erla 3

Það sem ekki brýtur þig gerir þig sterkari

Erla Hlynsdóttir hefur þrívegis unnið mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hún upplifði málaferlin sem tilraun fólks til að sýna að það gæti stjórnað umræðunni, lenti á vanskilaskrá án þess að vita af því og segir dóma íslenskra dómstóla sýna algjöran skort á þekkingu á starfi blaðamanna. Erla upplifði aldrei að hafa gert neitt rangt heldur hafi hún einungis verið að sinna starfi sínu. Enda komast kurteisar konur ekki í sögubækurnar.

Tján­ing­ar­frelsi og frjálsir fjöl­miðlar eru meðal horn­steina lýð­ræð­is­ríkja. Íslenskir dóm­stólar virt­ust á tíma­bili ekki átta sig almenni­lega á því um hvað tján­ing­ar­frelsi og blaða­mennska sner­ust. Ítrekað voru blaða­menn dæmdir fyrir meið­yrði jafn­vel þótt ummælin væru orð­rétt höfð eftir við­mæl­end­um. ­Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslenskir dóm­stólar hafi brotið 10. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna í dómum sínum yfir blaða­mönn­um. Erla Hlyns­dóttir blaða­maður er einn fárra ein­stak­linga ­sem unnið hefur þrjú mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og er eini Íslend­ing­ur­inn sem lagt hefur íslenska ríkið þrisvar sinn­um.

Gaman að kom­a breyt­ingum af stað 

,,Það er bara ótrú­lega gaman að breyta íslenska dóms­kerf­in­u,“ segir Erla sem vill að það komi skýrt fram að hún eigi ekki ein heið­ur­inn af því. Gunnar Ingi Jóhanns­son hrl. og Lög­menn Höfða­bakka unnu mál hennar fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Birt­ing­ur, útgef­andi DV, studd­i Erlu og Blaða­manna­fé­lag Íslands gerði það í fyrsta mál­inu sem fór fyrir dóm­stól­inn. Það mál var rekið sam­hliða máli Bjarkar Eiðs­dóttur fyr­ir mann­rétt­inda­dóm­stólnum

Erla Hlyns­dóttir segir það hafa verið ,,tísku­bylgja á þessum tíma að kæra. Ó­trú­lega algengt að fara í mál við blaða­mann frekar en rit­stjóra, fólk hefur kannski hugsað með sér að það sé auð­veld­ara að hræða blaða­mann frekar en útgáf­una, fara þá í raun­inni frekar í ungan blaða­mann”. Hún upp­lifði kær­urnar sem til­raunir til þess að þagga niður í blaða­mönn­um. ,,Fólk hefur kannski talið að það væri árang­urs­rík­ara að að þagga niður í blaða­mönnum með því að fara í dóms­mál, en það virk­aði aldeilis ekki.“

Beint í djúpu laug­ina

Erla útskrif­að­ist frá Háskóla Íslands árið 2007 með BA í félags­fræði og fjöl­miðla­fræði sem auka­grein. Hún hóf fljót­lega eftir útskrift störf á DV þar sem henni var hent beint í djúpu laug­ina. Tvær greinar sem Erla skrif­aði á fyrstu þremur mán­uðum í starfi urðu þess vald­andi að tæpu ári seinna fékk hún á sig kærur vegna meintra meið­yrða. Ann­ars vegar í svo köll­uðu Kóka­ín­máli og hins vegar í Byrg­is­mál­inu. Tveimur árum seinna var Erla kærð fyrir meið­yrði í máli kennt við skemmti­stað­inn Strawberry

Fyrsta mál Erlu þar sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmdi íslenska ríkið fyrir brot á tján­ing­ar­frelsi var Strawberry máliðByrg­is­málið vann Erla hjá Mann­rétt­inda­dóm­stólnum árið 2014 og Kóka­ín­málið árið 2015.

Breið­hylt­ing­ur­inn sem lagði íslenska rík­ið 

Hver er þessi kona sem í þrí­gang hefur lagt íslenska ríkið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu? Erla er fædd í Reykja­vík 1978, hún ólst upp í Hól­unum í Breið­holti hjá móður sinni Sig­rúnu Ólafs­dótt­ur. Erla á tvo bræður sem eru nokkuð eldri en hún­. Erla bjó til níu ára ald­urs í Breið­holt­inu og á góðar minn­ingar það­an. ,,Alltaf úti að leika og svo kall­aði mamma mann inn í mat, mér finnst þetta alveg ynd­is­legt að hugsa til þess hvernig þetta var.“ Erla bætir við að hún komi ekki oft í Breið­holtið en ­sér finn­ist alltaf nota­legt að koma þang­að ,,fæ alltaf svona góða til­finn­ing­u.“

Móðir Erlu starf­aði við ýmis störf, lengst starf­aði hún við veit­inga­sölu í Nor­ræna hús­inu. Á sumrin rak hún hótel á Laug­ar­hóli í Bjarn­ar­firði og þangað fór Erla með henni. ,,Mamma var mjög sjálf­stæð, ákveð­in, svaka­lega dug­leg og góð fyr­ir­mynd.“ 

Þegar Erla var níu ára ákvað mamma hennar að söðla um og keypt­i hótel Snæ­fell á Seyð­is­firði. Þangað fluttu þær mæðgurnar en bræð­urnir urðu eftir í Reykja­vík. ,,Þetta var erfitt. Ég var sterk náms­lega, ég var ekki sterk félags­lega, þannig að það var alveg erfitt að flytja. Um tíu ára ald­ur­inn kom upp sú hug­mynd innan skól­ans að færa mig upp um bekk vegna þess hversu vel mér gekk náms­lega en á end­anum var fallið frá þeirri hug­mynd vegna þess hversu veik ég var félags­lega. Útkoman var sú að mér leidd­ist alltaf afskap­lega mikið í skóla þar sem ég upp­lifði engar náms­legar áskor­an­ir. Svo fluttum við aftur til Reykja­víkur þegar ég var 13 ára. Þannig að þetta voru miklar umbreyt­ing­ar. Eftir á að hyggja var ég alveg ótrú­lega þakk­lát fyrir að hafa eytt þessum árum í litlu þorpi úti á land­i. Labb­aði bæinn á enda og upp í fjall.“ 

Tveir pólar

Flutn­ingar og breyt­ingar mót­uðu Erlu. ,,Ég var rosa­lega feim­in, ég var alveg týpan þegar við vorum að lesa upp í skól­anum þá roðn­aði ég og stam­aði. En seinna tók ég mig á, svona seinna á ung­lings­ár­un­um því ég vildi ekki vera þessi ófram­færna mann­eskja og tók sjálfa mig bara í gegn enda væri ég ekki það sem ég er í dag ef ég hefði ekki gert það.“ 

Á ung­lings­ár­unum var Erla í mik­illi leit. ,,Fór að ves­en­ast niðri í bæ með vin­konum mín­um, við vorum stundum kall­aðar pönk­arar af skóla­fé­lög­un­um. Ég hugsa að ástæða rót­leysis míns þegar kemur á ung­lings­árin hafi verið hversu feimin ég var og átti erfitt með að fóta mig félags­lega.“ 

Hinn pól­inn eins og Erla orðar það voru stundir sem hún átti með vin­konu sinni sem var Votta Jehovi. Erla bað vin­konu sína um að lesa með sér Bibl­í­una þar sem hún þekkti hana. Erla leit á Bibl­í­una ­sem bók­mennta­lestur frekar en trú­ar­brögð og tók eftir því að það hall­aði mikið á kon­ur. ,,Stundum var ég að ves­en­ast niðri í bæ eða með vin­konu minni að lesa Bibl­í­una, lesa tísku­blöð og bak­a.“

Rosa­lega feimin

Þegar Erla var 13 ára fluttu mæðgurnar aftur til Reykja­vík­ur. Þar hélt Erla áfram í sjálfsleit­inni. ,,Ég var rosa­lega feimin og átti erfitt með að eign­ast vini, fór í MH og hélt mér við sömu vin­ina. En þá fór ég að ögra sjálfri mér og lang­aði að hætta að vera feimin og hætta að vera ófram­fær­in. Fór ítrekað að gera hluti sem ég þorði ekki að gera. Halda stuttar ræður og koma fram.“ Erlu kveið fyrir í hvert ein­asta skipti og oft klúðr­að­ist eitt­hvað en svo fóru hlut­irnir að ganga aðeins bet­ur. 

Erla hélt alltaf áfram að finna verk­efni sem ögr­uðu henni. ,,Þetta var alveg nokk­urra ára ferli þar sem ég var að vinna í sjálfri mér og verða betri útgáfa af mér.“ Það var löng­unin til að breyt­ast sem keyrði Erlu áfram ,,ég gerði mig oft að fífli og allt.“ Vinnan skil­aði sér og í dag er Erla með gott sjálfs­traust.

Fannst gaman að skrifa rit­gerðir og skipti um fag

Nýmála­braut MH varð fyrir val­inu þegar að fram­halds­skóli var val­inn. Auk dönsku og ensku lærði Erla frönsku og þýsku. Áhug­ann á þýsku átti hún ekki langt að sækja. Faðir hennar Hlynur Þór Magn­ús­son, fyrr­ver­andi blaða­mað­ur, kenndi þýsku. ,,Þegar ég heim­sótti pabba, hann sem sagt býr úti á landi, þá var hann að kenna mér þýsku í auka­tím­um.“

Erla ásamt Lovísu, dóttur sinni.

Erla skráði sig í sál­fræði í HÍ án þess að vita nokkuð hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Fannst það mjög gaman en það átti eftir að breyt­ast þegar vin­konur hennar sem voru í félags­fræði báðu hana um að lesa yfir rit­gerð­ir. ,,Mér fannst svo svaka­lega gaman að skrifa rit­gerð­ir.“ Í sál­fræði er meira um skýrslu­skrif. Erla skipti því yfir til í félags­fræði til þessa fá að skrifa rit­gerðir í skól­an­um. ,,Al­gjör draumur að geta skrifað svona mikið af rit­gerð­u­m.“

Allt leit út fyrir að Erla myndi útskrif­ast með félags­fræði sem aðal­fag og sál­fræði sem aukafag. Með skóla vann Erla fyrst á Kleppi og síðar á BUGL. ,,Það var ­sam­starfs­mað­ur­ m­inn á Bugl sem þekkti pabba sem í raun­inn­i kom fyrst inn þeirri hug­mynd hjá mér að ég ætti að verða blaða­mað­ur.“ Þrátt fyrir að starfið á BUGL væri,,ó­trú­lega gef­andi” voru launin léleg. Erla fékk betri laun sem byrj­andi í blaða­mennsku en eftir sjö ára vinnu á geð­deild­um. Hún ákvað því að taka fjöl­miðla­fræði sem aukafag. 

Sendi Reyni Trausta­syni sms

Erla byrj­aði að sækja um á fjöl­miðlum áður en námi lauk. ,,Ég var búin að senda umsókn á alla fjöl­miðla lands­ins nán­ast og fékk aldrei svar frá nein­um. Las síðan í ein­hverju svona Sand­korni í ein­hverju dag­blaði að Reynir Trausta­son væri að fara af stað með nýtt blað. Það stóð ekk­ert meira um það. Ég þekkti Reyni ekki neitt, sendi hon­um sms og sagði honum hvað ég héti, hvað ég væri að læra og lang­aði að vera blaða­maður og svona.“ 

,,Þremur mán­uðum seinna svarar hann sms-inu. Þá er hann far­inn af stað með tíma­ritið Ísa­fold og það er þar sem ég skrifa mína fyrstu blaða­grein sem „freelance“ blaða­maður og er þá enn í skóla.“ Með þessu tókst Erlu að skrifa nokkrar greinar til þess að sýna hvað hún gæti, þegar hún sótti um vinnu eftir að námi lauk. Sum­arið 2007 var Erla ráðin til DV undir stjórn Sig­ur­jóns Magn­úsar Egils­sonar og fær fast­ráðn­ingu þá um haust­ið. Hún vinnur á DV þar til hún fer í fæð­ing­ar­or­lof í árs­lok 2009. 

Að loknu fæð­ing­ar­or­lofi fór Erla að vinna hjá 365 miðl­um, þar til hún fór yfir á Frétta­tím­ann árið 2013. Þar undi Erla sér vel og skrif­aði eitt árið yfir 30 for­síðu­við­töl. Rétt fyrir eig­enda­skipti á Frétta­tím­anum árið 2015 fékk Erla óvænta upp­sögn. 

Síðan þá hefur hún mest­megnis verið sjálf­stætt starf­andi, en var um tíma rit­stjóri bæj­ar­blað­anna Hafn­ar­fjörður&Garða­bær og Kópa­vogur sem Vef­pressan gaf út. ,,Mikið starf­só­ör­yggi er í þessum bransa og flestum blaða­mönnum sem hafa verið starf­andi í ein­hvern tíma hefur verið sagt upp einu sinni eða oft­ar. Maður lendir því gjarnan í því að kveðja sam­starfs­fé­laga sem er sagt upp og vinna síðan aftur með þeim á öðrum miðli nokkrum árum seinna.“ Erla ætlar að sjá hvert sjálf­stæður rekstur leiðir hana. ,,Voða­legt hark, rosa­legt frelsi að vera sjálf­stætt starf­and­i.“ 

Ofboðs­lega heppin með barn 

Erla er ein­stæð móðir með dóttur sína Lovís­u. ,,Ég reyni að ala hana upp sem mjög sjálf­stæða stelpu. Ég held að það teng­ist því líka að alast upp hjá ein­stæðu for­eldri að verða sjálf­stæð, það er bara ekki jafn mik­ill tími til þess að gera allt fyrir þau. Í þess­ari stöðu fer maður held ég ósjálfrátt að for­gangs­raða betur og hugsa um hvað það er sem skiptir mestu máli í upp­eld­in­u.“ Erla telur sig vera ,,of­boðs­lega heppin með barn, hún er mjög dug­leg sjálf­stæð og klár.“ 

Það voru við­burða­ríkir dagar þegar einka­dóttirin Lovísa hóf nám í 5 ára bekk Ísaks­skóla. 

,,Ég var í ást­ar­sorg, var hágrát­andi dag­inn áður og um morg­un­inn, mætti meira að segja of seint í vinn­una dag­inn sem mér var sagt upp því ég var að reyna að ná að hætta að gráta áður en ég mætti. En ég reyndi auð­vitað að líta á björtu hlið­arnar og eftir að ég fékk upp­sagn­ar­bréfið þá nán­ast gleymdi ég ást­ar­sorg­inni. Og síðan gaf það mér mikið að fylgj­ast með fyrstu skóla­dögum dóttur minn­ar. En þessir tveir dagar eiga alltaf eftir að lifa í minn­ing­unn­i. Kost­ur­inn við að vera „freelance“ er að ég get mætt á alla við­burði í skól­an­um.“ Ísaks­skóli kemur vel út úr skóla­könn­unum og í skól­anum er lögð mikil áhersla á lestur og söng. ,,Einu sinni í viku er söngur í sal sem ég mæti alltaf á. Í fyrra tárað­ist ég að heyra stelpuna mína syngja Heyr himna­smið­ur,“ segir stolt mamm­an.

Öll erfið eða óvænt reynsla nýt­ist

Erla seg­ist hafa tek­ist á við atvinnu­miss­inn með hörkunni. ,,Ég í raun­inn­i lít þannig á að öll erfið eða óvænt reynsla nýt­ist manni í gagna­bank­ann í reynslu­bank­ann. Byrj­aði að hugsa svona sem ung­ling­ur. Í öllum erf­ið­leikum getur maður fundið eitt­hvað til að styrkja sig. 

Það sem ekki brýtur mig það gerir mig sterka, það hugsa ég ef mér finnst ein­hverjir erf­ið­leikar vera óyf­ir­stíg­an­leg­ir.“

Erla telur að sjálfs­vinnan sem hún hóf á ung­lings­ár­unum hafa gert hana sjálf­stæða og það að hún hafi að hluta til alist upp sem ein­birni. ,,Ég elst upp í kven­lægu umhverfi, ég man alveg eftir því að hafa ung farið að velta fyrir mér kynja­mis­rétti, veit ekki hvort það teng­ist aðstæðum en fannst víða hallað á kon­ur.“

Það þarf sterk bein til þess að standa af sér kærur og dóms­mál. Erla gerir lítið úr áhrifum dóms­mál­anna á hana. „Það  halda kannski  margir að þetta hafi haft meiri áhrif mig en það gerði, málið er mér fannst þetta bara svo ósann­gjarnt. Í raun­inni fann­st  mér það svo fárán­legt, það er ekki eins og ég hafi gert eitt­hvað af mér og það hafi kom­ist upp um mig og ég hafi verið dæmt eða eitt­hvað slík. Ég upp­lifið aldrei að ég hefði gert neitt rangt, mér fannst þetta fyrst og fremst þetta vera ósann­gjarnir dóm­ar, alltaf.“

Súr­r­eal­ískt að vera kasól­étt í dóm­sal

Erla á sér lífsmottó sem eignað er Lauren Thatcher Pulizer verð­launa­hafa. Það er: ,,Well behaved women seldome make history”. Erla hefur snarað þessu yfir á íslensku: ,,K­urt­eisar konur kom­ast ekki í sögu­bæk­urn­ar“. Það eru lík­lega meira en tíu ár síðan ég rakst á þessa til­vitnun og fannst hún ógur­lega töff, vera hvatn­ing fyrir konur til að fara út fyrir boxið sem sam­fé­lagið setur þær í. Ég reikn­aði auð­vitað aldrei með því að kom­ast í neinar sögu­bæk­ur“. Erla Hlyns­dóttir komst í sögu­bæk­urnar sem ein af örfáum sem unnið hefur þrí­vegis mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. 

„Það halda kannski margir að þetta hafi haft meiri áhrif mig en það gerði, málið er mér fannst þetta bara svo ósanngjarnt. Í rauninni fannst mér það svo fáránlegt, það er ekki eins og ég hafi gert eitthvað af mér og það hafi komist upp um mig og ég hafi verið dæmt eða eitthvað slík. Ég upplifið aldrei að ég hefði gert neitt rangt, mér fannst þetta fyrst og fremst þetta vera ósanngjarnir dómar, alltaf,“ segir Erla sem hefur þrívegis sigrað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
EPA

Erla var allan tíman viss í sinni sök og segir mála­ferlin ekki hafa tekið af sér neinn toll, hún hafi þó haft smá fjár­hags­á­hyggj­ur. ,,Ég bara vissi það ég hafði vandað vel til verka og unnið vel sem blaða­mað­ur. Fannst þetta algjör­lega ­fá­rán­leg­t allir þessir dómar og eitt af því súrrelal­ís­kasta sem ég hef upp­lifað er að vera kasól­étt í dóms­sal.“

Hverja telur Erla vera ástæðu þess að íslenskir dóm­stólar dæmdu eins og þeir gerðu í hennar mál­um? ,,Held að það hljóti bara að stafa af ein­hverri van­þekk­ingu, það hefur skinið í gegn í dómum gegn blaða­mönnum að það virt­ist algjör­lega skorta þekk­ingu á starfi blaða­manna og starfs­um­hverfi og í raun hlut­verki blaða­manna fyrst og fremst.“

Hverju breyttu dóm­arnir að mati Erlu? ,,Að blaða­menn geta betur sinnt sinni skyldu og fjallað um það sem þarf að fjalla um hvort sem þau mál eru óþægi­leg fyrir ein­hver eða ekki.“

,,Þetta er svo miklu stærra en ég”  

Erla Hlyns­dóttir telur að dómar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sé sigur tján­ing­ar­frels­is­ins. Hún þakkar Gunn­ari Inga Jóhanns­syni hrl. og starfs­mönnum Lög­manna Höfða­bakka sig­ur­inn og gerir ekki mikið úr sínum hlut. ,,Ég lít ekki á þetta sem dómana mína, þetta er svo miklu stærra en ég.“

Það vekur athygli að Erla hefur aldrei verið kærð til siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands. En hefur Erla ein­hverja skýr­ingu á því? ,,Ég upp­lifi það þannig að fólk er að gera til­raun til að sýna eitt­hvað vald að það geti stjórnað umræð­unn­i. Í raun­inni til þess að hafa áhrif á fjöl­miðla og koma í veg fyrir að fjallað sé um þá á ein­hvern hátt sem þeim líkar ekki.“  

Erlu voru dæmdar bætur en þær fóru allar í að end­ur­greiða máls­kostnað og lítið sat eft­ir. Hún fékk þó að finna fyrir afleið­ingum mála­ferl­anna tíma­bund­ið. ,,Ég hef alltaf staðið í skilum með allt. Ári seinna er ég að fara til útlanda með rosa­litlum fyr­ir­vara og ætla að hækka yfir­drátt­inn, ég fæ bara synjun á að hækka yfir­drátt­inn, var búin að vera á van­skila­skrá án þess að vita af því, ótrú­lega ósann­gjarnt.“

Ágætt að upp­lifa það að vera frétta­efni 

Dómar Erlu vöktu að vonum athygli og mikið var um þá fjall­að. Sér­stak­lega þriðja og síð­asta dóm­inn. Erla upp­lifði það að vera hinum megin við borð­ið. ,,Það var ágætt fyrir mig sem blaða­mann að upp­lifa það að vera frétta­efni, dag­ur­inn fór bara í þetta, gat ekki sinnt vinn­unni minni þá daga sem dóm­arnir féllu.“

Það eru fleiri en Erla sem telja sig órétti beittir af dóm­stólum og nokkrir hafa leitað til henn­ar. 

,,Sumir kann­ast við mig eftir þetta, fólk sem ég þekki ekk­ert eða lítið hefur sam­band og lýsir því yfir hvað þetta sé frá­bært og skiptir miklu máli.“ Þegar Erla er spurð hvernig fara eig­i ­með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól svar­ar hún á þennan veg: ,,Þetta kostar rosa­lega mik­inn pen­ing, tekur rosa­lega mik­inn tíma og litlar líkur á að vinna.“ 

Tvisvar fengið líf­láts­hót­anir

,,Ég hugsa að flestir blaða­menn hafi feng­ið, ja ekki endi­lega líf­láts­hót­anir kannski, en ein­hvers­konar hót­an­ir. Eins fárán­legt og það er að segja það þá er þetta hluti af starf­inu og það má bara ekki hætta við ein­hverja umfjöll­un út af hót­un­um.“

,,Ég hef tvisvar fengið líf­láts­hót­an­ir. Ég hafði ekki sam­band við lög­reglu af því að það er svo algengt að blaða­menn fái svona hót­an­ir. Ég man alveg eftir mínum kol­legum sem höfðu fengið líf­láts­hót­anir og voru jafn­vel með upp­tökur af þeim og höfðu sam­band við lög­reglu. Lög­reglan sagði ein­fald­lega bara: hafðu sam­band ef hann hringir aftur eða hann seg­ist aftur ætla að drepa þig. Mér fannst bara algjört til­gangs­leysi að hafa sam­band við lög­regl­una, þannig að ég gerði það ekki.“ 

Erla seg­ist hafa talað við frétta­stjór­ann sinn í annað skiptið sem henni var hót­að. ,,Mað­ur­inn sem ég er hérna að skrifa um í þessu máli ætl­aði að drepa mig ef ég myndi birta þessa frétt. Það snérist allt um það að stjórna umfjöll­un­inni. Manni er auð­vitað brugð­ið.“ Fyrri hót­un­ina túlk­aði Erla meira sem reiði­við­brögð og hafði kannski ekki trú á því að hann myndi í alvör­unni drepa sig. „Í seinna skiptið var það mjög umsvifa­mik­ill glæpa­maður sem að hót­aði þessu og raun­inni sagði hann þetta ekki við mig.“ Við­kom­andi hafði sam­band við frétta­stjóra Erlu eftir að hafa öskrað á hana í síma og skellt svo á. ,,Hann sagði ef fréttin sem ég var að vinna yrði birt þá myndi hann láta háls­höggva mig, ég skal alveg við­ur­kenna að ég var smeyk eftir það, eins og ég segi þetta var alræmdur glæpa­mað­ur. Þegar ég var að koma heim á kvöldin þá horfði ég alveg í kringum mig. Innst inni vildi ég ekki trúa því að hann ætl­aði í alvöru að drepa mig.“

Maður getur verið alveg óþol­andi  

Þegar Erla er spurð hvað prýði góðan blaða­mann, stendur ekki á svar­inu. ,,Heið­ar­leiki, í raun heið­ar­leiki fyrst og fremst og ég held að það sé ekk­ert sem að toppi það. Ekki láta eigin for­dóma trufla sig við að vinna fréttir og við­töl.“ Að vera trúr sann­fær­ingu sinni telur Erla vera kost en seg­ist þó vera hlynnt því að brjóta regl­urnar ef til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.

,,Það sem mér finnst skemmti­leg­ast við starf­ið er að hitta fólk, hitta alls­konar fólk, með alls­konar bak­grunn í alls­konar aðstæðum með alls­konar sög­ur, miklu skemmti­legra að hitta fólk en tala við það í síma. Alltaf skemmti­leg­ast bara þegar ég næ að hitta fólk í stað­inn fyrir að hringja.“

Það er ekki fyrir alla að vera blaða­menn segir Erla. ,,Blaða­mennskan er eins­kon­ar lífs­stíll, ég held að flestir séu sam­mála um það. Maður er að fylgj­ast með öllu og er alltaf vak­andi fyrir umfjöll­un­ar­efn­um. Maður getur verið alveg óþol­and­i.“ Erla leggur áherslu á að verja heim­ild­ar­menn og fjalla ekki um mál sem tengj­ast blaða­manni.

Erla, blaða­manna-Erla og mömmu-Erla

Spurð um áhuga­mál utan frétta­mennsku, svarar Erla: ,,á­huga­mál mitt er fyrst og fremst fólk, hvernig fólk er, hvernig fólk á sam­skipti, í raun­inni teng­ist þetta starf­in­u.“ Það þarf sterkan karakter og ákveðna fag­mennsku til þess að geta skilið sig frá starf­inu. Erla gerir það með þremur Erl­um. ,,Þegar ég er í vinn­unn­i þá er ég bara blaða­manna-Erla og svo bara Erla, svo er ég rosa­lega mikið mömmu-Erla,“ segir konan sem trúir því að erf­ið­leikar og mót­læti styrki fólk. 

Konan sem komst í sögu­bæk­urnar þegar hún lagði íslenska ríkið þrisvar sinnum fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Erla var kölluð á fund Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar síð­ast liðin þriðju­dag til að fræða nefnd­ar­menn um stöðu mála. Fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far nýfall­ins dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar íslenska ríki braut enn á ný á tján­ing­ar­frelsi blaða­manna í þetta sinn á Stein­grími Sæv­ari Ólafs­syni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk