Root

Listamenn skreyta veggi í Reykjavík fyrir Iceland Airwaves

Miðborgin er listagallerí í tenglsum við Iceland Airwaves. Víða um miðbæ Reykjavíkur má sjá listaverk örvuð með tónlist þeirra sem koma fram á hátíðinni.

Veg­far­endur í mið­borg Reykja­víkur hafa tekið eftir því að búið er að skreyta heilu bygg­ing­arnar með risa­stórum vegg­lista­verk­um. Nokkrir lista­menn fengu frelsi til að sköp­unar í verk­efni sem er á vegum Iceland Airwa­ves-tón­list­ar­há­tíð­ar­innar sem fer fram í Reykja­vík um helg­ina og Urban National Berl­in.

Yfir­skrift verk­efn­is­ins er Veggja­skáld­skapur 2015 (e. Wall Poetry) þar sem lista­menn reyna að fram­kalla sjón­ræn áhrif tón­list­ar­innar sem þeir hlusta á á meðan þeir mála, spreyja eða teikna. Mynd­irnar hafa meðal ann­ars verið birtar á Face­book-­síðu Reykja­vík­ur­borgar og verið deilt þaðan meira en þús­und sinn­um. Reykja­vík er fyrsti vett­vangur þessa verk­efn­is.

Mark­miði verk­efn­is­ins er lýst þannig að málar­inn á „að taka hið ósýni­lega skap­andi ferli þegar hann hlustar á tón­list meðan hann málar mál­verk“. Einnig er hægt að snúa ferl­inu við og ímynda sér tón­list­ar­mann sem sér fyrir sér ákveðið mál­verk sem teng­ist til­finn­ing­unni sem fylgir lag­inu og text­an­um.

Í Reykja­vík hefur lista­mönnum verið úthlutað veggjum í mið­borg­inni sem þeir fengu frelsi til að skreyta að vild. Útkom­una má sjá á mynd­unum hér að neðan sem ljós­mynd­ar­inn Nika Kramer tók.

Gamla bíó

eftir Li Hill og John Grant

undir áhrifum af laginu Pale Green Ghosts

Heimaslóð 2

eftir Telmomiel + Mercury Rev

undir áhrifum af laginu Moth Light

Grandi - hjá Sjávarklasanum

eftir Tankpetrol + gusgus

undir áhrifum af laginu Over

Laugavegur 34

eftir Elle + Úlfur Úlfur

undir áhrifum af laginu 20ogeitthvað

Laugavegur 66

eftir DFace + Agent Fresco

undir áhrifum af laginu Wait for me

Hverfisgata - Samhjálparskotið

eftir Ernest Zacharevic + Dikta

undir áhrifum af laginu We'll meet again

Vesturgata

eftir DEIH XLF + Vök

undir áhrifum af laginu Waterfalls

Laugavegur/Klapparstígur

eftir Caratoes's + Ylja

undir áhrifum af laginu Óður til móður

Sjávarútvegshúsið

eftir Evoca1 + Saun & Starr

undir áhrifum af laginu Gonna make time

Lista­menn­irnir sem tóku þátt í verk­efn­inu eru:

DEIH XLF + VÖK

EVOCA 1 + SAUN & STARR

ERNEST ZACHAREVIC + DIKTA

LI HILL + JOHN GRANT

ELLE + ÚLFUR ÚLFUR

CARATOES S + YLJA

TANKPETROL + GUSGUS

TELMOMIEL + MERC­URY REV

UGLY BROTHERS + GÍSLI PÁLMI

DFACE + AGENT FRESCO AND LAX­DÆLA

Hægt er að skoða allar mynd­irnar á vef Iceland Airwa­ves.

Mynd­irnar eru birtar með góð­fús­legu leyfi Iceland Airwa­ves.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent