Þegar ríkt fólk er handvalið til að græða peninga

Þeir viðskiptavinir einkabankaþjónustu og markaðsviðskipta Arion banka sem fengu að kaupa hlut í Símanum á undirverði geta nú selt bréfin með hundruð milljóna króna hagnaði. Um er að ræða best stæðu viðskiptavini bankans.

Í gær, 15. jan­úar 2016, mátti hópur vild­ar­við­skipta­vina Arion banka selja fimm pró­sent hlut sinn í Sím­an­um. Hlut­inn fékk hóp­ur­inn að kaupa á und­ir­verði nokkrum dögum áður en bank­inn seldi hluti í félag­inu í útboði. Miðað við gengi bréfa í Sím­anum í byrjun dags í gær nemur hagn­aður þessa hóps 343 millj­ónum króna. Þann hagnað gátu umræddir vild­ar­við­skipta­vinir leyst út ef þeir vild­u. 

Hóp­ur­inn sem fékk að kaupa þennan hlut var hand­val­inn. Um var að ræða þá við­skipta­vini bank­ans sem eru með mesta fjár­magnið í stýr­ingu hjá bank­anum. Rík­ustu við­skipta­vin­irn­ir, sem borga hæstu þókn­ana­tekj­urn­ar, fengu að kaupa á þessu verði. Aðrir ekki.

Arion banki lán­aði til kaupanna að hluta

Hóp­ur­inn fékk að kaupa hlut­inn á 2,8 krónur á hlut. Í útboð­inu, sem fór fram nokkrum dögum síð­ar, var fimm­föld umfram­eft­ir­spurn. Arion banki fjár­magn­aði kaup við­skipta­vin­anna að hluta. Ekki hefur feng­ist upp­gefið hversu stór þessi hópur er né hverjir það eru sem til­heyra hon­um.

Miðað við upp­hafs­gengi bréf­anna á mark­aði í gær, sem var 3,44 krónur á hlut, hafði virði hlutar hóps­ins hækkað um 343 millj­ónir króna. Á 92 dögum hafði þessi óskil­greindi hópur rík­ustu við­skipta­vina einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skipta Arion banka, sem var val­inn til kaupa á félagi sem bank­inn var sjálfur að selja í útboði sem hann sá sjálfur um, grætt 3,7 millj­ónir króna á dag.

Þessi sala var harð­lega gagn­rýnd í haust, meðal ann­ars á Alþingi. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði söl­una vera klúður sem engin þol­in­mæði væri fyrir í sam­fé­lag­inu. Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsla rík­is­ins sem fer með 13 pró­sent eign­ar­hlut íslenska rík­is­ins í Arion banka, sagð­ist hafa fullan skilning á þeirri umræðu sem fram færi í sam­fé­lag­inu vegna söl­unn­ar. Hann vildi þó ekki setj­ast í dóm­ara­sæti í mál­inu. Aðrir við­skipta­vinir í einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skiptum hjá bank­an­um, sem fengu ekki að kaupa í Sím­anum á sér­kjörum, voru ekki síður ósáttir með að hann sé að mis­muna sínum eigin við­skipta­vinum með þessum hætti.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði söluna vera klúður sem engin þolinmæði væri fyrir í samfélaginu.

Aðrir leik­endur á fjár­mála­mark­aði, sér í lagi smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki, hafa einnig gagn­rýnt söl­una. Það skekki sam­keppn­is­stöðu ann­arra fyr­ir­tækja sem reki einka­banka­þjón­ustu eða sinni mark­aðsvið­skiptum ef stór banki sé að verð­launa sína við­skipta­vini umfram aðra. Þar sem stóru bönk­unum hafi verið falin end­ur­skipu­lagn­ing flestra þeirra fyr­ir­tækja sem rati á mark­að, og sjái nán­ast alltaf sjálfir um skrán­ingar á „sín­um“ fyr­ir­tækj­um, sé alltaf minni og minni hvati til þess að vera í þjón­ustu hjá öðrum aðil­um.

Varað við ástand­inu í skýrslu 2013

Sá aðstöðu­munur sem er uppi milli stóru bank­anna og ann­arra fyr­ir­tækja á fjár­mála­mark­aði er ekki nýr af nál­inni. Og við honum hefur verið varað mjög harka­lega áður, án þess að það hafi skilað árangri.

Í skýrslu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, Fjár­mála­mark­aður á kross­götum, frá árinu 2013 var sér­stakur kafli helg­aður áhyggjum af yfir­burða­stöðu við­skipta­banka á mark­aðn­um. Þar sagði að minni fjár­mála­fyr­ir­tæki sem stundi verð­bréfa­þjón­ustu hafi bent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu á að almennt gæti að þeirra mati mik­ils afls­munar milli verð­bréfa­fyr­ir­tækja og banka. Sam­keppn­is­staða minni fjár­mála­fyr­ir­tækja væri veik og það væri mikið áhyggju­efni. „Bank­arnir séu í yfir­burða­stöðu þar sem þeir séu í aðstöðu til að bjóða við­skipta­vinum upp á alhliða við­skipti. Þeir gnæfi yfir aðra sam­keppn­is­að­ila sé litið til stærðar efna­hags­reikn­ings og umsvifa. Í krafti stærðar geti þeir boðið þjón­ustu, verð og skil­mála sem minni fyr­ir­tæki eigi erfitt með að keppa við. Heild­ar­þjón­usta bjóði jafn­framt upp á þá hættu að einn þjón­ustu­þáttur sé not­aður til að nið­ur­greiða aðra þjón­ustu­þætti þar sem sam­keppni er meiri. Þá hafa verð­bréfa­fyr­ir­tækin áhyggjur af því hvernig við­skiptabankar komi fram gagn­vart aðilum sem minni fjár­mála­fyr­ir­tækin eru að leit­ast við að fá til sín í við­skipti. Bank­arnir hafi sterk ítök í mörgum fyr­ir­tækj­um, hvort heldur sem er vegna viða­mik­illar skuld­setn­ingar eða í gegnum eign­ar­hald.“

Við­mæl­endur Kjarn­ans í banka­kerf­inu og við­skipta­líf­inu segja að lítið hafi dregið úr þess­ari yfir­burð­ar­stöðu síðan að skýrslan kom út.  

Auk þess kvarta margir yfir því að tæki­færi minni fjár­mála­fyr­ir­tækja, og í raun allra á mark­aði nema stóru bank­anna þriggja, til að ná til sín stórum við­skipta­vinum í einka­banka­þjón­ustu eða mark­aðsvið­skipti séu nán­ast eng­in. Það sé ekki hægt að keppa við þau fjár­fest­inga­tæki­færi sem sam­legðin hjá stóru bönk­unum býður þeim upp á.

Það dæmi sem flestir við­mæl­endur minn­ast á sem skýrasta dæmið um þetta er ofan­greind sala Arion banka á fimm pró­sent hlut í Sím­anum til valdra við­skipta­vina sinna nokkrum dögum fyrir almennt útboð á bréfum í félag­inu á nið­ur­settu verði.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir ástæðu til að hafa áhyggjur

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir að það sé klárt að þau áhyggju­efni sem eft­ir­litið dró fram í skýrsl­unni árið 2013 séu að veru­legu leyti enn til stað­ar. „Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvernig aðstæður minni keppi­nauta eru á mark­aðnum og þar með nýrra aðila til að koma inn á hann. Það er mik­il­vægt að bank­arnir passi upp á að skilja á milli ólíkra hags­muna sinna þegar þeir eru að eiga við­skipti við fyr­ir­tæki. Sú hætta, að þeir beiti afls­munum sínum og skerði með því sam­keppn­is­stöðu minni aðila, er aug­ljós­lega fyrir hendi. Bank­arnir eru í þeirri stöðu að vera að bjóða upp á alhliða fjár­mála­þjón­ustu á meðan að minni fyr­ir­tæki hafa ekki kost á því með sam­bæri­legum hætti. Þeir þurfa að fara mjög var­lega í að blanda mis­mun­andi við­skipta­hags­munum sínum saman og nýta sér við­skipta­tengsl á einu sviði til að afla sér við­skipta á öðr­um.“

Ráðstafanir Arion banka voru að þessu leyti ekki til þess fallnar að draga úr þeirri tortryggni í garð viðskiptabankanna þriggja, sem á liðnum árum hafa endurspeglast í kvörtunum og ábendingum til Samkeppniseftirlitsins.

Aðspurður hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé að rann­saka þessa stöðu segir Páll Gunnar að salan Arion banka á hluta­bréfum í Sím­anum til val­inna við­skipta­vina sé ekki sér­stak­lega til skoð­un­ar. Eft­ir­litið eigi þó í reglu­legum sam­ræðum við fjár­mála­mark­að­inn um þetta ástand. „Bank­arnir verða að passa afar vel upp á að hátt­semi þeirra raski ekki sam­keppni og aðferðir að þessu tagi geta vissu­lega gert það vegna þess að þarna er hugs­an­lega verið að afla við­skipta­tengsla með aðferðum sem sett hafa verið spurn­inga­merki við eins og umræðan ber vott um. Ráð­staf­anir Arion banka voru að þessu leyti ekki til þess fallnar að draga úr þeirri tor­tryggni í garð við­skipta­bank­anna þriggja, sem á liðnum árum hafa end­ur­spegl­ast í kvört­unum og ábend­ingum til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.“

Stjórn­endur og með­fjár­festar keyptu líka fyrir útboð

Líkt og flestir vita sem fylgst hafa með sölu á hlut Arion banka í Sím­anum fyrir útboð vita þá voru vild­ar­við­skipta­vinir Arion banka ekki þeir einu sem fengu að kaupa. Hópur stjórn­enda, undir for­ystu for­stjór­ans Orra Hauks­son­ar, og nokkrir inn­lendir og erlendir fjár­festar fengu einnig að kaupa fimm pró­sent hlut í félagið áður en almennt útboð fór fram. Þeir fengu að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Um þau kaup var til­kynnt í ágúst. Á meðal þeirra sem voru í hópnum voru íslenskir fjár­festar með litla sér­þekk­ingu á fjar­skipt­um. Sá hóp­ur, sem sam­anstendur Sig­ur­birni Þor­kels­syni, Árna Hauks­syni og Hall­birni Karls­syni, keypti raunar stærstan hluta þess sem Arion banki ákvað að selja á þeim tíma.

Arion banki hefur greint frá því að sam­komu­lagið við fjár­festa­hóp­inn sem keypti fyrst hafi verið gert í maí. Bank­inn segir að sú töf sem orðið hafi á að upp­lýsa um kaupin hafi verið „óheppi­leg“. Verð­matið hafi á þeim tíma, í maí, verið svipað og á Voda­fo­ne, hinu skráðu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in­u. 

Stjórn­endur Sím­ans keyptu einnig 0,5 pró­sent hlut til við­bótar við þau fimm pró­sent sem áður hafði verið greint frá, á sama verði. Sam­tals keypti hóp­ur­inn því 5,5 pró­sent hlut. Miðað við gengi Sím­ans í dag hefur virði hlutar þeirra hækkað um 38 pró­sent. Sölu­hömlur eru á fyrstu fimm pró­sent­unum til 1. jan­úar 2017. Stjórn­endur Sím­ans mega hins vegar selja 0,5 pró­sent hlut sinn strax í mars á þessu ári, eftir rúma fjóra mán­uði.

Arion varði ákvörð­un­ina

Arion banki varði framan af ákvörðun sína um að selja báðum þessum hópum hluti í Sím­anum áður en útboð fór fram. Hall­dór Bjarkar Lúð­vígs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs bank­ans, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 13. októ­ber þar sem kall­aði gagn­rýni á hana „eftirá­speki“. Í grein­inni sagði m.a. „Þeir sem gagn­rýna mik­inn hagnað af þess­ari fjár­fest­ingu horfa fram hjá því að ekki er um inn­leystan hagnað að ræða og ómögu­legt að sjá fyrir hvert hluta­bréfa­verðið verð­ur.“

Tíu dögum síðar sendi Arion banki frá sér til­kynn­ingu þar sem bank­inn við­ur­kenndi að gagn­rýni á söl­una til vild­ar­við­skipta­vina hefði verið rétt­mæt. Bank­inn sagði að ekki hafi verið að „veita við­skipta­vinum afslátt frá verð­inu held­ur[...]að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagn­rýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið fram­hjá stjórn­endum bank­ans. Ekki var heppi­legt að selja til við­skipta­vina bank­ans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reynd­ist nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins. Bank­inn van­mat hina miklu eft­ir­spurn sem raun varð á. Þessi til­högun er til skoð­unar í bank­anum og verður tekið mark á gagn­rýn­inn­i“.

Arion banki taldi hins veg­ar, og telur enn, að salan á fimm pró­sent hlut til stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra hafi verið rétt­mæt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar