Topp 10

Bestu íslensku kvikmyndirnar

Hverjar eru bestu kvikmyndir Íslandssögunnar? Hér er ein tillaga.

Það er merki­legt hvað jafn fámenn þjóð og Ísland getur haldið úti svo blóm­legri kvik­mynda­gerð. Framan af 20. öld voru afar fáar kvik­myndir fram­leiddar hér og fengu þær ekki mikla athygli. En það breytt­ist í kringum árið 1980. Síðan þá hefur verið mik­ill stíg­andi í geir­anum og nú koma út um fjórar til átta kvik­myndir á hverju ári í fullri lengd. Tækni og fag­mennska hefur einnig auk­ist til muna og Ísland er orð­inn álit­legur staður fyrir erlenda kvik­mynda­gerð­ar­menn til að taka upp. Íslenskar kvik­myndir eru auður sem kom­andi kyn­slóðir geta lært af og gengið að. Hér eru þær 10 eft­ir­minni­leg­ustu.

10. Frost



Allt frá því að Húsið kom út árið 1983 hafa íslenskir kvik­mynda­gerð­ar­menn mátað sig við hryll­ing­inn með mis­jöfnum árangri. Frost frá árinu 2012 er nýstár­leg að því leyti að sagan er sögð með upp­tökum per­són­anna sjálfra. Þetta er nokkuð algengt form í hryll­ings­mynda­gerð ytra. Það hófst með myndum á borð við Canni­bal Holocaust (1980) og náði miklum vin­sældum með myndum á borð við The Blair Witch Project (1999) og Paranormal Act­i­vity (2007). Frost er langt frá því að vera full­komin mynd en til­raunin er skemmti­leg. Hún ger­ist upp á jökli og sagan er nær alfarið sögð frá sjón­ar­hóli leik­ar­anna Önnu Gunn­dísar Guð­munds­dóttur og Björns Thors. Að ein­hverju leyti kemur hryll­ings­mynd Johns Carpenters The Thing (1982) upp í hug­ann vegna stað­setn­ing­ar­innar en hryll­ing­ur­inn í Frosti er þó mun duld­ari. Óhugn­að­ur­inn sem aðal­leik­ar­arnir vekja minna mann í raun frekar á verk rit­höf­und­ar­ins H.P. Lovecraft en best er að segja ekki of mik­ið.

9. Hross í oss



Kvik­myndin Hross í oss frá árinu 2013 er einn ein­kenni­leg­asti bræð­ingur í íslenskri kvik­mynda­sögu. Hún er sam­an­safn smá­sagna sem ger­ast í sömu sveit og tengj­ast allar hestum á ein­hvern (eða mik­inn) hátt. Myndin er ákaf­lega stutt, ein­ungis um 80 mín­út­ur, en engu að síður rúm­ast margar frá­brugðnar sögur í henni. Hrossin og sögu­sviðið skipa veiga­mik­inn sess en myndin er þó borin á herðum ákaf­lega lit­ríkra og skemmti­legra per­sóna og frá­bærra leik­ara. Má þar helst nefna tvo erlenda leik­ara, Charlotte Bøv­ing frá Dan­mörku (sem er gift leik­stjóra mynd­ar­innar Bene­dikti Erlings­syni) og Juan Camillo Roman Estrada frá Kól­umbíu. Sá síð­ar­nefndi leikur í ógleym­an­legu atriði þar sem hann skríður innan í hestslík í stormi til að bjarga lífi sínu, atriði sem er aug­ljós­lega lotn­ing til Stjörnu­stríðs.

8. Myrkra­höfð­ing­inn

Myrkra­höfð­ing­inn frá 1999 er laus­lega byggð á galdra­máli Kirkju­bóls­feðga í Ísa­fjarð­ar­sýslu frá árinu 1656. Þar voru Jón Jóns­son eldri og yngri brenndir á báli fyrir til­stuðlan Jóns Magn­ús­sonar prests á Eyri. Prest­ur­inn, sem leik­inn er af Hilmi Snæ Guðn­a­syni, taldi feðgana orsaka­valda af meintum krank­leikum sín­um. Hrafn Gunn­laugs­son leik­stýrði mynd­inni og ber hún þess merki. Hún er skítug, þrúg­andi og upp­full af ann­ar­legum órum og kennd­um. Mál­farið er líka skítugt. „Þið eruð ekk­ert annað en saur­slettur úr enda­þarmi Satans!“ er lína sem gleym­ist seint. Hrafn nær einnig ein­stak­lega vel að ná fram því and­rúms­lofti sem mynd­ast í galdra­fári, ekki bara hér heldur almennt. Sam­fé­lagið allt virð­ist haldið móð­ur­sýki og heimsku og eng­inn vill eða þorir að benda á alls­beran keisar­ann. Í slíku and­rúms­lofti geta vilja­sterkir ein­stak­lingar náð sínu fram án mik­illar mót­spyrnu.

7. Reykja­vík­-Rott­er­dam



Það er ekki oft sem Íslend­ingum tekst vel til að búa til góða spennu­mynd en Reykja­vík­-Rott­er­dam frá árinu 2008 er alveg ein­stak­lega vel heppn­uð. Myndin fjallar um Krist­ó­fer, leik­inn af Baltasar Kor­máki, sjó­mann sem flæk­ist inn í umsvifa­mikið sprúttsmygl á frakt­skipi. Sagan ger­ist að hluta til í Rott­er­dam eins og tit­ill­inn gefur til kynna og þar kemur fram hinn frá­bæri hol­lenski leik­ari Victor Löw. Ólíkt flestum íslenskum spennu­myndum og þáttum þá nær Reykja­vík­-Rott­er­dam að halda and­liti allan tím­ann og er bara þó nokkuð kúl og trú­verð­ug. Óskar Jón­as­son leik­stýrði mynd­inni en Baltasar amer­ísku end­ur­gerð­inni Contra­band frá 2012. Þá var sögu­sviðið aftur á móti New Orleans og leik­ar­arnir öllu stærri stjörn­ur, þ.e. Mark Wahlberg, Kate Beck­insale o.fl.

6. Á annan veg



Gam­an­myndin Haf­steins Gunn­ars Sig­urðs­son­ar, Á annan veg, frá árinu 2011 fékk senni­lega meiri athygli utan lands­stein­anna en hér heima. Hún er smá í sniðum og mest­megnis bor­inn á herðum tveggja leik­ara, Hilm­ars Guð­jóns­sonar og Sveins Ólafs Gunn­ars­son­ar, sem leika vega­mál­ara úti á landi á níunda ára­tugn­um. Það má þó segja að leik­ar­inn Þor­steinn Bach­mann steli sen­unni í litlu hlut­verki sem vöru­bíls­stjóri. Hans karakter virð­ist vera frá allt öðrum tíma og manni grunar jafn­vel að hann sé  draug­ur. Styrkur mynd­ar­innar er þó fyrst og fremst sam­band aðal­leik­ar­anna sem eru ákaf­lega ólíkir og útkoman er væg­ast sagt bráð­fynd­in. Myndin var sýnd á kvik­mynda­há­tíðum víða um heim og hlaut ýmis verð­laun. Árið 2013 var hún end­ur­gerð í Banda­ríkj­unum sem Prince Avalanche en sögu­sviðið þá fært til Texas. Líkt og með frum­mynd­ina var aðsóknin á þá mynd hóg­vær. Á annan veg er engu að síður fal­inn fjár­sjóður sem vert er að kynna sér.

5. Agnes



Myndin er byggð á morð­unum á Ill­uga­stöðum í Vestur Húna­vatns­sýslu árið 1828 og sein­ustu aftökum Íslands­ög­unnar sem fram fóru á Þrí­stöpum tveimur árum síð­ar. Málið er eitt þekktasta saka­mál sem upp hefur komið hér á landi og hefur verið nokkuð í deigl­unni nýverið eftir að ástr­alski rit­höf­und­ur­inn Hannah Kent skrif­aði sögu­lega skáld­sögu byggða á atburð­un­um, Burial Rites frá árinu 2013. Agnes, sem er frá árinu 1995, er sam­kvæm sög­unni í stærstu atrið­un­um, þ.e. ást­ar­mál­unum sem leiddu að atburð­un­um, morð­unum sjálfum og aftök­un­um. En þó er hún vel krydduð og samúð áhorf­and­ans á vissu­lega að vera hjá aðal­per­són­unni Agn­esi Magn­ús­dótt­ur, sem leikin er af Maríu Ell­ing­sen. Myndin er dramat­ísk með ein­dæmum og ein­stak­lega fal­leg í alla staði, sér­stak­lega hvað varðar leik­mynd og kvik­mynda­töku. Loka­atrði mynd­ar­innar lætur engan ósnort­inn.

4. Skytt­urnar



Skytt­urnar var fyrsta kvik­mynd leik­stjór­ans Frið­riks Þórs Frið­riks­sonar í fullri lengd en áður hafði hann leik­stýrt stutt­myndum og heim­ild­ar­myndum á borð við Rokk í Reykja­vík (1982). Myndin fjallar um Grím og Bubba, tvo hval­veiði­menn sem halda til Reykja­víkur eftir að veiði­tíma­bil­inu lýk­ur. Þar fara þeir á fyll­erí sem tekur óvænta stefnu og endar loks með skot­bar­daga við vík­inga­sveit­ina í Sund­höll Reykja­vík­ur. Myndin er lág­stemmd og hrá­slaga­leg og minnir um margt á kvik­myndir finnska leik­stjór­ans Aki Kauris­maki. Til­tölu­lega lítt þekktir leik­arar fara með aðal­hlut­verkin í mynd­inni, þeir Þór­ar­inn Óskar Þór­ar­ins­son og Egg­ert Guð­munds­son, sem gefa henni skemmti­legan blæ. Tón­listin vakti einnig tölu­verða athygli, þar sem m.a. Bubbi Morthens og Syk­ur­mol­arnir koma fram.

3. Sódóma Reykja­vík



Eng­inn íslensk kvik­mynd hefur náð við­líka költ-sta­tus og Sódóma Reykja­vík frá 1992. Allir Íslend­ingar á fer­tugs og fimm­tugs­aldri hafa séð hana margoft og geta þulið utan­bókar helstu fra­sana úr henni. „Af hverju ertu svona blá?“ „Tókstu fjar­stýr­ing­una? Nei.......ég meina jú“ og svo auð­vitað „DÚFNA­HÓLAR 10!!!“.  Sem betur fer eru Dúfna­hólar 10 ekki til, því það væri óbæri­legt fyrir íbú­ana. Myndin er hreinn farsi sem fjallar um ungt fólk í leit að fjar­stýr­ingu. Inn í sögu­þráð­inn flétt­ast svo ótrú­lega lélegir smá­glæpa­menn, sem stýrt er af Agga flinka (eða Agga Pó) sem leik­inn er snilld­ar­lega af Egg­erti Þor­leifs­syni. Í mynd­inni leika með­limir þung­arokks­sveit­ar­innar HAM og hún verður ávallt sam­tvinnuð helsta smelli þeirra Partí­bæ.

2. Hrútar



Hrútar er marg­verð­launuð kvik­mynd Gríms Hákon­ar­sonar frá árinu 2015. Hún ger­ist í Bárð­ar­dal í Suður Þing­eyj­ar­sýslu og fjallar um  bræð­urna Kidda og Gumma sem leiknir eru af Theó­dóri Júl­í­us­syni og Sig­urði Sig­ur­jóns­syni. Þeir eru metn­að­ar­fullir sauð­fjár­bændur sem keppa iðu­lega á hrúta­sýn­ingum en tal­ast ekki við jafn­vel þó að þeir búi í nokk­urra skrefa fjar­lægð frá hvorum öðr­um. Myndin er ein­stak­lega íslensk, þ.e. hún er bæði trega­full og jafn­vel dramat­ísk en einnig fyndin á ákaf­lega þurran hátt. Ein­mana­leiki er sterkt þema í mynd­inni og hjá bræðr­unum brýst hann út í óvenju inni­legum tengslum við búféð, þeir hætta jafn­vel lífi sínu fyrir það. Einn helsti styrk­leiki mynd­ar­innar er leikur Theó­dórs og Sig­urðar sem er hreint afbragð og einnig leikkon­unnar Charlotte Bøv­ing sem leikur hér­aðs­dýra­lækn­inn í sveit­inni.

1. Hrafn­inn flýgur



Kvik­mynd Hrafns Gunn­laugs­sonar frá árinu 1984, Hrafn­inn flýgur, er fyrsta íslenska kvik­myndin sem fékk veru­lega athygli utan land­stein­anna. Hug­takið „Þungur hníf­ur“ er einnig orðið fyr­ir­bæri út af fyrir sig. Myndin ger­ist á fyrstu árum Íslands­byggðar og er sú fyrsta í hinum svo­kall­aða vík­inga-­þrí­leik Hrafns; með Í skugga hrafns­ins (1988) og Hvíta vík­ingnum (1991). Hún fjallar um írskan mann sem kemur til Íslands til að hefna fyrir ódæði tveggja vík­inga og fóst­bræðra, sem leiknir eru eft­ir­minni­lega af Helga Skúla­syni og Flosa Ólafs­syni. Sögu­legt gildi mynd­ar­innar er lítið en það er heldur ekki tak­mark­ið. Hún á í raun mun meira skylt við spa­gettí vestra Sergio Leone og sam­úræja myndir Akira Kurosawa frá sjötta og sjö­unda ára­tug sein­ustu ald­ar. Myndin skartar magn­þrungnum senum þar sem per­sónur horfast lengi í augu undir vel við­eig­andi tón­list. Hrafn­inn flýgur er hrein­lega ein­stök í íslenskri kvik­mynda­sögu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiMenning