Bein útsending: Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland?
Eru íslensku lífeyrissjóðirnir að verða of stórir fyrir Ísland?
Þetta er umfjöllunarefni morgunverðarfundar sem Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa sameiginlega að í dag. Fundurinn fer fram á Grand hótel og stendur yfir milli 8:30 og 10. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af fundinum.
Framsögumenn á fundinum verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, Jón Þór Sturluson, starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Honum er stýrt af Fanneyju Birnu Jónsdóttur, aðstoðarritstjóra Kjarnans.