Ekki tímabært að ræða um hvort Bandaríkjaher komi aftur til Íslands

Aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum ræddi við Kjarnann um norðurslóðamál, hvalveiðar og hvort Bandaríkjamenn opin herstöð í Keflavík á ný.

Benjamin Ziff er aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum og ber ábyrgð á málum sem varða Evrópu og Evrasíu
Benjamin Ziff er aðstoðarutanríkisráðherra í Bandaríkjunum og ber ábyrgð á málum sem varða Evrópu og Evrasíu
Auglýsing
Benja­min Ziff er aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra í Banda­ríkj­unum og ber

ábyrgð á málum sem varða Evr­ópu og Evr­asíu. Kjarn­inn ræddi við Ziff um

Norð­ur­slóða­mál, hval­veiðar og mögu­leik­ann á því að Banda­ríkja­menn opni

her­stöð á ný.



„Ís­land spilar óvenju­stórt hlut­verk í alþjóða­stjórn­málum um þessar

mund­ir,“ segir Benja­min Ziff, aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna.

„Ekki bara vegna land­fræði­legrar stað­setn­ingar heldur líka vegna

fram­taks­semi og leið­toga­hlut­verks sem hefur verið sýnt í mál­efnum eins

og Norð­ur­slóða­mál­u­m.“

Ziff kom einmitt hingað til lands um síð­ustu helgi til að vera

við­staddur og taka þátt í Arctic Circle ráð­stefn­unni í Hörpu.

Banda­ríkja­menn tóku nýlega við for­sæti í Norð­ur­skauts­ráð­inu.

„Rétt eins og fyrir Ísland eru Norð­ur­slóðir gríð­ar­lega mik­il­vægt svæði

fyrir Banda­ríkin af mörgum ástæð­um, efna­hags­leg­um, land­fræðipóli­tískum

og sam­fé­lags­leg­um,“ segir Ziff.

„Okkar for­sæti mun ein­beita sér að þrennu, því að bæta efna­hags­leg og

lífs­skil­yrði fólks­ins sem býr á norð­ur­slóð­um, að bæta örygg­is­mál á

svæð­inu og auð­vitað verður áhersla á lofts­lags­breyt­ing­ar. Okkar

mark­mið er að líta á Norð­ur­skautið sem alþjóð­lega auð­lind og vernda

það sem slík­a.“ 

Auglýsing

Ziff segir að Banda­ríkja­menn vilji gera það sem þeir

geta til þess að tryggja að Norð­ur­skautið verði áfram sam­eig­in­leg

arf­leið, og verði ekki spillt af manna völd­um.

„Með lofts­lags­breyt­ingum og bráðnun íss sjáum við hvað áhug­inn á

sjó­leið­inni yfir svæðið er að aukast. Þótt það séu lík­lega tutt­ugu til

þrjá­tíu ár í að þetta verði algengt þurfum við engu að síður að und­ar­búa það núna, og und­ir­búa okkur undir meng­un­ina og skemmd­irnar

sem af þessu gætu orð­ið. Það þarf líka að huga að lag­ara­mm­an­um, sem

þarf að vera í lagi til að frjáls för og frjálsir flutn­ingar geti orðið þarna um.“

Hann segir það nauð­syn­legt að brjóta á bak aftur sam­keppni um og mis­mun­andi kröfur Norð­ur­slóða­ríkj­anna, „og finna kerfi þar sem not á svæð­inu er þannig að það gagn­ist öllum og sé gert á sann­gjarnan hátt.“

Ísland mik­il­vægt þótt ekki sé á það minnst

Ekki er minnst á Ísland í nýrri Norð­ur­slóða­stefnu Banda­ríkj­anna, en

Ziff segir samt sem áður að Ísland sé „lyk­il­banda­lags­þjóð“ fyrir

Banda­rík­in, enda stofn­með­limur í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og íkin tvö

hafi mikil efna­hags­leg tengsl. „Ég heim­sótti Sjáv­ar­kla­s­ann hérna, sem

er að gera magn­aða hluti í sjáv­ar­rann­sóknum og því hvernig hægt er að

nota allt frá hausi til sporðs á fisk­um, allt slíka hefur mikla

efna­hags­lega mögu­leika í Banda­ríkj­unum lík­a.“ Banda­ríkja­menn geti lært

mikið af Íslend­ingum í þessum efn­um.Ziff segist hafa hitt marga íslenska embættismenn og hvalveiðar komi alltaf upp. „En ég held að okkar staða sé alveg þekkt og við vonum að við sjáum framþróun í þessum málum, sem muni gera enn fleira fólki kleift að koma hingað til að fara í hvalaskoðun.“

Vill fleiri í hvala­skoðun í stað hval­veiða

Í einu mál­efni sjáv­ar­ins vilja Banda­ríkja­menn þó ekki læra af

Íslend­ing­um. Banda­ríkja­stjórn hefur ítrekað und­an­farin ár gagn­rýnt

hval­veiðar Íslend­inga og jafn­vel látið kanna hvort halda eigi

sam­skiptum ríkj­anna með sama hætti vegna þeirra. Ziff segir að við­horf

og afstaða Banda­ríkja­manna í þessum málum sé vel þekkt. „Hval­veiðar

eru alþjóð­legt mál en ekki spurn­ing um tví­hliða sam­skipti

Banda­ríkj­anna og Íslands. Ég von­ast til þess að vera á leið í

hvala­skoð­un, og fá þá að verða hluti af stórum hópi fólks sem fer að

skoða hvali lifa og anda, en ekki vera veidda í gróða­skyn­i.“

Hann nefnir ferða­manna­sprengj­una sem orðið hefur á Íslandi und­an­far­ið. „Hluti þessa fólks hefur áhuga á sjáv­ar­um­hverfi Íslands, hefur áhuga á því að sjá hér hluti sem það sér ekki ann­ars stað­ar, og hvalir eru þar á með­al. Ég trúi ekki öðru en að það að veiða hvali í versl­un­ar­skyni hafi minna efna­hags­legt gildi fyrir ísland en það að nýta náveru hval­anna, lif­andi, í þess­ari miklu ferða­mennsku hér á land­i.“ 

Ziff seg­ist hafa hitt marga íslenska emb­ætt­is­menn og hval­veiðar komi alltaf upp. „En ég held að okkar staða sé alveg þekkt og við vonum að við sjáum fram­þróun í þessum mál­um, sem muni gera enn fleira fólki kleift að koma hingað til að fara í hvala­skoð­un.“

Ekki tíma­bært að tala um opnun her­stöðvar á Íslandi

Við fengum líka af því fréttir fyrir skömmu að rætt hefði verið um

aukna við­veru Banda­ríkja­hers á Íslandi á nýjan leik. Ziff segir að það

sé þó of snemmt að ræða ein­hverjar ákvarð­anir í því sam­hengi. „Ég veit

að hingað hafa komið emb­ætt­is­menn til að skoða þennan mögu­leika. Staða

Íslands í Norð­ur­-Atl­ants­hafi, og sú stað­reynd að inn­við­irnir eru til

staðar og þeim hefur verið vel við haldið af Íslend­ingum frá 2006,

þegar við fórum frá Kefla­vík, sýna að ef þörf krefur er Ísland í góðri

stöðu til að taka þátt á breið­ari hátt í aðgerðum Nató, en þessar

ákvarð­anir hafa ekki verið tekn­ar.“



Myndi þetta tengj­ast Rússum og hrak­andi sam­skiptum Banda­ríkj­anna og

ann­arra Vest­ur­velda við Rúss­land? „Ég myndi ekki ganga svo langt að

segja að sam­skipt­unum fari hrak­andi. Ég held að það sé mik­il­vægt að

horfa ekki á málin eins og í kalda stríð­inu. Heim­ur­inn er miklu

alþjóða­vædd­ari og marg­hliða núna en þegar Banda­ríkja­her fór frá

Íslandi 2006. Áskor­an­irnar sem við stöndum frammi fyrir eru það líka.

Stað­setn­ing her­liðs er því ekki endi­lega merki um mik­il­vægi eða stöðu

Íslands. Við sjáum núna auk­inn áhuga alþjóð­legra skipa­fyr­ir­tækja á

íslandi, vegna Norð­ur­slóða, ég nefndi áðan íslensk frum­kvöðla­fyr­ir­tæki

í sjáv­ar­út­vegi og sjáv­ar­rann­sókn­um, þetta er á heims­mæli­kvarða. Það er

miklu marg­þætt­ari sýn á það hvað það þýðir að vera mik­il­vægur í

heim­inum í dag. Banda­ríkin segja að gildi þjóðar sé í menntun og

frum­kvöðla­starf­semi, og þar stenst eng­inn Íslandi snún­ing.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None