Samsett Þórhildur Sunna og Katrín Jakobsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Samsett

Pólitísk ábyrgð og armslengd krufin til mergjar við Austurvöll

Á mánudag fór fram umræða sérstök umræða um pólitíska ábyrgð á Íslandi í sal Alþingis að frumkvæði þingmanns Pírata. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til svara og sagði auk annars að í bók eftir danskan hæstaréttardómara og sérfræðing í ráðherraábyrgð kæmi fram að pólitísk gagnrýni gæti falið í sér pólitíska ábyrgð.

Hug­takið póli­tísk ábyrgð hefur verið nokkuð í umræð­unni upp á síðkast­ið, ekki síst í ljósi þess að um það virð­ist ekki ríkja sam­eig­in­legur skiln­ing­ur; skiln­ingur stjórn­mála­manna jafn­vel „út og suð­ur“ eins og heim­spek­ing­ur­inn Henry Alex­ander Henrys­son orð­aði það í nýlegu við­tali við vef­mið­il­inn Vísi og vís­aði þar til ummæla ráð­herra um póli­tíska ábyrgð í tengslum við sölu­ferli á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Á mánu­dag fór fram sér­stök umræða á þingi um póli­tíska ábyrgð á Íslandi, að beiðni Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttir þing­manns Pírata. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra var þar til svara og beindi Þór­hildur Sunna þeim spurn­ingum til Katrín­ar, sem upp­leggi að umræð­unni, hvernig hún skil­greindi póli­tíska ábyrgð og hvernig hún teldi að kjörnir full­trúar öxl­uðu póli­tíska ábyrgð – og svo einnig með sér­tæk­ari hætti tengt sölu­ferli Íslands­banka; hvernig í „ósköp­un­um“ rík­is­stjórnin hefði „axlað póli­tíska ábyrgð á banka­söl­unni“ og því að fjár­mála­ráð­herra hefði selt „pabba sínum hlut í Íslands­banka“.

Ýtrasta mynd póli­tískar ábyrgðar van­traust þings en einnig gagn­rýni

Katrín Jak­obs­dóttir kom til svara og sagði ágætt að fá tæki­færi til að eiga sam­ræður í þingsalnum um ákveðnar grunn­stoðir í stjórn­skip­un­inni, ráð­herra­á­byrgð, sem jafnan væri skipt upp í tvenn konar ábyrgð.

„Ann­ars vegar hina laga­legu sem stundum er kölluð refsi­á­byrgð og um hana er fjallað í lögum um ráð­herra­á­byrgð og getur virkj­ast ef þingið ákveður að sækja ráð­herra til saka fyrir lands­dómi. Hins vegar höfum við póli­tíska ábyrgð og það má segja að póli­tísk ábyrgð sé liður í hinni lýð­ræð­is­legu umboðskeðju sem á end­anum rekur sig til kjós­enda, eins og við vit­um, þangað sem lýð­ræð­is­lega kjörnir full­trúar sækja umboð sitt. Þing­menn hafa það hlut­verk að veita fram­kvæmd­ar­vald­inu aðhald en á end­anum eru það kjós­endur sem dæma ráð­herra og aðra kjörna full­trúa af verkum sínum en á milli kosn­inga hefur þingið hins vegar fjöl­mörg tæki til að kalla eftir póli­tískri ábyrgð ráð­herra á emb­ætt­is­verkum sín­um. Við getum sagt að póli­tísk ábyrgð birt­ist í sinni ýtr­ustu mynd í því að ráð­herra missi emb­ætti sitt vegna van­trausts þings­ins,“ sagði Katrín, og bætti því svo við að hægt væri að axla póli­tíska ábyrgð með ýmsum öðrum hætti, ef litið væri til þeirra sem hefðu fjallað um þessi mál, t.d. á nor­rænum vett­vangi.

Í kjöl­farið mælti for­sæt­is­ráð­herra með bók eftir danska hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ann Jens Peter Christen­sen, um ráð­herra og emb­ætt­is­menn, póli­tíska ábyrgð og skyld­ur. „Hann orðar það svo í þess­ari ágætu bók að þótt ýtrasta form póli­tískrar ábyrgðar birt­ist í því að van­traust sé sam­þykkt þá geti póli­tísk ábyrgð birst í ýmsum mynd­um, t.d. með gagn­rýni á ráð­herra í póli­tískri umræðu, með­ferð mála í þing­inu og eftir atvikum með snuprum svoköll­uð­u­m,“ sagði Katrín.

„Í því til­viki sem er til­efni þess­arar umræðu, hvort fjár­mála­ráð­herra hafi axlað póli­tíska ábyrgð hvað varðar sölu á Íslands­banka, hef ég bent á það og hv. þing­maður gagn­rýnt að ráð­herra hafi staðið skil á gjörðum sínum gagn­vart þingi og þjóð og ekk­ert dregið undan í því að svara fyrir mál­ið. Sú umræða stendur raunar enn þá. Eft­ir­lit Alþingis er með öðrum orðum í fullri virkni og ég get ekki séð annað en að ráð­herr­ann hafi þar verið fús að svara fyrir sínar gjörðir og raunar átt frum­kvæði að því að kalla eftir því að þær séu teknar til skoð­un­ar. Það hefur hins vegar ekki komið neitt fram í þeirri miklu rýni sem þegar hefur átt sér stað sem kallar á að ýtrasta form póli­tískrar ábyrgðar sé virkj­að, þ.e. að ráð­herr­ann segi af sér emb­ætti eða hann hafi misst meiri­hluta­stuðn­ing á Alþingi vegna þessa máls,“ sagði Katrín einnig í ræðu sinni.

Arms­lengdin

Þór­hildur Sunna hafði einnig óskað eftir því að for­sæt­is­ráð­herra svar­aði því hvað arms­lengd, sem oft er rætt um, þýddi, sér í lagi í til­felli söl­unnar á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Í ræðu Katrínar kom fram að eftir hennar bestu vit­und lægi ekki fyrir ein við­ur­kennd skil­grein­ing á hug­tak­inu, en að það mætti rekja til hug­mynda­fræð­innar um góða stjórn­ar­hætti og að í sinni ein­föld­ustu mynd mætti skýra það þannig „að í sam­hengi opin­berrar stjórn­sýslu feli hug­takið í sér fjar­lægð á milli stefnu­mót­unar og fram­kvæmdar í því skyni að koma í veg fyrir að stjórn­mál hafi óæski­leg áhrif á fag­lega stjórnun og rekst­ur.“

„Fyrir því eru iðu­lega þau rök höfð að stuðla að því að fag­mennska ráði för og traust sé borið til ákvörð­un­ar. Hug­mynda­fræði arms­lengd­ar­innar er alltum­lykj­andi í lög­unum um Banka­sýsl­una sem og í lögum um sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og raunar í reglu­verk­inu öllu um fjár­mála­mark­að­inn. Þetta birt­ist t.d. í því hvernig staðið er að skipun stjórna fjár­mála­fyr­ir­tækja þar sem ráð­herra kemur hvergi nærri. Þá birt­ist arms­lengdin í því að til sé sér­stök stofnun sem hefur það hlut­verk sem Banka­sýslan hefur og ég þarf ekki að fara yfir hér. Þessi hug­mynda­fræði hefur sætt gagn­rýni fyrir að hún geti leitt af sér rofna ábyrgð­ar­keðju. Það hefur heyrst til að mynda í tengslum við banka­söl­una. Það er auð­vitað ekki mark­miðið með reglum um arms­lengd því að það er ætíð þannig að ráð­herra hefur til­teknar stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ildir með stofn­unum sem undir hann heyra, jafnvel þó að lög­gjaf­inn ætli þeim til­tekið sjálf­stæði. Hversu ákveðið og í hvaða mæli ráð­herra beitir slíkum heim­ildum er svo mis­mun­andi. Eins og ég hef sagt í sam­hengi banka­söl­unnar þá hef ég fullan skiln­ing á því að hæstv. fjár­mála­ráð­herra hafi talið rétt að umgang­ast þær heim­ildir af var­færni í ljósi þess hvernig lög­gjaf­inn hefur búið að reglu­verki um banka­sölu,“ sagði Katrín.

Ýmsir þing­menn kvöddu sér hljóðs í umræð­unni og fór hún um ansi víðan völl og ræddu um sinn skiln­ing á hvoru tveggja, póli­tískri ábyrgð og arms­lengd, auk þess sem sumir fóru út í aðra sálma, eins og kröfur sem gera mætti um sann­sögli ráð­herra og þing­manna, póli­tískar áherslur rík­is­stjórn­ar­innar og póli­tísk lof­orð og ábyrgð í mál­efnum leigj­enda.

Eyjólfur Ármann­son þing­maður Flokks fólks­ins sagð­ist fagna umræðu í þing­inu um póli­tíska ábyrgð á Íslandi „þar sem hún virð­ist ekki vera mikil oft og tíð­u­m“.

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

„Að axla póli­tíska ábyrgð er að segja af sér ef maður nýtur ekki þing­meiri­hluta fyrir störfum sín­um. Þar er líka skírskotun til þing­ræð­is­regl­unnar og þess að ef ráð­herra ger­ist sekur um afglöp þá beri honum að segja af sér og við­ur­kenna afglöp sín. Um arms­lengd og hvernig for­sæt­is­ráð­herra skil­greinir arms­lengd verð ég að segja það að í vor not­aði hann hug­takið nokkuð oft varð­andi sölu á Íslands­banka. Sama gerði fjár­mála­ráð­herra og sama hafa stjórn­ar­þing­menn gert. Málið er, og það þarf að vera alger­lega krist­al­tært, að við söl­una á Íslands­banka í vor var engin arms­lengd milli ráð­herra og Banka­sýsl­unn­ar. Banka­sýslan er ekki sjálf­stæð stofnun að lög­um, hún er ekki sjálf­stæð stofnun varð­andi sölu­með­ferð­ina. Lögin sem stjórn­uðu söl­unni, hvaða lög voru það? Jú, það voru lög um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þar bar fjár­mála­ráð­herra að senda grein­ar­gerð til Alþing­is, fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is. Ráð­herra tekur ákvörðun um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafnað og und­ir­ritar samn­ing fyrir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ans. Það er engin arms­lengd. Það er rangt. Það er eins rangt og það getur ver­ið, þannig er nú það,“ sagði Eyjólf­ur.

Póli­tísk ábyrgð verði ekki skil­greind út frá sjón­ar­miðum póli­tískra and­stæð­inga

Hildur Sverr­is­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði í ræðu sinni að „ör­lítið erfitt“ væri að festa hönd á hvað fælist hug­tak­inu póli­tísk ábyrgð og að eflaust sæju þing­menn póli­tíska ábyrgð með mis­mun­andi hætti.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks.

„Einn aðspurður orð­aði það svo, með leyfi for­seta: „Er póli­tísk ábyrgð ekki það, þegar manni finnst að and­stæð­ingur sinn þurfi að segja af sér þegar hann hefur ekki brotið lög og mögu­lega ekki gert neitt sið­ferð­is­lega ámæl­is­vert?“ Það má vera, en samt sem áður höfum við nýleg dæmi um þing­menn og ráð­herra sem hafa ann­ars vegar gerst brot­legir við siða­reglur og hins vegar við lög án þess að segja af sér þrátt fyrir að t.d. þeirri sem hér stendur hafi mögu­lega fund­ist til­efni til þess í báðum þeim til­fell­um. En það skiptir bara engu máli hvað mér, póli­tískum and­stæð­ingi þeirra, finnst um það. Það skiptir bara engu máli hvað mér gæti mögu­lega fund­ist um það,“ sagði Hild­ur.

Þing­mað­ur­inn bætti því við að henni þætti mega slá því föstu að póli­tísk ábyrgð væri ekki og mætti vera „skil­greind út frá óskum, sjón­ar­miðum og skoð­unum póli­tískra and­stæð­inga“.

„Það er marklaust, sama hversu hátt og oft þeim óskum er haldið á lofti. En hins vegar er það fólkið í land­inu sem má og á að hafa óskir og sjón­ar­mið um hver eigi að bera póli­tíska ábyrgð á gjörðum sínum og það er gert í kosn­ing­um. Ráð­herrar og þing­menn mæta kjós­endum sínum með reglu­legu milli­bili. Það er lang­mik­il­væg­asta próf­raun póli­tískrar ábyrgðar og eini sann­gjarni mæli­kvarði póli­tískrar ábyrgð­ar, eins furðu­leg og nið­ur­staða kjós­enda kann oft að virð­ast póli­tískum and­stæð­ing­um,“ sagði Hild­ur.

Pólítísk ábyrgð rík­is­stjórn­ar­innar felist í að úti­loka póli­tík­ina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar steig í pontu og sagði kjarna íslenskra stjórn­skip­unar þann að rík­is­stjórnin bæri ábyrgð á öllum sínum verk­um.

„Tækni­leg atriði breyta ekki því hvar póli­tíska ábyrgðin liggur í erf­iðum málum rík­is­stjórn­ar­innar hverju sinni. Hún þarf öll að svara fyrir það því að völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Þetta er kjarn­inn í lýð­ræð­is­skipan nútíma­ríkja. Ákvarð­anir sem eru teknar á vett­vangi stjórn­mál­anna lúta ströngum kröf­um. Þær kröfur eru laga­legar jafnt sem póli­tískar og sið­ferð­is­leg­ar,“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti við að sann­ar­lega væru margir fletir á póli­tískri ábyrgð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.

Hún spurði svo for­sæt­is­ráð­herra hvort hún teldi sig sýna póli­tíska ábyrgð í hinum ýmsu mál­um, meðal ann­ars þegar skuldir rík­is­sjóðs væru „auknar í mesta hag­vexti síð­ari ára“og þegar stjórnin hefði setið í fimm ár án þess að kynna „áætlun um hvernig afla á orku til þess að ná mark­miðum stjórn­ar­sátt­mál­ans um grænan hag­vöxt og orku­skipti“ og „án þess að tryggja virka þjóð­ar­eign fisk­veiði­auð­lind­ar­innar með ákvæðum um eðli­legt auð­linda­gjald fyrir tíma­bund­inn nýt­ing­ar­rétt“.

„Á end­anum felst póli­tíska ábyrgðin í því að úti­loka í raun­inni póli­tík­ina í póli­tísku sam­starfi og ríg­halda í kyrr­stöð­una,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Við þessum orðum brást sér­stak­lega for­sæt­is­ráð­herra er hún lok­aði umræð­unni með ræðu. Sagði Katrín að henni þætti mik­il­vægt, er rætt væri um póli­tíska ábyrgð henn­ar, „að minna á að ég held að hún hafi verið und­ir­rituð í síð­ustu kosn­ingum þegar sú rík­is­stjórn sem nú situr hlaut meiri hluta atkvæða“.

„Gleymum ekki þeirri stað­reynd, herra for­set­i,“ sagði Katrín.

Velti upp sann­leiks­skyldu og leka þing­manna á skýrslum

Halla Signý Krist­jáns­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks þakk­aði fyrir umræð­una og sagði „hverjum manni hollt að líta í eigin barm, skoða sinn innri mann og vega og meta orð og gjörð­ir, hvort sem um er að ræða þing­menn eða ráð­herra“.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar.

„Í þessu sam­hengi langar mig að velta upp hér sann­leiks­skyld­unni, en hún er sam­ofin póli­tískri ábyrgð og sið­ferði. Þessi umræða er stærri að umfangi en ein­ungis salan á Íslands­banka. Sann­leiks­skyld­an, skyldan til að greina satt og rétt frá, er ekki skrifuð í lög á Íslandi en umboðs­maður Alþingis hefur þó fjallað um mik­il­vægi henn­ar. Hvaða úrræði höfum við hér á Íslandi ef þing­menn eða ráð­herrar segja ekki satt og rétt frá? Sann­leiks­skyldan er meg­in­regla fyrir alla opin­bera starfs­menn í Dan­mörku. Þar er lögð áhersla á að skyldan til að segja satt sé mið­læg og mik­il­væg fyrir alla opin­bera aðila, opin­bera starfs­menn og ráð­herra. Útgangs­punktur sann­leiks­skyld­unnar er að ráð­herra, þing­menn og opin­berir starfs­menn mega ekki með­vitað eða af gáleysi miðla upp­lýs­ingum sem eru rangar eða vill­andi eða stuðla að því að aðrir geri það, hvort sem er inn á við eða út á við. Oft­ast þegar rætt er um sann­leiksskyld­una hér­lendis hefur það verið í tengslum við póli­tíska ábyrgð ráð­herra en póli­tísk þing­leg ábyrgð veitir ráð­herra mikið aðhald. Sam­kvæmt þing­ræð­is­regl­unni getur Alþingi eða meiri hluti þess hvenær sem er losað sig við ráð­herra sem nýtur ekki lengur trausts. Upp­runa þing­ræð­is­regl­unnar má rekja til þess tíma þegar kon­ungar höfðu ein­ræð­is­vald við ákvarð­ana­töku. Sú leið var farin að tryggja rétt­kjörnum aðilum óbeint vald á þjóð­þingum til að hafa áhrif í umboði fólks­ins í land­inu. Málið vand­ast aftur á móti þegar kemur að póli­tískri ábyrgð þing­manna. Hver er póli­tísk ábyrgð þeirra á því að segja satt og rétt frá, hvort sem það er hér í pontu eða í fjöl­miðlum eða leka mik­il­vægum skýrslum frá Alþingi? Hver er póli­tíska ábyrgðin þá?“ sagði Halla Signý í ræðu sinni.

Væri hægt að breyta menn­ing­unni til að bæta póli­tíska ábyrgð

Arn­dís Anna K. Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata sagði að svokölluð póli­tísk ábyrgð ráð­herra, sem einnig væri kölluð þing­leg eða stjórn­mála­leg ábyrgð, byggð­ist á þing­ræð­is­regl­unni.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Í henni felst að Alþingi getur fundið að emb­ætt­is­færslu ráð­herra eða sam­þykkt á hann van­traust sem leiðir þá til þess að hann verður að víkja. Hvoru tveggja mætti að mínu mati kalla það sem ég vil segja að sé form­leg ábyrgð. En póli­tísk ábyrgð snýst ekki bara um það. Að mínu mati snýst póli­tísk ábyrgð líka um það að vinna af heil­indum og sann­fær­ingu og tryggja það að stjórn­mála­maður í öllum sínum verkum njóti trausts almenn­ings í heild,“ sagði Arn­dís Anna og bætti því við að vinnu­hópur sem nefndur var í skýrslu stjórn­laga­nefndar hefði bent á varð­andi póli­tíska ábyrgð ráð­herra „að unnt væri að beina gagn­rýni í form­legan far­veg með því t.d. að leggja fram og ræða þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem fela í sér mis­sterka gagn­rýni á emb­ætt­is­færslu ráð­herra“.

„Þetta væri hægt að gera án laga­breyt­inga og hvað þá stjórn­ar­skrár­breyt­inga. Þetta er dæmi um það sem við getum gert hér á Alþingi og í okkar stjórn­málum til að bæta póli­tíska ábyrgð í okkar störfum með því ein­fald­lega að breyta þeirri menn­ingu sem við við­höfum hér,“ sagði Arn­dís Anna.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eitt sterkasta tækið

Orri Páll Jóhanns­son þing­maður Vinstri grænna sagði að eins og fram hefði komið í máli for­sæt­is­ráð­herra væri hin póli­tíska ábyrgð liður í hinni lýð­ræð­is­legu umboðskeðju sem á end­anum ræki sig til kjós­enda og þangað sækji kjörnir full­trúar umboð sitt.

Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck

„Það er í kosn­ingum sem við dæm­um, ef svo má að orði kom­ast, ráð­herra og aðra kjörna full­trúa af verkum sín­um. Það er líka okk­ar, hinna lýð­ræð­is­lega kjörnu full­trúa, að veita fram­kvæmd­ar­vald­inu aðhald. Hér á vett­vangi þings­ins er sér­stök stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, eins og við þekkj­um, og hún er einmitt eitt þess­ara tækja sem við höfum til að sinna þessu aðhaldi í formi eft­ir­lits. Að mínu viti er stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eitt sterkasta tæk­ið,“ sagði Orri Páll og bætti við að á þeim vett­vangi væri enn verið að „velta við hverjum steini“ hvað banka­sölu­málið varð­aði.

„Skýrslan [frá rík­is­end­ur­skoð­anda] er góð og ég fæ ekki betur séð en að þessi trún­að­ar­maður okk­ar, hinna lýð­ræð­is­lega kjörnu full­trúa, hafi farið yfir ferlið gagn­rýnum aug­um. En eins og ég segi, virðu­legi for­seti, þá erum við enn að og sinnum okkar skyldu að veita fram­kvæmd­ar­vald­inu aðhald með okkar eft­ir­liti. Þar erum við að skoða og fjalla um hið mats­kennda hug­tak póli­tíska ábyrgð,“ sagði Orri Páll.

Póli­tísk ábyrgð að standa við orð sín

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ingar sté næstur í ræðu­stól og tók þar upp mál­efni Brynju Hrannar Bjarna­dótt­ur, leigj­anda hjá Ölmu leigu­fé­lagi, sem stóð frammi fyrir 30 pró­senta hækkun leigu eftir ára­mót.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar. Mynd: Samfylkingin

„Hvað hefur þetta að gera með póli­tísk ábyrgð? Jú, ég nefni þetta hér vegna þess að hæst­virt rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur ekki staðið við þau fyr­ir­heit sem gefin voru síð­ast þegar rík­is­stjórnin steig inn til að liðka fyrir kjara­samn­ing­um. Ef hún hefði gert það, ef hún hefði staðið við það sem var lof­að, væri staða þess­arar konu, Brynju Hrannar Bjarna­dótt­ur, allt önnur en hún er í dag. Rifjum aðeins upp hverju var lof­að. Ákvæði húsa­leigu­laga verði end­ur­skoðuð til að bæta rétt­ar­stöðu leigj­enda, m.a. hvað varðar vernd leigj­enda þegar kemur að hækkun leigu­fjár­hæð­ar. Þetta segir í yfir­lýs­ingu um stuðn­ing stjórn­valda við lífs­kjara­samn­ing­ana frá 2019. Hvað hefur svo gerst í þessum efn­um? Nákvæm­lega ekki neitt. Samn­ings­tíma­bil­inu er lokið og engar hömlur hafa verið settar eða varnir verið reistar gegn hækkun leigu­fjár­hæð­ar,“ sagði Jóhann Páll og bætti því við að póli­tísk ábyrgð sner­ist „líka um að standa við orð sín, að það sé eitt­hvað að marka það sem er sagt, að það sé eitt­hvað að marka lof­orð sem eru gefin þeim sem lök­ust hafa kjör­in,“ sagði Jóhann Páll.

Hann bætti því að þetta skildi „rík­is­stjórnin í Skotlandi sem sagð­ist ekki bara ætla að standa með leigj­endum heldur gerði það raun­veru­lega, hafði for­göngu um að sett voru lög í land­inu um fryst­ingu leigu­verðs“.

„Það sama gerðu jafn­að­ar­menn í Dan­mörku og við hér á Íslandi getum gert það lík­a,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Póli­tísk ábyrgð túlkuð með þrengri hætti en ásætt­an­legt sé

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar sagði að það væri þekkt í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu að „hug­takið póli­tísk ábyrgð er túlkað með þrengri hætti af vald­höfum hverju sinni en ásætt­an­legt er“ og að stundum hefði virst sem svo að það væri sjálf­stætt og háleitt mark­mið að kann­ast helst ekki við ábyrgð sína fyrr en í flest skjól væri fok­ið.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ég hef ítrekað kallað eftir því að rík­is­stjórnin og fjár­mála­ráð­herra axli póli­tíska ábyrgð sína á mislukk­aðri banka­sölu. Í því felst ekki sjálf­krafa, eins og sumir virð­ast halda, að ein­ungis sé hægt að gang­ast við ábyrgð með því að segja af sér emb­ætti. Í mínum huga snýst þetta til­tekna mál um að fram­ganga ákvarð­anir og máls­með­ferð ráð­herra og rík­is­stjórnar er með þeim hætti að allt traust er fokið út í veður og vind. Nægir þar að nefna að einn ráð­herra var­aði þjóð­ina ekki við þótt hann sæi það skýrt fyrir að þessi sala yrði klúð­ur, en var­aði hins vegar hina ráð­herrana við sem skelltu við því skolla­eyr­um,“ sagði Sig­mar og nefndi einnig ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf til þings­ins og „nið­ur­lagn­ingu heillar stofn­unar án umræðu einmitt til þess að færa frá sjálfum sér umræð­una um ábyrgð og yfir á Banka­sýsl­una“.

„Traustið fór og hvað hafa menn þá gert til þess að efla traustið á ný? Hvaða póli­tísku ábyrgð hafa menn axlað í því sam­hengi? Svarið við þessu er því miður frekar slappur brand­ari. Fjár­mála­ráð­herra hefur að sögn sam­ráð­herra sinna, for­sæt­is- og við­skipta­ráð­herra, axlað hana með því að velja sjálfur þann far­veg sem málið var sett í, far­veg sem svarar engu um póli­tíska ábyrgð ráð­herr­anna eða rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Sig­mar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent