Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Fréttaskýring#Bandaríkin#Stjórnmál

Breytt landslag í forvali repúblikana

Forval stóru flokkanna í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar þar í landi heldur áfram í næstu viku þegar kosið verður í New Hampshire. Útlit er fyrir að Donald Trump muni ekki halda sínu mikla fylgi því Ted Cruz og Marco Rubio sækja á.

Bryndís Ísfold7. febrúar 2016
Donald Trump veifar til stuðningsmanna eftir að hafa talað í Iowa fyrir forvalið.
Mynd: EPA

Setið var á sófa­brún­inni langt fram á nótt yfir kosn­inga­vöku sjón­varp­stöðv­anna hér í Banda­ríkj­unum á mánu­dags­kvöld­ið. Til að fylgj­ast gaum­gæfi­lega með hverjum ein­asta fram­bjóð­anda lagði pistla­höf­undur það á sig, að skrá sig á póst­lista hjá öllum helstu fram­bjóð­endum og keppt­ust þeir við að senda vin­sam­legar ábend­ingar um ágæti sitt alla vik­una auk þess sem þeir buðu upp á þá þjón­ustu að gefa þeim pen­inga. Þegar nið­ur­staðan lá loks ljós fyrir í Iowa var ljóst að hún boð­aði nokkuð breytt lands­lag, sér­stak­lega í for­vali repúlik­ana. Fram á síð­ustu stundu benti allt til þess í skoð­ana­könn­unum að Don­ald Trump, fast­eigna­mó­gull­inn frá New York, myndi sigra nokkuð örugg­lega og komu úrslitin því nokkuð á óvart með sigri Ted Cruz, öld­unga­deild­ar­þing­mann­ins­ins og teboðsliðsm­ans­ins frá Texas. Til að auka á spenn­una fylgdi Marco Rubio, hinn ungi öld­unga­deild­ar­þing­maður frá Flór­ída, fast á hæla Trump og end­aði naum­lega í þriðja sæt­inu. En for­völ flokk­anna eru þó aðeins rétt að byrja og á þriðju­dag verður kosið í New Hamps­hire. Þar benda kann­anir til þess að Trump hafi sigur úr bítum hjá repúblikönum og Bernie Sand­ers hjá demókrötum en eftir þessi óvæntu tíð­indi mánu­dags­ins virð­ist allt geta gerst. 

Eftir nið­ur­stöð­urnar frá Iowa urðu ljós­ar, beindust sjónir manna hér vestra að miklu leiti að Rubio sem undir lok mánu­dags­kvölds­ins, hélt inn­blásna sig­ur­ræðu sem fer seint úr minni, þrátt fyrir að hafa lent í þriðja sæti. Mörgum þykir hann vera sá kandídat repúblik­ana sem hefur mesta mögu­leika til að sigra Hill­ary Clinton eða Sand­ers, þar sem hann er lík­legur til að ná til miðju­fylg­is­ins sem þarf ef tryggja á að flokk­ur­inn eigi raun­veru­legan mögu­leika á sigri í nóv­em­ber. Nið­ur­stöð­urnar hjá demókröt­unum voru nokkuð óljós­ari, þar sem þau Sand­ers og Clinton komu nærri jöfn í mark og hinn geð­þekki Martin O’M­alley fékk lítið sem ekk­ert fylgi. Þegar leið á kvöldið til­kynnti hann stuðn­ings­mönnum sínum að hann myndi draga sig úr fram­boði.

Skilaboðin frá Martin O'Malley eftir niðurstöður forvals demókrata í Iowa-ríki.
Skjáskot

Hverjir kjós­a? 

Talið er um að fjöldi þeirra sem tóku þátt í for­vali flokk­anna í gær séu 0,1 til 0,2 pró­sent af þeim sem búi í öllum Banda­ríkj­unum og aðeins um tíu pró­sent þeirra þriggja millj­óna sem búa í Iowa. Ríkið er að auki nokkuð eins­leitt og því lang­sótt að ætla að nið­ur­stöð­urnar end­ur­spegli hug allra lands­manna í þessum efn­um. Aftur á móti hefur byggst upp mikil spenna í sam­fé­lag­inu síð­ustu mán­uði, eða allt frá því að kapp­ræður flokk­anna hófust, og því var beðið í ofvæni víða eftir að leikar myndu hefj­ast. 

Í könn­unum hefur komið á óvart hversu mikið fylgi Trump mælist með og hafa margir verið skept­ískir á að hann gæti skilað því fylgi á kjör­stað. Þeir sem þekkja til hins flókna kosn­inga­kerfis í Banda­ríkj­unum vita að það er eitt að koma vel út úr könn­unum og allt annað að sigra kosn­ing­ar. Öllu máli skiptir að velja réttu leik­á­ætl­un­ina fyrir hvern fram­bjóð­anda og beina kröftum þeirra á réttu svæðin sem lík­leg­ust eru til að skila sem flestum atkvæð­um. Þetta krefst reynslu og krafta rétta fólks­ins sem og úthalds. 

Ted Cruz Donald Trump Marco Rubio
Skoðanakannanir á landsvísu 17,4% 35,8% 11,6%
Kannanir í Iowa 23,9% 28,6% 16,4%
Niðurstaða í Iowa 27,7% 24,4% 23,1%
Munur milli kannana og niðurstöðu +3,8 -4,2 +7,0
Kannanir í New Hampshire 12,0% 32,6% 11,4%

Þrátt fyrir mikla umfjöllun um stjórn­málin í fjöl­miðlum er kjör­sókn almennt afar slök í Banda­ríkj­un­um. Í spenn­andi for­seta­kosn­ingum hefur kjör­sókn náð í kringum fimm­tíu pró­sent. Í venju­legum þing­kosn­ingum kýs að jafn­aði rétt tæp­lega fjórð­ung­ur. Það er því oft frekar fámennur hópur sem hefur áhrif á loka­nið­ur­stöðu kosn­inga, ekki síst þegar mjótt er á munum í við lok for­vala. 

Á þriðju­dag féll kjör­sókn­ar­met í Iowa hjá repúblikönum og því reikn­aði fólk með því að Don­ald Trump, sem vakið hefur allra mestu athygl­ina upp á síðkast­ið, væri að laða nýja kjós­endur á kjör­stað. Regl­urnar í Iowa voru þannig að skráðir kjós­endur repúblik­ana máttu kjósa en hægt var að skrá sig á staðnum í flokk­inn og kjósa svo. Oft eru svona nýskrán­ingar meðal kjós­enda í yngri kant­in­um, en það vakti athygli að útgöngu­spár bentu til þess að Trump væri með lang minnsta fylgið meðal 17 til 29 ára kjós­enda eða um 17 pró­sent, en í heild­ina hlaut hann 24 pró­sent atkvæða.

Til sam­an­burðar við þetta nýtur Bernie Sand­ers stuðn­ings 84 pró­sent kjós­enda í sama ald­urs­hópi. Þessi yngri hópur skil­aði sér helm­ingi verr á kjör­stað en hópur 45 til 64 ára sem kaus kaus Clinton í auknum mæli og áhrifin því mun meiri. Til að sigra er mik­il­vægt að ná stuðn­ingi hjá þeim hópum sem skila sér best á kjör­stað. Þannig er eldra fólk í raun dýr­mæt­ari kjós­enda­hópur sem og kon­ur. Aftur á móti kjósa konur frekar demókrata en karl­ar. Þá þarf að taka inn í reikn­ing­inn að mjög stór hluti kjós­enda er af suð­ur­-am­er­ískum upp­runa og kýs sá þjóð­fé­lags­hópur frekar til vinstri. Svona mætti lengi halda áfram.

Þessi marg­um­ræddi Trump 

Trump - velkominn í stuðningshópinnDon­ald Trump hefur litla reynslu úr stjórn­málum og hefur tölu­vert af reynslu­litlu fólki sér til aðstoðar sé það borið saman við aðra fram­bjóð­end­ur. Trump sendir skráðum „kjós­end­um“ síður tölvu­pósta og er sá eini sem ekki hefur beðið um krónu eftir að hafa boðið und­ir­rit­aða vel­komna í hóp þeirra sem „ætla að end­ur­reisa Amer­ík­u“, í takt við kjör­orð hans. 

Eftir að Trump lenti í öðru sæti á mánu­dag, gerði hann þau mis­tök að halda fremur slaka ræðu sem bæði var stutt og efn­is­rýr. Hann hefði vel getað verið kok­hraustur þrátt fyrir að lenda í öðru sæti og vakti það sér­staka athygli. Um miðja síð­ustu viku fór stemm­ingin í for­vali repúblik­ana svo að líkj­ast íslensku próf­kjöri þegar Trump sendi færslu á Twitter þar sem hann sak­aði Cruz um að hafa svindlað í Iowa með því að koma þeim skila­boðum til kjós­enda að Ben Car­son, mót­fram­bjóð­andi þeirra, væri að hætta bar­átt­unni. Car­son hefur enn ekki gef­ist upp og vill Trump meina að þetta hafi fylkt kjós­endum Car­son að baki Cruz í miklum mæli.

En hver er þessi sér­kenni­lega greiddi 69 ára mað­ur í raun og veru? Við þekkjum hann aðeins af snagg­ar­legum fréttum síð­ustu ára­tugi þar sem hann er annað hvort rík­asti maður heims eða í gjald­þrota­skipt­um, nýgiftur með pompi og prakt eða að skilja með til­heyr­andi hneyksl­is­málum á for­síðu slúð­ur­blað­anna. Hverjir eru það sem reyna að stöðva fram­göngu hans? Hvers vegna stendur svona mörgum stuggur af hon­um? 

Trump er fyrst og fremst umdeildur vegna þeirra öfga­fullu skoð­ana sem hann keyrir fram­boð sitt að miklu leiti á. Hann lætur sér ekki nægja að tala dig­ur­bark­lega um hvernig hann muni „gera Banda­ríkin frá­bær aft­ur“ (e. „Make Amer­ica Great Aga­in“), heldur ætlar hann að kné­setja alla sem ætla sér að verða á vegi hans eins og hann lætur ítrekað hafa eftir sér. Verði hann for­seti ætlar hann að meina múslimum inn­göngu inn í landið og reisa múr þvert á landa­mærin við Mexíkó, vísa á brott úr land­inu öllum þeim millj­ónum ólög­legu inn­flytj­endum sem nú búa í Banda­ríkj­un­um. Til við­bótar við þetta lætur hann reglu­lega hafa eftir sér rasísk og kven­fjand­sam­leg ummæli án þess að blikna.

Það er þó óum­deilt að þann hefur hæfi­leika til að tala hreint út og vera algjör­lega laus við skrúð­mælg­ina sem stjórn­mála­menn fest­ast svo gjarnan í. Hann stað­setur sig og sinn mál­flutn­ing líka þannig að hann sé fyrir utan kerf­ið, hann sé maður fólks­ins. Á ein­hvern undra­verðan hátt hefur hann líka sann­fært marga um að hann sé besta dæmið um „am­er­íska draum­inn“ sem snýst um að sýna dugnað og vinnu­semi og þá eigi allir að geta orðið rík­ir. Sjálfur fædd­ist Trump þó inn í efn­aða fjöl­skyldu. Flestir stuðn­ings­menn Trump eru hvít­ir, með fremur lágar tekj­ur, litla menntun og eru komnir með „nóg“ af hefð­bundnum stjórn­mála­mönn­um.

Donald Trump
www.donaldjtrump.com
Aldur: 69 ára
Heimili: Manhattan, New York
Fjöldi barna: 5
Twitter: @realDonaldTrump
Fjöldi vina á Facebook: 5.228.738
Fjöldi fylgjenda á Twitter: 5.947.548

Það er óhætt að segja að Don­ald Trump sé eld­klár, fljót­fær, ein­læg­ur, sjálf­um­glaður og honum leið­ist ekki athygli, jafn­vel þó hún sé nei­kvæð. Í heim­ilda­mynd sem sýnd var á sjón­varp­stöð­inni MSNBC í vik­unni var farið í saumana á ævi hans. Trump er fæddur og upp­al­inn í New York og þegar hann var á tán­ings­aldri lenti hann í vand­ræðum í skól­anum og var færður í sér­stakan her­skóla. Bróðir hans glímdi við áfeng­is­sýki sem seinna varð honum að ald­urtila og hefur Trump því aldrei reykt né drukkið áfengi. Hann hefur verið giftur í þrí­gang og á með fyrr­ver­andi konum og núver­andi konu fimm börn á aldr­inum 10 til 39 ára. Þekkt­ust er lík­lega Ivana sem var umsjóna­mann­eskja í raun­veru­leika­þátt­unum App­rent­ice þar sem Trump var sjálfur í aðal­hlut­verki sem við­skipta­ráð­gjafi fólks sem keppti í að vera best í við­skipt­u­m. 

Eftir námið fór hann að vinna fyrir fyr­ir­tæki föður síns sem hafði verið far­sælt. Við­skipti Trump hafa verið marg­vís­leg í gegnum árin. Hann hefur átt fast­eign­ir, spila­víti og golf­velli um allan heim auk þess að hann hefur fjár­fest í allskyns óvenju­legum við­skipta­ein­ingum eins og íþrótta­fé­lögum og eigin sjón­varps­fram­leiðslu um sjálfan sig. Trump átti lengi vel hluti í feg­urð­ar­sam­keppn­unum Ung­frú Amer­íka, Ung­frú alheim­ur, og Ung­frú ung­lings­feg­urð þar til árið 2015.

Við­skipti Trump hafa hins vegar ekki alltaf gengið stór­á­falla laust fyrir sig og fyr­ir­tæki hans hafa nokkrum sinnum orðið gjald­þrota. Honum hefur þó alltaf tek­ist að koma sér aftur á lapp­irn­ar. 

Stuðn­ingur hans við banda­rísku stjórn­mála­flokk­ana tvo hefur farið fram og aftur í gegnum tíð­ina. Trump hefur í nokkur skipti sagts ætla bjóða sig fram og í tvígang hafið bar­átt­una, einu sinni fyrir End­ur­reisn­ar­flokk­inn árið 2000 og svo árið 1999 fyrir repúblik­ana en hann hætti fram­boði sínu þegar ljóst var að hann ætti enga mögu­leika á að sigra. Flokka­flakkið hefur haft áhrif skoð­anir hans og þær sveifl­ast allt frá því að hafa verð fylgj­andi rétt­indum kvenna til að ráða yfir eigin lík­ama þegar kemur að fóst­ur­eyð­ingum yfir í að vilja banna þær alfar­ið. Hann hefur talið Hill­ary Clinton vera frá­bæran samn­inga­mann fyrir Banda­ríkin gegn Írönum en skipt um skoðun og sagt að samn­ing­ur­inn við Íran sem nýverið var sam­þykktur sé „öm­ur­leg­asti samn­ingur sem hann hafi nokkurn tím­ann augum lit­ið“.

Flokkarnir og Trump
- 1987 Demókrati
1987-1999 Repúblikani
1999-2001 Endurreisnarflokkurinn
2001-2009 Demókrati
2009-2011 Óháður
2012- Repúblikani

Afstaða Trump snýst mikið um að stað­setja sig „réttu meg­in“ við þau mál sem repúblikana­kjós­endur velja mikið eft­ir, svo sem að herða á inn­flytj­enda­lög­gjöf­inni, verja rétt manna til að eiga og kaupa skot­vopn óáreidd­ir, gegn fóst­ur­eyð­ing­um, gegn vígðri sam­búð sam­kyn­hneigðra og lækka tekju­skatt í Banda­ríkj­unum veru­lega, eitt­hvað sem gagn­rýnendur hans benda á að myndi setja rík­is­fjár­málin í mik­inn vanda. Trump ætlar sér hins­vegar líka að skera ræki­lega niður í opin­bera kerf­in­u. 

Kosn­inga­bar­átta Trump hefur að ráða 13 millj­ónum doll­ara í sem eru bara smá­aurar miðað við virði veldi hans, sem hann segir vera 10 millj­arða doll­ara. Mest allur pen­ing­ur­inn í kosn­inga­sjóðnum kemur úr hans eigin vasa.

And­stæð­ing­arnir

Ted Cruz og Marco Rubio eru þeir sem eru lík­leg­astir til að fella Don­ald Trump í for­vali repúblik­ana. Þeir eru báðir rétt ríf­lega fer­tugir og eiga nokkuð fátæk­legan feril að baki þegar þeir eru bornir saman við ævin­týra­lega ævi Trump. Þrátt fyrir að menn­irnir þrír séu allir frekar íhaldsamir er Ted Cruz lík­lega sá sem teygir sig lengst í þá veru.

Teboðs­hreyf­ing Cruz frá Texas 

Cruz - velkomin í stuðningshópinnÞegar und­ir­rituð skráði sig á póst­lista Ted Cruz barst svar frá fram­boð­inu með hvatn­ingu um að sýna hug­rekki og standa með íhalds­ömum gildu. Þar var einnig óskað eftir pen­ingum í leið­inn­i. 

Cruz er 45 ára, giftur og á tvö börn. Hann er fæddur í Kanada (eitt­hvað sem Trump mun án efa halda áfram að minna kjós­endur á) en hann kallar Cruz núorðið Ted „Kana­da“ í ræðum sínum því deilt hefur verið um hvort hann sé í raun og veru kjör­geng­ur. Cruz er hins vegar fæddur banda­ríkja­mað­ur, því for­eldrar hans höfðu bæði banda­rískt rík­is­fang þegar hann fædd­ist. 

Cruz er sonur kúbversk föð­urs og banda­rískrar móð­ur. Hann er upp­al­inn í Texas og nam lög­fræði við Harvard. Hann starf­aði fyrir rík­is­stjórn Bush yngri en var svo kos­inn sem full­trúi Texas og full­trúi Teboðs­ins í Öld­unga­deild banda­ríska þings­ins árið 2012. Hann hefur sterkar skoð­anir og þykir frekar óvin­sæll í Was­hington, bæði innan flokks­ins og utan, því hann þykir ósam­vinnu­þýður og óhagg­an­legur í skoð­un­unum sín­um. Þetta vinnur hins vegar með Cruz í kosn­inga­bar­átt­unni þar sem hann getur með þessu stað­sett sig utan kerfs­ins í Was­hington, sem er gríð­ar­lega óvin­sælt hjá almenn­ingi. Hann nýtur dyggs stuðn­ing evang­elista og má greina sterkt trú­ar­legt stef í ræðum hans.

Ted Cruz
www.tedcruz.org
Aldur: 45 ára
Heimili: Houston, Texas
Fjöldi barna: 2
Twitter: @tedcruz
Fjöldi vina á Facebook: 1.831.728
Fjöldi fylgjenda á Twitter: 786.000

Cruz hefur lýst því yfir að hann muni vilja banna fóst­ur­eyð­ing­ar alfar­ið verði hann for­seti. Hann hefur í lög­fræði­störfum sínum varið NRA, helstu hags­muna­sam­tök byssu­eig­enda, og styður óhindr­aðan aðgang lands­manna að því að kaupa vopn og bera í almenn­ings­rými. Hann vill leggja af heil­brig­iðis­trygg­inga­kerfið sem Obama kom á og vill einka­væða félags­trygg­inga­kerf­ið, svo fátt eitt sé nefnt. Hann boðar einnig mjög umdeildar efna­hags­til­lögur sem flestir telja að muni helst gagn­ast þeim sem eiga mest, en ekki hinni marg­um­töl­uðu milli­stétt sem þykir aðþrengd efna­hags­lega. Cruz hefur notið ríku­legs stuðn­ings fjár­sterkra aðila og hafa söfn­un­ar­hópar merktir honum safnað 42 millj­ónum miðað við fram­boðið hans sem safnað hefur 47 millj­ónum doll­ara.

Ungi íhaldsami Flór­ídabú­inn með kúbverskar rætur

Marco Rubio er aðeins 44 ára gam­all, giftur og á fjögur börn. Hann er sonur kúbverskra inn­flytj­enda og er alinn upp í Flór­ída þar sem hóf nokkuð hefð­bund­inn tröppu­gang í stjórn­mál­um. Hann byrj­aði í Miami-­borg, tók því næst sæti á rík­is­þing­inu, var svo kjör­inn í full­trúa­deild banda­ríska þings­ins fyrir Flór­ída og því næst sem öld­unga­deild­ar­þing­maður rík­is­ins. 

Marko Rubio
www.marcorubio.com
Aldur: 44 ára
Heimili: Miami, Florida
Fjöldi barna: 4
Twitter: @marcorubio
Fjöldi vina á Facebook: 1.227.128
Fjöldi fylgjenda á Twitter: 1.130.000

Rubio er svo sann­ar­lega íhalds­sam­ur, en hann er þó aðeins nær miðj­unni en flokks­bróðir hans Cruz. Hann er and­vígur fóst­ur­eyð­ingum eftir 20. viku og seg­ist við­ur­kenna dóm hæsta­réttar um að að hjóna­vígsla sam­kyn­hneigðra sé fest í lög. Þó hann seg­ist sjálfur líta svo á að hjóna­band eigi að vera milli karls og kon­u. Hann hefur talað fyrir því að sett verði upp leið til þess að ólög­legir inn­flytj­endur sem hafa verið í mörg ár í Banda­ríkj­unum og eiga jafn­vel börn geti sótt um rík­is­borg­ara­rétt með lög­mætum hætti en dregið mjög í land með þessa skoðun sína frá því að hann hóf for­seta­fram­boð sitt. Hann er ósam­mála sumum fram­bjóð­endum repúblik­ana um að einka­væða félags­lega kerf­ið. Hann er geð­þekkur í við­tölum og í sam­an­burði við þá Trump og Cruz og virð­ist vera nokkuð hefð­bundn­ari fram­bjóð­and; er klókur og með gott bak­land Hann á einnig tölu­vert góða mögu­leika á að höfða til fólks af spænskumæl­andi ættum sem er sá kjós­enda­hópur sem stækkar hrað­ast í dag. 

Hann þykir einnig vera lík­legur að ná til til þeirra sterku pen­inga­afla sem hafa hingað til stutt Jeb Bush í for­seta­for­val­inu en sá mun lík­lega hætta kosn­inga­bar­átt­unni á næstu vik­um. Það kemur sér vel fyrir Rubio sem er ríf­lega 25 millj­ónum á eftir Cruz í söfn­un­inni. Þó er kosn­inga­bar­átta hans ekki á flæðiskeri stödd og á nú rúmar 51 milljón doll­ara ef lagðar eru saman eigur hópsafn­ana merktar honum og fjár­öflun fram­boðs­ins.

Þess ber að geta að ein­hverra hluta vegna hefur ekk­ert svar borist greina­höf­undi síðan því hún skráði sig á póst­lista Marco Rubio, ólíkt öllum öðrum fram­bjóð­end­um.

Hópsöfnun gegn Trump 

Í kringum kjör­fund­ina Iowa hóf nýr her­ferða­hóp­ur, PAC, her­ferð undir yfir­skrift­inni „Hversu mikið veistu raun­veru­lega um Don­ald Trump?“. Her­ferðin gengur að mestu út að að birta aug­lýs­ingar gegn honum og er mark­mið hóps­ins að stöðva vin­sældir Trump. Til þess hefur hóp­ur­inn safnað millj­ónum banda­ríkja­dala og þegar eytt um 2,5 millj­ón­um. 

Aug­lýs­ingar á borð við þessar eru hluti af vopnum þeirra gegn Trump, auk þess sem birtar hafa verið aug­lýs­ingar í dag­blöð­um, á net­inu og yfir 100 þús­und aug­lýs­ingar sendar í póst­i. 

Áhuga­vert verður að sjá hvaða áhrif und­an­farin vika hefur á fram­boð og vin­sældir Don­ald Trump fyrir kjör­fund­inn í New Hamps­hire. Þar mun reyna á her­ferð Trump þegar breyta á þessu mælda fylgi úr könn­unum í atkvæði á kjör­stað kjör­stað. Ljóst er að þeir Cruz og Rubio muni herða veru­lega á bar­átt­unni gegn Trump. Aðrir fram­bjóð­endur munu lík­lega draga sig í hlé á næstu vikum og hefst þá bar­áttan um hvert stuðn­ings­menn þeirra snúa sér. 

Hvað sem ger­ist, hvernig sem fer, verður spenn­andi að fylgj­ast með frétta­bréf­unum rigna inn. Þegar eru fjórir komnir frá Hill­ary Clinton síðan á mánu­dag, tveir frá Bernie Sandes, þar af einn þar sem hann til­kynnir form­lega að stjórn­mála­bylt­ingin sé haf­in. Algjör þögn ríkir hins vegar í tölvu­pósta­deild repúblik­ana. Það er án efa ein­ungis lognið á undan storm­in­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar