Fréttaskýring#Viðskipti#Bankar#Konur

Karlar stýra nánast ölllum peningum á Íslandi

Konur eru 49,7 prósent landsmanna. Þær stýra samt einungis fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitja í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær enn ákaflega sjáldséðar.

Þórður Snær Júlíusson17. febrúar 2016

Konur eru áfram sjald­séðar í efstu lögum íslenska fjár­mála­geirans. Fyrir hverja níu karla sem stýra pen­ingum á Íslandi er ein­ungis ein kona. Þetta kemur fram í úttekt Kjarn­ans á æðstu stjórn­endum við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­anna, Kaup­hallar og íbúða­lána­sjóða. 

Kjarn­inn tók nú saman upp­lýs­ingar um stjórn­end­urna í þriðja sinn. Í fyrstu úttekt­inni, sem gerð var í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Fyrir ári síðan fram­kvæmdum við úttekt­ina að nýju. Þá voru stjórn­end­urnir sem hún náði til 87 tals­ins, 80 karlar en sjö kon­ur.

Í ár eru störfin sem úttektin nær til 92 tals­ins. Í þeim sitja 85 karlar en sjö kon­ur. Því eru um 92 pró­sent allra þeirra sem stýra pen­ing­unum í íslensku sam­fé­lagi karl­ar. Og það hlut­fall hefur nán­ast ekk­ert breyst á und­an­förnum þremur árum.

Karlar felldu kerf­ið, en sitja enn við stýrið

Íslenski fjár­mála­geir­inn hefur verið sögu­lega mjög karllæg­ur. Fyrir banka­hrun voru karlar í öllum helstu áhrifa­stöð­um. Afrakstur þess kerfis sem byggt var upp á þeim tíma þekkja all­ir: það moln­aði og íslenskt fjár­mála­kerfi sat eftir án nokk­urs trú­verð­ug­leika.

Það er því ekk­ert nýtt að fjár­mála­fyr­ir­tæki starfi í anda karllægra gilda. Og það er alþjóð­leg stefna sem fest hefur ræt­ur. Í þessum gildum felst áhættu­sækni, skeyt­ing­ar­leysi, skamm­sýni, ábyrg­ar­leysi og yfir­gang­ur. Til­gang­ur­inn er að vinna, græða meira. Konur í stjórn­un­ar­stöðum hafa hins vegar til­hneig­ingu til að búa yfir eig­in­leikum á borð við var­færni, ábyrgð, get­una til að líta í eigin barm og horfa til lengri tíma í stað þess að ein­blína alltaf á skamm­tíma­á­hrif ákvarð­anna sinna.

Rann­sóknir sýna líka að fyr­ir­tæki með fleiri konum í stjórn­un­ar­stöðum skila mark­tækt betri árangri en fyr­ir­tæki með engar konur í slíkum stöð­um. Þetta má meðal ann­ars sjá í skýrslu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey frá árinu 2013, sem ber heitið „Women Matter 2013: Mov­ing cor­porate cult­ure, mov­ing bound­aries“. Þar segir einnig að það sem hindri fram­gang kvenna, og hamli þar með árangri fyr­ir­tækj­anna sem þær starfa hjá, sé fyrst og síð­ast fyr­ir­tækja­menn­ing sem sé konum óhlið­holl. Karl­menn sæki fast að því að kom­ast í slík störf þar sem þau séu vel borg­uð, veiti aðgang að valdi og feli í sér aukin tæki­færi til að móta eft­ir­sókn­ar­verða frama­braut.

Ein kona stýrir banka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Á Íslandi stýrir ein kona banka. Hún heitir Birna Ein­ars­dóttir og er banka­stjóri Íslands­banka. Í fram­kvæmda­stjórn bank­ans sitja níu manns, fimm karlar og fjórar kon­ur. Arion banka er stýrt af Hös­k­uldi H. Ólafs­syn­i. Í fram­kvæmda­stjórn bank­ans sitja tíu manns. Kynja­hlut­föll þar lög­uð­ust nýver­ið þegar að Iða Brá Bene­dikts­dóttir tók við sem fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­banka­sviðs af Hall­dóri Bjarkar Lúð­vígs­syni. Konur eru samt sem áður áfram í minni­hluta innan fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, fjórar á móti sex körl­um.

Í rík­is­bank­anum Lands­bank­anum stýrir karl­inn Stein­þór Páls­son skút­unni. Í fram­kvæmda­stjórn bank­ans sitja, ásamt Stein­þóri, þrjár ­konur og þrír karl­ar. Kvika varð til í fyrra þegar Straumur fjár­fest­inga­banki og MP banki runnu í eina sæng. Sig­urður Atli Jóns­son er for­stjóri sam­ein­aðs ­banka og auk hans sitja fimm aðilar í fram­kvæmda­stjórn hans. Þeir eru all­ir karl­ar.

Því hallar á hlut kvenna í fram­kvæmda­stjórnum allra við­skipta­bank­anna á Íslandi.

Karlar alls­ráð­andi í verð­bréfa­fyr­ir­tækjum og -sjóðum

Spari­sjóðir lands­ins hafa verið að týna töl­unni einn af öðrum á und­an­förnum árum. Í dag standa ein­ungis eftir fjór­ir, og fækk­aði þeim um tvo í fyrra. Ein kona og þrir karlar stýra þessum sjóð­um. Konan heitir Anna Karen Arn­ars­dóttir og er spari­sjóðs­stjóri Spari­sjóðs Suður Þing­ey­inga.

Þónokkur lána­fyr­ir­tæki eða –stofn­anir eru rekin á Íslandi. Þau eru Borg­un, Valitor, Byggða­stofn­un, Lána­sjóður sveita­fé­laga og auð­vitað Íbúða­lána­sjóð­ur. Fimm þeirra er stýrt af körlum en einu af kon­u. Hún heitir Lilja Dóra Hall­dórs­dóttir og er for­stjóri Lýs­ing­ar.

Þegar litið er inn í efstu lög rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða á Íslandi, sem höndla með þús­undir millj­arða króna, er staðan heldur ekki beysin út frá kynja­jafn­rétt­is­legu sjón­ar­miði. Þessi rekstr­ar­fé­lög eru mörg hver í eigu við­skipta­bank­anna og heit nöfnum eins og Stefn­ir, Íslands­sjóð­ir, Lands­bréf, Gamma, Júpít­er, Alda og Summa. Af þeim tíu svona félögum sem eru með starfs­leyfi sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er engu stýrt af konu. Tíu karlar halda um þræð­ina í þeim öll­um. Og lang­flestir starfs­manna þeirra eru líka karl­ar.

Staðan er ekk­ert betri hjá verð­bréfa­fyr­ir­tækjum lands­ins. Alls lúta tíu slík eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þau heita nöfnum eins og Virð­ing, Arct­ica Fin­ance, Centra, Foss­ar, H.F. Verð­bréf og Jökl­ar. Öllum tíu er stýrt af körl­um. Og starfs­menn þeirra eru upp til hópa að mestu karl­ar.

Karlar stýra líka einu eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­miðlun lands­ins og einu inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags (Hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga) sem starf­rækt er á land­inu.

Fáar konur í stjórnunarstöðum - 85 karlar, 7 konur

Grafík: Birgir Þór

Þús­undum millj­arða stýrt af körlum

Líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins eru langstærstu fjár­festar á Íslandi. Sam­eig­in­legar eignir þeirra, en þeir eru 27 tals­ins sam­kvæmt yfir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, námu um 3.200 millj­örðum króna um síðust­u ára­mót. Þeir eiga, beint og óbeint, allt að helm­ing skráðra hluta­bréfa hér­lendis og stóran hluta af skulda­bréfa­út­gáf­um. Áhrif og völd þeirra sem stýra fjár­fest­ingum sjóð­anna eru því gríð­ar­leg.

Tíu stærst­u líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga um 80 pró­sent af öllum eignum íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins. Þeim er öllum stýrt af körl­um. Alls eru æðstu stjórn­endur sjóð­anna 23 tals­ins, en nokkrum þeirra er stýrt sam­an. Í þessum valda­miklu stöðum sitja tvær kon­ur og 21 karl. Þær eru Gerður Guð­jóns­dótt­ir, sem stýrir líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sveit­ar­fé­laga, og Snæ­dís Ögn Flosa­dótt­ir, sem tók við sem fram­kvæmda­stjóri Eft­ir­launa­sjóðs ­ís­lenskra atvinnu­flug­manna í fyrra­sum­ar. Auður Finn­boga­dótt­ir, sem stýrð­i Lífs­verki líf­eyr­is­sjóði, lét hins af störfum í fyrra og við starfi hennar tók Jón L. Árna­son. Til við­bótar er Her­dís Dröfn Fjeld­sted for­stjóri Fram­taks­sjóðs Ís­lands, sem er að stórum hluta í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna. Þórey S. Þórð­ar­dóttir er síðan fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en þau fjár­festa auð­vitað ekki.

Allir for­stjór­ar orku­fyr­ir­tækja lands­ins; Lands­virkj­un­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, ON, HS Orku, Orku­bús Vest­fjarða, Lands­nets og Orku­söl­unnar eru líka allt karl­ar.

Karl­arnir á mark­aðnum

Mikil vöxtur hefur verið í Kaup­höll Íslands á und­an­förn­um árum, en henni er stýrt af karli. Alls eru nú 16 félög skráð á mark­að. Í 15 þeirra sitja karlar við stjórn­völ­inn. Ein­ungis einu, VÍS, er stýrt af konu, Sig­rún­u Rögnu Ólafs­dótt­ur. Fjögur félög hafa opin­ber­lega sagt að þau stefni að ­skrán­ingu á mark­að.

Þau eru Ölgerð­in, Advania, Skelj­ungur auk þess sem 365 sagð­i í frétta­til­kynn­ingu seint á síð­asta ári að félagið stefndi á skrán­ingu. Öll­u­m þessum fjórum félögum er stýrt af körl­um.

Þá eru ótalin tvö óskráð trygg­inga­fé­log og tvær greiðslu­stofn­an­ir, ­sem öllum er stýrt af körl­um.

Sam­tals gerir þessi staða það að verkum að af 92 aðilum sem ­stýra pen­ingum á Íslandi þá eru 85 þeirra karlar en ein­ungis sjö kon­ur.

Þá er vit­an­lega ótalið að þrí­r æðstu yfir­menn Seðla­banka Íslands eru karl­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lands­ins er karl og það er for­sæt­is­ráð­herr­ann líka. Svo ekki sé minnst á for­set­ann, en það gæti breyst á allra næstu mán­uð­um.

Helm­ingur íbúa en fimmt­ungur fram­kvæmda­stjóra

Í sept­em­ber 2013 tóku gildi lög hér­lendis sem gerðu þær ­kröfur að hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir þurftu að ráð­ast í miklar breyt­ingar á sam­setn­ingu stjórn­a ­sinna, enda var hlut­fall kvenna í stjórnum sem féllu undir lög­gjöf­ina ein­ung­is 20 pró­sent í árs­lok 2009.

Í árs­lok 2013, eftir að lögin tóku gildi, voru konur orðn­ar 31 pró­sent stjórn­ar­manna í þeim félögum sem þau náðu yfir. Ein­ungis um helm­ingur fyr­ir­tækj­anna sem falla undir lögin upp­fylltu skil­yrðin á þessum tíma. Konum hefur fjölgað í stjórnum stærri fyr­ir­tækja und­an­farin ár og vor­u ­þriðj­ungur stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 starfs­menn eða fleiri í lok árs 2014.

Þegar öll fyr­ir­tæki lands­ins eru talin saman lækk­ar hlut­fall kvenna í stjórnum þó, en þær sátu í 25,5 pró­sent stjórn­ar­sæta í lok árs 2014. Enn færri voru stjórn­ar­for­menn, eða 23,8 pró­sent. Þær voru auk þess ein­ungis 21,6 pró­sent fram­kvæmda­stjóra í öllum fyr­ir­tækjum lands­ins, sam­kvæmt ­tölum frá Hag­stofu Íslands.

Á Íslandi bjuggu 167.410 karlar og 165.340 konur um síðust­u ára­mót. Karlar voru því 50,3 pró­sent íbúa lands­ins en konur 49,7 pró­sent. Því ­fer fjarri að staðan í atvinnu­líf­inu, og sér­stak­lega í þeim störfum þarf sem fjár­magni er stýrt, end­ur­spegli það hlut­fall.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar