Fordómar, flóttafólk, þjóðkirkjan og trúfrelsi

Prestarnir Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir fjalla um aðskilnað ríkis og kirkju.

Við viljum staldra við fernt í umræð­unni um trú­mál á árinu sem er að líða: For­dóma, flótta­fólk, stöðu þjóð­kirkj­unnar og trú­frelsi.

For­dómar árs­ins

Ef veitt væru verð­laun fyrir for­dóma árs­ins á sviði trú­mála þá kæmu þau lík­lega í hlut Don­alds Trump sem á dög­unum lýsti því yfir að banna ætti múslimum að koma til Banda­ríkj­anna, hvort sem þeir væru ferða­menn eða inn­flytj­end­ur. 

Donald TrumpÞað má hafa mörg orð um yfir­lýs­ingu hans en tvennt sló okk­ur: Í fyrsta lagi gerði Trump sig sekan um alhæf­ingu sem býr til eins­leitan massa úr öllum múslim­um. Í öðru lagi virð­ist hann ganga út frá því að fólk sem er islam­trúar sé lík­legra til að vinna hryðju­verk en aðr­ir. Hvor­ugt stenst nokkra rýni.

Þarna er Trump því miður ekki einn á ferð. Skoð­anir sem þessar hafa sést í ræðu og rit á árinu sem er að líða, ekki síst í umræðum um flótta­fólk, stríðs­á­tökin fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og ofbeld­is­verk ISIS. 

Átök og ofbeldi hafa verið fylgi­fiskur mann­kyns gegnum ald­irn­ar. Stundum tengj­ast trú­ar­brögð átökum beint eða óbeint. Stundum eru trú­ar­brögð notuð sem tyl­lá­stæða átaka. Ofbeld­is­verk ISIS í kjöl­far ófrið­ar­ins í Sýr­landi, ekki síst þau sem hafa voru unnin í Frakk­landi, hafa sett ofbeldi í trú­ar­bragða­bún­ingi á dag­skrá á Vest­ur­löndum og enn á ný vakið umræðu um notkun trú­ar­bragða í hags­muna- og valda­bar­átt­u. 

Mál mál­anna

Árs­ins 2015 verður þó lík­lega minnst fyrir að augu Evr­ópu opn­uð­ust fyrir flótta­manna­vand­anum sem má rekja til stríðs­á­taka í Sýr­landi. Flótta­fólkið fékk and­lit og nöfn og ekki var lengur hægt að líta fram hjá mann­legum hörm­ungum og áskor­unum þeirra sem flýja átök og áföll og leita öryggis í nýju land­i. 

Fyrir tæpum sjö­tíu árum voru gíf­ur­legir fólks­flutn­ingar í kjöl­far síð­ari heim­styrj­ald­ar­innar og átaka her­veld­anna. Millj­ónir Evr­ópu­búa voru á ver­gangi. Það var í þeim aðstæðum sem margar af þeim alþjóða­stofn­unum sem nú sinna mál­efnum fólks á flótta litu fyrst dags­ins ljós. Þjóð­kirkjan á aðild að einni þeirra, Lúth­erska heims­sam­band­inu. Það sinnir flótta­manna­að­stoð, hjálp­ar­starfi og þró­un­ar­hjálp um allan heim – óháð trú­ar­skoð­unum þeirra sem þiggja aðstoð­ina. 

Stríði í Sýr­landi og nálægum löndum hefur vakið athygli umheims­ins á hvað minni­hluta­hópar, þ.m.t. trú­ar­legir minni­hluta­hópar, eru oft í við­kvæmri stöðu og hversu fólk er ber­skjaldað í aðstæðum sem skap­ast þegar ólíkir hópar takast á. 

Þetta sjáum við meira að segja hér á Íslandi, þar sem kristnum hæl­is­leit­endum frá múslim­skum löndum hefur fjölgað í þeim ört stækk­andi hópi sem sækir um alþjóð­lega vernd. Þetta verðum við vör við í starfi þjóð­kirkj­unnar á Reykja­vík­ur­svæð­inu þar sem Laug­ar­nes­kirkja og Hjalla­kirkja standa fyrir reglu­legum guðs­þjón­ustum og hópa­starfi fyrir hæl­is­leit­end­ur. Þar finnum við sann­ar­lega fyrir því að heim­ur­inn okkar er lít­ill og að við erum öll tengd. 

Þjóð­kirkja?

Er þjóðin að yfir­gefa kirkj­una í þeim mæli að óhætt sé að tala um enda­lok þjóð­kirkj­unn­ar? Af umfjöllun fjöl­miðla og nið­ur­stöðum skoð­ana­kann­ana má ráða lítil stemn­ing sé fyrir núver­andi fyr­ir­komu­lagi sam­skipta ríkis og kirkju þar sem ríkið fer með for­sjá yfir eignum þjóð­kirkj­unnar og skuld­bindur sig í stað­inn til að styðja hana og vernda, eins og segir í stjórn­ar­skránni. Það má þó ekki rugla breyt­ingum á tengslum ríkis og kirkju saman við stöðu og fram­tíð þjóð­kirkj­unnar sem trú­fé­lags.  Svo má ekki gleyma að fyrir örfáum árum var sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að sér­stakt ákvæði ætti að vera um þjóð­kirkju í nýrri stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins. Þeir sem aðhyll­ast beint lýð­ræði geta ekki horft fram­hjá því. 

Við tökum undir með þeim sem benda á að umræða um aðskilnað ríkis og kirkju er iðulega á villigötum, sérstaklega þegar hún snýst um fjármuni. Það er einfaldlega rangt að ríkið muni spara svo og svo marga milljarða ef fallið verður frá núverandi fyrirkomulagi.

Við tökum undir með þeim sem benda á að umræða um aðskilnað ríkis og kirkju er iðu­lega á villi­göt­um, sér­stak­lega þegar hún snýst um fjár­muni. Það er ein­fald­lega rangt að ríkið muni spara svo og svo marga millj­arða ef fallið verður frá núver­andi fyr­ir­komu­lagi. Greiðslur hins opin­bera til þjóð­kirkj­unnar hvíla á samn­ingi sjálf­stæðra aðila. Ríkið greiðir kirkj­unni end­ur­gjald – rétt eins og það hefði eignir á leigu. Form­leg tengsl ríkis og kirkju eru ekki for­senda þess að greitt sé af þessum samn­ingi.

Hins vegar er alveg óþarfi fyrir unn­endur kristni á Íslandi að vera upp­tekin af þjóð­kirkju­fyr­ir­komu­lagi sem byggir á óbreyttum sam­skiptum ríkis og kirkju. Það er ekk­ert sjálf­gefið að núver­andi form þeirra sam­skipta þjóni kirkju eða ríki. Orkunni sem færi í að berj­ast fyrir óbreyttu ástandi í því máli væri lík­lega betur varið í ann­að. Þjóð­kirkjan lifir nefni­lega, sama hvert formið er á sam­bandi hennar við íslenska rík­ið. 

Trú­frelsi í múltí kúltí sam­hengi

Að síð­ustu þetta. Trú­frelsi er ekki lúx­us­mál heldur hluti af grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um. Það eru líka sjálf­sögð mann­rétt­indi að standa utan trú­fé­laga og iðka sitt trú­leysi í friði. Þessa sér ekki alltaf merki í sam­skiptum og stefnu­mörkun á Íslandi. Það má alveg færa rök fyrir því að ýmsar sam­þykktir stjórn­mála­hreyf­inga og borg­ar­yf­ir­valda síð­ustu miss­erin birti ekki djúpan skiln­ing á hlut­verki trúar í menn­ingu og sam­fé­lagi. Úr því þarf að sjálf­sögðu að bæta.

Það er von okkar nú þegar nýtt ár lítur dags­ins ljós, að íslenska umræðan um trú, trú­ar­brögð, kirkju, trú­fé­lög og trú­leysi, taki minni svip af Don­aldi Trump og for­dómum um trú ann­arra og meiri svip af sam­fé­lagi sem metur fram­lag trú­ar­bragða og lífs­skoð­ana í mann­rækt og mann­virð­ingu og tryggir raun­veru­legt trú­frelsi fyrir alla þegna sína. 

Árni Svanur Dan­í­els­son og Kristín Þór­unn Tóm­as­dótt­ir, prestar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁrið 2015