Ríkið ætlar ekki í skaðabótamál vegna Al Thani-dóms

Bjarni Benediktsson sagði fyrir ári síðan það vera áleitna spurningu hvort sektardómur í Al Thani-málinu gæfi ríkinu tilefni til að sækja skaðabætur á Kaupþing vegna neyðarláns sem bankinn fékk 6. október 2008. Nú hefur þeirri spurningu verið svarað.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing


Íslenska ríkið ætlar ekki að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur slita­búi Kaup­þings vegna þess tjóns sem ríkið varð fyrir í tengslum við fall ­Kaup­þings. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í kjöl­far ­dóms Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða fyrir tæpu ári síðan að hann vildi skoða hvort ríkið ætti mögu­lega bóta­kröfu vegna þessa. Í svari við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að það hafi ­metið málið sem svo að ekki væru for­sendur fyrir höfðun skaða­bóta­máls á hend­ur ­þrota­búi Kaup­þings vegna máls­ins þar sem skaða­bætur væru almennar kröfur og lúti van­lýs­ing­ar­á­hrif­um.

Þann 12. febr­úar 2015 féll dómur í Al Than­i-­mál­inu í Hæsta­rétti. Þar voru Sig­urður Ein­ars­son, ­fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­and­i ­for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þing­i ­fyrir fall hans, sak­felldir fyrir umboðs­svik og mark­aðs­mis­notk­un. Hreiðar Már ­fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur og ­Magn­ús ­fjögur og hálft ár.

Í dómnum sagð­i m.a.: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­leg­t ­trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brot­in[...]beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­in­um hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki ­metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fund­in um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot.“

Auglýsing

Bjarni vildi skoða skaða­bóta­kröfu

Al Than­i-við­skipt­in, ­sem snér­ust um kaup á 5,01 pró­sent hlut í Kaup­þingi, áttu sér stað í sept­em­ber 2008. Skömmu síð­ar, þann 6. októ­ber 2008, lán­aði Seðla­banki Íslands Kaup­þingi 500 millj­ónir evra í neyð­ar­lán. Tap íslenskra skatt­greið­enda af þess­ari lán­veit­ing­u er um 35 millj­arðar króna.

Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi nokkrum dögum eftir að ­dóm­ur­inn féll spurði Guð­mundur Stein­gríms­son, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar­, ­Bjarna Bene­dikts­son út í dóm Hæsta­réttar og lánið sem Seðla­bank­inn veitt­i ­Kaup­þingi. Hann spurði sér­stak­lega hvort ekki væri ástæða til að birta umdeilt sím­tal milli Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­bank­ans, þar sem lán­veit­ing­in til Kaup­þings ákveð­in. Davíð hefur síðar sagt að Geir hafi ákveðið lán­veit­ing­una.Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson eru á meðal þeirra sem hlutu þunga dóma í Al Thani-málinu.

Bjarni sagði að margir teldu að sú lán­veit­ing yrði ekki að fullu upp­lýst nema að sím­talið yrð­i birt. Bjarni væri hins vegar þeirrar skoð­unar að það væri hægt að spyrj­a ein­fald­lega alla þá sem komu að ákvörð­un­ar­tök­unni um hvað hafi valdið henni, og að veðin sem veitt hafi verið fyrir lán­inu á þeim tíma hafi þótt býsna góð. ­Stjórn­völd hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga íslensku efna­hags­kerfi.

Guð­mundur benti á að búið væri að dæma menn­ina sem stjórn­uðu bank­anum sem fékk neyð­ar­lánið í fang­elsi ­fyrir það sem þeir voru að gera á sama tíma og Seðla­bank­inn lán­aði þeim. Ljóst væri að verk­lags­reglur bank­ans hefðu verið brotn­ar. Guð­mundur gaf ekki mik­ið ­fyrir þá málsvörn að allir hefðu verið að gera sitt besta og að dóm­ur Hæsta­réttar í Al Thani mál­inu væri dæmi um að það að gera sitt besta til að ­bjarga hlut­unum sé alls ekki nóg.

Bjarn­i ­sagði að önnur ríki, þar á meðal Banda­ríkin og Bret­land, hafi ekki látið stíf­ar verk­lags­reglur þvæl­ast fyrir því í miðju banka­hrun­inu að taka rétt­ar á­kvarð­an­ir. Honum þyki það áleitn­ari spurn­ing, í ljósi þess sak­næmu hátt­sem­i ­sem dómur Hæsta­réttar í Al Thani mál­inu lýs­ir, hvort ríkið eigi bóta­kröfu á slitabú Kaup­þings. Hann vill taka það til skoð­un­ar.



Orð­rétt ­sagði Bjarni: „Það sem mér finnst vera miklu áleitn­ari spurn­ing vegna ­nið­ur­stöðu Hæsta­réttar á síð­asta ári er sú spurn­ing hvort með þeim sak­næma hætti sem Hæsti­réttur hefur nú fjallað um hafi stjórn­völdum verið gef­ið við­bót­ar­til­efni til að koma bank­anum til bjargar sem gæti aftur leitt af sér­ ­mögu­lega bóta­kröfu rík­is­ins á hendur slita­bú­inu. Það er eitt­hvað sem ég held að við ættum að taka til skoð­un­ar."

Hafa fengið 490 millj­arða nú þegar

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um hvort mögu­leg bótakrafa hafi verið skoðuð og ef svo væri, hver nið­ur­staða þeirrar skoð­unar væri. Fyr­ir­spurnin var send 7. des­em­ber 2015 og svar barst í gær, 2. febr­úar 2016.

Í svar­inu segir að í fram­haldi af dóms­upp­kvaðin­ung Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu hafi verið farið yfir það í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu hvort grund­völlur væri fyrir höfðun skaða­bóta­máls fyrir hönd rík­is­ins vegna þess tjóns sem ríkið varð fyrir í tengslum við fall Kaup­þings. „Var það mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að ekki væru for­sendur fyrir höfð­un skaða­bóta­máls á hendur þrota­búi Kaup­þings m.a. þar sem skaða­bætur eru almenn­ar ­kröfur og lúta van­lýs­ing­ar­á­hrif­um.

Um stöðu krafna Seðla­banka Ís­lands á hendur slita­búi Kaup­þings vegna lán­veit­ing­ar­innar var vísað á Seðla­bank­ann. Kjarn­inn hefur þegar sent fyr­ir­spurn á hann og óskað eft­ir ­upp­lýs­ingum um þá stöðu.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir einnig í svari sínu að þess beri að geta að upp­gjöri á Eigna­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) sé ekki lok­ið. „Í því sam­bandi er rétt að ­geta þess að Kaup­þing hf., Glitnir hf. og LBI hf. hafa greitt um 490 millj­arða kr. til stjórn­valda í formi stöð­ug­leika­fram­lags, skatt­greiðslna auk end­ur­heimta ESÍ frá umræddum þremur aðilum auk ann­arra ráð­staf­ana sem áður hafa ver­ið kynnt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None