Tæknispá ársins 2016

Hver verða aðalatriðin í tæknigeiranum árið 2016? Hjálmar Gíslason hefur tekið saman tæknispá sína og þar telur hann gervigreind og sýndarveruleika eiga mestan séns.

Ég hef stundum (200620082009201020142015) gert það að gamni mínu í upp­hafi árs að spá fyrir um hluti sem muni ein­kenna kom­andi ár í tækni­geir­an­um, þá sér­stak­lega frá íslensku sjón­ar­horni. Þetta hefur gengið upp og ofan og dæmi hver fyrir sig, en ég er að minnsta kosti ekki enn af baki dott­inn. Hér koma nokkur atriði sem ég tel að muni ein­kenna kom­andi ár:

Gervi­greind

Það eru væg­ast sagt ótrú­legir hlutir að ger­ast í heimi gervi­greindar þessi miss­er­in. Þetta á eftir að vera stóra sagan í tækni­heim­inum öllum á kom­andi árum og á eftir að hafa áhrif á allt! Ég ætla bara að nota stóru orð­in: Þetta mun hafa að minnsta kosti jafn mikil - ef ekki meiri - áhrif á heim­inn en til­koma inter­nets­ins. Í stuttu máli er það sem hefur gerst að menn eru að ná svo góðum tökum á djúpum tauga­netum (e. deep neural networks) að það jafn­ast á við getu manns­heil­ans þegar kemur að til­tekn­um, afmörk­uðum verk­efn­um. Auð­veld­ast er að hugsa þetta þannig að allt sem menn geta þjálfað sig til að gera „án umhugs­un­ar“ (hugsun sem á sér stað í „Sy­stem 1“ fyrir þá sem hafa les­ið Think­ing Fast and Slow eftir Kahnem­an) verður hægt að þjálfa tölvur til að gera - og í mörgum til­fellum betur en menn. Allt frá því að keyra bíla (sem raunar er svo gott sem leyst vanda­mál nú þeg­ar), til þess að þekkja fólk á mynd­um, til þess að „dikt­era“ talað mál jafn vel og mennskur rit­ari, til þess að greina sjúk­dóms­ein­kenni útfrá röntgen­mynd. Allt! Þetta mun hafa gríð­ar­leg áhrif og ger­breyta mörgu í okkar nán­asta umhverfi á næstu 10 árum. Heilt yfir er þetta þróun sem er til hins góða, en það munu verða heil­mikil sam­fé­lags­leg áhrif af því líka þegar fjöld­inn allur af ósér­hæfðum störfum verður betur leystur með tölvu en með fólki. Ég ætla ekki að halda því fram að áhrifin á nýhöfnu ári verði mjög áber­andi. Þó munum við mörg hafa rekið okkur á eitt­hvað sem nýtir þessa tækni áður en árið er úti. Hins vegar verður þetta allra heitasta sviðið í nýsköp­un­ar­heim­in­um, og við munum sjá fjöldan allan af fyr­ir­tækjum spretta upp sem nýta þessa nýju tækni, sem öfugt við margar fyrri tækni­bylgjur byggir nær alger­lega á opnum hug­bún­aði. Kapp­hlaupið núna snýst að mörgu leyti ekki um tækn­ina sjálfa, heldur um bestu gögnin til að þjálfa þessa tækni til marg­vís­legra verka og þar er enn og verður tals­vert um gögn í einka­eigu sem munu gera þeim fyrstu og bestu kleift að eigna sér til­tekin svið í þessum geira. Mér vit­an­lega eru mjög fáir að veita þessu sviði athygli á Íslandi enn sem komið er, og er það mjög mið­ur.

Sjón­varp fram­tíð­ar­innar - loks­ins

Fyrir bráðum 10 árum skrif­aði ég pistil sem nefnd­ist „Afþrey­ing fram­tíð­ar­innar“. Þar lagði ég útfrá þátt­unum Rockstar Supernova þar sem „Magni okk­ar“ dró þjóð­ina með sér í eitt af sínum alræmdu æðum. Und­ir­liggj­andi var þetta: Í fram­tíð­inni mun línu­leg dag­skrá leggj­ast af og fólk horfa á það efni sem það vill, þegar það vill, með þeirri und­an­tekn­ingu að beinar útsend­ing­ar, hvort heldur frá íþrótta­við­burð­um, skemmti­dag­skrá eða frétta­við­burð­um, sem og frum­sýn­ingar á vin­sælu efni munu enn sam­eina áhorf­endur og þá jafn­vel í auknum mæli á heims­vísu en ekki bara innan landa. Þetta er auð­vitað orðið að veru­leika að all­nokkru leyti, en stækkað útbreiðslu­svæði Net­flix er stórt skref í þessa átt. Banda­ríski efn­is­ris­inn HBO (sem fram­leiðir margar af vin­sæl­ustu þátta­röðum ver­ald­ar, allt frá Game of Thro­nes til Simp­sons) steig líka skref í þessa átt á liðnu ári hér í Banda­ríkj­unum og fór að selja áskriftir yfir netið óháð kap­al- og útsend­ing­ar­miðl­um. Ef þeir feta í fót­spor Net­flix og hefja dreif­ingu á heims­vísu, þá fyrst má Jón Gnarr fara að hafa áhyggjur af því að áskrif­endur leiti til alþjóð­legra veitna, frekar en íslenskra dreif­ing­ar­að­ila.

Íslenska VR-ið

Einn af spá­dómum síð­asta árs var að við myndum heyra mikið frá íslenskum fyr­ir­tækjum sem væru að fást við sýnd­ar­veru­leika, og nefndi þar meðal ann­ars Val­kyrieleik­inn frá CCP, Sól­farAldin og Mure. Það má segja að þetta hafi gengið eft­ir. CCP tók nokkuð afger­andi kúrs í þessa átt og fékk sam­hliða stærstu fjár­fest­ingu sem íslenskt sprota­fyr­ir­tæki í tölvu­geir­anum hefur feng­ið, eða um 30 millj­ónir doll­ara frá hinum virta sjóði NEA. Skömmu síðar sást til Mark Zucker­berg prófa og mæra Gunjack leik­inn þeirra og hafa margir haft stór orð um þá upp­lifun sem þessir nýju leikir CCP eru. Sól­far fékk jafn­framt góða fjár­mögnun og hefur vakið athygli, einkum fyrir sýnd­ar­veru­leika­upp­lifun af Ever­est*. Aldin og Mure hafa jafn­framt verið að gera góða hluti og við munum heyra meira frá þeim báðum á árinu. Hér er því að verða vísir að þekk­ing­ar­klasa á nýju og all­spenn­andi sviði og von­andi að háskól­arnir sem og stærri fyr­ir­tæki inn­lend - og jafn­vel erlend - sjái sér hag í að tengja sig þeirri þróun og efla hana þar með. Sam­spil sprota­fyr­ir­tækja, stærri fyr­ir­tækja, háskóla og fjár­fest­inga­sjóða er akkúrat það sem þarf til að upp­haf af þessu tagi festi rætur og beri ávöxt.

Íslenska umhverfið

Heilt yfir er íslenska tækni­um­hverfið í ágætri stöðu og 2016 mun að lík­indum bæta þar enn úr.

Létt­ing gjald­eyr­is­hafta mun hafa mikið að segja með mögu­leika íslenskra félaga til að sækja sér erlent fjár­magn - og þá þekk­ingu sem því getur fylgt. Ég ótt­ast þó að enn muni líða all­mörg ár þar til hefð­bundnir alþjóð­legir áhættu­fjár­fest­inga­sjóðir verði til­búnir að fjár­festa í íslenskum félögum - og kemur þar reyndar fleira til. Þangað til svo er mun sá tími koma fyrr eða síðar í lífi flestra okkar nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja að þau þurfa að koma móð­ur­fé­lögum sín­um, hug­verkum og þar með stærstum hluta hagn­aðar fyrir erlend­is.

Mann­ekla er við­loð­andi í hug­bún­að­ar­geir­anum og verður ekk­ert lát á miðað við allt það sem er í gangi. Þetta á ekki bara við um for­rit­ara, heldur nán­ast öll þau störf sem að hug­bún­að­ar­gerð, rekstri tækni­fyr­ir­tækja og svo auð­vitað sölu og mark­aðs­setn­ingu tækni­lausna. Enn eru of fáir að útskrif­ast úr þessum fögum þrátt fyrir mikla aukn­ingu á und­an­förnum árum og eins eru þeir sem útskrif­ast ef til vill með helst til eins­leita þekk­ingu. Eins er alveg stór­und­ar­legt að enn sé mjög flókið og tíma­frekt mál fyrir sér­fræð­inga á þessum sviðum að fá hér atvinnu- og dval­ar­leyfi komi þeir frá löndum utan EES.

Starf­semi alþjóð­legra fyr­ir­tækja í þessum geira á Íslandi er nán­ast eng­in. Það er mik­il­vægt í bland við það sem hér sprettur upp að fólk hafi tæki­færi að vinna hjá stórum, öfl­ug­um, alþjóð­legum fyr­ir­tækj­um. Bæði eykur það úrval starfa og mögu­leika fyrir fólk í geir­an­um, en ekki síður eykur það reynslu fólks­ins í tækni­geir­anum af slíku umhverfi - með öllum sínum kostum og göllum - öllum til hags­bóta. Ég er stoltur af þeirri upp­bygg­ingu sem Qlik hefur staðið fyrir hér eftir kaupin á Data­Mar­ket í fyrra, en við þurfum fleiri, stærri og fjöl­breytt­ari fyr­ir­tæki hingað til að skapa meiri breidd og „dínamík“ í íslenska tækni­um­hverf­ið. Ég spái því að hafin verði vinna við að laða slík fyr­ir­tæki hingað á árinu.

Stóru vaxt­ar­fjár­fest­inga­sjóð­irnir þrír Frum­tak IIEyrir Sprotar og Brunnur fjár­festu tals­vert á nýliðnu ári, en eiga enn umtals­verða fjár­muni sem þeir þurfa að koma í vinnu fyrr en síð­ar. Nú eru sjóð­irnir komnir vel af stað og 2016 verður því lík­lega stærsta ár Íslands­sög­unnar þegar kemur að fram­taks­fjár­mögnun íslenskra tækni­fyr­ir­tækja. Húrra fyrir því!

* Tek fram að ég er hlut­hafi í Sól­fari í gegnum fjár­fest­inga­sjóð­inn Investa. Höf­undur er einnig stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar