Tíu staðreyndir um olíuverðlækkanir

Olía hefur lækkað mikið í verði á undanförnu einu og hálfu ári, með tilheyrandi efnahagslegum áhrifum. Neikvæðum og jákvæðum.

olíutunnur
Auglýsing

1.       Á ríf­lega fimmtán mán­uðum hefur verðið á tunn­u af hrá­ol­íu, á Banda­ríkja­mark­aði, farið úr 114,6 Banda­ríkja­dölum niður í 30,4 ­Banda­ríkja­dali nú, þegar þetta er rit­að. Það er verð­fall sem nemur 74 pró­sent­um. Það sama má segja um Norð­ursjáv­ar­ol­í­una. Hlut­föllin þar eru svip­uð, en verðið á henni nemur 33,3 ­Banda­ríkja­dölum á tunn­una, miðað við þróun mála í dag. Ástæða verð­lækk­un­ar­inn­ar verður með ein­föld­uðum hætti skýrð með því, að dregið hefur úr eft­ir­spurn eft­ir ol­íu, á sama tíma og fram­boð hefur hald­ist stöðug. Sam­dráttur í fjár­fest­ingum og minnk­andi umsvif í heims­bú­skap eru helstu orsaka­vald­ar.

2.       Íslend­ingar fá olí­una að mestu úr Norð­ur­sjó, einkum frá­ ­stærsta olíu­fyr­ir­tæki Nor­egs, Statoil. Það félag er skráð á markað og 68 ­pró­sent hluta­bréfa þess í eigu norska rík­is­ins. Á Íslandi hefur olíu­verð lækk­að, en það fylgir þó ekki heims­mark­aðs­verði náið eft­ir, þar sem inn í útsölu­verð­inu eru skatt­ar og gjöld, sem ekki sveifl­ast með heims­mark­aðs­verði. Lítra­verð á bens­íni er nú í kringum 190 krónur, en var fyrir ári síðan í kringum 250 krón­ur. Helst­u ­magn­kaup­endur olíu eru skip útgerð­ar­fyr­ir­tækja (sjáv­ar­út­vegur og flutn­ing­ar) og flug­vélar flug­fé­laga.

3.       Eitt stærsta Íslend­inga­sam­fé­lag utan Íslands er í Roga­landi í Nor­egi, þar sem Stavan­ger er stærsta borgin með um 130 þús­und í­búa. Í Stavan­ger og nágrenni búa um fimm þús­und Íslend­inga en í Nor­egi búa nú um tíu þús­und Íslend­ing­ar. Verð­lækk­unin á olíu hefur komið illa við Roga­land og Sta­van­ger, þar sem Statoil er með höf­uð­stöðv­ar, og hefur Dag­ens Nær­ingsliv, helsti við­skipta­f­rétta­mið­ill Nor­egs, ­sagt af því fréttir að und­an­förnu að verið sé að draga saman seglin víða í efna­hags­líf­inu á svæð­inu, en olíu­vinnslan og þjón­usta sem henni teng­ist, er helsta bak­beinið í efna­hags­líf­inu. Norska krónan kostar nú 14,9 ­ís­lenskar krónur en fyrir rúm­lega ári kost­aði hún 18,5 íslenskar krón­ur.

Auglýsing

4.       Nær algjört frost er nú á fast­eigna­mark­aði í Roga­landi, miðað við stöð­una sem var fyrir rúm­lega ári síð­an, og upp­sagnir fyr­ir­tækja hafa auk­ist. Ennþá er of snemmt að tala um kreppu en sam­dráttur er stað­reynd. En verð­lækk­unin á olíu hefur þegar haft umtals­verð nei­kvæð áhrif í Nor­egi. Hluta­bréfa­verð hefur hríð­fallið að und­an­förnu, og nam lækk­unin í dag rúm­lega 3,3 pró­sent­u­m. ­Þrátt fyrir það er Nor­egur eitt best stæða ríki heims­ins. Olíu­sjóður Nor­egs á eignir sem nema um einu pró­senti af öllum skráðum hluta­bréfum í Evr­ópu, en um 60 pró­sent sjóðs­ins er í hluta­bréf­um. Stærð hans sveifl­ast því nokkuð eft­ir ­gengi hluta­bréfa, en á síð­asta ári námu eignir hans um 100 þús­und millj­örð­u­m króna, eða sem nemur 6.700 millj­örðum norskra króna.

5.       Verð­lækk­unin und­an­farin miss­eri hefur haft mik­il á­hrif á þróun efna­hags­mála í mörgum löndum þar sem olí­auð­lindir er að finna. ­Ríki eins og Brasil­ía, sem ítar­lega var fjallað um á vef Kjarn­ans ekki alls ­fyrir löngu, Rúss­land, Níger­ía, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela, hafa öll fundið mik­ið ­fyrir mik­illi verð­lækk­un. Verð­lækk­unin veldur því að hag­kerfin fá mun minn­i ­út­flutn­ings­tekj­ur, sem hefur keðju­verk­andi áhrif um allt hag­kerf­ið, í ljósi þess hve mikið umfang olíu­vinnslu og hve mik­il­vægur grunnur það er fyrir aðra at­vinnu­vegi. Í Rúss­landi, sem er með 143 millj­ónir íbúa, féll lands­fram­leiðsla í fyrra saman um 2,7 pró­sent og í Bras­il­íu, sem er með 200 millj­ónir íbúa – meira en í allri Suð­ur­-­Evr­ópu – féll lands­fram­leiðsla saman um 4,5 pró­sent.  

6.       Ísland nýtur góðs af lágu olíu­verði, í það minnsta þegar beinu áhrifin eru skoð­uð. Ef verðið er lágt, þá þarf minn­i gjald­eyri í að kaup olí­una heldur en þegar það er hátt. Óbeinu áhrifin eru ­síðan þau, að oft er fylgni milli verð­sveiflna olí­unnar og síðan ann­arra hrá­vara. Þannig skilar mikil lækkun á olíu­verði sér oft í því, með tím­an­um, að verð ­lækkar á inn­fluttum afurð­u­m.  Það dreg­ur ­síðan úr verð­bólgu. Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­að­i und­an­farið ár, og mælist nú 2,1 pró­sent á árs­grund­velli.

Það eru víða erfiðleikar í heiminum um þessar mundir, vegna þess hve verð á olíu hefur lækkað hratt.

7.       Stærstu olíu­fyri­tæki heims­ins eru Royal Dutch S­hell (RDS), Exxon Mobil og Saudi Ara­mco, miðað við árið 2014. Ljóst er að ­tekjur fyr­ir­tækj­anna hafa vafa­lítið dreg­ist tölu­vert saman í fyrra, en end­an­leg ­upp­gjör hafa ekki enn verið kynnt. Tekjur RDS námu 421 millj­arð­i ­Banda­ríkja­dala, Exxon Mobil 378 millj­örðum Banda­ríkja­dala og hjá Saudi Ara­mco ­námu tekj­urnar 358,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Til að setja þessar tölur í sam­hengi þá námu tekjur RDS um 150 millj­örðum króna á dag.

8.       Flestar spár gera ráð fyrir að olíu­verð mun­i hald­ast í lægri kant­inum á næstu miss­erum, en vandi er þó að spá fyrir um hvað sé framund­an. Í því sam­hengi má nefna upp­lýs­ingar sem upp­lýs­inga­skrif­stof­a ­banda­ríska orku­mála­ráðu­neyt­is­ins tók sam­an, og Orku­bloggið vitn­aði til­. ­Sam­kvæmt spá þess verður verð­ið, á næsta ári, ein­hvers staðar á bil­inu 20 til­ 100 Banda­ríkja­dalir á tunn­una. Nákvæm­ari var nú ekki sú spá.

9.       Eitt af því sem veldur alþjóð­legum fjár­fest­u­m á­hyggj­um, og hefur ýtt undir verð­lækk­anir á verð­bréfum og hrá­vöru, eru minn­i um­svif í kín­verska hag­kerf­inu en reiknað hafði verið með. Óhætt er að segja að það muni mikið um hvert pró­sentu­stig í hag­vexti fyrir heims­bú­skap­inn, þegar Kína er ann­ars veg­ar. Þar býr 20 pró­sent af íbúum jarð­ar, eða um 1,4 millj­arður manna. Í meira en ald­ar­fjórð­ung hefur hag­vöxtur í Kína verið 7 til 10 pró­sent á ári, en í fyrra fór hann undir sjö pró­sent. Þessi þróun er sögð ýta undir minnkand­i eft­ir­spurn, þar sem fyr­ir­tæki halda að sér höndum í fjár­fest­ingum og verða áhættu­fæl­in í rekstri sín­um.

10.   Eitt íslenskt olíu­fyr­ir­tæki – það er smá­sölu­að­il­i olíu –  er skráð á mark­að, N1.  Það hækk­aði meira en öll önnur fyr­ir­tæki í kauhöll­inni í dag, eða um 2,73 pró­sent. Önn­ur ­fyr­ir­tæki á íslenska mark­aðn­um, sem selja almenn­ingi og fyr­ir­tækjum olíu og bens­ín, eru Skelj­ung­ur, Olís og Atl­ants­ol­ía.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None