Ungir, pólitískir blaðamenn og stjórnmálafræðingar algengir aðstoðarmenn

Kjarninn kannaði hvaða reynslu aðstoðarmenn ráðherra í Danmörku og í Noregi hafa. Flestir tilheyra flokki ráðherrans.

Nýjasti danski ráðherrann, Peter Christensen.
Nýjasti danski ráðherrann, Peter Christensen.
Auglýsing

Staða aðstoð­ar­manna ráð­herra hefur verið í umræð­unni á Íslandi und­an­far­ið, líkt og reyndar ger­ist reglu­lega. Fyrir skömmu fjall­aði Kjarn­inn um reynslu núver­andi aðstoð­ar­manna ráð­herra hér á landi og um helg­ina var við­tal við Sölku Mar­gréti Sig­urð­ar­dóttur, sem er aðstoð­ar­maður ráð­herra í Bret­land­i. 

Aðstoð­ar­menn ráð­herra á Íslandi telj­ast til póli­tískra ráð­gjafa eða póli­tísks aðstoð­ar­fólks í aðþjóð­legu sam­hengi. Þegar titlar þeirra eru þýddir yfir á ensku er enda iðu­lega talað um polit­ical advis­or, póli­tískan ráð­gjafa. Sam­kvæmt athugun OECD frá árinu 2011, sem vitnað er til í fræði­grein Gests Páls Reyn­is­sonar og Ómars H. Krist­munds­son­ar, sinna póli­tískir ráð­gjafar meðal ann­ars ráð­gjöf vegna stefnu­mála, almanna­tengslum og fjöl­miðla­sam­skipt­um, sam­skiptum við hags­muna­að­ila og flokks­menn ráð­herra. Það fer svo eftir reglum og hefðum á hverjum stað hvaða verk­efni eru fyr­ir­ferða­mest. 

Kjarn­inn kann­aði hvernig þessum málum er háttað í nágranna­lönd­unum Dan­mörku og Nor­eg­i. 

Auglýsing

Blaða­menn og stjórn­mála­fræð­ingar áber­andi í Dan­mörku 

Í Dan­mörku hafa ráð­herrar sér­staka ráð­gjafa, sær­lige råd­gi­vere, sem eru fyrst og fremst póli­tískir ráð­gjaf­ar. Að öðru leyti hefur ekki verið mikið um póli­tískt starfs­lið í ráðu­neytum þar. Flestir ráð­herrar hafa einn ráð­gjafa, en utan­rík­is­ráð­herra hefur tvo, sem gerir sam­tals sautján ráð­gjafa, sam­kvæmt sam­an­tektum danska stjórn­ar­ráðs­ins og fjöl­mið­ils­ins Alt­inget.dk. Þá hefur kirkju- og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Ber­tel Haarder ákveðið að vera ekki með aðstoð­ar­mann. 

Stjórn­mála­fræð­ingar og blaða­menn eru áber­andi meðal aðstoð­ar­mann­anna, auk þess sem margir hafa starfað í stjórn­málum og fyrir stjórn­mála­flokka. Þeir hafa líka margir verið sér­legir ráð­gjafar ráð­herra í fyrri rík­is­stjórn­um, og eiga því margir sam­eig­in­legt að vera nokkuð reynslu­mikl­ir. 

Jacob Bru­un, ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra, er með tíu ára reynslu sem póli­tískur ráð­gjafi hjá Ven­stre og er stjórn­mála­fræð­ing­ur. Søren Møller And­er­sen, ráð­gjafi fjár­mála­ráð­herra, hefur fjög­urra ára reynslu sem póli­tískur ráð­gjafi, meðal ann­ars hjá fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra. Hann hefur einnig mikla reynslu í ráðu­neytum og hefur starfað að upp­lýs­inga- og fjöl­miðla­málum fyrir fyr­ir­tæki og fyrir Ven­stre. 

Eini ráð­herr­ann sem hefur tvo ráð­gjafa er utan­rík­is­ráð­herr­ann Krist­ian Jen­sen. Christopher Arzrouni, annar aðstoð­ar­mann­anna, er stjórn­mála­fræð­ingur og starf­aði sem umræðu­rit­stjóri hjá Bør­sen frá 2011 og þar til hann tók við starfi aðstoð­ar­manns. Hann hefur líka starfað fyrir ráðu­neyti og verið aðstoð­ar­maður ráð­herra áður, auk þess sem hann hefur starfað fyrir Ven­stre. Pet­er Høyer er mennt­aður blaða­maður og kom í ráðu­neytið frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu, þar sem hann var upp­lýs­inga­full­trúi. Hann var líka aðstoð­ar­maður skatta­mála­ráð­herra frá 2004 til 2011. Áður var hann almanna­teng­ill og ráð­gjafi. Upp­lýs­ingar um aðra ráð­gjafa má finna hér

Ráðherra í norsku ríkisstjórninni hafa bæði aðstoðarmenn og ráðuneytisstjóra

Ungur aldur vakti athygli í Nor­egi 

Staða póli­tísks ráð­gjafa í norska stjórn­ar­ráð­inu varð til úr tveimur störfum, ann­ars vegar einka­rit­ara og hins vegar aðstoð­ar­manns ráð­herra. Árið 1992 var búin til staða póli­tísks ráð­gjafa í stað hinna tveggja starf­anna. Þar tíðkast hins vegar að póli­tískir aðstoð­ar­ráð­herrar eða ráðu­neyt­is­stjórar séu í starfs­liði ráð­herra. 

Ráð­gjaf­arnir hjá norsku rík­is­stjórn­inni eru nítján tals­ins, og eru allir póli­tísk­ir. Greint er frá því hvaða flokki þau til­heyra á vef­síðum ráðu­neyta. Margir aðstoð­ar­mann­anna hafa auk þess fyrri reynslu af póli­tískri ráð­gjöf, en segja má að ungir og reynslu­meiri aðstoð­ar­menn séu í bland í hópn­um. 

Erna Sol­berg for­sæt­is­ráð­herra hefur tvo póli­tíska ráð­gjafa, Hans Christ­ian Kaurin Hans­son og Bene­d­icte Staalesen Nil­sen sem er í hluta­starfi í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og hinn hlut­ann í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Hins vegar eru sjö póli­tískir aðstoð­ar­ráð­herr­ar, eða ráðu­neyt­is­stjór­ar, einnig í ráð­gjaf­arteymi for­sæt­is­ráð­herr­ans. Hans­son tók við starf­inu í fyrra eftir að hinn ungi Rolf Erik Tved­ten hætti, en aldur Tved­ten hafði vakið athygli þegar hann var ráð­inn til aðstoðar við Sol­berg eftir kosn­ing­ar. Hann var m.a. kall­aður undra­barnið hennar

Hans­son hafði starfað um stutta hríð í sam­skipta­málum fyrir Hægri­flokk­inn áður en hann var ráð­inn aðstoð­ar­mað­ur. Hann var áður blaða­maður um margra ára skeið, lengst af hjá VG. 

Siv Jen­sen fjár­mála­ráð­herra er með fjóra aðstoð­ar­ráð­herra og einn aðstoð­ar­mann í sínu ráðu­neyti. Petter Kvinge Tvedt er aðstoð­ar­maður hennar en hann hafði verið póli­tískur ráð­gjafi á ýmsum sviðum í borg­ar­stjórn Bergen í átta ár áður en hann flutt­ist í fjár­mála­ráðu­neyt­ið. Hann hefur starfað fyrir Fram­fara­flokk­inn og hefur setið í bæj­ar­stjórn fyrir flokk­inn. 

Í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu eru tveir ráð­herr­ar. Børge Brende er utan­rík­is­ráð­herra og Elisa­beth Asp­aker er ráð­herra EES og Evr­ópu­sam­bands­mála. Þau hafa þrjá und­ir­ráð­herra og svo sitt hvorn póli­tíska ráð­gjafann. Bene­d­icte Staalesen Nil­sen hefur starfað sem ráð­gjafi borg­ar­stjóra í Stavan­ger og einnig sem ráð­gjafi hjá Statoil og Nor­dic Energy Res­e­arch auk þess sem hún hafði verið starfs­nemi í sendi­ráð­inu í London. Hún hefur bæði BA og meistara­gráðu í evr­ópskum fræð­um. Peder Weidem­ann Egseth hafði líka verið ráð­gjafi innan Hægri­flokks­ins og starfað hjá Danske bank áður en hann tók við starfi aðstoð­ar­manns. 

Póli­tískt starfs­lið mjög lítið á Íslandi

Póli­tísk for­ysta í ráðu­neytum er ólík eftir lönd­um. Víða ann­ars staðar en á Íslandi tíðkast að hafa aðstoð­ar­ráð­herra, sem eru póli­tískir, póli­tíska ráð­gjafa eða aðstoð­ar­menn og póli­tíska ráðu­neyt­is­stjóra. Á Íslandi er póli­tískt starfs­lið ráð­herra mjög lítið í sam­an­burð­in­um. 

Í Sví­þjóð og Nor­egi eru póli­tískir ráðu­neyt­is­stjór­ar, eða aðstoð­ar­ráð­herr­ar, sem eru skip­aðir af for­sæt­is­ráð­herra. Í Nor­egi eru einnig emb­ætt­is­menn sem fara með stjórn ráðu­neyt­anna, en í Sví­þjóð eru þessir aðstoð­ar­ráð­herrar með stöðu svip­aða ráðu­neyt­is­stjórar á Íslandi og í Dan­mörku. Þetta kemur fram í grein Ómars H. Krist­munds­sonar pró­fess­ors um bak­grunn aðstoð­ar­manna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None