Bein útsending

Aðgerðir gegn skattaundanskotum

Kjarninn stendur fyrir opnum fundi með Torsten Fensby í Norræna húsinu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið. Hægt er að horfa á fundinn hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan 10:00.

Upp­lýs­inga­skrif­stofan Norð­ur­lönd í fókus á Íslandi, Alþjóða­mála­stofnun Háskóla Ísl­ans og Kjarn­inn standa saman að opnum fundi um aðgerðir gegn skattaund­anskotum í Nor­ræna hús­inu í dag, þriðju­dag, klukkan 10. Fund­inum verður varpað beint hér í spil­ar­anum að ofan.

Aðal­gestur fund­ar­ins er Tor­stein Fens­by. Hann hefur háð ára­langa bar­áttu gegn skattaund­anskotum og leiddi sam­eig­in­legt verk­efni nor­rænu rík­is­stjórn­anna um gerð upp­lýs­inga­skipta­samn­inga á sviði skatta­mála við aflands­svæð­i. 

Dag­skrá fund­ar­ins hefst á því að Fensby ræðir við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, um bar­áttu sína. Meðal þess sem rætt verður eru nýlegar afhjúp­anir á Panama­skjöl­unum svoköll­uðu sem ultu meðal ann­ars Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni úr stóli for­sæt­is­ráð­herra.

Eftir spjall Fensby og Þórðar Snæs verða pall­borðsum­ræður þar sem fram koma Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Brynjar Níels­son, fyrsti vara­for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, og Ind­riði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri. Fund­ar­stjóri verður Þórður Snær Júl­í­us­son.

Fund­ur­inn fer fram á ensku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiInnlent
None