GPS tæki hafa áhrif á heilann

Rannsókn sýnir að flókin gatnamót leiða til aukinnar heilastarfsemi...ef viðkomandi fær ekki að notast við GPS tæki.

svefn
Auglýsing

Nú til dags getur verið ótrúlega auðvelt fyrir einstaklinga að keyra á milli staða jafnvel í stórum borgum sem viðkomandi þekkir lítið sem ekkert. Ástæðan er auðvitað tæknin, en við getum notað GPS tæki til að hjálpa okkur að rata nánast hvar sem er. Í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við University College London kemur í ljós að þessi nýja tækni hefur áhrif á heilastarfsemi okkar þegar við keyrum.

Í rannsókninni voru 24 sjálfboðaliðar beðnir um að keyra um í London, í ökuhermi. Samtímis fylgdist vísindahópurinn með heilastarfsemi sjálfboðaliðana í heilarita til að sjá hvaða stöðvar heilans virkjuðust. Sjálfboðaliðarnir voru beðnir um að komast á milli staða með og án hjálpar frá GPS tækjum. 

Þau svæði sem helst voru virk í heilanum meðan á ökuferðinni stóð voru heilabörkurinn (prefrontal cortex) og drekinn (hippocampus). Þegar komið var að flóknum gatnamótum, þar sem margir möguleikar stóðu til boða jókst virknin í þessum tveimur stöðum heilmikið, ef sá sem sat undir stýri þurfti að treysta á sjálfan sig til að rata. Ef viðkomandi hafði GPS tæki til að styðjast við breyttist heilastarfsemin ekkert við það að koma að flóknum gatnamótum. 

Auglýsing

Því flóknari sem gatnamótin voru því meira jókst heilastarfsemin, það má því líka leiða að því líkur að virknin er mismunandi milli borga, t.d. má sjá fyrir sér að New York, sem er nokkuð vel skipulögð veki ekki jafn mikla virkni og hin flókna London.

En hvað þýða þessar niðurstöður? Gildi þeirra felst fyrst og fremst í því að skilja hvernig heilinn virkar þegar við erum að reyna að rata. Það getur til dæmis gefið okkur hugmynd um hvernig best er að skipuleggja borgir og hús, ef fólk hefur t.d. ekki möguleikann á að styðjast við GPS

En svo gæti aukinn skilningur okkar á heilastarfseminni líka hjálpað okkur við að skipuleggja hús eða stofnanir þar sem fólk sem glímir við heilasjúkdóma dvelur. Það er t.d. möguleiki að létta líf Alzheimer's sjúklinga heilmikið með því að stuðla að einföldu og þægilegu umhverfi fyrir viðkomandi.

Fréttin birtist líka á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None