Aðgerðir gegn skattaundanskotum
Kjarninn stendur fyrir opnum fundi með Torsten Fensby í Norræna húsinu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið. Hægt er að horfa á fundinn hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan 10:00.
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslans og Kjarninn standa saman að opnum fundi um aðgerðir gegn skattaundanskotum í Norræna húsinu í dag, þriðjudag, klukkan 10. Fundinum verður varpað beint hér í spilaranum að ofan.
Aðalgestur fundarins er Torstein Fensby. Hann hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði.
Dagskrá fundarins hefst á því að Fensby ræðir við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um baráttu sína. Meðal þess sem rætt verður eru nýlegar afhjúpanir á Panamaskjölunum svokölluðu sem ultu meðal annars Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr stóli forsætisráðherra.
Eftir spjall Fensby og Þórðar Snæs verða pallborðsumræður þar sem fram koma Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri, Brynjar Níelsson, fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri. Fundarstjóri verður Þórður Snær Júlíusson.
Fundurinn fer fram á ensku.