Root

Listamenn skreyta veggi í Reykjavík fyrir Iceland Airwaves

Miðborgin er listagallerí í tenglsum við Iceland Airwaves. Víða um miðbæ Reykjavíkur má sjá listaverk örvuð með tónlist þeirra sem koma fram á hátíðinni.

Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur hafa tekið eftir því að búið er að skreyta heilu byggingarnar með risastórum vegglistaverkum. Nokkrir listamenn fengu frelsi til að sköpunar í verkefni sem er á vegum Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem fer fram í Reykjavík um helgina og Urban National Berlin.

Yfirskrift verkefnisins er Veggjaskáldskapur 2015 (e. Wall Poetry) þar sem listamenn reyna að framkalla sjónræn áhrif tónlistarinnar sem þeir hlusta á á meðan þeir mála, spreyja eða teikna. Myndirnar hafa meðal annars verið birtar á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar og verið deilt þaðan meira en þúsund sinnum. Reykjavík er fyrsti vettvangur þessa verkefnis.

Markmiði verkefnisins er lýst þannig að málarinn á „að taka hið ósýnilega skapandi ferli þegar hann hlustar á tónlist meðan hann málar málverk“. Einnig er hægt að snúa ferlinu við og ímynda sér tónlistarmann sem sér fyrir sér ákveðið málverk sem tengist tilfinningunni sem fylgir laginu og textanum.

Í Reykjavík hefur listamönnum verið úthlutað veggjum í miðborginni sem þeir fengu frelsi til að skreyta að vild. Útkomuna má sjá á myndunum hér að neðan sem ljósmyndarinn Nika Kramer tók.

Gamla bíó

eftir Li Hill og John Grant

undir áhrifum af laginu Pale Green Ghosts

Heimaslóð 2

eftir Telmomiel + Mercury Rev

undir áhrifum af laginu Moth Light

Grandi - hjá Sjávarklasanum

eftir Tankpetrol + gusgus

undir áhrifum af laginu Over

Laugavegur 34

eftir Elle + Úlfur Úlfur

undir áhrifum af laginu 20ogeitthvað

Laugavegur 66

eftir DFace + Agent Fresco

undir áhrifum af laginu Wait for me

Hverfisgata - Samhjálparskotið

eftir Ernest Zacharevic + Dikta

undir áhrifum af laginu We'll meet again

Vesturgata

eftir DEIH XLF + Vök

undir áhrifum af laginu Waterfalls

Laugavegur/Klapparstígur

eftir Caratoes's + Ylja

undir áhrifum af laginu Óður til móður

Sjávarútvegshúsið

eftir Evoca1 + Saun & Starr

undir áhrifum af laginu Gonna make time

Listamennirnir sem tóku þátt í verkefninu eru:

DEIH XLF + VÖK
EVOCA 1 + SAUN & STARR
ERNEST ZACHAREVIC + DIKTA
LI HILL + JOHN GRANT
ELLE + ÚLFUR ÚLFUR
CARATOES S + YLJA
TANKPETROL + GUSGUS
TELMOMIEL + MERCURY REV
UGLY BROTHERS + GÍSLI PÁLMI
DFACE + AGENT FRESCO AND LAXDÆLA

Hægt er að skoða allar myndirnar á vef Iceland Airwaves.

Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Iceland Airwaves.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent