Karolina Fund: Máttur kvenna í Tansaníu

Verkefni vikunnar er WOMEN POWER. Það gengur út á að mennta efnalitlar konur í þorpinu Bashay í norðurhluta Tansaníu.

tansania
Auglýsing

„Það varðar okkur öll að í heiminum sé fjöldi barna sem ekki njóti grunn- mannréttinda og fái ekki tækifæri til að vaxa og þroskast eins og best verður á kosið. Það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að ein af virkustu aðferðunum til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður barnanna,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir. Anna er ásamt Eiríki Bergmann, Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni, Viðari Viðarssyni, Kristínu Þórdísi Þorgilsdóttur og Restituta Joseph Surumbu, að vinna að verkefni sem mun efla menntun kvenna í Tansaníu til að þær geti komið á fót eigin rekstri. Kjarninn hitti Önnu Elísabetu og tók hana tali.

 

Auglýsing

Hvað er ‘woman power’ og út á hvað gengur verkefnið ykkar?

"Verkefnið WOMEN POWER – sem nú er verið að safna fyrir á Karolina Fund - er verkefni sem einmitt gengur út á það að mennta efnalitlar konur. Verkefnið er unnið í þorpinu Bashay í norðurhluta Tansaníu í Afríku sunnan Sahara. Akademískir starfsmenn Háskólans á Bifröst leiða verkefnið undir stjórn Önnu Elísabetar, aðstoðarrektors.

Verkefnið er byggt á námskeiðinu Máttur kvenna sem kennt hefur verið síðastliðin 10 ár við Háskólann á Bifröst. Í hnotskurn gengur verkefnið út á það að hjálpa konunum að finna viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu, vinna einfalda viðskiptaáætlun og fara af stað í rekstur. Fyrsti nemendahópurinn útskrifaðist fyrr á þessu ári en nú er í undirbúningi framhaldsnámskeið fyrir konurnar sem og nýtt námskeið fyrir allar þær konur sem ekki komust að á fyrsta námskeiðið."Verkefnið er byggt á námskeiðinu Máttur kvenna sem kennt hefur verið síðastliðin 10 ár við Háskólann á Bifröst.

Af hverju þorpið Bashay?

"Anna Elísabet hefur verið viðloðandi Bashay í Tansaníu síðastliðin 10 ár og bjó þar um tíma. Hún rekur þar lítinn bóndabæ, Tanzanice Farm, sem býður upp á ódýra gistingu fyrir ferðamenn. Með störfum sínum í Bashay hefur Anna skapað störf fyrir fjölda þorpsbúa. Þar á meðal er Resty, 24 ára tansanísk kona sem nú er framkvæmdastjóri Tanzanice Farm. Hún er með þrjá karlmenn í vinnu og hefur með góðum stuðning öðlast virðingu þeirra sem og annarra þorpsbúa. Resty hefur dvalið á Íslandi í rúmt ár og fengið haldgóða menntun í tölvutækni, bókhaldi og ensku. Dvöl hennar á Íslandi hefur skapað henni ný tækifæri og stóraukið víðsýni hennar, getu og færni. Resty er leiðtogi kvennahópsins sem Háskólinn á Bifröst er nú að mennta."

Hvað viljið þið sjá komast til leiðar og hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur varðandi þetta verkefni?

"WOMEN POWER er að verða sjálfbært verkefni og er stefnt á uppbyggingu frumkvöðlaseturs fyrir konurnar í Bashay, seturs sem skapar þeim athvarf til að hittast, fræðast, miðla af reynslu sinni og hjálpast að við að koma viðskiptahugmyndum sínum á koppinn. Með þessu móti styrkjum við samfélagið innan frá, hjálpum konunum að verða sjálfbjarga og geta betur stutt við börnin sín, fætt þau og klætt og þannig skapað þeim bjartari framtíð."WOMEN POWER er að verða sjálfbært verkefni og er stefnt á uppbyggingu frumkvöðlaseturs fyrir konurnar í Bashay, seturs sem skapar þeim athvarf til að hittast, fræðast, miðla af reynslu sinni og hjálpast að við að koma viðskiptahugmyndum sínum á koppinn.

Hvers konar verðlaun eru í boði fyrir að heita á ykkur?

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessu verkefni með fjárhagslegum stuðningi. Í þakklætisskyni fyrir framlög eru m.a. boð á sýningu heimildarmyndar um verkefnið, armband eða jafnvel snyrtitaska sem bæði er unnið af konunum í Bashay.

Nánari upplýsingar um verkefnið og félagasamtökin er að finna á facebook síðu verkefnisins: og á heimasíðu félagasamtakanna WOMEN POWER.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None