Tugmilljarða króna vaxtamunaviðskipti í fyrra

Erlendir aðilar fjárfestu fyrir 76 milljarða króna á Íslandi í fyrra. Langstærsti hluti fjárfestinga þeirra voru í íslenskum ríkisskuldabréfum, eða 54 milljarðar króna. Vaxtamunaviðskiptin eru hafin á fullu á ný.

Már seðlabankinn
Auglýsing

Alls keyptu erlendir aðilar eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum ­rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þeir keyptu auk þess hluta­bréf ­fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í at­vinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra að­ila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins ­Sæ­munds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til­ lands­ins á árinu 2015.

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að það hafi óskað eftir upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands til að svara fyr­ir­spurn Þor­steins. Upp­lýs­ing­arnar sem svarið byggir á ein­skorð­ast við það inn­flæð­i gjald­eyris sem kom til Íslands eftir svo­kall­aðri „nýfjár­fest­inga­leið“ og fyr­ir­ til­stilli gjald­eyr­is­út­boðs Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Þessar tölur gefa skýrt til kynna að svokölluð vaxta­muna­við­skipti eru hafin af mik­illi alvöru á ný.

Eins og áfengi, góð í hófi

Á árunum fyrir hrun flæddu erlendir pen­ingar inn í íslenska hag­kerfið í svoköll­uðum vaxta­muna­við­skipt­um. Í ein­földu máli snú­ast þau um að er­lendir fjár­festar tóku lán í myntum þar sem vextir voru lágir og keyptu síð­an ­ís­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­leg­um ­sam­an­burði. Því gátu fjár­fest­arnir hagn­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­töku sinn­ar. Og ef þeir voru að gera við­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­flokka var end­ur­lánað til við­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­aði umfang þeirra gríð­ar­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­arða króna.

Vextir Seðla­banka Íslands lækk­uðu skarpt fyrstu árin eft­ir hrun. Und­an­farin miss­eri hafa þeir hins vegar hækk­að, enda vaxta­hækk­anir hel­sta ­stýri­tæki bank­ans til að halda aftur að verð­bólgu. Stýri­vextir á Íslandi eru nú t.d. 5,75 pró­sent á sama tima og þeir eru mjög nálægt núll­inu i mörgum öðrum lönd­um. Þessar vaxta­hækk­anir hafa gert Ísland eft­ir­sókn­ar­verð­ara sem fjár­fest­inga­kost. Kynn­ing á áætlun stjórn­valda um losun hafta, sem fyr­ir­hugað er að muni eiga sér­ ­stað á þessu ári, gerði einnig mikið til að auka áhuga erlendra fjár­festa á því að ávaxta fé sitt á Íslandi. Losun hafta myndi enda þýða að þeir væru frjáls­ir til að flytja fé sitt aftur heim þegar skulda­bréfa­flokk­arnir sem þeir fjár­fest­u í væru á gjald­daga.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri tjáði sig um auk­in ­vaxta­muna­við­skipta á Íslandi í við­tali við Bloomberg í júní síð­ast­liðnum og sagði þá að auk­in ­vaxta­muna­við­skipti væru fagn­að­ar­efn­i.Við­skiptin væru merki um að til­trú er­lendra fjár­festa á Íslandi væri að aukast. Þau væru þó líkt og áfeng­ið, góð í hófi.

Yfir 50 millj­arðar í rík­is­skulda­bréf

Í fyrra­sumar voru síðan sagðar fréttir af því að vaxta­muna­við­skipt­i væru klár­lega hafin að nýju. Og sam­kvæmt svar­inu sem Þor­steini barst frá­ fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu þá voru þau umtals­verð á árinu. Alls vor­u keypt rík­is­skulda­bréf fyrir um 54 millj­arða króna af erlendum aðilum í fyrra. ­Mest var keypt í skulda­bréfa­flokki sem er á gjald­daga 2025, eða fyrir um 21 millj­arða króna. Næst mest var keypt í flokki sem er á gjald­daga 2031, eða ­fyrir um 15,1 millj­arð króna. Nán­ast allar fjár­fest­ingar erlendra aðila í rík­is­skulda­bréfum voru gerðar af lög­að­il­um, ekki ein­stak­ling­um.

Erlendir aðilar virð­ast líka vera búnir að fá áhuga á ís­lenskum hluta­bréf­um. Þeir keyptu slík fyrir um 5,8 millj­arða króna á síð­asta ári. Mestur áhugi var á bréfum í Icelandair (1.031 milljón króna) og Mar­el (1.022 milljón króna). Auk þess keyptu erlendir fjár­festar í HB Granda, Hög­um, Eim­skip og Reitum fyrir 820-848 millj­ónir króna á árinu 2015.

Fengu tug­millj­arða afslátt á íslenskum eignum

Það eru ekki bara vaxta­muna­við­skiptin sem hafa gert Ísland að aðlandi fjár­fest­inga­kosti fyrir erlenda aðila sem eiga pen­inga á und­an­förn­um ár­um. Hin svo­kall­aða fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem sett var upp til­ að vinna á snjó­hengju erlendra gjald­miðla­eigna eftir hrun­ið, var einnig ansi arð­bær leið fyrir þá sem áttu pen­inga í útlöndum og vildu flytja þá til­ Ís­lands.

Í útboðum fjár­fest­inga­leið­ar­inn­ar, sem lauk í febr­úar í fyrra, komu alls um einn millj­arður evra til lands­ins og fyrir þær feng­ust um 206 millj­arðar króna. Miðað við opin­bert gengi Seðla­bank­ans á evru í febr­ú­ar 2015 þá voru evr­urnar sem komu inn í landið um 157 millj­arða króna viði. Því ­fengu fjár­fest­arnir sem nýttu sér þessa leið, en margir þeirra voru Íslend­ing­ar ­sem áttu fé erlend­is, 48,7 millj­arða króna virð­is­aukn­ingu á fjár­fest­ingu sína. Á manna­máli þýðir það að þeir sem skiptu gjald­eyri í útboðum fjár­fest­inga­leið­ar­ ­Seðla­bank­ans á árunum eftir hrun fengu um 20 pró­sent afslátt, alls tæp­lega 50 millj­arða króna, á eignum sem þeir keyptu á Íslandi. Þær eignir gátu t.d. ver­ið fast­eign­ir, hluta­bréf eða skulda­bréf. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None