Bein útsending

Aðgerðir gegn skattaundanskotum

Kjarninn stendur fyrir opnum fundi með Torsten Fensby í Norræna húsinu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið. Hægt er að horfa á fundinn hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan 10:00.

Upp­lýs­inga­skrif­stofan Norð­ur­lönd í fókus á Íslandi, Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Ísl­ans og Kjarn­inn standa saman að opnum fundi um aðgerðir gegn skattaund­anskotum í Nor­ræna hús­inu í dag, þriðju­dag, klukkan 10. Fund­inum verður varpað beint hér í spil­ar­anum að ofan.

Aðal­gestur fund­ar­ins er Tor­stein Fens­by. Hann hefur háð ára­langa bar­áttu gegn skattaund­anskotum og leiddi sam­eig­in­legt verk­efni nor­rænu rík­is­stjórn­anna um gerð upp­lýs­inga­skipta­samn­inga á sviði skatta­mála við aflands­svæð­i. 

Dag­skrá fund­ar­ins hefst á því að Fensby ræðir við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, um bar­áttu sína. Meðal þess sem rætt verður eru nýlegar afhjúp­anir á Panama­skjöl­unum svoköll­uðu sem ultu meðal ann­ars Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni úr stóli for­sæt­is­ráð­herra.

Eftir spjall Fensby og Þórðar Snæs verða pall­borðsum­ræður þar sem fram koma Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Brynjar Níels­son, fyrsti vara­for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, og Ind­riði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri. Fund­ar­stjóri verður Þórður Snær Júl­í­us­son.

Fund­ur­inn fer fram á ensku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent
None