EPA Joola-slysið
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
EPA

444 börn

Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög. Sökk undan ströndum Gambíu með þeim afleiðingum að um 1.900 manns létust. Tæplega sjötíu komust lífs af. Og aðeins ein kona. Tveir áratugir eru liðnir frá þessu skelfilega slysi sem sjaldan er fjallað um á Vesturlöndum.

Níu­tíu árum eftir að Titanic var siglt á ísjaka með þeim afleið­ingum að það sökk og um 1.500 manns týndu lífi átti sér stað annað sam­bæri­legt slys. Mann­skað­inn var reyndar enn meiri. En þó er sjaldan minnst á það í heims­frétt­un­um.

Joola var á siglingu frá Casamance til Dakar.

Þann 26. sept­em­ber árið 2002 var ferjan Joola á sigl­ingu undan ströndum Gamb­íu. Joola var í eigu senegalska rík­is­ins og flutti fólk, búfénað og far­ar­tæki ýmist upp eða niður með vest­ur­strönd Senegal og til syðsta hér­aðs lands­ins, Casam­ance.

Oft voru konur meiri­hluti far­þega. Þær sigldu með Joola til Dakar þar sem þær seldu mangó og pálma­olíu á mörk­uðum til að drýgja tekjur sín­ar. Hið blóm­lega Casam­ance, sem í seinni tíð er þekkt­ast fyrir að vera heima­hérað fót­bolta­kappans Sadio Mané, er aðskilið frá öðrum hlutum Senegal með litlu ílöngu landi, Gamb­íu. Sagan af því sér­kenni­lega fyr­ir­komu­lagi er löng og flókin en á sér m.a. skýr­ingar í því að Frakkar lögðu svæðið sem nú er kallað Senegal undir sig á nýlendu­tím­anum (sem og mörg nágranna­ríki) en Bretar vildu tryggja sér skipa­leiðir með stór­fljótum Afr­íku og sölsuðu því undir sig landið sem í dag kall­ast Gambía. Örmjótt land í miðju Senegal.

Það var komið kvöld er rign­ing og rok skall á. Joola var á leið frá Zigu­inchor, höf­uð­borg Casam­ance-hér­aðs til Dakar, höf­uð­borgar Senegal. Henni hafði verið siglt af leið, lengra frá ströndum en hún hafði heim­ildir til.

Um borð voru alltof marg­ir. Nærri því fjórum sinnum fleiri far­þegar en ferjan var hönnuð til að bera. Fólk dvaldi um alla ferj­una, svaf á úti á þil­för­um. Jafn­væg­inu var raskað og ferj­unni hvolfdi.

Allt gerð­ist mjög hratt. Og talið er að Joola hafi farið á hlið­ina á aðeins fimm mín­útum eftir að hún fór að halla er klukkan var í kringum hálf tvö um nótt­ina.

Á milli 1.800 og 1.900 manns lét­ust. Mögu­lega fleiri. 444 börn þeirra á með­al. Aðeins 68 komust lífs af, eftir að hafa beðið eftir björgun úr sjónum klukku­stundum sam­an, sumir í um sól­ar­hring. Fyrstir á vett­vang voru fiski­menn á litlum bát­um, pírógum svoköll­uð­um, ein­trján­ing­um.

Fiskiskip og litlir bátar við björgunarstörf daginn eftir slysið.
Wikipedia

Meðal þeirra sem þeim tókst að bjarga á lífi úr sjónum var fimmtán ára dreng­ur. Hann sagði þeim strax að hann hefði séð marga á lífi en fasta inni í ferj­unni. Hún hvolfdi að end­ingu alveg en mar­aði í hálfu kafi í lengri tíma.

Joola var smíðuð í Þýska­landi árið 1990. Hún var 79 metrar að lengd og um 12 metrar á breidd. Hún er talin hafa verið búin öllum þeim örygg­is­bún­aði sem reglur gerðu ráð fyrir á þessum tíma. En það breytti engu þegar slysið varð. Ekki var nándar nægi­lega mikið af björg­un­ar­bátum og vestum um borð fyrir alla far­þeg­ana.

„Ég hélt að það væri kannski vilji Guðs að ég og ófætt barn mitt myndum deyja,“ Mari­ama Diouf. Hún var meðal 22 skip­brots­manna sem bjargað var úr sjónum af fiski­mönn­um. „En ég var eina konan í þeim hópi,“ rifjar hún upp í nýrri heim­ild­ar­mynd BBC um slys­ið.

„Nótt­ina fyrir ferð­ina þá man ég að ég vakn­aði nokkrum sinn­um,“ segir Diouf. „Þegar ég kom á bryggj­una var ferjan full. En ungur maður sem hafði gleymt ein­hverju heima hjá sér og átti miða bað um að fá end­ur­greitt og sagði að ég gæti keypt hans plás­s.“

Joola við bryggju í Casamance árið 1991.
Wikipedia

Joola var hönnuð fyrir 356 far­þega. Hún sigldi frá einni höfn til ann­arrar og sífellt fleiri far­þegar komu um borð. „Svo fóru regn­dropar að falla,“ segir Lamine Coly, í heim­ild­ar­mynd BBC. „Þá vorum við sem stóðum úti beðin að færa okkur inn. Þegar við komum þangað þá fórum við að hafa áhyggjur af því hversu margir væru um borð. Ég hafði aldrei leitt hug­ann að því að svona stórt skip gæti farið á hlið­ina.“

Diouf seg­ist muna eftir því að allt í einu hafi fólk sem lá á mottum á gólfum farið að renna til. Hún seg­ist ekk­ert hafa skilið hvað væri að ger­ast enda var þetta í fyrsta skipti sem hún var far­þegi í skipi.

Mariama Diouf kemur fram í heimildarmynd um Joola-slysið sem BBC hefur gert.

Ljósin fóru að blikka. Í þriðja sinn sem slokkn­aði á þeim kvikn­uðu þau ekki aft­ur. Diouf segir fólk hafa haldið áfram að renna til og að loks hafi hún sjálf farið af stað.

Diouf var allt í einu, að henni fann­st, komin á ókunn­ugan stað. Hún var komin út í sjó­inn. „Ég reyndi að átta mig á því hvar ég væri eig­in­lega. Ég hélt niðri í mér and­anum í lengri tíma. Ég get það.“

Eftir að hafa barist um í haf­inu að því er henni fannst óend­an­lega lengi seg­ist hún hafa gefið upp alla von um björg­un. Hún var ólétt. Komin fjóra mán­uði á leið.

En allt í einu fannst henni birta til fyrir ofan sig. Hún heyrði manna­mál, að ein­hver sagði að það væri kona í sjón­um. „Nei, engin kona getur haldið þetta út svona leng­i,“ seg­ist hún hafa heyrt annan karl­mann segja. „Ég svar­aði: Jú, ég er kona!“ Og þeir drógu hana upp í bát sinn.

Aliou Cis­sé, þjálf­ari karla­lands­liðs Senegal í knatt­spyrnu, missti ell­efu skyld­menni í slys­inu. „Alltaf þegar ég fór til Casam­ance tók ég ferj­una,“ segir hann. „Ég keyrði eig­in­lega aldrei því ég elskaði Joola.“

Hann var ekki um borð í ferj­unni er hún sökk. Var á þessum tíma fyr­ir­liði senegalska lands­liðs­ins og leik­maður Birming­ham City á Englandi. Hann fór heim til Senegal í kjöl­far slyss­ins til að vera með fjöl­skyldu sinni og öðrum ást­vin­um. Hann er frá Zigu­inchor í Casam­ance og segir alla borg­ar­búa hafa verð í sárum eftir slys­ið. Allir hafi þekkt ein­hvern sem fórst.

Um 1.500 manns fór­ust er Titanic sökk í jóm­frú­ar­ferð sinni til Banda­ríkj­anna. Allir á Vest­ur­löndum þekkja þá sögu út og inn en sára­fáir harm­sög­una um Joola. Þó fór­ust mun fleiri, um 1.900 manns er hún sökk.

Ekki bara vont veður

Pat Wiley rann­sak­aði Joola-slysið í meira en ára­tug. Hann segir engum blöðum um það að fletta að ferjan hafi lent í ill­viðri en að margir aðrir þættir hafi orðið til þess að skip­inu hvolfdi.

Hann segir ljóst að alltof margir hafi verið um borð, lík­lega um 2.000 manns. „Lang­flestir höfðu ekki björg­un­ar­vest­i,“ segir hann. Stór­slys hafi verið fyr­ir­sjá­an­legt við þessar aðstæð­ur. Wiley birti nið­ur­stöður sínar í bók, The Sink­ing of MV Le Joola: Africa‘s Titan­ic, árið 2013.

Sól­ar­hringur leið áður en fyrstu eft­ir­lif­endur slyss­ins komu í land. Að baki var heil nótt og einn dagur í hafrót­inu. „Við vorum mjög lengi í sjón­um. Ef við hefðum ekki þurft að bíða svona lengi eftir hjálp hefðu fleiri kom­ist lífs af,“ segir Diouf.

Nið­ur­staða rann­sóknar stjórn­valda var sú að skip­stjór­inn Issa Diarra bæri mesta sök á slys­inu. Hann er tal­inn hafa lát­ist í því en lík hans, líkt og svo margra ann­arra, fannst aldrei.

Í til­efni af því að tveir ára­tugir eru liðnir frá því að Joola sökk hefur minn­is­varði um hina látnu verið afhjúp­aður í Zigu­inchor. Ætt­ingjar þeirra sem og fólk úr hópi eft­ir­lif­enda krefj­ast þess enn þann dag í dag að flak Joola verði híft upp af hafs­botni. Að slysið verði rann­sakað að fullu í eitt skipti fyrir öll.

Hér að neðan er heim­ild­ar­mynd BBC um slysið í heild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar