Tugmilljarða króna vaxtamunaviðskipti í fyrra

Erlendir aðilar fjárfestu fyrir 76 milljarða króna á Íslandi í fyrra. Langstærsti hluti fjárfestinga þeirra voru í íslenskum ríkisskuldabréfum, eða 54 milljarðar króna. Vaxtamunaviðskiptin eru hafin á fullu á ný.

Már seðlabankinn
Auglýsing

Alls keyptu erlendir aðilar eignir á Íslandi fyrir 76,1 millj­arð króna í fyrra. Langstærstur hluti fjár­fest­ingar þeirra var í íslenskum ­rík­is­skulda­bréf­um, alls um 54 millj­arðar króna. Þeir keyptu auk þess hluta­bréf ­fyrir 5,7 millj­arða króna, fast­eignir fyrir 652 millj­ónir króna og fjár­festu í at­vinnu­rekstri fyrir um þrettán millj­arða króna. „Aðrar fjár­fest­ingar erlendra að­ila“ námu síðan um 1,1 millj­arði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins ­Sæ­munds­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um inn­flæði gjald­eyris til­ lands­ins á árinu 2015.

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að það hafi óskað eftir upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands til að svara fyr­ir­spurn Þor­steins. Upp­lýs­ing­arnar sem svarið byggir á ein­skorð­ast við það inn­flæð­i gjald­eyris sem kom til Íslands eftir svo­kall­aðri „nýfjár­fest­inga­leið“ og fyr­ir­ til­stilli gjald­eyr­is­út­boðs Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Þessar tölur gefa skýrt til kynna að svokölluð vaxta­muna­við­skipti eru hafin af mik­illi alvöru á ný.

Eins og áfengi, góð í hófi

Á árunum fyrir hrun flæddu erlendir pen­ingar inn í íslenska hag­kerfið í svoköll­uðum vaxta­muna­við­skipt­um. Í ein­földu máli snú­ast þau um að er­lendir fjár­festar tóku lán í myntum þar sem vextir voru lágir og keyptu síð­an ­ís­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­leg­um ­sam­an­burði. Því gátu fjár­fest­arnir hagn­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­töku sinn­ar. Og ef þeir voru að gera við­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­flokka var end­ur­lánað til við­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­aði umfang þeirra gríð­ar­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­arða króna.

Vextir Seðla­banka Íslands lækk­uðu skarpt fyrstu árin eft­ir hrun. Und­an­farin miss­eri hafa þeir hins vegar hækk­að, enda vaxta­hækk­anir hel­sta ­stýri­tæki bank­ans til að halda aftur að verð­bólgu. Stýri­vextir á Íslandi eru nú t.d. 5,75 pró­sent á sama tima og þeir eru mjög nálægt núll­inu i mörgum öðrum lönd­um. Þessar vaxta­hækk­anir hafa gert Ísland eft­ir­sókn­ar­verð­ara sem fjár­fest­inga­kost. Kynn­ing á áætlun stjórn­valda um losun hafta, sem fyr­ir­hugað er að muni eiga sér­ ­stað á þessu ári, gerði einnig mikið til að auka áhuga erlendra fjár­festa á því að ávaxta fé sitt á Íslandi. Losun hafta myndi enda þýða að þeir væru frjáls­ir til að flytja fé sitt aftur heim þegar skulda­bréfa­flokk­arnir sem þeir fjár­fest­u í væru á gjald­daga.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri tjáði sig um auk­in ­vaxta­muna­við­skipta á Íslandi í við­tali við Bloomberg í júní síð­ast­liðnum og sagði þá að auk­in ­vaxta­muna­við­skipti væru fagn­að­ar­efn­i.Við­skiptin væru merki um að til­trú er­lendra fjár­festa á Íslandi væri að aukast. Þau væru þó líkt og áfeng­ið, góð í hófi.

Yfir 50 millj­arðar í rík­is­skulda­bréf

Í fyrra­sumar voru síðan sagðar fréttir af því að vaxta­muna­við­skipt­i væru klár­lega hafin að nýju. Og sam­kvæmt svar­inu sem Þor­steini barst frá­ fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu þá voru þau umtals­verð á árinu. Alls vor­u keypt rík­is­skulda­bréf fyrir um 54 millj­arða króna af erlendum aðilum í fyrra. ­Mest var keypt í skulda­bréfa­flokki sem er á gjald­daga 2025, eða fyrir um 21 millj­arða króna. Næst mest var keypt í flokki sem er á gjald­daga 2031, eða ­fyrir um 15,1 millj­arð króna. Nán­ast allar fjár­fest­ingar erlendra aðila í rík­is­skulda­bréfum voru gerðar af lög­að­il­um, ekki ein­stak­ling­um.

Erlendir aðilar virð­ast líka vera búnir að fá áhuga á ís­lenskum hluta­bréf­um. Þeir keyptu slík fyrir um 5,8 millj­arða króna á síð­asta ári. Mestur áhugi var á bréfum í Icelandair (1.031 milljón króna) og Mar­el (1.022 milljón króna). Auk þess keyptu erlendir fjár­festar í HB Granda, Hög­um, Eim­skip og Reitum fyrir 820-848 millj­ónir króna á árinu 2015.

Fengu tug­millj­arða afslátt á íslenskum eignum

Það eru ekki bara vaxta­muna­við­skiptin sem hafa gert Ísland að aðlandi fjár­fest­inga­kosti fyrir erlenda aðila sem eiga pen­inga á und­an­förn­um ár­um. Hin svo­kall­aða fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem sett var upp til­ að vinna á snjó­hengju erlendra gjald­miðla­eigna eftir hrun­ið, var einnig ansi arð­bær leið fyrir þá sem áttu pen­inga í útlöndum og vildu flytja þá til­ Ís­lands.

Í útboðum fjár­fest­inga­leið­ar­inn­ar, sem lauk í febr­úar í fyrra, komu alls um einn millj­arður evra til lands­ins og fyrir þær feng­ust um 206 millj­arðar króna. Miðað við opin­bert gengi Seðla­bank­ans á evru í febr­ú­ar 2015 þá voru evr­urnar sem komu inn í landið um 157 millj­arða króna viði. Því ­fengu fjár­fest­arnir sem nýttu sér þessa leið, en margir þeirra voru Íslend­ing­ar ­sem áttu fé erlend­is, 48,7 millj­arða króna virð­is­aukn­ingu á fjár­fest­ingu sína. Á manna­máli þýðir það að þeir sem skiptu gjald­eyri í útboðum fjár­fest­inga­leið­ar­ ­Seðla­bank­ans á árunum eftir hrun fengu um 20 pró­sent afslátt, alls tæp­lega 50 millj­arða króna, á eignum sem þeir keyptu á Íslandi. Þær eignir gátu t.d. ver­ið fast­eign­ir, hluta­bréf eða skulda­bréf. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None