Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Fréttaskýring#Bandaríkin#Stjórnmál

Trump trónir á toppnum hjá repúblikönum en óvissan eykst hjá demókrötum

Kosið er í tveimur ríkjum í forvali stóru flokkanna í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningar þar í haust. Demókratar kjósa í Nevada og repúblikanar í Suður-Karólínu. Bryndís Ísfold metur stöðuna fyrir næstu umferð forvalsins.

Bryndís Ísfold20. febrúar 2016
Íbúar Suður-Karólínu eru flestir stuðningsmenn Donald Trump í forvali repúblikana.
Mynd: EPA

Í dag heldur for­seta­for­vals-mara­þonið áfram í Banda­ríkj­unum og verður þá kosið í tveimur ríkj­um. Í Nevada kjósa demókratar en repúblikanar kjósa í Suð­ur­-Kar­ólínu. Á þriðju­dag­inn í næstu viku snýst svo dæmið við. Clinton og Sand­ers mæl­ast nú með hnífjafnt fylgi og ljóst að bæði fram­boðin eru hætt að fara mjúkum höndum um hvort ann­að. Á sama tíma virð­ist fátt geta hreyft við fylgi Trumps í Suð­ur­-Kar­ólínu, en í þess­ari viku kall­aði hann páfann í Róm smán­ar­legan og sak­aði George W. Bush um að hafa logið þjóð­ina í stríð. Spennustigið hefur því að minnsta kosti hækkað frá því var kosið í New Hamps­hire fyrr í mán­uð­un­um. 

Það var ekki til að létta spenn­una í stjórn­mál­unum þegar til­kynnt var að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn íhaldsami Ant­onin Scalia hefði lát­ist í síð­ustu viku. Stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna gerir ráð fyrir að sitj­andi for­seti skipi fljótt annan í stað þess sem hættir eða hrein­lega deyr í emb­ætti, eins og er algeng­ara, því skipað er til lífs­tíð­ar. Því hefur fátt annað kom­ist að hjá fjöl­miðlum en hvern Obama muni skipa í stað hans. For­ystu­menn í öld­unga­deild­inni, þar sem repúblikanar eru í meiri­hluta, voru fljótir að lýsa því yfir að þeir myndu ekki sam­þykkja neinn sem Obama myndi til­nefna, en sam­þykki öld­unga­deild­ar­innar þarf til að skipa nýjan dóm­ara. Þetta verður í þriðja sinn sem Obama til­nefnir nýjan dóm­ara og mun nýr dóm­ari hafa mikil áhrif á nið­ur­stöður dóms­ins, ef við hann bæt­ist annar frjáls­lyndur vinstri sinn­aður dóm­ari. Ef öld­unga­deildin neitar að sam­þykkja þann sem Obama til­nefn­ir, sem engin for­dæmi eru fyr­ir, verður hæsti­réttur klof­inn í fjölda mála en þar sitja að jafn­aði níu dóm­ar­ar, en eftir frá­fall Scalia eru þeir átta. Þegar það ger­ist gildir nið­ur­staða neðri dóm­stigs­ins og hæsta­réttur er þannig lamaður í fjölda ágrein­ings­mála. For­seta­fram­bjóð­end­urnir hafa nú þegar blandað sér af fullum krafti í þessa umræðu.

Í fljótu bragði virð­ist staðan hjá demókrötum vera að breyt­ast á þann veg að Bernie Sand­ers sé að ná að byggja upp mikla stemm­ingu í kringum fram­boð sitt, sem hann lýsir sem póli­tískri bylt­ingu, og virð­ist fylgi hans rjúka upp með hverri könn­un­inni. Nið­ur­stöð­urnar úr fyrstu tveim ríkj­un­um, þar sem Sand­ers jafn­aði fyrra og sigr­aði hið síð­ara með miklum yfir­burð­um, hafa sett nýjan tón í kosn­inga­bar­átt­una. Fyrir örfáum mán­uðum hafði Hill­ary Clinton um 30 pró­sentu­stiga for­skot en það er komið niður í 5-15 pró­sentu­stig. Hjá repúblikönum er styrkur Trump í könn­unum mjög afger­andi í flestum ríkj­um, sem og á lands­vísu, en þar mælist hann með 10-30 pró­sentu­stiga mun, mis­mun­andi eftir könn­un­um. Það sem hins vegar eykur á óviss­una er að kann­anir hafa ekki verið mjög góðar í að spá fyrir um nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Sér­stak­lega átti það við í Iowa for­val­inu. Ástæðan er sú að þar er kosn­inga­fyr­ir­komu­lagið svo­kall­aðir kjör­fundir (e. Caucus) þar sem fólk kemur saman í stórum sölum víðs­vegar um ríkið og raðar sér saman í hópa eftir því hvern þau ætla að kjósa, auk þess sem óskráðir kjós­endur geta skráð sig til að kjósa á kjör­dag. Erfitt hefur reynst að spá fyrir um slíkar nið­ur­stöður og nú á laug­ar­dag munu demókratar einmitt velja á milli Clinton og Sand­ers með þess­ari aðferð. 

Nevada er næst

Í Nevada búa tæpar þrjár millj­ónir manna og ólíkt Iowa og New Hamps­hire er sam­setn­ing íbúa fjöl­breytt­ari, en kjós­endur af öðrum kyn­þætti en hvítum eru 39,4% af kjós­endum í rík­inu. Þar af eru þeir sem eru af asískum upp­runa 11% og þeir sem ætt­aðir eru frá Rómönsku-Am­er­íku um 21% kjós­enda. Demókratar hafa notið stuðn­ings fólks af öðrum kyn­þætti en hvítum í miklum meiri­hluta, sér­stak­lega í for­seta­kosn­ing­um ­síð­ustu ára­tugi.

Inn­flytj­enda­mál skipta marga kjós­endur miklu máli. Bæði Clinton og Sand­ers vilja setja lög sem tryggja ólög­legum inn­flytj­end­um, sem eru rúm­lega 11 millj­ónir í Banda­ríkj­un­um, leið til að sækja um rík­is­borg­ara­rétt á lög­legan hátt án þess að þurfa að fara úr landi. Á repúblikana­hlið­inni er tölu­vert annað upp á ten­ingn­um, en dig­ur­barka­leg­ast talar Trump sem vill hrein­lega láta henda öllum ólög­legum inn­flytj­endum út úr land­inu og vill láta reisa múr á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó til að halda inn­flytj­endum frá. Til við­bótar vill hann banna múslimum að koma til lands­ins. 

Kjós­endur í Nevada hafa gegnum tíð­ina kosið bæði demókrata og repúblik­ana sem for­seta, þó sögu­lega hafi þeir verið hlið­holl­ari repúblikön­um. Nevada hefur kosið þann sig­ur­vegar­ann í for­seta­kosn­ingum nær óslitið síðan 1972, aðeins með einni und­an­tekn­ingu. Kjós­endur í Nevada eru um 1,2 millj­ón, þar af eru 471 þús­und skráðir demókratar og um 423 þús­und skráðir repúblikan­ar, restin er svo óháð. Árið 2012 sigr­aði Obama með 531 þús­und atkvæðum á móti 463 þús­und sem Mitt Rom­ney hlaut. Af þeim 17 sýslum (counties) sem eru í Nevada eru vann þó Obama aðeins í tveim, en þær eru lang­fjöl­mennastar: Clark þar sem borgin Las Vegas er og í Was­hoe, sem borgin Reno til­heyrir og dugar sigur í þessum tveim sýslum til að sigra ríkið í heild.

Fáar góðar kann­anir hafa verið gerðar þar sem lík­legir þátt­tak­endur í kjör­fundi demókrata hafa verið spurðir um afstöðu sína um Sand­ers og Clint­on. Ein könnun var tekin í lok des­em­ber og sýndi hún Hill­ary með 23 pró­sentu­stiga for­skot. Ný könnun sem tekin var fyrstu vik­una í febr­úar sýnir hins vegar algjört jafn­tefli milli þeirra, með 45% hvort um sig.

Hjá repúblikönum í Nevada trónir Trump á toppnum með tæp 40% og tutt­ugu pró­sentu­stigum neðar er Cruz með 20,6%. Cruz er enn að glíma við efa­semda­fræ sem Trump hefur verið að dreifa um að vegna þess að hann sé fæddur í Kanada sé hann ekki gjald­gengur fram­bjóð­andi. Báðir for­eldrar Cruz voru banda­rískir rík­is­borg­arar á þessum tíma en nú hefur dóm­stóll í Chicago tekið málið upp og ætlar sér að dæma um hvort fram­boðið sé lög­mætt. Stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna talar um að fram­bjóð­endur þurfi að vera „natural born cit­izen“, sem lög­skýrendur deila um hvað þýði í raun og veru.

Rubio fylgir fast á hæla Cruz í könn­unum með 19%, Kasich, Car­son og Bush eru svo með eins stafs tölu hver. Kosið verður næsta þriðju­dag.

Bill Clinton, eiginmaður Hillary og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flytur erindi í Las Vegas.
Mynd: EPA

Súperkjör­menn?

Margir klór­uðu sér í koll­inum þegar í ljós kom að þrátt fyrir stór­sigur Sand­ers á Clinton í New Hamps­hire var lít­ill munur á svoköll­uðum „kjör­mönn­um“ sem þau fengu. Þetta skýrist af því að kerfið í for­vali flokk­anna bygg­ist á afar sér­kenni­legum regl­um. Hvert ríki hefur fjölda kjör­manna í hlut­falli við fjölda íbúa (í raun í hlut­falli við fjölda þing­manna í full­trúa­deild­inni, en sú tala helst í hendur við fjölda íbúa auk tveggja öld­unga­deilda­full­trú­a). Hjá demókrötum fá fram­bjóð­endur svo kjör­menn í hlut­falli við atkvæða­fjölda í hverju ríki. Kjör­menn­irnir eru svo taldir á lands­fundi flokks­ins sem hald­inn verður í sum­ar. Við þetta bæt­ist svo hið sér­kenni­lega kerfi súperkjör­manna (e. Super­del­egates) en það eru kjör­menn sem eru fyrr­ver­andi eða núver­andi kjörnir full­trúar fyrir flokk­inn í hverju ríki, sem ákveða hvern þau ætla að styðja og ákvarða þau um einn sjötta af heild­ar­at­kvæða­magn­inu. Þessir aðilar eru því sjálf­kjörnir full­trúar á lands­fund flokks­ins og skila atkvæði sínu þar. Eins og staðan er núna hefur Hill­ary tryggt sér yfir­lýstan stuðn­ing 424 af 712 atkvæðum súperkjör­mann­ana en Sand­ers aðeins 14. Það er óal­gengt að súperkjör­menn skipti um skoðun en þeir hafa fullan rétt á því.

Þetta gerir það að verkum að ef Sand­ers ætlar að sigra Hill­ary verður hann að vinna upp þetta for­skot Hill­ary til að fá útnefn­ingu demókrata.

Svika­brögð í Suður Kar­ólínu

Á hinum end­anum á land­inu verður kosið í for­vali repúblik­ana í Suð­ur­-Kar­ólínu. Þar er spennan öllu minni, en töl­fræði­spek­úlant­inn Nate Sil­ver spáir því með 70% vissu að Trump sigri. Kann­anir hafa sýnt sterkan stuðn­ing við fram­boð Trumps í rík­inu síðan í byrjun síð­asta sum­ars og mælist hann nú með 36% fylgi, Cruz mælist með næst­mesta stuðn­ing­inn eða 17% og fast á hæla hans er svo Rubio með 14%. Hann nýtur stuðn­ings rík­is­stjóra Suð­ur­-Kar­ólínu. Svo eru þeir Bush og Kasich með sitt hvor 10 pró­sent­in, Car­son rekur svo lest­ina með 5%.

Kjós­endur repúblik­ana í Suð­ur­-Kar­ólínu eru að miklum meiri­hluta trú­aðir evang­elistar og eru í takt við það mjög íhalds­samir í skoð­unum sín­um. Þeir eru á móti rétti kvenna til fóst­ur­eyð­inga, gegn hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra, vilja lítil afskipti rík­is­ins af sam­fé­lag­inu og svo fram­veg­is. Árið 2012 kusu þeir Newt Gringrich í próf­kjöri repúblik­ana og John McCain árið 2008. Í þrí­gang hefur ríkið kosið Bush feðga. Í gegnum tíð­ina hefur ríkið þótt mik­il­vægt í for­vali repúblikana, sem eitt af fyrstu ríkj­unum þar sem kosið er, og hafa skít­a­trixin sem stunduð eru þótt ein­kenna þá miklu spennu sem þar rík­ir. 

Árið 2000 fengu kjós­endur sem dæmi upp­hring­ingar þar sem sagt var frá því að John McCain hefði átt barn utan hjóna­bands með þeldökkri konu. Það reynd­ist ósatt. Árið 2007 fengu kjós­endur svo jóla­kort þar sem sagt var frá því að Mitt Rom­ney, sem er morm­óni, væri hlynntur fjöl­kvæni. Það reynd­ist ósatt líka. Nú segir Trump að Cruz hafi látið hringja í þús­undir kjós­enda til að segja þeim að Trump sé ekki í fram­boði í Suður Kar­ólínu, sem er líka hin arg­asta della. ­Vegna þess hversu algeng svona svika­brögð eru hafa kjós­endur brugðið á það ráð að búa til app þar sem hægt er að til­kynna um vafa­samar aðferðir fram­bjóð­enda og fá það stað­fest hvað er í raun rétt og hvað ekki. Í app­inu má líka finna yfir­lit yfir það sem kjós­endur til­kynna inn og er það væg­ast satt áhuga­verð lesn­ing. Fyrir áhug­u­sama er hægt að sækja appið hér.

Trump hélt þess­ari hefð að beita bola­brögðum þegar hann nýtti sér mis­tök fram­boðs Jeb Bush, sem gleymdi að end­ur­nýja lén fram­boðs­ins. Trump keypti lénið og ef maður fer á www.jebbus­h.com flyst maður beint á heima­síðu Trump fram­boðs­ins. Næstum því öll Bush fjöl­skyldan hefur fengið það óþvegið frá Trump þessa vik­una en í byrjun vik­unnar sagði hann George W. Bush hefði logið að þjóð­inni til að geta farið í stríð. Þrátt fyrir að Bush yngri hafi orðið mjög óvin­sæll við lok for­seta­tíð sinnar þykir það nokkuð áhættu­samt fyrir fram­bjóð­anda repúblik­ana að hjóla í Bush í því ríki sem hann og hans fjöl­skylda hafa notið einna mests stuðn­ings frá, en fjöl­skylda Jebs er einmitt farin að mæta honum til stuðn­ings dag eftir dag á bar­áttufundi.

En allt kemur fyrir ekki og virð­ist þetta hafa haft lítil áhrif á vin­sældir hans ef marka má kann­an­ir. Til að bæta gráu ofan á svart greip Trump á fimmtu­dag orð páfans í Róm um að þeir stjórn­mála­menn sem ein­blíndu á að byggja múra en ekki brýr væru ekki kristi­leg­ir, á lofti og sagði páfann smán­ar­leg­an. Menn velta fyrir sér hvort þetta sé lík­legt til að hreyfa við hinu mjög svo íhaldsama kristi­lega fylgi í Suður Kar­ólínu. Það kemur vænt­an­lega í ljós á kjör­dag, í dag.

Enn er öll athygli demókrata í Nevada enda sögu­lega hafa kjós­endur í Suð­ur­-Kar­ólínu verið hlið­holl­ari repúblikönum en demókröt­um. En sam­kvæmt nýj­ustu könn­unum virð­ist Clinton hafa öruggt for­skot á Sand­ers en með­al­tal síð­ustu kann­ana sýna að Hill­ary hafi 57,2% stuðn­ing lík­legra kjós­enda í for­vali demókrata, en Sand­ers 32,4%. Kosið verður hjá demókrötum í Suð­ur­-Kar­ólínu laug­ar­dag­inn 27 febr­úar nk.

% Trump Rubio Cruz
Clinton 47 / 42,3 43,3 / 47,2 45,8 / 46
Sanders 49,7 / 40 43 / 44 45 / 42

Miðað við allt og allt, hver er lík­leg­astur til að vinna? 

Eins og sagan hefur sýnt er erfitt að treysta því að sá sem virð­ist vera lík­leg­astur til að vinna útnefn­ing­arnar svona snemma í for­kosn­ing­unum vinni á end­an­um. Fólk skiptir um skoð­un, leynd­ar­mál dúkka upp í fjöl­miðl­um, gamlar greinar og ummæli valda titr­ingi. Mikil eða lítil kjör­sókn getur einnig haft afger­andi áhrif á nið­ur­stöður kosn­inga. Það er því jafn áreið­an­legt að reikna sig niður á lík­leg­asta sig­ur­vegar­ann miðað við for­send­urnar sem nú liggja fyrir og að fá konu með slæðu á höfð­inu og spá­kúlu til að segja okkur hver vinni á end­an­um. En til gam­ans verður hér gerð til­raun til að spá í þau spil sem liggja á borð­inu:

Þegar staðan er skoðuð núna út frá for­seta­kosn­ing­unum sjálf­um, sem haldnar verða í byrjun nóv­em­ber á þessu ári, þegar flokk­arnir hafa valið sinn full­trúa, geta margir þættir haft áhrif á nið­ur­stöð­una. Miðað við síð­ustu tvennar for­seta­kosn­ingar eru níu ríki sem hægt er að flokka sem sveiflu­ríki (e. swing state), sem þýðir að þessi ríki geta fallið í hendur hvors flokks­ins og ekk­ert öruggt í þeim mál­um. Kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum bygg­ist sem fyrr segir á svoköll­uðu kjör­manna­kerfi. Það þýðir að hvert ríki fær úthlut­uðum ákveðnum fjölda kjör­manna í takt við íbúa­fjölda í rík­inu. Kjör­menn­irnir virka svo í raun eins og atkvæði, nema að sá fram­bjóð­andi sem vinnur meiri­hluta atkvæða, fær alla kjör­menn rík­is­ins. Sá sem nær svo fleiri en 270 kjör­mönnum á lands­vísu hefur sigrað kosn­ing­arn­ar. 

Sveifluríki Kjördagur Fjöldi kjörmanna
Nevada 20. feb & 23. feb 6
Colorado 1. mars 9
Iowa 1. feb 6
Wisconsin 5. apríl 10
Ohio 15. mars 18
Pennsylvania 26. apríl 20
Virginia 1. mars 13
Norður-Karólína 15. mars 15
Flórída 15. mars 29
New Hampshire 9. febrúar 4
Í pottinum 130

Miðað við hvernig staðan er í dag er talið lík­legt, út frá því hvaða ríki eru örugg að kjósa annan flokk­inn, að demókratar hafi örugga 217 kjör­menn en repúblikanar 191. Það þýðir að 130 kjör­menn eru í pott­in­um. Sé þetta rétt þyrftu demókratar að bæta við sig 53 kjör­mönnum en repúblikanar 79. Eins og áður sagði fer það eftir stærð ríkj­anna hvert magn kjör­manna er. Þannig eru stór ríki eins og Flór­ída með 29 kjör­menn en New Hamps­hire aðeins með 6. Þessi ríki virð­ast eins og kann­anir líta út núna ætla að kjósa Hill­ary Clinton sem full­trúa demókrata, eða í 7 af 9 til­fell­um, og Don­ald Trump sem full­trúa repúblikana, eða í 8 af 9 til­fell­u­m. Verði þetta nið­ur­staðan er áhuga­vert að skoða hvað kann­anir segja um hvorn kandídat­inn þau myndu velja ef þau tvö væru í fram­boð­i. 

Hér er mjög mik­il­vægt að allir geri sér grein fyrir því að þær kann­anir eru gerðar á lands­vísu og mjög margir óvissu­þættir ekki mæld­ir, en til gam­ans þá er áhuga­vert að skoða þetta. Nýj­ustu kann­anir sýna að sé fólk spurt hvort það myndi kjósa Clinton eða Trump kemur í ljós að 47% segj­ast myndu kjósa Hill­ary en 42% myndu kjósa Trump. Ef demókratar myndu hins vegar velja Sand­ers sem sinn full­trúa virð­ast lands­menn enn lík­legri til að kjósa demókrata umfram repúblik­ana með Trump sem þeirra full­trúa, þá skilja tæp tíu pró­sentu­stig fram­bjóð­endur að sam­kvæmt nýj­ustu könn­un.

Kosið verður í for­völum flokk­anna næstu mán­uð­ina. Flest þess­ara mik­il­vægu ríkja sem geta sveifl­ast í báðar áttir kjósa í mars en það síð­asta í lok apr­íl. Eftir að þau hafa kosið verður myndin orðin skýr­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar