosn­inga­stjórn­endur í búðum Clinton hafi ekki sagt það berum orðum var aug­ljóst að mark­miðið með hand­rit­unum sem sjálf­boða­liðar eiga að fylgja er ekki bara að fá fólk til að jánka því að kjósa Hill­ary Clinton heldur segja það sjálft: Ég styð Hill­ary Clint­on. Svo er mik­il­vægt að minna fólk á hvaða kjör­staður til­heyri þeirra götu, ræða opn­un­ar­tíma þeirra og spyrja svo hvenær dags það haldi að það muni kjósa. Þetta er gert til að fólk fari yfir dag­inn sinn og það eykur líkur á því að það skili sér á kjör­stað. Sé fólk í vafa um hvorn það ætlar að kjósa á að spurja hvort það sé eitt­hvað mál eða mál­efni sem sé um að kenna. Því næst þarf að gera til­raun til að sann­færa óákveðna með því að tala út frá eigin sann­fær­ingu. Ef ekki tekst að sann­færa við­kom­andi er spurt: „Má ég þá skrá að þú sért óákveðin en að þú hall­ist að mínum fram­bjóð­anda?“. Trixið snýst um að þegar fólk hefur sagt upp­hátt að það ætli að styðji ein­hvern, jafn­vel þó það sé bara lík­lega, þá þykir óþægi­legt að svíkja það. Þrátt fyrir að það jánki ein­hverju við ein­hvern blá­ó­kunn­ugan sem aldrei mun vita hvernig við­kom­andi kaus að lok­um. Svona er nú kosn­inga­fræðin útspek­úleruð og óskamm­feil­in.

Kjós­endur í New Hamps­hire

Þegar búið var að fara yfir reglur og ráð, var fólk parað saman og ákveðnum götum útdeilt þar sem pörin áttu að banka á þau hús þar sem skráðir demókratar búa. Ég lenti með áströlskum sjálf­boða­liða og bæj­ar­stjór­inn sjálfur keyrði okkur í ein­býl­is­húsa­hverfi þar sem við klof­uðum snjó­skafla, börðum á 50 hús og fengum tæki­færi til að tala um ágæti Hill­ary Clint­on. Það að segj­ast hafa komið frá sitt­hvorum enda jarð­kringl­unnar til New Hamps­hire þótti sann­fær­andi.

Það var snjóþungt í New Hampshire á laugardag þegar undirrituð fór um Rochester og veiddi atkvæði.
Mynd: Bryndís Ísfold

Það kom okkur hins vegar á óvart hversu margir kjós­endur voru enn óákveðnir um hvort þau myndu styðja Sand­ers eða Clinton á kjör­dag. Ástæð­urnar voru marg­vís­legar en þó virt­ust flestir sam­mála um að okkar fram­bjóð­andi væri sá kandídat sem yrði lík­legri til að sigra þann repúblik­ana val­inn yrði for­seta­fram­bjóð­andi hins flokks­ins. Hins vegar sögðu margir að Sand­ers kveikti í þeim von um að rót­tækar breyt­ingar gætu í raun orðið á banda­ríska stjórn­kerf­inu. Heil­brigð­is­málin vega mjög þungt en þar skilur tölu­vert á milli fram­bjóð­enda demókrata. Clinton hefur sagt að hún vilji byggja ofan á Obamacare en Sand­ers vill að farið verið í svo­kallað „Single Payer Program“, þar sem allir eru tryggðir óháð efna­hag og kerf­inu stýrt af rík­is­vald­inu þó það verði áfram einka­rek­ið. 

Stuðn­ingur Clinton við stríðið í Írak truflar enn marga. Fyrr­ver­andi her­maður benti hins vegar á að Sand­ers hefði ungur komið sér undan her­skyldu. Hér í Banda­ríkj­unum er þátt­taka í hernum tölu­vert rædd, ekki síst í for­seta­kosn­ingum enda er for­seti yfir­maður hers­ins og eigin reynsla af hernum því mik­ils met­in. 

Fjár­stuðn­ingur stórra hags­muna­hópa, ekki síst úr fjár­mála­greir­an­um, við fram­boð Clinton kom oft upp þennan snjó­þunga laug­ar­dag í New Hamps­hire. Það var aug­ljóst að þeim sem höfðu enn ekki gert upp hug sinn þótti það aðdá­un­ar­vert að Sand­ers þægi ekki stórar upp­hæðir frá sterkum hags­muna­hóp­um.

Frosinn bæklingur á verönd í Rochester.Einn við­mæl­andi okkar benti okkur á að með því að kjósa Hill­ary Clinton fengi þjóðin „tvo for­seta fyrir einn“ og þó hún væri ekki viss hvor fengi atkvæðið hennar þótti henni ánægju­legt að geta kosið milli tveggja máls­met­andi fram­bjóð­enda. Það væri annað en repúblikanar byðu upp á þessa dag­anna. Áður en við kvöddum hana benti hún okkur á bæk­ling sem lá fros­inn við úti­tröpp­urnar hjá henni og hristi höf­uð­ið. Þar var áróður frá repúblikan­anum John Kasich um Jeb Bush mót­fram­bjóð­anda sinn. 

Mun­ur­inn á Hill­ary og Bernie

Þegar við höfðum bankað á öll húsin sem okkur var úthlutað og við sóttar í úthverfið náðum við að taka stutta kaffi­pásu, áður en við héldum aftur í rút­una. And­spænis kosn­inga­skrif­stof­unni fundum við kaffi­húsið The Cast & Grind. Þar er eig­and­ann stuðn­ings­maður Sand­ers. Sá heitir Eric Jan Adema, 43 ára. Að hætti heima­manna sett­umst við niður yfir kaffi og „maple squ­are“, sem er eins konar ferköntuð rjóma­bolla með sýróps­rjóma, og ræddum um póli­tík við veit­inga­mann­inn.

Adema sagð­ist bera þá von í brjósti að enn væri hægt væri að breyta stjórn­mál­un­um. Það væri ástæða þess að hann styddi Sand­ers. „Af því hann er til­bú­inn að taka á stóru bönk­un­um. Allur fjár­stuðn­ing­ur­inn sem hann fær eru litlar upp­hæðir frá ein­stak­ling­um, sem þýðir að þegar hann verður kos­inn verður hann ekki í skuld við ein­hverja af stóru fjár­mála­stofn­unum þessa lands og getur tæklað þær óáreitt­ur,“ sagði Adema. Þannig mun Sand­ers í raun og veru getað unnið fyrir og hjálpað þeim sem eru í lægri- og milli­stétt. Þannig geta þessar stéttir lifað mann­sæm­andi lífi án þess að þurfa að reiða sig á félags­legan stuðn­ing stjórn­valda.

Eric Jan Adema með kaffikönnuna. Hann segist styðja Bernie Sanders í forvalinu í New Hampshire.
Mynd: Bryndís Ísfold

Eins og hjá mörgum öðrum kjós­endum bar heil­brigð­is­kerfið á góma hjá Adema sem sagði Bernie Sand­ers vera mann­inn sem gæti raun­veru­lega breytt því. „Ég hef líka fulla trú á því að hann muni geta sett á heil­brigð­is­kerfi sem tryggir ókeypis heil­brigð­is­trygg­ingu fyrir alla lands­menn.“

Ég átti erfitt með annað en að taka undir að þetta séu mik­il­væg mál­efni og benti á að með því að kjósa Clinton fái þjóðin fyrsta kven­kyns for­set­ann. Nú þegar eru sjö­tíu lönd í heim­inum búin að kjósa sér kven­kyns þjóð­ar­leið­toga auk þess að Hill­ary Clinton sé lík­lega reynslu­mesti for­seta­fram­bjóð­andi allra tíma. Adema gat tekið undir það, en sagði fólkið í land­inu þurfa á bylt­ingu að halda. 

Í þann mund heyr­ist flaut rút­unnar sem átti að aka okkur aftur til New York. Það er kom­inn tíma á að kveðja kjós­end­urna í New Hamps­hire. Eric Jan Adema brást ekki þeim háa kurt­eis­is­staðli sem heima­menn virð­ast hafa sett sér og skellir nokkrum ferkönt­uðum rjóma­bollum í poka og sendir okkur atkvæða­veið­ar­ana á brott með nesti.

Leiðin heim 

Þegar ferðin heim var um það bil hálfnuð byrj­uðum við sjálf­boða­lið­arnir að fylgj­ast með kapp­ræðum repúblik­ana. Hlátra­sköllin hófust strax. Þegar verið var að kynna inn fram­bjóð­endur í útsend­ing­unni rugl­uð­ust kandídatarnir og vissu ekki í hvaða röð þeir áttu að ganga inn á sviðið með til­heyr­andi vand­ræða­gangi. Kapp­ræð­urnar snér­ust svo upp í árásir á milli fram­bjóð­enda. Þær beindust að mestu til Marco Rubio, öld­unga­deild­ar­þing­manns­ins frá Flór­ída, ­sem fékk ítrekað að heyra það frá Chris Christie, rík­is­stjóra New Jers­ey. Hann sagði Rubio vera eins og vél­menni í svörum, hann hefði enga hald­bæra reynslu sem for­seti þyrfti að hafa og í beinu fram­haldi benti Christie svo á að hann sjálfur hefði reynsl­una sem þyrfti til, haf­andi verið rík­is­stjóri. Rubio fékk svo við­ur­nefnið „Ro­bot“ í kjöl­far­ið.

Ted Cruz öld­unga­deilda­þing­maður frá Texas, sem Trump sak­aði um að hafa komið þeim þeim sögu­sögnum af stað að Ben Car­son væri að hætta í fram­boð­inu dag­inn sem kosið var í Iowa, bað Car­son afsök­unar á fram­ferði stuðn­ings­manna sinna. Og svona koll af kolli, rak hvert furðu­málið ann­að.  

Umræðan um pynt­ingar stóð einna helst upp úr mál­efna­legri umræðu kapp­ræð­anna, ef svo má segja. Þar kom í ljós að flestir fram­bjóð­end­urn­ir vor­u ­sam­mála um að leyfa svo­kall­aða „Wa­ter­bo­ar­ding“-að­ferð við yfir­heyrslu á ný. Allir fram­bjóð­end­urnir sóru svo að setja meiri fjár­muni í hern­að­ar­legar varnir lands­ins, taka þyrfti með enn afger­andi hætti á Norð­ur­-Kóreu sem hafði fyrr um dag­inn prófað lang­drægra flaug. Efna­hags­málin voru einnig ofar­lega á baugi. Trump virð­ist vera nokkuð nálægt Sand­ers í skoð­unum þegar kemur að við­skipta­samn­ingum við önnur lönd. Báðir hafa talað um hvernig slíkir samn­ingar hafa á und­an­förnum ára­tugum ýtt undir flutn­ing starfa úr landi og að end­ur­hugsa þurfi gerð slíkra samn­inga.

Óheppi­leg ummæli fem­inista

Þegar um klukku­tími var eftir af þess­ari fimmtán tíma löngu dag­skrá byrj­uðu að ber­ast fréttir af fund­inum sem Hill­ary Clinton hafði haldið í New Hamps­hire fyrr um kvöld­ið. Þar var henni til stuðn­ings fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna Madeline Albright. Sú hélt þar inn­blásna ræðu um hvers vegna konur ættu að styðja fram­boð Clint­on, þá sér­stak­lega ungar kon­ur, en kann­anir hafa sýnt að ungar konur styðja Bernie Sand­ers í miklu meiri mæli en Clint­on. Albright benti á að Hill­ary Clinton hefði rutt braut­ina fyrir allar kon­ur, hún hefði ekki bara mikla og dýr­mæta reynslu heldur kjark og dug til að breyta fyrir allar kon­ur. Hún lauk svo máli sínu með frasa sem hún hefur gert frægan í gengum skrif sín um konur í stjórn­mál­um: „Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir konur sem styðja ekki aðrar kon­ur“. Örskömmu síðar var þessa setn­ingu að finna á for­síðum allra miðla og við­brögðin væg­ast sagt ekki jákvæð.

Til að bæta gráu ofaná svart lét Gloria Stein­em, einn þekkt­asti og virt­asti fem­inist­inn í Banda­ríkj­un­um, hafa eftir sér í við­tali hjá Bill Mahers að lík­lega væru ungar konur svona hrifnar af Sand­ers af því strák­arnir væru hrifnir af Sand­ers. Þetta var ekki til þess fallið auka vin­sældir Hill­ary Clinton meðal yngri kjós­enda og allra síst kvenna sem nú keppt­ust við að svara Steinem á Twitter og í athuga­semda­kerf­um. Þar var meg­in­stefið að það væru þær sjálfar sem ákveða hvern þær kjósa en ekki karl­kyns vinir þeirra. Dag­inn eftir baðst Steinem svo afsök­unar og sagð­ist hafa mis­mælt sig og ekki ætlað að gera lítið úr póli­tískum áhuga eða skoð­unum yngri kvenna.

Þó bæði Albright og Steinem hafi án efa ætlað að nota styrk­leika sína til að auka fylgi Clinton þá kom á óvart að þær skildu báðar látið hafa eftir sér svo umdeil­an­leg ummæli. Þessi ummæli, auk þeirrar stað­reyndar að Clinton muni lík­lega tapa fyrir Sand­ers í New Hamps­hire, virð­ast hafa hrist upp í her­búðum Hill­ary Clinton því snemma á sunnu­dag­inn kvis­að­ist út að end­ur­skoða ætti leik­fræð­ina áður en lengra yrði hald­ið.  

Þegar heim var komið varð það ágætis léttir að sjá þá Bernie Sand­ers og Larry David mætta saman í sjón­varp­ið; í Spaug­stofu þeirra Banda­ríkja­manna, Sat­ur­day Night Life, vegna þess að frá því að fram­boð Sand­ers hófst hefur ítrekað verið gert grín af því hversu líkur hann þykir grínist­anum og höf­undi hinna sívin­sælu Sein­feld þátta. Það var ágætt að ljúka þessum langa degi á að sjá að Sand­ers átti ekki í vand­ræðum með að gera dálítið grín af sjálfum sér og hlæja með.

Með frost­bitna fingur og reynsl­unni rík­ari get ég nú horft spennt á nið­ur­stöður kosn­ing­anna til að sjá hvað kjós­endur New Hamps­hire velja sér. Kosið er í kvöld að íslenskum tíma og munu kjör­staðir loka klukkan eitt í nótt.

Þegar á öllu er á botn­inn hvolft, jafn­vel þó þetta fari ekki eins og maður hefði sjálfur kos­ið, getur maður huggað sig við það að það eru bara ell­efu dagar í að demókratar kjósi næst. Það verður í Nevada og repúblikanar á sama tíma í Suð­ur­-Kar­ólínu. Þegar því er lokið eiga 47 ríki enn eftir að velja sinn fram­bjóð­anda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar