Ekki tímabært að ræða um hvort Bandaríkjaher komi aftur til Íslands

Aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum ræddi við Kjarnann um norðurslóðamál, hvalveiðar og hvort Bandaríkjamenn opin herstöð í Keflavík á ný.

Benjamin Ziff er aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum og ber ábyrgð á málum sem varða Evrópu og Evrasíu
Benjamin Ziff er aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum og ber ábyrgð á málum sem varða Evrópu og Evrasíu
Auglýsing
Benjamin Ziff er aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum og ber
ábyrgð á málum sem varða Evrópu og Evrasíu. Kjarninn ræddi við Ziff um
Norðurslóðamál, hvalveiðar og möguleikann á því að Bandaríkjamenn opni
herstöð á ný.

„Ísland spilar óvenjustórt hlutverk í alþjóðastjórnmálum um þessar
mundir,“ segir Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
„Ekki bara vegna landfræðilegrar staðsetningar heldur líka vegna
framtakssemi og leiðtogahlutverks sem hefur verið sýnt í málefnum eins
og Norðurslóðamálum.“

Ziff kom einmitt hingað til lands um síðustu helgi til að vera
viðstaddur og taka þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu.
Bandaríkjamenn tóku nýlega við forsæti í Norðurskautsráðinu.
„Rétt eins og fyrir Ísland eru Norðurslóðir gríðarlega mikilvægt svæði
fyrir Bandaríkin af mörgum ástæðum, efnahagslegum, landfræðipólitískum
og samfélagslegum,“ segir Ziff.

„Okkar forsæti mun einbeita sér að þrennu, því að bæta efnahagsleg og
lífsskilyrði fólksins sem býr á norðurslóðum, að bæta öryggismál á
svæðinu og auðvitað verður áhersla á loftslagsbreytingar. Okkar
markmið er að líta á Norðurskautið sem alþjóðlega auðlind og vernda
það sem slíka.“ 

Ziff segir að Bandaríkjamenn vilji gera það sem þeir
geta til þess að tryggja að Norðurskautið verði áfram sameiginleg
arfleið, og verði ekki spillt af manna völdum.

„Með loftslagsbreytingum og bráðnun íss sjáum við hvað áhuginn á
sjóleiðinni yfir svæðið er að aukast. Þótt það séu líklega tuttugu til
þrjátíu ár í að þetta verði algengt þurfum við engu að síður að undarbúa það núna, og undirbúa okkur undir mengunina og skemmdirnar
sem af þessu gætu orðið. Það þarf líka að huga að lagarammanum, sem
þarf að vera í lagi til að frjáls för og frjálsir flutningar geti orðið þarna um.“

Hann segir það nauðsynlegt að brjóta á bak aftur samkeppni um og mismunandi kröfur Norðurslóðaríkjanna, „og finna kerfi þar sem not á svæðinu er þannig að það gagnist öllum og sé gert á sanngjarnan hátt.“

Ísland mikilvægt þótt ekki sé á það minnst

Ekki er minnst á Ísland í nýrri Norðurslóðastefnu Bandaríkjanna, en
Ziff segir samt sem áður að Ísland sé „lykilbandalagsþjóð“ fyrir
Bandaríkin, enda stofnmeðlimur í Atlantshafsbandalaginu og íkin tvö
hafi mikil efnahagsleg tengsl. „Ég heimsótti Sjávarklasann hérna, sem
er að gera magnaða hluti í sjávarrannsóknum og því hvernig hægt er að
nota allt frá hausi til sporðs á fiskum, allt slíka hefur mikla
efnahagslega möguleika í Bandaríkjunum líka.“ Bandaríkjamenn geti lært
mikið af Íslendingum í þessum efnum.Ziff segist hafa hitt marga íslenska embættismenn og hvalveiðar komi alltaf upp. „En ég held að okkar staða sé alveg þekkt og við vonum að við sjáum framþróun í þessum málum, sem muni gera enn fleira fólki kleift að koma hingað til að fara í hvalaskoðun.“

Auglýsing

Vill fleiri í hvalaskoðun í stað hvalveiða

Í einu málefni sjávarins vilja Bandaríkjamenn þó ekki læra af
Íslendingum. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað undanfarin ár gagnrýnt
hvalveiðar Íslendinga og jafnvel látið kanna hvort halda eigi
samskiptum ríkjanna með sama hætti vegna þeirra. Ziff segir að viðhorf
og afstaða Bandaríkjamanna í þessum málum sé vel þekkt. „Hvalveiðar
eru alþjóðlegt mál en ekki spurning um tvíhliða samskipti
Bandaríkjanna og Íslands. Ég vonast til þess að vera á leið í
hvalaskoðun, og fá þá að verða hluti af stórum hópi fólks sem fer að
skoða hvali lifa og anda, en ekki vera veidda í gróðaskyni.“

Hann nefnir ferðamannasprengjuna sem orðið hefur á Íslandi undanfarið. „Hluti þessa fólks hefur áhuga á sjávarumhverfi Íslands, hefur áhuga á því að sjá hér hluti sem það sér ekki annars staðar, og hvalir eru þar á meðal. Ég trúi ekki öðru en að það að veiða hvali í verslunarskyni hafi minna efnahagslegt gildi fyrir ísland en það að nýta náveru hvalanna, lifandi, í þessari miklu ferðamennsku hér á landi.“ 

Ziff segist hafa hitt marga íslenska embættismenn og hvalveiðar komi alltaf upp. „En ég held að okkar staða sé alveg þekkt og við vonum að við sjáum framþróun í þessum málum, sem muni gera enn fleira fólki kleift að koma hingað til að fara í hvalaskoðun.“

Ekki tímabært að tala um opnun herstöðvar á Íslandi

Við fengum líka af því fréttir fyrir skömmu að rætt hefði verið um
aukna viðveru Bandaríkjahers á Íslandi á nýjan leik. Ziff segir að það
sé þó of snemmt að ræða einhverjar ákvarðanir í því samhengi. „Ég veit
að hingað hafa komið embættismenn til að skoða þennan möguleika. Staða
Íslands í Norður-Atlantshafi, og sú staðreynd að innviðirnir eru til
staðar og þeim hefur verið vel við haldið af Íslendingum frá 2006,
þegar við fórum frá Keflavík, sýna að ef þörf krefur er Ísland í góðri
stöðu til að taka þátt á breiðari hátt í aðgerðum Nató, en þessar
ákvarðanir hafa ekki verið teknar.“

Myndi þetta tengjast Rússum og hrakandi samskiptum Bandaríkjanna og
annarra Vesturvelda við Rússland? „Ég myndi ekki ganga svo langt að
segja að samskiptunum fari hrakandi. Ég held að það sé mikilvægt að
horfa ekki á málin eins og í kalda stríðinu. Heimurinn er miklu
alþjóðavæddari og marghliða núna en þegar Bandaríkjaher fór frá
Íslandi 2006. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru það líka.
Staðsetning herliðs er því ekki endilega merki um mikilvægi eða stöðu
Íslands. Við sjáum núna aukinn áhuga alþjóðlegra skipafyrirtækja á
íslandi, vegna Norðurslóða, ég nefndi áðan íslensk frumkvöðlafyrirtæki
í sjávarútvegi og sjávarrannsóknum, þetta er á heimsmælikvarða. Það er
miklu margþættari sýn á það hvað það þýðir að vera mikilvægur í
heiminum í dag. Bandaríkin segja að gildi þjóðar sé í menntun og
frumkvöðlastarfsemi, og þar stenst enginn Íslandi snúning.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None