Root

Listamenn skreyta veggi í Reykjavík fyrir Iceland Airwaves

Miðborgin er listagallerí í tenglsum við Iceland Airwaves. Víða um miðbæ Reykjavíkur má sjá listaverk örvuð með tónlist þeirra sem koma fram á hátíðinni.

Veg­far­endur í mið­borg Reykja­víkur hafa tekið eftir því að búið er að skreyta heilu bygg­ing­arnar með risa­stórum vegg­lista­verk­um. Nokkrir lista­menn fengu frelsi til að sköp­unar í verk­efni sem er á vegum Iceland Airwa­ves-tón­list­ar­há­tíð­ar­innar sem fer fram í Reykja­vík um helg­ina og Urban National Berl­in.

Yfir­skrift verk­efn­is­ins er Veggja­skáld­skapur 2015 (e. Wall Poetry) þar sem lista­menn reyna að fram­kalla sjón­ræn áhrif tón­list­ar­innar sem þeir hlusta á á meðan þeir mála, spreyja eða teikna. Mynd­irnar hafa meðal ann­ars verið birtar á Face­book-­síðu Reykja­vík­ur­borgar og verið deilt þaðan meira en þús­und sinn­um. Reykja­vík er fyrsti vett­vangur þessa verk­efn­is.

Mark­miði verk­efn­is­ins er lýst þannig að málar­inn á „að taka hið ósýni­lega skap­andi ferli þegar hann hlustar á tón­list meðan hann málar mál­verk“. Einnig er hægt að snúa ferl­inu við og ímynda sér tón­list­ar­mann sem sér fyrir sér ákveðið mál­verk sem teng­ist til­finn­ing­unni sem fylgir lag­inu og text­an­um.

Í Reykja­vík hefur lista­mönnum verið úthlutað veggjum í mið­borg­inni sem þeir fengu frelsi til að skreyta að vild. Útkom­una má sjá á mynd­unum hér að neðan sem ljós­mynd­ar­inn Nika Kramer tók.

Gamla bíó

eftir Li Hill og John Grant

undir áhrifum af laginu Pale Green Ghosts

Heimaslóð 2

eftir Telmomiel + Mercury Rev

undir áhrifum af laginu Moth Light

Grandi - hjá Sjávarklasanum

eftir Tankpetrol + gusgus

undir áhrifum af laginu Over

Laugavegur 34

eftir Elle + Úlfur Úlfur

undir áhrifum af laginu 20ogeitthvað

Laugavegur 66

eftir DFace + Agent Fresco

undir áhrifum af laginu Wait for me

Hverfisgata - Samhjálparskotið

eftir Ernest Zacharevic + Dikta

undir áhrifum af laginu We'll meet again

Vesturgata

eftir DEIH XLF + Vök

undir áhrifum af laginu Waterfalls

Laugavegur/Klapparstígur

eftir Caratoes's + Ylja

undir áhrifum af laginu Óður til móður

Sjávarútvegshúsið

eftir Evoca1 + Saun & Starr

undir áhrifum af laginu Gonna make time

Lista­menn­irnir sem tóku þátt í verk­efn­inu eru:

DEIH XLF + VÖK

EVOCA 1 + SAUN & STARR

ERNEST ZACHAREVIC + DIKTA

LI HILL + JOHN GRANT

ELLE + ÚLFUR ÚLFUR

CARATOES S + YLJA

TANKPETROL + GUSGUS

TELMOMIEL + MERC­URY REV

UGLY BROTHERS + GÍSLI PÁLMI

DFACE + AGENT FRESCO AND LAX­DÆLA

Hægt er að skoða allar mynd­irnar á vef Iceland Airwa­ves.

Mynd­irnar eru birtar með góð­fús­legu leyfi Iceland Airwa­ves.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent